Morgunblaðið - 14.04.1929, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1929, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 Vetlingar. Sjóvetlingar, rónir og órón- ir, keyptir hæsta verði í Von. ■állngarrlrar allskonar. Ahöld tyrir málaraiðn. Vald. Poulsen, Simi 24. Klapparsilg 29. VorvOrarnar eru komnar. Nýjar vörur teknar upp daglega. . Verslnuin Vik. Laugaveg 52. Sími 1485. Hið margeftirspnrða HOrliereft er nú komið aftnr. Verslun Egill lacobsen. Símnefni Katla. Borðstofusett mín eru smekklegust, ódýrust. Talið við minn einkasala á íslandi: Yerslunin Katla, Laugaveg 27, Sími 972. SVEN ANDERSEN, Stavanger, Norge. sóknar var það notað, að yfir- lýsing, sem jeg hafði undirritað, .um innborgun hlutafjár í Shell- fjelagið, mundi ekki vera rjett. Hefði yfirlýsingin verið röng gat það varðað sektum og lögreglu- málsmeðferð, en til þess að gera þetta alt sögulegra var það látið lieita sakamál og með því dylgj- að um ærumissi. En það varð lít- ið úr hinu hátt reidda höggi. Hæstirjettur sýknaði og ríkis- sjóður borgar flanið. Fjórum Jögfræðingum var falið að rann- saka þetta mál hverjum eftir annan og er auðsjeð af þessu, að ráðh. sparaði hvorki fje nje mannvit, en svo hafði jeg gert hreint fyrir mínum dyrum í málinu, að fyrir síðasta rann- sóknardómarann, sem var sótt- ur vestan úr Barðastrandarsýslu á varðskipi ríkisins, var jeg alls ekki kallaður, og mundi því vissulega ekki hafa verið slept, •ef einhver átylla hefði verið til 'þess. Sjálfsagt muna margir eftir ærslunum í hæstv. ráðh. á eld- húsdaginn hjer í deildinni í fyrra. Það var svo sem við að búast að allur sá vindur þyrfti ;að fá útrás og það hefir nú orðið með þessari málssókn, en hvort ráðh. sjálfum þykir betur farið en heima setið, að því skal jeg engar getur leiða. En það vil jeg segja hæstv. ráðh. (J. J.) að það er alls ekki víst, að jeg sje þagn aður um þetta mál. Jeg hefi þar ýmislegt í pokahorninu til þess að sýna hlutdrægni hans, ekki síst framkomu hans gagnvart öðru steinoliufjelagi, British Petroleum, sem hjer verslar einnig. I þetta skifti fer jeg þó ekki út í annað en það, að hæstv. ráðh. (J.J.) gerði mikið veður út af því hversu mikil hætta stafaði af Shellfjelaginu með y2 rnilj. kr. höfuðstól, en hann hefir ekki orðað það, að nein hætta stafaði af British Petroleum þótt auglýst sje Lögbirtingablaðinu, að höfuðs- tóll þess sje 3 milj. sterlings- punda eða sem næst 66% milj. kr. Öllu berari hlutdrægni held jeg að varla sje hægt að sýna og það sýnist ganga brjálæði næst að hafa djörfung til að krefjast úrlausnar dómstóla um mál, sem þannig eru í pottinn búin. Málsókn hæstv. ráðh. (J. J.) gegn háttv. þm. Seyðfirðinga (Jóh. Jóh.) tel jeg ekki rjett að ræða hjer um, en það má hæstv. ráðh. (J. J.) vel vita, að það mál verður ekki til þess að auka hróður hans. Jeg geng þess ekki dulinn, að þar er um pólitískt hatursmál að ræða, svo andstyggilegt, að jeg hefi engin orð til að lýsa því.. Ástæðan ti þess, að jeg vil ekki innleiða umræður um þetta mál er sú, að jeg á eftir fáa daga að verja það fyrir Hæstarjetti. Tækifær- in verða því nóg síðar og þau verða áreiðanlega notuð. Ef hæstv. ráðh. aftur á móti vil innleiða umræður um málið ska vissulega ekki á mjer standa Ýmislegt fleira í dómsmála ferli ráðh. (J. J.) væri miki ástæða til að nefna, en jeg verð að láta hjer staðar numið. Það hefir fyllilega komið fram, sem margir óttuðust, er þessum manni var falið dómsmálaráð- herrastarfið, að hann væri ekki fær um að rækja það viðunan lega. Ekki óttuðust mpnn þetta einungis af því, að vitanlegt var, að hann var ákaflega ófróður um þessi mál, heldur einnig af því og meira að segja sjerstak- lega af því, að oft hafði komið ljós einræðishneigð hans og pólitísk hlutdrægni. Það verður að segja eins og er um það, að ókostir þessir hafa í ríkum mæli gert vart við sig hjá hæstv ráðh. (J. J.) og nú er svo kom ið, að það er álit margra, að sakamálsrannsóknum sje beitt pólitíska þágu. Sum þeirra mis gripa, sem hafa átt sjer stað stafa ef til vill af vanþekkingu en hið mesta stafar ekki af því Það er jeg fyrir mitt lejrti sann færður um. Það er skylda hvers dóms- málaráðherra sem er, einhver skýlausasta skylda sem til er, að beita ekki sakamálsrannsókn nema full ástæða sje til. Æra manna er þeim yfirleitt helgur dómur, er enginn hefir heimild til að rýra eða ræna án þess, að full ástæða sje til. Fyr á tímum beittu harðstjórar lífláti eða ú legð gagnvart andstæðingum sínum, oft og tíðum gersamlega að ósekju. Nú er þetta víðast lagt niður,því að menning nú- tímans bannar það. En er betra að reyna að ræna menn æru sinni? Jeg efast um það, og að minsta kosti er sá þjófur allra )jófa verstur, sem stelur æru manna, en allra verst er þó, ef Jað er gert í nafni rjettvísinnar, >ví að þá eru notaðir falskir lykl ar til þess að ná því, sem dýr- mætast er í eigu hvers óspilts manns. Jeg hafði ætlað mjer að minn- ast á hið svonefnda Árbæjarmál en af því að jeg mundi verða of angorður ef jeg ræddi það ná- kvæmlega, þá mun jeg að mestu sleppa því. Jeg vil hjer aðeins minna á það, að hæstv. ráðh. (J. J.) ætlaði með skrifum sín um um það að sýna fram á, að jeg hefði sýnt hlutdrægni í því máli í vil hv. 3. þm. Reykv. (J. Ól.), jafnvel þótt skjöl málsins, sem ráðh. hafði í hönd- um bæru þess ljósan vott, að jeg hefði ekki komið neitt nærri málinu. Svona aðferð er gersam- ega ósamboðin hverjum góðum dreng. Áður en jeg lýk máli mínu vil jeg leyfa mjer að spyrja hæstv. stjórn, hvaða fregnir hún geti sagt oss af lántöku þeirri, sem hún mun hafa haft á prjón- um um alllangt skeið. Það er sagt, að lánið, sem hún hafi ætlað að taka hafi átt að vera allstórt, 10—12 milj. kr., en jeg veit ekkert um hversu langt því máli er komið eða hvort bað er lagt á hylluna. En mjer skilst, að vegna Byggingar- og Landnámssjóðsins sje illfært að draga lántöku lengi, ef ekki á að draga á tálar með fögrum loforðum fjölda manna um lanc alt. Lögin um sjóð þenna öðluð- ust gildi 1. jan. eða fyrir rúm um 3 mánuðum síðan og ennþá veit engin hvenær hann muni taka til starfa. I þessu sambandi er varla hægt annað en minnast hins mikla gauragangs, sem hæstv forsætisráðh. (Tr. Þ.) gerði út af því að búnaðarlánadeildin tók ekki til starfa á lögmælt um tíma. Ef núverandi stjórnar- andstæðingar vildu nú nota sömu aðferð og hann viðhafði þá, þá væri ákaflega ljett verk að fella hæstv. ráðh. (Tr. Þ. á eigin bragði. Sem stendur ætla jeg þó ekki að taka hann föstum tökum vegna þess til- efnis. Að minsta kosti ætla jeg fyrst að heyra tóninn í svari hans og mun svo hegða mjer þar eftir. Fimtngs afmæli í dag ekkjah Guðrún Gísla- dóttir. Hún er fædcl hjer í Rvík 14. apríl 1879. Foreldrar hennar voru þau Gísli Guðmundsson Jóns- sonar Vigfússonar prests á Hvals- nesi og Magdalena M. Sigurðar- dóttir Björnssonar Þorleifssonar í Kalnianstungu. — Magclalena er mörguni kunn hjer í bæ fyrir hjálp semi sína gagnvart bágstöddum. Er hún nú 76 ára gömul á heimili dóttur sinnar. Guðrún gekk í Kvennaskðlann. Annan skðlalærdóm hefir hún eigi hlotið, en er þð kvenna hest að sjer um marga hluti. Árið 1900, 8. des., giftist hún manni sínum Oddi Guðmundssyni skipstjóra frá Skurðbæ í Skaftafellssýslu. Varð hún fyrir þeirri þungu sorg að missa hann frá 5 ungum börnum 12. ágúst 1914. Börn þeirra: 1) Sigurlaug, gift Einari Signrðssyni verslm. hjer í hæ, 2) Sigurður, mat sveinn á Esju, 3) Magdalena Mar- grjet, fædd 1906, dáin 1909, 4) Magdalena Margrjet, heima hjá móður sinni, 5) Gísli í Ásgarði í Grímsnesi, 6) Dorothea Margrjet, einnig heima hjá móðnr sinni. — Hefir Guðrún löngum átt við fá- tækt að stríða, en hún hefir harist með óþreytandi elju fyrir uppeldi barna sinna. Getur hún nú horft ánægð á verk sitt, því nú er upp- eldi þeirra lokið, og þan eru öll nin mannvænlegustu. Líkist Guðrún mjög móður sinni um nákvæmni við sjúka, og hefir hún mörgum rjett hjálparhönd, þótt hún hafi oft verið þreytt og lasin sjálf. En hún hefir eigi tal- ið eftir sjer viðvik, hafi það getað orðið til að lina þjáningar ein- hvers. Þrátt fyrir eigin lasleik og ást- vinamissi, hefir Guðrún jafnan varðveitt sína glöðu lund, og munu fæstir trúa, að hún sje fimtug að aldri, svo •j*mgleg er hún í út- liti og ung í anda. Munu margir verða til þess að óska Guðrúnu heilla á fimtugsaf- mæli hennar, og þalcka henni fyrir alt það gott. sem hún hefir látið af sjer leiða hjer í þessum bæ. fsatoldaprerntsmiðfa h. I. heíir ávalt fyrlrllgrgjandl: LelBarbækur og kladdar LelBarbðkarheftl VJeladagbækur og: kladdar Farmsklrtelnl Upprunasklrtelnt Manifeat FJárnámsbeiBnl Gestarjettaritefnur Vlxilstefnur Skuldalýsing: Sáttakærur UmboO HelgisiBabækur Prestþjðnustubækur Sðknarmannatal FæBingar- og sklrnarvottorB Gestabækur glstihúsa Ávfsanaheftl Kvlttanabefti ÞlnggJaldtaeBlar Relkningsbækur sparlsJÖBa • LántökueyBublöB sparisJðBa • I>erripapplr t */i örk. og niBursk. t Allskonar papplr og umalög • Blnkabrjefsefnl 1 kössum • Nafnspjöld og önnur apjöld • * Prestu * .11. konar prnitrrrki, | kvert heldnr ffnU-, allfmr- «kt Ut- ■ vrentnn, eBa meB svörtn ringflncn, * w kttrgl betnr nje fljðtar nf a kenál leyst. * llnl 48. Isafoldarprentsmiðfa h. I. Notið ávalt eða QengíQ. Sterlingspund............. 22.15 Danskar krónur ......... 121.70 Norskar krónur ......... 121.79 Sænskar krónur ......... 121,92 Dollar ................... 4.56% Frankar ............... 17.95 Gyllini ................. 183.41 Mörk , .................. 108.35 Björgun Nobile. Eins og kunnugt. er, ámælti rannsóknarrjettur sá, er skipaður var til þess að rannsaka „Italia“- slysið, Nobile harðlega fyrir það, að harin skyldi láta bjarga sjer fyrstum manna af ísnum. En nú hefir sænski flugmaðurinn Thun berg liðsforingi, sem var með Lundborg, þegar hann bjargaði Nobile, skýrt svo frá í samtali við sem gefur fagran svartan gljáa. „Göteboi'gs Morgonpost“, að það sje rangt að 'ásaka Nobile fyrir þetta. Þeim flugmönnunum hefði ekki verið unt að bjarga nema einum manni, og það hefði ekki verið um aðra að ræða en Nobile og Ceccioni, sem báðir voru lim- lestir. En það hefði ráðið mestu, að Nobile varð fyrir valinu, að liann er lítill og ljettur, en Cecei- oni atór og þungur — fullþungur fyrir flugvjelina. Svo hefði það líka verið ákveðið, að Lundborg færi einn aðr'a för um nóttina, og sækti tvo menn, og hefði ekki vilj- að svo óheppilega til, að flug- vjelinni hvolfdi í lendinga og hún skemdist, þá kveðst Thunberg vera viss um, að aldrei hefði risið nein deila út af því, hvorum þeirra var bjargað fyr, Nobile eða Ceccioni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.