Morgunblaðið - 16.03.1929, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1929, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Agætt spaðsaltð dilkakjöt. Nokkrar tunnur fyrirliggjandi í Heildv. Garðars Gíslasouar. Reynið „Victor Hugo“ Half a Oorona vindla. Fást í Tóbakshús- inu, Austurstræti 17. <}læný andaregg fást daglega. Vonarstræti 4r niðri. Bakdyrnar. Nýreykt ýsa fæst í Nýju Fisk- búðinni; einnig fyrsta flokks sig- in ýsa. Sími 1127. Sigurður Gísla- sem. Blómfræ, blómaáburður og fleira fæst á Hofi, Sólvallargötu 25. Fegurstir Túlipanar fást á Vest- utgötu 19. Sími 19. Útsprungnir túlipanar, nokkrar tegundir af Kaktnsplöntum og Hyasintur til sölu. Hellusundi 6. Hitamestu steamkolin ávalt fyrirliggjandi í kolaverslun Ólafs Ólafssonar Sími 596. Besta tegund Steamkola ávalt fyrirliggjandi í kolaversl. Guðna Einarssonar & Einars, Sími 595. Ótrnlegt!| Efni f karlmannsfðt fáifl þjer nn frá 9.60 i fötin á ntsölnnni hjá Verslun Igill lacobsen. Ef verkamenn skorast undan að hlýða dómum, verða þeir sekir um samningsrof, og hvert það fje- lag, sem styrkir þá fjárhagslega, eða stappar í þá stálinu, er orðið þeim samsekt. Þetta virðist verða eina og rjettláta leiðin til þess að jafna vinnudeilur. Enginn verkamaður má hafa leyfi til þess að gera verkfall, og enginn atvinnuveit- andi má hafa leyfi til þess að gera verkbann, meðan nokkur sann- girni er í dómum. Hagsmunir þjóð- arinnar sem heildar eru miklu meira virði heldur en hag’smnnir einstaklinga, hvort sem það eru verkamenn eða vinnuveitendur. Viim* (The Efficienee Mag'azine.) Duglegur verkamaður (eldri maður) getur fengið atvinnu yfir lengri tíma á Álafossi. Upplýsing- ar á afgr. Álafoss, Laugav. 44. . .Dugleg stúlka getur fengið at- vinnu við klæðav. Álafoss nú þeg- ar. Gott kaup. Uppl. á afgr. Ála- foss, Laugaveg 44. Odýr kjötkaup. Reykt HROSSAKJÖT af ungu á 50 aura y2 kg., ódýrara í stærri kaupum. Verslnnin Björninn Bergstaðastræti 35. Sími 1091. Peysufataklæði 09 Peysuflauel Sjerleya falleyt í verslnn S. lóhannesdóttur Auiturstrail 14. (Beint á móti Landsbankuuat). Siml 1887. Nýtt! Harðfiskur ágætur, lúðu- riklingur, steinbítsriklingur, hákarl og smjör ísl. Von og Brekkustfg 1. Dagbðk. Veðrið (í gærkv. kl. 5): Há- þrýstisvæði yfir Norðursjónnm og norðvestur nm fsland. Lægð norð- ur við Jan Mayen á austurleið, en kyrstæð Iægð suðvestur í hafi. — Hlýr SA-lægur loftstraumur um allan austurhluta Atlantshafsins og nær hann einnig til S-Grænlands og íslands. Hiti hjer 6—9 st. — í Danmörku er nú hæg N-átt og 1 —3 st. hiti. Veðurútlit í dag: S- og SV-kaldi. Þokumóða og dálítill kaldi. Messur á morgun. 1 dómkirkj- unni kl. 11 síra Sveinbjörn Högna- son, kl. 5 síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 2 sír'a Hall- dór Kolbeins. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 síra Ólafur Ólafsson. Jarðarför síra Jóh. L. L. Jó- hannssonar fór fram í gær að við- stöddu fjölmenni. Magnús Torfason sýslumaður Árnesinga hefir sagt embætti sínu lausu frá 30. sept. næstk. í Þingvallasveit er ekki farið að kenna lömbum át ennþá. • Þing Sambands verslunarmanna- fjelaga íslairds hefst hjer í hænum í dag og verður sett kl. 4 í Kaup- þingssalnum. Sækja það um 20 fulltrúar frá 9 fjelögum. í sam- bandi við þingið flytur Jón Þor- láksson alþm. fyrirlestur í Kaup- þingssálnum í kvöld kl. 8% um peningamál. Dansskóli Ruth Hanson. Skemti- dansæfingin, sem fjell niður í fe- brúar, á að verða núna á mánu- daginn, kl. 4 fyrir börn, kl. 6 fyr- ir unglinga og kl. 9 fyrir fullorðna nemendur Og gesti þeirra í Iðnó. — Tveggja mánaða námskeið í lát- bragðslist hefst núna og fer fram í leikfimissal mentaskólans; stúlk- Nýfa matvoruverslun r opna jeg i dag kl. 3 á Urðarstíg 9. Slmi 1902. Sigriður Þorláksdðttir. um kent á laugardögum kl. 6—7 og piltum á miðvikudögum kl. 6 —7. Getur ungfrúin enn bætt við sig nokkrum nemendum. Á grímudansleik, sem haldinn var í Seyðisfirði -í vetur, kom einn dansgestanna í búningi, sem hann hafði gert úr eintómum „Spegl- um“. Þótti búningur sá frumlegur og skemtilegur. Myndii’ af honum eru til sýnis í glugga Morgun- blaðsins. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Ingibjörg Lilja PálsdQttir, Selbiiðum 8, og Pjetur Benedikt Ólafsson sjómaður, Selbúðum 6. Dansleikur stúkunnar Víkingur nr. 104 verður í Templarahúsinu í kvöld kl. 9; sbr. augl. í blaðinu í dag. í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Þórunn Jónsdóttir og Jón Alexandersson raffræðingur. Leikhúsið. „Sá sterkasti“ verður leikinn á morgun (17. þ. m.) kl. 8 síðd. Eftirtekt skal vakin á því, að dyrunum verður lokað í byrj- un livers þáttár, og ekki opnaðar aftur fyr en í þáttarlok. — Áríð- andi að menn mæti stundvíslega. Sundhöllin. Á aðalfundum Sjúkrasámlagsins og Slysavarna- fjelags íslands, sem haldnir voru um síðustu helgi, voru samþyktar áslcoranir á bæjarstjórn Reykja- víkur að héfjast þegar lianda urn það að koma upp sundhöllinni. Á úthreiðslufundi, sem Sundfjelag Reykjavíkur hjelt, var einnig sam- þvkt í einu hljóði eftirfarandi til- laga: „Fundur Sundfjel. Reykja- víkur telur sig eindregið fylgjandi tillögu húsameistara ríkisins hvað viðvíkur stærð og gerð Sundhall- arinnar, með stórri vatnslaug og' sjerstakri sjólaug, og skorar á bæj- arstjórn Reykjavíkur að hraða sem mest hinni verkfræðilegu rann sókn, svo hægt verði að hyrja á byggingu sundhallarinnar sem fyrst, og henni verði lokið 1930.“ — 1 ályktun Slysavaínafjelagsms er komist þannig að orði: „Álítur Slysavarnafjelagið nauðsynlegt, að framkvæmdum um byggingu sund hallarinnar sje hraðað sem mest, svo bæjarfjelagi Reykjavíkur verði gert mögulegt að beita lieimildar- lögum nr. 39 frá 1925, um að skylda unglinga til sundnáms." — Hjer kennir dálítils misskilnings. Þegar hinn nýi barnaskóli er full- ger, getur Reykjavík gert sund að skyldunámsgrein, því að sundlaug verður í skólanum sjálfum. Eigi að síður er nauðsynlegt að sund- höllin komist upp liið fvrsta. Lykkjuföll verða ærið oft í skrif um Alþbl og kippir enginn sjer upp við það, síst ritstjórarnir. Það má því tii nýlundu telja, að í blaðinu í gær voru þeir að reyna að rimpa saman tvær greinir, sem. stóðu í blaðinu í fyrradag, svo að eitthvert vit væri í þeim. Fyrirlestur. Á sunnudaginn var hjelt Matthías Þórðarson forn- minjavörður fyrirlestur í Hafnar- firði um Kópavog og grend lians. Sagði hann frá viðburðum, sem farið hefðu fram á þessum slóðum: eiðatökunum, málarekstri og dóm- um og aftökum. Með þessum fyr- irlestri var brugðið npp skýrri mvnd af aldarhætti og rjettarfari á niðurlægingartíma þjóðar vorr- ar. Myndin var ömurleg, sýndi hversu fólkið var afvegaleitt af hjátrú og grimd. Menn voru dæmd ir til hörðustu refsingar fyrir litlar eða engar sakir og jafnvel sak- lausir menn dæmdir til dauða. Dysir kringum Kópavog eru sorg- legur vottur um dauðadóma þeirr- ar aldar. Einkum þótti mönnum nýstárlegt að heyra um svo nefnt lönguhausmál. Lönguhaus var sett- ur upp á prik á Garðaholti til þess að fá fiskþurk. Út úr þessu varð hlægilegur og heimskulegur mála- rekstur, sem endaði með stór-fleng- ingu. Kópavogsathurðirnir urðu nógir í heilan fyrirlestur. Bessa- staðaathurðirnir urðu að sitja á hakanum, t. d. Schwartkoff-málið fræga. Marga mundi fýsa hjer að heyra fyrirlestur um það mál. — Hafnfirðingar eru þakklátir Matt- híasi fyrir þennan fyrirlestur um Kópavogsviðburðina, og vildu þeir gjarnan heyra meira af líku tæi. Áheyrandi. Dýrfirðingar í Rvík. Þingeyrar- söfnuður er að byggja steinvegg um grafreitinn á Þingeyri, en vant ar fje til áframhalds því verki. Er því ákveðið að halda hlutaveltu a komandi sumri þessu verki til stuðnings. Er það því ósk okkar, að þið vilduð rjetta hjálparhönd og gefa muni á hlutaveltuna. Hr. Carl Proppé, Yalhöll, liefir lofað að veita gjöfunum móttöku og þyrftu þær að afhendast lionum fyrir 1. júní þ. á. — Með kærri þökk fyrir væntanlega hluttöku. p. t. Reykjavík, 15. mars 1929. f. h. sóknarnefndar. N. Móseson. ■■■ *om' Fiskveiðar Norðmanna. Óhemju afli það sem af er þessu ári. í vetur hefir verið landburður af fiski í Noregi, og er það ástæð- an til þess livernig verð á ölluin fiskafurðum hefir farið hríðfall- andi. Menn geta glöggvast gert sjer grein fyrir, hve fiskaflinn er mikill, með því að bera saman veiðina í ár og veiðina í fyrra. 1 fehrúarlok í fyrra böfðu Norð- menn veitt 8.8 miljónir fiska, en núna hafa þeir veitt á sama tíma 20,3 milj. fiaka. Um sama leyti í fyrra höfðu þeir fengið 12,183 tunnur af hrogíi um og 8,489 tunnur af lýsi, en í ár 33,881 tunnu af hrognum og 28,482 tunnur af lýsi. Þegar slíkt geypiframboð er af fiski og lýsi, er ekki að furða, þótt verð á þeim vörum lækki og að það bitni á framleiðslu okkar. Selveiðar Rússa. Frá Murmansk er símað nýlega að framkvæmdastjórn rússneska verslunarflotans ætli að láta relta selveiðar þaðan í stórum stíl og geri ráð fyrir að afla 160—170 þús. seli á þessu ári. Þegar veiðitíminn er úti í apríl eða maí, á að byggja gríðarstóra lýsisbræðslustöð í Mur- mansk, geymsluhús fyrir söltuð selskinn og verltsmiðju til þess að gera verslunarvöru úr öllum úr- gangi, svo sem megrunum og inn- volsi selanna. Hefir framkvæmda- stjórn rússneska verslunarflotans veitt 173,000 rúblur til þessa fyrir- tækis. Ef bfirn yflar þjást af lystarleysf, þá gefið þeim »Bermaline«, þau eru holl, bragðgóð og nærandi. Bermallne’ Obels mnnntóbak er best. Símnefni Katla. Útvegum mjög ódýr tilbúin Plankabygð hús, hentug fyr- ir sumarbústaði og sveita* heimili. Verslnnin Katfa. Laugaveg 27. — Sími 972. Trjevörnr, alskonar seljast með lægsta mark- aðsverði cif. á allar íslenskar hafnir, af fjölskrúðugum birgðum í Halmstad í Svíþjóð. — Biðjiö um tilboð. A,B. GUNNAR PERSSON, Halmstad. Sverige. Svea elflspýtnr í heildsölu hjá lobaksver^lun íslands h.t Afar ódýrts ísl. Smjör, egg skyr, röfnr, Kartöflnr í sekkj- nm og lansri vigt. Versl. FíUiun. Laugaveg ^9. — Sími 1551. Hefðarfiflr og meyjar nota altaf hið ekta austurlanda ilmvatn Furlana Útbreitt um allan heim. Þúsundir kvenna nota það ein- göngu. "7 yf Fæst í smá- <F1)BIANA^ A tappa. Verð aðeins 1 kr. I heildsölu hjá H.f. Efnagerð Reykjavikur Morgnnblaðíð faest & Laugavegi 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.