Morgunblaðið - 14.04.1929, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1929, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ því undarlegra, sem sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hafði með öll um atkvæðum ákveðið á aðal- fundi sínum 1928, að ef ekki næðist samkomulag milli allra aðilja um húsbygginguna, þá skyldi Sláturfjelagið fá ábyrgð sýslunnar. Með þessu sýndi sýslunefndin með samhljóða at- kvæðum, að það væri hennar vilji, að Sláturf jelagið gengi fyr- ir öllum öðrum um ábyrgð sýslu fjelagsins, enda er þetta alveg eðlilegt, því að markmið fje- lags þessa er, eins og nafnið bendir til, að starfa að slátrun •og þar með auðvitað að reyna að tryggja bændum þá meðferð sláturafurðanna, sem gefa þeim hagkvæmast verð. En landsstjórnin var ekki á því að láta hjeraðsbúa ráða þessu. Hún tekur ráðin af hinum skagfirsku bændum, setur þeim stólinn fyrir dyrnar og segir að Kaupfjelagið geti fengið lánið en ekki Sláturfjelagið. Hún tek- :ur það fjelagið fram yfir, sem hefir það að aðalmarkmiði að útvega bændum vörur, en úti- lokar það fjelagið, sem hefir það markmið, sem felur í sjer frystihússtarfið. — Bæði Kaup- fjelagið og Sláturfjelagið eru í Sambandi ísl. Samvinnufje- laga, en Sláturf jelagið hefir aldrei viljað taka á sig hina ótakmörkuðu samábyrgð. Árangurinn af þessari ákvörð un landsstjórnarinnar var sá, að Kaupfjel. hefir þegar reist frystihús á Sauðárkróki og Slát urfjelagið hefir ákveðið að reisa annað frystihús í sumar. Þessi aðferð stjórnarinnar verður því þess valdandi, að sýslubúar verða að leggja í miklu meiri lcostnað vegna þessa máls. Með hlutdrægni sinni hefir hún bak- að sýslubúum aukin útgjöld,sem nema tugum þúsunda. Þetta er mjer skylt sem þingmanni sýsl- unnar að átelja harðlega. Jeg veit ekki með hvaða rjetti stjórn in blandar sjer þannig í fjelags mál bænda og spillir samkomu- lagi eins og hjónadjöfull milli þessara tveggja samvinnufje- laga bændanna. Hæstv. stjórn má ómögulega ímynda sjer, að hún geti með þessu kúgað hina skagfirsku bændur, til þess að fara inn á aðrar brautrr um fje lagsmál sín, en þeir sjálfir telja rjett. Landsstjórnin getur sýnt 5>að ranglæti að neita um lán úr hinum sameiginlega sjóði, en hún getur ekki hindrað að Slát- urfjel. reisi frystihús, enda mun fjelagið gera það, eins og jeg hefi tekið fram. Við þingmenn sýslunnar höf- um reynt við hæstv. forsætis- ráðh. (Tr. Þ.) að fá hann til þess að breyta þessari ákvörðun hæstv. dómsmálaráðh. (J. J.), æn það hefir verið árangurslaust <0g er hann þá orðinn samsekur í þessari hlutdrægni. Það væri fróðlegt að fá að heyra hvernig hæstv. stjórn vill rökstyðja þessa aðferð sína, því að það sýnist erfitt að skilja hvers vegna henni var það svo mjög á móti skapi, að Slátur- fjel. væri meðeigandi í frystihús inu. Jeg dreg enga dul á, að jeg held að ástæða stjórnarinn- ar sje sú, að hún hafi viljað koma Sláturfjel. fyrir kattarnef og þvinga þannig alla bændur til þess að versla við Kaupfjel. En þetta er alveg röng aðferð og óleyfileg. Bændur eiga að fá að Versla þar sem þeir vilja. Að- alatriðið hlýtur að vera og á að vera að skapa sem best kjör fyrir þá og þeir menn sjálfir sjá hvar kjörin eru best. Frjálsir eiga þeir að vera í þessum efn- um sem öðrum. Það er því harð- lega ámælisvert, er stjórnin þannig gerir tilraun til að hefta atvinnufrelsi og fjelagslíf bænda. Mjer er ekki mikið kunnugt um, hvernig stjórnin hefir ráð- stafað fje því, sem veitt er í fjárl. til frystihúsgerða, en svo mikið veit jeg, að hún hefir lánað kaupmönnum á Akranesi í þessu skyni. Að sönnu mun Sláturfjelag Suðurlands hafa verið þar milliliður, en alkunn- ugt er, að peningarnir fóru til þessara kaupmanna. Hæstv. stjórn hefir ekki látið svo sem hún væri vinveitt kaupmönnum, en hjer hefir hún sýnt í verkum að hún er meiri vinur þeirra en hinna skagfirsku bænda, sem að Sláturfjel. Skagfirðinga standa og er þetta í góðu samfæmi við orðheldni hennar um fjölda mörg önnur atriði. Jeg skil ekki, að um þetta atriði þurfi fleiri orðum að fara. Jeg skil ekki annað en að allir sjái, að hjer er óhæfileg hlut- drægni á ferðum. Ef það hefði verið umhyggja fyrir landbún- aðinum, sem rjeði þessum að- gerðum, hvað gat þá verið á móti því, að Sláturfjel. væri þátttakandi í húsbyggingunni? Sláturfjel. á vandað sláturhús á Sauðárkróki og Kaupfjel. hefir um mörg ár haft afnot þess með Sláturfjel. Hefir um þetta ver- ið hin besta samvinna, enda hef- ir Kaupfj. til skamms tíma ekki átt neitt sláturhús. Af hverju máttu þessi fjelög ekki vinna saman áfram? Af hverju er stjórnin að sletta sjer fram í fjelagsskap, sem henni kemur ekkert við? Af hverju er stjórn in að reyna að sá frækornum sundurlyndis og tvídrægni með- al bænda landsins? Af hverju er hún að baka þeim, sem ekki vilja láta kúgast, ónauðsynleg og stórkostleg útgjöld? Það er sannfæring mín, að alt þetta sje gert til þess að reyna að kúga skagfirska bændur til hlýðni við landsstjórnina í stjórnmálum, því að vitanlegt er, að þeir hafa ekki til þessa verið þægir í þessum efnum. Jeg er talsvert kunnugur þessum bændum og mikill meiri hluti þeirra hefir sýnt mjer svo mikið traust og trygglyndi, að ekkert er mjer kærkomnara en tala þeirra máli. Og eftir þeirri þekk ingu, sem jeg hefi af þeim get jeg sagt hæstv. stjórn, að það er með öllu tilgangsl. að reyna að kúga þá. Tilraun í þá átt þjapp- ar þeim saman og herðir þá en mýkir ekki. Jeg held því að hæstv. stjórn hafi í þessu unnið þvert á móti tilgangi sínum og frá pólitísku sjónarmiði mínu væri ekkert út á þetta að setja, ef sá böggull fylgdi ekki þessu stjórnar-skammrifi, að kjósend- jur mínir verða fyrir stórmiklum' | alóþörfum útgjöldum vegna þessara aðgerða hæstv. stjórnar. Dómsmál tekin i pólitíska þjónustu. Við tækifæri éins og þetta er ekki unt að ganga fram hjá meðferð hæstv. dómsmálaráðh. (J. J.) á dómsmálunum, því að í hans stjórnartíð hefir það skeð, sem ekki hefir komið fyrir hjer á landi og hvergi má eiga sjer stað, að dómsmál sjeu tekin í pólitíska þjónustu og notuð til að sverta andstæðinga. Það er bein óhæfa, að sakamál skuli vera tekin og notuð sem vopn í dægurdeilum, og það er fyrir- litlegt að reyna jafnvel að nota gömul og afgerð sakamál til þess að reyná að ófrægja and- stæðinga. Þessa aðferð hóf hæstv. ráðh. (J. J.) Þegar eftir að hann tók við embætti sínu, því er hann nú gegnir, og byrjað var á Hnífs dalsmálinu. Það var reynt að sverta allan íhaldsflokkinn með því máli og svo langt var geng- ið, að háttv. þm. N.-Isf. (J. A. J.) var útilokaður frá þinginu um lengri tíma vegna þess máls, jafnvel þótt svæsnustu andstæð- ingar þyrðu ekki einu sinni að gefa það í skyn, að hann væri hið allra minsta við þetta mál riðinn. Hnefarjetturinn var gerð ur að Hæstarjetti í sjálfu lög- gjafarþinginu, þótt ekki stæði það þá nema nokkra daga. Og það verður að segjast Framsókn- arflokknum til lofs, að þegar hann sá hvert stefndi, neitaði mikill hluti hans að fylgja þess- um ráðh. út í ófæruna, og ef til vill var það mikið að þakka hin- um látna fjármálaráðherra flokksins (M. Kr.). Mun þess sjálfsagt lengi minst, er hann reis upp úr sæti sínu í þessum sal, snerist öndverður gegn em- bættisbróður sínum (J. J.) og lýsti því yfir, að hann mundi greiða atkvæði á móti honum. Hæstv. ráðh. hefir álasað mik ið fyrverandi stjórn fyrir það, að hún hafði ekki leitt til lykta Hnífsdalsmálið á þeim 2—3 mánuðum , sem liðu frá því málið kom upp og til þess stjórn arskiftin urðu. En síðan hann tók við völdum eru liðnir 19 mánuðir og dómur í málinu í undirrjetti er nýfallinn og áreið anlega mjög langt þangað til málið er útkljáð fyrir Hæsta- rjetti. Hjer er því bert, að ráðh. gerir hærri kröfur til annara en sjálfs sín. Ætti þetta að vera honum áminning, um að gera fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín, því að með því einu móti er honum heimilt að gera kröfur til annara. Ástæða er til að minnast hjer á afsetningarmál sýslumanna Barðstrendinga. Á síðasta þingi raupaði hæstv. ráðh. (J. J.) mikið af dugnaði sínum í því máli. En hvernig er nú því máli komið? Því er þannig komið, að stjórnin hefir að allmiklu leyti tapað því máli er hún höfð aði gegn honum. Og hún viður- kennir dóminn rjettan með því að áfrýja honum ekki, en í þess stað fer hún í sakamál við hinn afsetta mann og enginn veit hvenær það endar. Jeg get þess aðeins, af því að það mundi ekki þykja líklegt eftir aðferð ráðh. (J. J.) í öðru máli, að stjórnin hefir ekki krafið hinn afsetta sýslumann um vexti af búaf je, sem stóð inni hjá honum Eftir öllu þessu sje jeg ekki, að hæstv. ráðh. (J. J.) hafi ástæðu til að gorta af aðgerð- um sínum í þessu máli. Ef sjóð- þurð hefir verið hjá þessum embættismanni, sem jeg efast ekki um eftir því, sem frá er skýrt, þá gerði ráðh. (J. J.) ekkert nema skyldu sína, er hann veik honum frá embætti, en ráðh. hefir farist þetta svo klaufalega, að aldrei hefir nokkrum starfsmanni verið vik- ið frá með slíkum harmkvælum og vetlingatökum vanþekkingar og klaufaskapar. Sjóðþurðarmálið í Brunabóta- fjelagi íslands verð jeg líka að nefna hjer, því að þessi sami ráðh. (J. J.) hefir í blaði sínu marg oft gert það að umtalsefni. Þessi sjóðþurð var 60—70 þús. kr. Jeg hafði fyrirskipað rann- sókn út af þessu áður en jeg fór úr stjórnarráðinu og ennþá er þetta mál þó ekki á enda kljáð. í byrjun var þó ekki meiri al- vara í stjórninni um þetta mál en svo, að hæstv. forsætisráð- herra samdi við umboðsmann hins seka um eftirgjöf sakarinn- ar gegn greiðslu og er upplýst með vitnaleiðslu, sem nýlega hefir farið fram, að samningar voru komnir á milli hæstv. for- sætisráðh. og hins seka, en þeim samningum var riftað af hæstv. dómsmálaráðh. En það er hjer sem oftar, að ráðh. (J. J) vill nota sakamál til þess að ná sjer niðri á and- stæðingum sínum. I þessu tilfelli var það forstjóri Brunabótafje- lags íslands, sem hann vildi ná sjer niðri á, en það er næsta erfitt, því að hann einmitt var það, sem kom þessari sjóðþurð upp og sýnist það frekar þakk- arvert. Og úr því að hæstv. stjórn taldi hjer ekki um meira að ræða en það, að hún gæti um það samið mundi heppilegast fyrir hana sjálfa að halda þessu máli sem minst á lofti. Sjóðþurðin á Seyðisfirði. En útaf eða í sambandi við þetta sjóðþurðarmál er með öllu ómögulegt annað en að nefna annað sjóðþurðarmál miklu stór- kostlegra hjá útibúi Lands- verslunarinnar á Seyðisfirði, sem jeg veit ekki betur en að um hafi verið samið að minsta kosti að nokkru leyti. Hæstv. ráðh. (J*. J.) hefir að sönnu sagt mjer fyrir nokkru að þetta ætti að rannsakast, en hvað á að rann- saka, veit jeg ekki. Landsreikn- ingarnir sýna hve há skuldin er og hún er viðurkend af útbús- stjóranum. Hvað áaðrannsaka? En úr því að þetta mál hefir verið látið óátalið allan þenna tíma, þá sjest, að það er ekki af eintómri heilagri vandlæt- ingasemi, sem jafnmikið veður hefir verið gert úr sjóðþurðun- um í Brunabótafjel. og Barða- strandarsýslu. Báðar til samans eru þær víst ekki eins miklar og Seyðisfjarðarsjóðþurðin ein. Drengjaföt, Sportföt, Matrosaföt, Jakkaföt, Fermingarföt, nýupptekin. S. lóhannesdóttur AustupstrsBti 14. (B«int 4 móti LandgbanJcaBoitiL Sími '887. .Drahhari* er ein af allra bestu sftg- um Rafael Sabatini, hún er skemtileg og spenn- andi frá upphafi til enda. Fnst i ttllum bókabúðum og kostar aðeins 3 kr. lan Routens konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan heim fyrir gæði. 1 heildsölu hjá lobaksverjluri ísfan Sokkar fyrir karla og konnr stört og ódýrt nrval. Það mun því verða erfitt fyrir hæstv. ráðh. (J. J.) að gylla sjálfan sig með sjóðþurðarmál- unum, er hann um langt skeið hefir látið óátalið stærsta sjóð- þurðarmálið, sem jeg þekki hjer á landi. Hvað halda menn nú, að ráðh. (J. J.) mundi hafa sagt eða gert, ef þar hefði ekki átt hlut í flokksmaður hans?Jeg sje í anda stóru yfirskriftirnar og skammarorðin í blaði hans. En af því að flokksmaður á hjer í hlut, þá hefir ekkert verið gert, þótt um langt skeið hafi verið vitað um þessa sjóðþurð. Jeg sje heldur ekki ástæðu til annars en minnast hjer á mál, sem hæstv. dómsmálaráðherra hefir látið höfða gegn mjer, hið svonefnda Shell-mál, en af því að jeg á þar sjálfur hlut að máli, mun jeg ekki fara langt inn á það. Þess er þó rjett að geta, að ráðh. þótti svo mikils um vert að almenningur fengi að vita um þessa málsókn, að hann ljet blaðið sitt skýra frá því, að höfðað væri opinbert sakamál gegn mjer og ljet með því í veðri vaka, að það varðaði ærumissi, ef dómur fjelli ráðh. í vil. Sem átylla til þessarar mál-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.