Morgunblaðið - 20.01.1929, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.1929, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 20. janúar 1929. -V f. 5 Riki og kirkja. Erindi flntt á inndi presta og sóknarnefnda hanstið 1928 af Ólafi B. Björnssyni, kanpm. á Akjanesi. m :4mm Wm ?;éM sfrm. lé$m ■4. Wm ■mm 11 11 .v I PiH I ’ kJjiM mm sd m iíÆ \wm m im erski^ie six sales SOAR/ Sala verksmiðjunnar á Studebakers Erskine Six náði hámarki sími 1928. Á níu fyrstu mánuðum ársins voru seldir fleiri bílar til útlanda beldur en alt árið 1927! Ástæðurnar eru mjög augljósar fyrir framgangi hinna ágætú og sparneytnu sex cylindra Studebakers. Kvenfólk tekur Erskine Six fram yfir alla aðra bíla vegna þess hvað þeir eru fallegir og þægi- legir. Karlmenn kaupa þá vegna þess að þeir vita hvað þeir eru afkastamiklir — og það er sannað með því að þeir hafa farið 1000 mílur á 984 mínútum og er það opinberlega viðurkent met. Enginn bíll jafndýr hefir nokkru sinni náð slíku meti. Reynið Erskine Six í dag! Þjer munuð sannfærast um að það er besti og hraðskreiðasti bíllinn sem til er af þeirri gerð, enda er hann árangurinn af 76 ára reynslu Studebakerverksmiðjunnar. Verð frá kr. 4950.00. UMBOÐSSALI Á ISLANDI EGILL VILHJÁLMSSON. 3 JL JL^JCLf JHoF JL i^f CRSKm£ stx 5Í™ Verksvið kirkjunnar er alstaðar fólgið í því að leiðá mannsálimar að uppsprettu lífsins, til sjálfs Guðs. Æðstu sannindi lífsins og dýpstu rök þess, er, að öðlast ör- ugt samband við þessa lífsins lind. Af liverju vitum vjer að þetta eru hin æðstu sannindi lífsins? — Vjer vitum það af því, að enginn maður er fæddur, án þess að eiga öuðsneistann í sál sinni. Þann undra mátt, sem ómögulegt en að deyða til fulls. En af því að hann getur ekki dáið, er hann éilífs eðl- is, og leitar uppruna síns, og fær ekki frið, fyr en hann livílist í Guði. Jeg held því fram í fullri al- vöru, • að þetta sje tilgangur lífs- ins. Það er borið uppi og mettað af óendanlegri þrá Guðs til að fullkomna okkur í sínum kærleika. Vjer getum ekki lífs eða liðnir komist úr augsýn Guðs. Getur þá kærleiki Guðs og viska komist á hærra stig, en einmitt í þessu? Þar í er fólgið lífið og ódauðleikinn. Því takmarkið með lífi og dauða, er að eignast líf, sem æðra er, eignast eilífa hlutdeild í þeim kærleika, sem er ofar öll- um skilning, og er æðsta takmark þessa lífs. En þó enginn týnist augum Guðs fyrir takmarkalausa elsku hans til vor mannanna, þá er ekki vanda- laust að lifa. Því ef öllu væri full- nægt með þeirri vissu einni, sæist okkur að líkindum yfir tilgang lífsins. Af hverju? Jú, af því að lífið væri þá ekkert próf. En það er einmitt skólaganga og próf. Við erum í skóla til að læra að þekkja Guð og elska hann. Og líf okkar og breytni er prófið, sem segir til um, hvernig vjer höfum stimdað þann lærdóm. Þar koma ekki til greina metorð, völd eða viska, heimska eða hygni, sem mæld eru á veraldl. mælikvarða, heldur auðmýkt hjartans og af- Staða vor til Guðs, sem hefir gef- áð okkur það dýrðlega hlutverk að lífsstarfi, að stækka sína eigin mynd í lífi okkar og annara. En ,einkunnin‘, ,umbunin‘, ef vjer höfum staðist prófið, er lífið í Guði, hvorki eftir fjölmörg ár eða fá, ekki við endalok heims, heldur strax í dag eða á morgun, þegar jeg eða þú, höfum leitt Guð inn í líf okkar, til að bera það uppi með krafti hans, sem verkar óaflátanlega. Jeg held að öllum stefnum komi saman um, að þetta sje aðalhug- sjón og markmið kristinsdómsins, en það mun meira deilt um hitt, hvemig kirkjunni hefir tekist að gera þetta að veruleika í lífi mannanna, eða hvaða. leið, ,eða meðul sjeu vænlegust til siguts. Á öllum tímum hefir verið deilt um þetta atriði, en það mun vera sanni næst, að sjaldan eða aldrei hafi verið meira um það deilt en einmitt nú. Það er mikið rætt og ritað um iosið í trúarefnum, um að fólkið Viti ekki hverju trúa skuli, trúar- skoðanimar sjeu svo margar og kiisjafnar, að ómögulegt sje að Vita hvað rjett sje. En mjer verð- i ur á að spyrja: benda ekki þessar skiftu skoðanir og trúarleit, ef jeg mætti nefna það svo — sem virð- ist einkenna þessa tíma — mjög á það, sem er þungamiðja í þessari leit að takmarki lífsins, trúarþörf- ina hjá okkur? Það virðist benda til þess að jafnvel þótt vjer sjeum „veikir að trúa“, þráum vjer „það sem æðra er,“ þráum að trúa því einu, sem hefir gildi fyrir þetta líf og hið komanda. Þessir tímar sanna því, að vjer þurfum að biðja eins og fyr: „Auk þú oss trú“. „Auk þú oss trú“, sem veitir oss fullnægju og frið. Svo trúin um- skapi líf okkar og vermi það af heitri þrá, eftir því að geta víð- frægt kærleika þinn, svo að vjer öðlumst þann skilning, að kærleik- urinn sje þess verður að lífinu sje lifað fyrir hann. Það er sannfæring mín, að alt gott og fagurt, allar fegurstu hug- sjónir sem íklæddar hafa verið veruleika, og sú trú, sem jafnvel gctur flutt fjöll, eigi rætur sínar í kristninni og sje kirkjunni að þakka, þeirri kirkju sem Kristur stofnaði fyrir 19 öldum, og andi Guðs starfar í enn þann dag í dag. Um hina íslensku grein á þess- um volduga stofni vildi jeg tala í dag. Sá sem leggur líf sitt og krafta í að rækta nýbýli, að breyta óræktarjörð í blómleg býli, þarf oft að beygja bakið, og etja við margskonar erfiðleika. Um það leyti sem krístni berst út hingað, má í raun og veru líkja hinu andlega lífi á Islandi við slíka óræktarjörð. Það var því margt og mikið sem hjer þurfti að vinna. Það þurfti að snúa átrún- aði fólksins frá Óðni til Krists. Það þurfti að láta fólkinu skilj- ast, að það var ekki í heiminn borið til að vinna víg. Það þurfti að láta það afrækja þá svívirð- ingu að fjölga fólkinu til þess að stytta því aldur eða bera það út. Þessa jörð var óhugsandi að rækta nema með frjómagni krist- innar trúar. Enda er nær því hægt að segja að kristin trú, hafi vart verið farin að festa rætur fyr en þetta fór smátt og smátt að breytast. í upphafi var samt við marga erfiðleika að etja sem von var. Landið var stórt og strjál- bygt, örfáir íslendingar kristnir. Engin kirkja til, en hinsvegar flest ir fráhverfir liirum nýja sið. En þá þurfti ekki að segja að íslands óhamingju yrði alt að vopni. Þá lifðu hjer á landi miklir menn og merkir mjög, sem elcki ljetu sjer það aðeins um munn fara að þeim væri hugleikið að kristna landið, heldur gerðu þeir það sem ^rneira var, þeir lögðu því nær fje og fjör í sölurnar til þess að krístna landið. Þeir ræktuðu nýbýlið. Þeir bygðu kirkjur svo víða sem þurfa þótti. Og þeir hinir sömu lijeldu presta tilaðþjónakirkjunum,fæddu þá og klæddu. Yjer höldum ef til vill, að þessir menn hafi Verið svo ríkir, að þá hafi ekkert munað um þetta, jeg held ekki, að það hafi valdið hjer mestu um, heldur hitt, að þeir voru í anda og sann- leika konungbomir menn, sem ekk ert Ijetu hindra sig frá því, að vinna trú sinni og föðurlandinu alt það gagn, er þeir máttu. Og mjer finst að vjer höfum úrkynjast og ekki hlustað nógu vel á boðskap kirkjunnar, og get- um ekki verið arfþegar hinna kon ungbornu forfeðra okkar, ef vjer margfalt fleiri getum ekki staðið saman um það, að viðhalda kristni þessa lands þannig að það sje gagn vort og sómi. Hjer þarf eins og ávalt að vera einhver stjórn, eitthvert skipulag. Það viðurkendu líka for- feður okkar, enda völdu þeir jafn- an sína hæfustu og bestu menn til biskupa. Þeir voru margir, svo sem vjer vitum, st.órmerkir menn og lærðir, og hafa unmð landi voru og kristinni trú svo mikið gagn, að það mun uppi vera með- an þetta land er bygt. Einna mestar mætur hefi jeg á Gissuri biskupi Isleifssyni. Má með al annars marka af því, að íslend- ingar hafa eklti verið illa ættaðir, að svo mikill kristinn höfðmgi skyldi vaxa upp svo nálægt heiðni. Um Gissur biskup sagði Har- aldur konungur Sigurðsson, sem var vitur maður, að sjer sýndist að hann „mundi best til fallinn að bera hvert tignarnafn er hann hlyti.“ . Eins og sagan sýnir, verður Gissur biskup mikill, og því ber starf hans mikinn árangur, að hann leggur sjálfan sig og alt sitt í starfið. Hann er kristinn maður sem ekki lætur sjer nægja að prje- dika fyrir fólkinu með orðamælgi, hvernig það eigi að vera, heldur gerir hann það með lífi sínu og starfi, sem er vitanlega öruggasta meðalið hverju máli til sigurs. Hann er ekki að hugsa um auð- legð afkomenda sinna, þegar hann gaf Skálholti alt, auk annara eigna tii kirkjunnar. Hann leggur með gjöfum sínum og öllu starfi grund- völlinn að vexti og viðgangi hinn- ar íslensku kirkju. Gissur biskup var sannkristinn friðarhöfðingi.Enda segir um hann að: „Það hafi og verið allra vit- urra manna mál, að hann hafi af Guðs góðgift og sjálf sín atgerfi, göfugastur maður verið á íslandi bæði lærðra manna og ólærðra." Kaþólska kirkjan hefir allra kirkna mest lagt áherslu á hvers- konar líknarstarfsemi og ölmusu- gjafir. Enda hefir það verið höf- uðeinkenni kaþólsku kirkjunnar í öllum löndum, að leggja mjög mikla áherslu á þessa grein. Kristin kirkja yfir höfuð, en sjer í lagi kaþólska kirkjan, hef- ír frá því fyrsta talið það sjer- staka skyldu sína að annast fá- tæka og umkomulausa. Páiar kirkjudeildir hafa lagt jafn ríka áherslu á skylduna að gefa, enda leggur hún mikið upp úr því, hver laun hlotnist gefendunum. Pyrir þessa starfsemi hefir ka- þólska kirkjan vafalaust útbreiðst mest, enda er það víst einn feg- ursti þátturinn x sögu hennar. í ritgerð, sem forsætisráðherra Tryggvi Þórhallsson hefir samið, um eignir hinnar íslensku kirkju. fyrir siðaskifti, og verið svo góður að leyfa mjer að vitna hjer í, — segir hann að hinar íslensku sögu- heimildir gefi allljósa mynd af því, hversu mikið kirkjunni varð ágengt í þessu starfi hjer á landi. Henni hafi tekist á tiltölulegft mjög stuttum tíma, að gerbreyta hugsunarhætti Islendinga að þessu leyti. • Hann segir að eitt hið elsta skjal sem til sje, sje skráán um gjöf Tanna og Hallfríðar til Sælu- bús á Bakka — Ferjubakka í Borg arfirði. Jón Sigurðsson ritar um þetta merkilega grein, og árfærir brjefið um 1100. Kaflinn um þessa gjöf hljóðar svo: „Tanni og Hallfríðxxr þau lögðu helming Bakka lands til sælubús þess er þar er, að ráði Gissurar biskup og að lofi erfingja. Þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.