Morgunblaðið - 10.03.1929, Page 5

Morgunblaðið - 10.03.1929, Page 5
Sunnudaginn 10. mars 1929. Hnifsdalsmálið. Kaflar úr vörn Lárusar Jóhannessonar hrm., er gefa heildaryfirlit um meðferð málsins. Aldrei fór það svo, að ekki kæmi dómur í Hnífsdalsmálinu svonefnda. Hefír rjettvísin þá haft máí þetta með höndum í fulla 19 mánuði og eytt í það fje, er tug- um þúsunda nemur. Bn hvað væri um málsmeðferð- ina að segja, ef vissa væri feng- in fyrir því, að allur sannleikur væri kominn í Ijós. Dómur er upp kveðinn — Jiinir ákærðu eru seltir fundnir — og hver skyldi vera í efa framar? En þess ber þó að geta, að ekki ligg- ur fyrir játning hinna sakbornu, heldur eru þeir dæmdir eftir lík- um einum. Og í raun og veru voru menn aldrei í vafa um dóm hins skipaða rannsóknardómara. — í' skýrslunni frægu í Tímanum í desember 1927 kvað hann upp sinn dóm. En hvað sem annars líðnr sekt eða salvleysi hinna ákærðu, verður hitt aidrei af skafið, að meðferð rjettvísinnar á þessu máli hefir verið stórhueykslanleg. Mgbl. hefir áður birt nokkur sýnishorn af prófum málsins. — Ritstj. blaðsins átti kost á að heyra hinar löngu forsendur dóms- ins lesnar upp í rjetti, og ho-num virtist þeim mjög svipa til próf- anna. Þar eru ósæmilegar stað- hæfingar. T. d. er sagt um sak- borninga, að ]>eir liafi verið „staðn ir að ósannindum eða öllu heldur beinum lygum“ ; um vitni, að bert sje, að þau „ljúgi meira eða minna“ o. s. frv. Slík ummæli í dómi, sem á að vera rjettlátur og óvilhallur, eru vitanlega gersám- iega ósæmileg. Þau hljóta að vekja grun manna um það, að rjettvísin hafi gleymt skyldu sinni. Og ó- mögulegt er að treysta dómsniður- stöðu, sem bygð er á slíkum for- sendum. Lárus Jóliannesson hrm. var skipaður verjandi Hálfdáns. — í vörn sinni sneri Lárns sjer aðal- lega að meðferð rjettvísinnar á málinu. Rirtir blaðið hjer á eftir, með leyfi L. Jóh., nokkra kafla úr vörninni: Pólitískt mál. „Jeg hefi eftir beiðni Hálfdánar Hálfdánarsonar fv. hreppstjóra verið skipaður verjandi í máli því, er af rjettvísinnar hálfu hefir ver- iö höfðað gegn honum út af grun um fölsun á atkvæðaseðlum við al- þingiskosningarnar árið 1927 — hinu svonefnda Hnífsdalsmáli. Málsmeðferð sú, sem viðhöfð liefir verið í máli þes.su er þannig, að slíkt rjettarfar hefir ekki þekst fyr á þessu landi a. m. k. á 20. öldinni. A meðan málið var í höndum hins venjulega dómara Odds Gísla- sonar og hins setta dómara Stein- dórs Gunnlaugssonar er sýnilegt, að meðferð þess hefir verið svo sem venja er til um sakamál hjer á landi. Jeg hefi mjög mikið út á rannsókn þeirra heggja að setja, en alt fyrir það bendir hún ótví- rætt í þá átt að hlutaðeigandi dóm'- arar hafi einskis frekar óskað en að leiða liið sanna í ljós og sama er að segja um próf þau, er sýslu- maður Strandasýslu hjelt í málinu í nppliafi. Hnífsdalsmálið hefir verið eitt hitamesta mál, sem komið hefir fyrir hjer á landi á þessari öld. Tveir pólitískir flokkar hafa not- að það sem tálbeitu í kosningum og ef til vill liefir sú ranga ákæra, 'er var orsök þess, ráðið stjórnar- skiftum hjer á landi. Framsóknarflokkurinn notaði seðlafölsunarkæruna óspart í kosn- ingarhríðinni og er því ekki að undra þótt hann, er hann kom til valda, yrði að finna einhvern stað oiða sinna. Það var því liorfið að því að taka mál þetta undan vald- sviði hins feglul. dómara og fá það í hendur sjerstökum rannsóknar- dómara (commissario). Sá dómari var valinn af þeim dómsmálaráðherra er mest hafði notað málið í „agitatorisku" augnamiði. Jeg þykist ekki ganga of langt þótt jeg staðliæfi, að eins og málið hefir verið gert að pólitísku árásarmáli á sjerstakan flokk af núverandi stjórn, þá hafi rann- sóknardómarinn, Halldór Kr. Júl- íusson verið valinn til þess að liafa mál þetta með höndum, ekki sem óvilhallur rannsóknardómari, held- ur sem sækjandi málsins. Hlutverk hans tel jeg ekki hafa verið það, að upplýsa, hvort atkvæðafölsun iiafi raunverulega átt sjer stað, lieldur hitt að færa rök að því úr dómarasæti, að ákveðnir menn hafi falsað atkvæði. Öll meðferð rannsóknardómar- ans í málinu hendir til þess, að hann liafi gengið að því með fyrirfram ákveðinni sannfæringu um sekt liinna kærðu. Þess vegna er rannsóknin ekki óhlutdræg eins og venja er til í sakamálum hjer á landi. Meðferð þeSsa máls er sem betur fer eins- dæmi. Hin einhliða rannsókn. Af þessari ástæðu, að dómarinn hefir ekki gert sjer far um að upplýsa annað en það, er bent geti til sektar hinna kærðu er öll með- ferð hans á málinu frá fyrstu byrjun og út í gegn einhliða. Jafnvel á bókununum í próf- unum er það sýnilegt, að hann gerir upp á milli vitna eftir því liverjum pólitískum flokki þau tilheyra.Jafnaðarmönnum og þeim er játast undir „Tíma“-prógramm- ið tekur hann á móti með silki- hönskum en þeir, sem svo óláns- samir eru að hafa kosið „íhalds- megin“ eiga ekki upp á háborðið. Jívenkjósendur verða að opinbera alt sitt líf og leyndardóma og ná- kVæmlega er sltráð og skrifað, ef þeim hefir orðið það á ,,að gamni sínu í æsku“ að eiga krakka í lausaleik.----------- Og í þessu sambandi má nefna guðlast lians. Jeg tel það í alla staði óviðeigandi af dómara að spyrja sakborninga „hvað þeir segi um þessa sálma“, eða að segja vitnum að „sverja eiuungis við nafn Pjeturs Oddssonar“, er þau bjóða fram eið. Og- þá má ekki síður nefna bók- anir hans um ættbálka, lausa- leikskráklta, fráfærur, garðrækt, bústofn jarða. sveitfesti, náms- hæfileika krakka vitnanna etc. etc. BÖkanir um sílkt, seili ekki kom;i málinu hið minsta við, nema tugum síða og hafa gert málið að öllu leyti óaðgengilegra. Énn má nefna bókanir þær, er geyma frásögn af því, er dómarinn og vitnin eru að mnnnhöggvast í jettinum o. fl. o. fl. Fyrir þessum rjetti mun ekki farið nánar út í þetta, en er málið kemur fyrir hæstarjett á sínum tima. mnn þessu ekki slept. Hvernig' málið var lagt fyrir rit- handarfræðinginn. Eins og áður er sagt hafa öll rjettarprófin borið með sjer að dómarinn hafi ekki verið óvil- hallur og ekki gert sjer far um að upplýsa málið á annan hátt^ en að safna líkum að því, að skjól- stæðingur minn og 2 aðrir menn. liafi gert sig seka í atkvæðafölsun. Jafnvel þegar dómarinn snýr sjer til útlanda viðvíkjandi upp- lýsingum í málinu kemur hið sama fram. Það var mikið gumað að því í stjómarblaðinu Tímanum, að í máli þessu væru farnar þær nýju leiðir, að láta erlenda sjerfræð- inga dæma um handskriftir. Við því er ekki annað en gott að segja. En úr því að það er gert, verður líka að krefjast þess, að úrlauán- arefnin sjeu lögð rjett fyrir hina erlendu sjerfræðinga. 1 þessu máli hefir það alls ekki verið gert. f þessu máli hefir sjer- fræðingnum verið gefnar rangajr upplýsingar af dómaranum, og er það ef til vill besta dæmið um hiutdrægni hans í máli þessu. Dómarinn sendir rithandarsjer- fræðingnum nokkra atkvæðaseðla sem hann segir að sjeu falsaðir. Það er alls ekki upplýst í málinu að einn einasti atkvæðaseðill sje falsaður. 1 viðbót við þetta sendir hann handskrift þriggja manna sem líkur sjeu til að falsað hafi seðlana og spyr hver þeirra hafi gert það. Dómaranum dettur elcki • í hug að senda handskrift þeirra manna, sem undirrituðu kæruna í þessu máli og’ sem gengu frá því að hafa skrifað snma seðlana, til samanburðar, og hann sendi held- nr ekki rithandarsýnishorn þeirra Ingimars Bjarnasonar, Finns Jóns- sonar, Ingólfs Jónssonar, Haraldar Guðmundssonar og Guðmunrlar Geirdals, manna, sem komið höfðus seðlunum uær heldur en kærðir í þessu máli og þar að auk-i al- þýðuflokksmanna, en það er vit- anlegt að það var sá flokkur og Tímaflokkurinn, sem þurfti að fá kosningabeitu, fjekk og notaði Hnífsdalsmálið sem tálbeitu I kosningunum og hafði því allan hag af umtalinu um seðlafölstmr ina, sem aldrei gat verið íhalds- flokknum til annars en óhags og í alla staði óþörf og ómögnleg þar sem vitað var að Jón Auðunn áttl langsamlega meiri hluta atkvæða í kjördæmi sínu. Það var vitað og játáð ekki einasta af hans flokks- mönnum, heldur einnig af sjálf- um mótframbjóðandanum, sem lýsti yfir því, á opinberum fundi,. að hann byði sig ekki fram til þess að ná kosningu, heldur til þess að kanna hve mörg atkvæði alþýðuflokkurmú ætti þar í sýslu- Svar rithandarfræðings eins og um var beðið. „Som man raaber i Skoven faar1 man Svar“ og dómarinn felck það svar. að annar hinna kærðu hefði falsað 9 atkvæði en skjólstæðingur minn tvö. Hinsvegar var þriðji sakborn- ingurinn algerlega sýknaður. Þetta álit rithandarfræðingsins er hreinásta markleysa. Þegar af þeirri ástæðu að spurningar þær, er hann átti úr að leysa voru rangt lagðar fyrir' hann. Það sjest greinilega á síðara álitsskjali hans,. að þetta atriði (að honmn er sagt:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.