Morgunblaðið - 30.12.1928, Síða 3

Morgunblaðið - 30.12.1928, Síða 3
VfORCrTTNRT.AÐTÐ MORGUNBLAÐIÐ ■tofnandl: Vllh. Flngen. Utcefandl: FJelag 1 Reykjavlk. *lt»tjörar: Jðn KJartanaeon. Valtír StefAnaaon. Audýaingaetjðrl: E. Hafberc. ■krlfatofa Auaturstrntl t. ■IbU nr. 500. Auglý.lnga.krif.tofa nr. 700. Helaaaalmar: Jðn KJartanaaon nr. 741. Valtýr Stefánaaon nr. 1110. H. Hafberc nr. 770. AakrlftaKJald: Innanlanda kr. 2.00 á aaánuBl. Utanlanda kr. 2.60 - — I lauaaaðlu 10 aura elntaklB. Erlendar sfmfregnir. Khöfn, FB 29. des. Suðurför Byrds. Blaðið „Politiken" birtir sím- •skeyti frá Byrdleiðangrinum. Br Byrd kominn að ísveggnum sunn- an við Rossflóann, eftir sjö daga siglingu gegnum ísinn. Þaðan fer hann til Hvalaflóans. Bretar viðurkenna stjálfstjórn Kína í tollmálum. Frá London er símað: Bresk- kínverski tollsamningurinn hefir verið birtur. Bretland viðurkennir kínverska sjálfstjórn í tollamálum. Blaðið Manchester Guaridan segir, að kínverskir tollar hækki sam- kvæmt samningnum og verulegs verslunarhagnaðs af samningunum sje ekki að vænta; í bráðina, en hinsvegar álítur blaðið að pólitísk- ur hagnaður af samningum verði mikill. — Blaðið Daily Telegraph álítur þýðingarmikið, að samning- urinn lögleiði reglubundið tollfyr- irkomulag í staðinn fyrir handa- hófs aukatolla. Öll stórveldin að undanteknu Japan hafa gert tollsamninga við Kína. Bretakonungi versnar. Ástand Bretakonungs lakara síð- ustu dagana. Kraftarnir dvína. UppreiBnin í Afghanistan. Blaðinu Daily Mail hefir borist skeyti frá Lahore (borg í Ind- landi), þess efnis, að' Uppreistar- mennirnir í Afghanistan hafi verið reknir til fjallanna fyrir norðan KabuLTiltölulega friðsamlegt í höf- uðstaðnum (þ. e. Kábul, höfuð- stað Afghanistan). Lítils háttar hefir verið á það minst, að Aman- ullah muni ef til viH fara frá völdum og taki þá sonur hans við völdunum. Kínverjar varkárir. Frá Shanghai er símað til Uni- 'ted Press, að 'kínverSk yfirvöld hafi handtekið fimtíu og tvo verka menn, flesta kínverska, nýkomna frá Rússlandi. Ljek yfirvöldunum ■grunur á, að þeir ætti að hafa á 'hendi kommúnistiskan undirróður. Ófriðurinn í Suður-Ameríku. Frá Washington er símað: — 'Sendisveit Paraguay’s hefir til- kynt, að' Boliviuherinn hafí aftur hertekið Yan Guardia virkið og ruðst tólf mílur enskar inn í hið umþráttaða Chaco-hjerað. Paragu- ayherinn veitti ekki viðnám. — Stjórnin í Paraguay telur ástandið alvarlegt. (Chaco-svæðið er um 100.000 íerhyrningsmílur enskar og liggur á milli Pilcomayo-fljóts og Para- guay-fljóts. Bolivia og Paraguay hafa lengi átt í deilum um svæði þetta.) 3 1 Menningarstarf Mustafa Kemal. Frá Konstantinopel er símað : — Yfirvöldin í Konstantinopel hafa fyrirskipað að kalla daglega sam- an alla íbúa borgarinnar á aldr- inum 16—45 ára, til þess að kenna þeim að lesa og skrifa latneskt letur. Verða allir að stunda lestr- arnám þetta, hvort sem mönnum líkar betur eð'a ver, enda flúttir með valdi á námsstaðina, ef menn vilja eigi fara fúslega. Vinnudeilurnar í Þýskalandi. Báðir málsaðiljar hafna gerðar- dómnum. Frá Hamborg er símað: Atvinnu rekendur í skipasmíðaiðnaðinum hafa felt gerðadóminn. Verkamenn hjer sömuleiðis. Vörnfðlsnnin Œtlar stjórnin að gerast samsek ? I. Öll skrif Guðbrands Magnús- sonar um stjórn og rekstur Áfeng- isverslunar ríkisins er ágæt sönn- un þess, hve gersamlega óhæfur hann er að gegna því ábyrgðar- mikla starfi, sem lionum hefir ver- ið trúað fyrir. Hann byrjar um- ræður um þetta mál með því að liælast yfir því, að' hann hafi fram- ið stórkostlega vörufölsun og á þann hátt tekist að selja mikið af birgðum Áfengisverslunarinnar. Var ekki annað að sjá, en að hann vildi einn eiga allan heiðurinn af því að hafa fundið upp „ráð“ til þess að koma út birgðunum. Mgbl. benti því næst Guðbrandi á, að „ráð“ hans væri óleyfilegt og mundi varða við lög, og þá er Guðbrandur til með að unna fyrir- rennara sínum heiðrinum af nokkr- um hluta af vörufölsuninni! Þó vírðist hann enn „ekki skilja til fulls í hverju aðalbrot hans er fólgið, sem sje í því að hafa í heimildarleysi notað vörumerki er- lends verslunarfjelags til þess að selja iit birgðir Áfengisverslunar- innar. Þegar lionum hafði verið á þetta bent, vill hann koma allri skuldinni á fyrirrennara sinn! — Hann segir í síðustu grein sinni, að hann hafi spurt Mogensen að því, hvort ekki væri rjett að iit- búa nýjan flöskumiða á þessa nýju tegund af áfengisblöndu. „En hann (þ. e. Mogensen) kvað það óþarft og taldi sjálfsagt að nota þamn flöskumiða, sem hann hafði bland- að undir, hann væri eign Áfengis- verslunarinnar“. (Leturbr. Guð- brands). Skín ekki vesalmenskan út úr hverju orði Guðbrands hjer? — Fyrst hælir hann sjer yfir óhæfu- verkum sínum; þeg'ar honum svo var bent, á óhæfuna, skríður hann bak við þann mann, sem hann hefir orðið að rægja að und- anförnu! Og hvað er orðið eftir af öllu sjálfhólinu í fyrstu grein Guð- brands? Nú er það Mogensen, sem fann upp „ráðið“. Það var líka liann, sem ráðlagði Guðbrandi að nota flöskumiða, sem á var letrað vinsælt vörumerki! Hvað hefir veslings Guðbrandur eftir af sjálf- hólinu? Er hann jafn lítill og hann var, þegar hann fór frá Kaupfjelagi Hallgeirseyjar? II. Annars skiftir það engu máli, hvor forstjóranna hefir fundið upp hið óleyfilega „ráð“, sem notað var. Síst er að óreyndu liægt að trúa því, sem Guðbrandur segir um þetta, því að hann hefir orðið margsaga í þessu máli. Aðalatriðið er, að hjer hefir verið framin stór- kostleg vörufölsun og það 1 stofn- un, sem ríkið sjálft á og ber alla ábyrgð á. Framhjá þessari stað- reynd verður ekki liomist. Guðbrandur lætst í síðustu grein sinni vera reiður við Mbl. fyrir það, að það hafði bent honum á þá óhæfu, sem hann framkvæmdi í Áfengisversluninni. Er hann þá búinn að gleyma sjálfhólinu og rembingnum í fyrstu grein sinni. En vita má Guðbrandur það, að Mbl. hefir ekki annað gert en skyldu sína í þessu máli: að víta óhæfilegt hneyksli, sem fram fór í stofnun ríkisins. Máske hefir Guðbrandur ætlast til að fá lof fyrir verknaðinn og viðurkenning að auki!! Nei, Guðbrandur Magnússon! Þjer hafið með framhleypni yðar og glópslcu auglýst það fyrir al- þjóð, að þjer eruð gersamlega ó- hæfur til þess að hafa á hendi stjórn Áfengisverslunarinnar. Þjer hafið' af einfeldni og vanþekkingu framið óleyfilget verk og síðan af monti hælst yfir ósómanum. Þjer getið búist við, að ríkið eða stofn- un sú, er þjer stýrið, verði að blæða stórfje vegna verka yðar. Eftir alt þetta eruð þjer svo ein- faldur, að ætlast til, að samborg- arar yðar ausi yður lofi fyrir verknaðinn!! III. Ætlar stjórnin ekkert að' gera? Ætlar hún að hylma yfir ósómann í Áfengisversluninni ? Þannig spyrja menn og ekki að ástæðulausu. Vörufölsunin í Áfengisverslun- inní snýr að þegnum erlends rík- is: þess vegna má stjórnin ekki vera aðgerðaláus. Hún verður þeg- ar í stað að fyrirskipa rannsókn. Aðgerðarleysi stjórnarinnar verður skoðað sem yfirhylming og getur haft alvarlegar afleiðingar. En er þess að vænta, að stjórn- in geri nokkuð í þessu rnáli? Hún veitt.i Guð'brandi stöðuna vegna þess að hann var pólitískur sam- herji. Mun hún ekki halda hlífi- skildi yfir honum nú vegna þess að hann er pólitískur samherji? Fjórar vikur eru liðnar síðan upplýst var um hneykslið í Áfeng- isversluninni, og enn héyrist ekk- ert frá stjórninni; engin rannsókn og Guðbrandur situr kyr eins og hann hafi ekkert óleyfilegt að- hafst. Er ekki þessi yfirhylming stjórn arinnar aðeins sýnishorn af stjórn- arfarinu í landinu? Þar sem póli- tískir andstæðingar eiga í hlut, er „vörður laga og rjettar“ sífelt á verði og refsivöndurinn ætíð reiðu- búinn, ef nokkuð ber út af. Er beinlínis hafin leit að misfellum hjá andstæðingum og þeir ofsóttir og svívii'tir á állan hátt, ef nokk- uð finst. En þegar röðin kemur að póli- tískum samherjum sefur rjettvísin og hinir seku fá óáreittir að hæl- ast yfir verkum sínum. Hvað á lengi að þola þennan órjett í landinu og þá óstjórn, er slíkt rjettarfar skapar? Dagbók. □ Edda 5929163 — H. -.St. •. □ Edda 5929167 — V. -..St. •. Listi í □ og hjá S.. M.. til 2. jan. kl. 6 síðdegis. Veðrið (í gærkvöldi kl. 5): —- Lægðin fyrir sunnan Island fer óðum minkandi og hreyfist suð- austur eftir. — Háþrýstibelti f.rá Azoreyjum og norður um Græn- land, en þar fyrir vestan tekur við stór lægð, sem hreyfist austur eftir og sennilega veldur S-átt og hlákuveðri hjer á gamlársdag. Klukkan 5 í kvöld var vindur а. llhvass SA sunnan lands (storm- ur í Eyjum), en yfirleitt hægviðri norðan lands. Veðurútlit í dag: NA-gola. Þurt veður — með nóttunni verður vindur sennilega SA og hvessir með morgninum. Áramótamessur í dómkirkjunni: Gamlárskvöld kl. 6, sjera Friðrik Hallgrímsson; kl. 11% cand. tlieol. S. Á. Gíslason. Nýársdag kl. 11 sjera Bjarni Jónsson; kl. 5 sjera Friðrik Hallgrímsson. í fríkirkjunni í Reykjavík: Á Gamlárskvöld kl. 6 sjera Árni Sig- nrðsson. Á nýársdag kl. 2 sjera Árni Sigurðsson. í fríkirkjunni ' Hafnarfirði á gamlárskvöld kl. 7% síðdegis sra Ól. Ólafsson. Á nýársdag lrl. 2 síð- degis sjera Ól. Ólafsson. I Garðaprestakalli. í Hafnai-- f jarðarkirkju: Á gamlárskvöld kl. б. Á. B. Á nýársdag kl. 1 Á. B. Sjómannastofan. Guðsþjónusta á Gamlárskvöld kl. 6. Ólafur Ól- afsson kristniboði talar. Sunnudagaskólabörn K. F. U. M. komi í samkomuhúsið við Ámt- mannsstíg kl. 1% í dag (en ekki kl. 10 eins og vant er), til þess að ganga í kirkju kl. 2. Jólagleði Mentaskólans, sem út- lit var fyrir að farast mundi fyrir, fór frarn í gærkvöldi í Mentaskól- anum. Frú Ingibjörg Steinsdóttir hefir sjeð um útbúnað leiksviðs fyrir „Kinnarhvolssystur“, sem nú er verið að sýna á ísafirði og sjálf leikur frúin "Clrikku. Þykir vel hafa tekist allur útbúnaður leiks- ins. og leikur frú Ingibjargar er talinn mjög góður. Er það' álit manna, að frúin sje gædd ágætum leikarahæfileikum. Innan skams fer hún til Akureyrar og ætlar að leika Höllu í Fjalla-Eyvindi. Frá Akranesi. Vertíðin er þegar byrjuð á Akranesi; fóru bátar til fiskja.r á fimtudag og öfluðu vel. Búist er við að fáir bátar fari til Sandgerðis á þessari vertíð, en alls munu um 20 bátar véra gerðir út frá Akranesi á vertíðinni. Þingmálafund hjelt Pjetur Otte- sen alþm. á Akranesi í gærkvöldi. Bæjarstjómarkosning á fram að fara á ísafirði þann 12. jan. n. k. Ganga 3 úr. Eru komnir fram 2 listar. Á A-lista (sósíalista) eru þessi nöfn: Finnur Jónsson, póst- meistari, Jón Pjetursson, skrifari og Ingólfur Jónsson, bæjargjald- keri. Á B-lista (íhaldsm.) eru: Árni Jón Árnason, brauðgerðar- húseigandi og Helgi Ketilsson frystihússtjóri. Hjónaband. Gefin verða saman í hjónaband á gamlárskvöld Luther Salómonsson, Ránargötu 10, Rvík og ungfrú Anna Magnúsdóttir frá ísafirði. Þýski togarinn, sem rakst á dög- unum á sker hjá Yigur, situr enn fastur og er kominn talsverður leki að skipinu. Eru taldar litlar likur til þess að það náist út. Trúlofun sína opinberuðu á að- fangadag jóla í Stokkhólmi, ung- frú Greta Erdman og Jón Björns- son málarameistari. Alþingi hefir verið stefnt sam- an þann 15. febr. n. k. Nafnlausar greinir, sem Morg- unblaðinu berast í pósti, eru aldrei • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •• • • • • • • •• • • kaupið GoldMedal hveiti i 5 kg. pokmu. Allar besta verslan- ir bæjarins selja Qold Medal bveitið. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •• •• •• •• •• •• • • ™VífElss«ada, Hafnarfj arðar, Keflavíkur og austur yfir fjall daglega frá Steindóri. Simi 581. ísafoldaprerntsmlðja h. f. hefir ávalt fyrlrllggjandi: Leiíarbækur og klaðdar LelBarbökarhefti VJeladagbækur og kladdar Farmskirteinl Upprunaskírteinl Manifest FJárn&msbelBnl Qestarjettarstefnur Vlxilstefnur Skuldalýslng Sáttakærur UmboB HelgisiBabæknr Prestþjönustubækur Sóknarmannatal FæBingar- og sklrnarvottorB Gestabækur gistihúsa Ávísanahefti Kvlttanaheftl ÞinggJaldsseBlar Reikningsbækur sparisJöSa LántökueyBuhlöB sparlsJÖSa Þerripapplr I Vi örk. og niSursk. Allskonar pappfr og umslög Hinkabrjefsefni { kössum Nafnspjöld og önnur spjölð Prentun á aUa konar prentverkl, hvort helilnr gnll-, nllfur- eBn 111- prentun, eBa meB avörtn elngöngtn er kvergt betnr nje fljðtar af hendl leyat. S I m 1 4 8. ísafoldarprentsmiðja h. f. Liebig-Harmonium, Einkasali: K. SÖEBECH, Lækjargötu 4. Brunatryggingar Sími 254. Sjóváfryggingar Sími 542. ÖOOOOOOOOOOOOOOÖOO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.