Morgunblaðið - 02.05.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.05.1929, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Jftor0tmWaí>i$ Ctofnandl: Vllh. Flnaen. Otcefandi: FJelag: I Reykjavlk. rniutjórar: Jön KJartanaion. Valt^r Stefánaaon. aualtelngaetjóri: B. Hafber*. ■krlfatofa Austuratnetl 8. Claai nr. 600. Auarl^ainKaskrlfstofa nr. 700. Hslnsaalmar: Jön KJartansson nr. 741. Valt?r Stef&naaon nr. 1110. B. Hafber* nr. 770. ÁakrlftaaJald: Innanlanda kr. 1.00 & ss&nntii. □tanlanda kr. 1.60 - ■ 1 lauaaaölu 10 aura alntaklB. Erlendar sfmfregnir. Hvað er að gerast? Eru framkvæmdastjórar Síldareinkasölunnar að afsala fjöreggi íslendinga — vernd fiskveiðalaganna — í hendur Norðmanna? Kliöfn, FB. 30. apríl. Takmörkun vígbúnaðar. Frá London er símað: Bretland «og Bandaríkin semja uin flota- málatillögu tíibsons. Horfurnar um •að samkomulag náist. í flotamálinu, iiafa batnað mikið síðastliðna viku, ■einkanlega vegna yfirlýsingar Gib- sons, að Bandaríkin sjeu reiðubú- in til þess að minka vígbúnað á sjó. Auk þess eru horfurnar þær, oð Frakkar vilji eitthvað slaka tii viðvíkjándi flotatakmörkunum, vegna tilslakana Bretlands og Bandaríkjanna viðvíkjandi land- 'hersvaraliði. Búast menn jafnvel við því nú, :að stórveldin kalli saman fund til þess að ganga frá þessum málum á þessu ári. , Khöfn, FB 1. maí. Æsingar í Slesíu. Frá Berlín er símað: Pólska frjettastofan skýrir frá því, að þýskir þjóðernissinnar hafi stofnað til æsinga gegn pólskum leikurnm við leiksýningu í pólska leikhús- inu í bænum Oppeln (í efri Slesíu) Að leiksýningunni lokinni hafi .Þjóðverjar misþyrmt leikurunum. Frjettastofan bendir á, að Þjóð- verjar starfræki leikhús í öllum stórum pólskum borgum og bæjum Efri-Slesíu, Pólverjar hafi heldur •aldrei áreitt þýska leikara. Pólsk folöð gera mikið úr málinu og er búist við, að stjórnin í Póllandi sendi stjórninni í Þýskalandi og Þjóðabandalaginu mótmæli gegn framferði Þjóðverja. Þýsk vinstriblöð heimta, að stjórniu í Þýskaiandi hegni af- forotamönunum. Sósíalistaflokkur leystur upp Frá Berlín er símað til Kaup- anannahafnarblaðsins Social-Demo- kraten, að stjórnin í Litauen hafi leyst upp litauska sósíalistaflolck- inu. Hefir stjórnin tilkynt a.ð flokkurinn hafi verið leystur upp vegna þess, að hann hafi tekið þátt í fjandsamlegri starfsemi gegn ríkinu. Sósíalistar halda því binsvegar fram, að ásakanirnar sjeu ósannar. Af vopnunarmálin. Frá Genf er símað: Afvopnun- arnefnd Þjóðabandalgsins ræddi ;gær um takmörkun landhera. - Nefndin feldi tillögu Þjóðverja um að takamarka einnig stærð vara liðsins. Meíri hluti nefndarinnar vill að eins takmarka stærð þess iiðs, sem að jafnaði er undir vopn- um. Aðeins fulltrúar Rússlands og Kína studdu tillögu Þjóðverja. Á Alþingi í gær kom fyrir at- burður, sem vert er að almenn- ingur fái fulla vitneskju um. — f sambandi við umræður um rekstur fyrirhugaðrar síldarverksmiðju, er stjórnin ætlar að reisa fyrir ríkis- sjóðs fje, gerði Sigurður Eggerz bankastjóri fyrirspurn til Tryggva Þórhallssonar, forsætisráðherra. — Fyrirspurn S. E. stóð í sambandi við ummæli í norsku blaði, „Berg- ens Aftenblad", frá 25. apríl s.l. og liöfð eru eftir einum fram- kvæmdarstjóra Síldareinkasölunn- ar. Las S. E. stuttan kafla upp úr tjeðu blaði. iMorgunblaðið átti kost á að sjá þetta norska. blað. Er þar skýrt frá því, að tveir af framkvæmdastjór- um Síldareinkasölu íslands, þeir Pjetur Ólafsson og Einar Olgeirs- son, hafi nýlega verið staddir á fundi í Haugasundi með norskum síldarútgerðarmönnum. — Spyr svo „Bergens Aftenblad“ Pjetur Ólafsson um árangurínn af fundi lessum. Árajigurinn varð sá, að því er norska blaðið hennir eftir Pjetri Ólafssyni, að framkvæmdastjórar Síldareinkasölu íslands lofuðu að mæla með því við útflutningsnefnd cinkasölunnar og stjórn fslands: Að Norðmcnn fengju að selja ótakmarkað sfld í verk- smiðjur á íslandi, og að þeir fengju l^yfi til þess að hafa fljótandi sfldarverk- smiðjur innan landhelgi fs- lands! Því næst er þess getið í þessu sama norska blaði, að sjálf norska stjómin hafi sent fulltrúa á þenn- an merkilega fund framkvæmda- stjóra Síldareinkasölunnar. Þingmenn setti liljóða, er þeir höfðu heyrt lestur Sigurðar Egg- erz. Þeir þyrptust utan um norská blaðið, og lásu. S. Eggerz spurði forsrh. hvort það væri með vilja og vitund stjórnarinnar, að þessi fundur hefði verið haldinn. Þessu neitaði forsætisráðherra, kvaðst ekkert um þetta vita. En ef rjett er hermt í „Berg- ens Aftenblad“, hvernig má það vera, að framkvæmdastjórar Síld- areinkasölunnar skuli í forboði stjómarinnar leyfa sjer annað eins og það, að bjóða Norðmönnum af- sal á fjöreggi íslendinga? Fiskveiðalögin eru fjöregg Is- lendinga.Norðmenn hafa fyr reynt að ræna oss þessu fjöreggi, en íslendingar hafa hingað til borið gaifu til að vernda sinn rjett. En það verður erfiðleilcum bund- ið að vernda þetta fjöregg í fram- tíðinni, ef íslenska þjóðin á marga slíka menn, sem framkvæmda- stjóra Síldareinkasölunnar. Þeir Pjetur Ottesen, Ólafur Thors og fleiri þingmenn kröfðust þess að stjórnin ljeti rannsaka hvort rjett væri sagt frá í norska blaðinu. Og ef svo reyndist, þá yrði framkvæmdastjórum Síldar- einkasölunnar tafarlaust vikið úr stöðum sínum. Lofaði Tr. Þ. að láta rannsaka þetta. Morgunblaðið lofar því, að láta lesendur sína fylgjast með því sem gerist í þessu máli. Tilkynning. Hjer með tilkynnist að jeg í dag hefi selt hr. kaup- manni -John S. Jónssyni, verslunina „Fram“, hjer í bænum og vænti jeg þess, að heiðraðir viðskiftamenn verslunar- innar innanbæjar sem utan, láti hana eftirleiðis njóta viðskifta sinna. Reykjavík, 30. apríl 1929. Jens Þorsteinsson. Samkvæmt ofanrituðu hefi jeg í dag keypt verslun- ina „Fram“, Laugavegi 12 hjer í bæ, og mun jeg reka hana áfram undir sama nafni og verið hefir, vona jeg að heiðraðir viðskiftamenn verslunarinnar láti mig njóta viðskifta sinna eftirleiðás, og mun jeg í öllu kappkosta að gera viðskiftin sem greiðust og hagkvæmust. Reykjavík, 30. apríl 1929. John S. Jónsson. ,Drabbari‘ saga um strið, ást og cettahatur eftir Rafael Sabatini þurfa allir að lesa. Faest í bókaversl. Helmdallur. Fundur verður haldinn á Hótel Skjaldbreið laugardag- inn 4. maí kl. 8 lA e. h. - V Fundurinn hefst með kaffi hefði skort áhuga. ■ drykkju, síðan verður fhitt býsk vfsa og fslenskur drengskapnr. i. Meðal hinna mörgu brjefa, sem jeg liefi fengið til að þakka fyrir Nýal, er eitt frá ungum þýskum mentamaum, sem heitir hinu ágæta ííafni tí. Werner Freytag. Þakkar þessi eftirtektarverði efnismaður fögrurn orðum þá þýðingu, sem Nýall hafi haft f.vrir lífsskoðun sina; minti brjef þetta skemtilega á ýmislegt, sem íslenskt efnisfólk hefir skrifað mjer, enda mun hr. Freytag vera ættaður úr norræn- asta (eða germanskasta) hluta Þýskalands. Kom glögt í ljós, að hann hafði vel tekið eftir aðal- atriðum. Vísa þessi, sem hjer kemur, minnir mig dálítið á hinn ágæta unga Þjóðverja, þó að ekki sje liún eftir hann: Weltgedanken hat gedacht Weltentdeckungen gemacht Islándischer Geolog Kosmogeologe. Allerhöchstes wird bezweckt Sternenleben hat entdeckt Islándischer Philosoph Kosmobiologe. Er hjer að því vikið, að hátt sje 'i stefnt, og miði míu heimspeki að I því að gera jarðfræði (o.g land- fræði) og líffræði að heimsvísind- um. Kosmogeologi: alheimsjarð- fræði; fræði. kosmobiologi: alheimslíf- II. Brjef Freytags gladdi mig ekki síst af þeirri ástæðu, að þessi gáf- aði lesandi Nýals kvaðst eiga það Islendingi að þakka, sem hafði ver- ið á ferð þar í landi, að hann hafði kynst þessari bók, sem hann taldi svo afar mikils verða fyrir andlegan þroska sinn. Því miður nefndi hann þó ekki nafn þessa góða drengs, og þvkir mjer leitt að vita það ekki, og það því frem- ur sem jeg er því ekki vanur, að Islendingar úti í löndum, sýni þess háttar drengskap gagnvart mjer — og elcki alveg ómerkilegum ís- lenskum málstað. Undantekning er þar tónskáldið Jón Leifs, sem með svo miklum dugnaði og lagi hefir unnið að því að vekja eftirtekk Þjóðverja á íslandi og ýmsu, sem íslenskt er. Furðar mig satt að segja á því, að ekki skuli fleiri ís- lendingar erlendis, eða þeir sem í erlend blöð og tímarit skrifa, hafa orðið til þess að reyna að vekja eftirtekt. á kenningum mín- nm. Því að það hefði þó frægðar- verk verið af þeirra hálfu, að gera íslenska heimspeki víðfræga, og elcki að efa, að þeim hefði tekist það, e£ ekki Menn mega ekki ímynda sjer, að hjer sje um nokkurn hjegóma- skap að ræða. Jeg girnist fyrir mig ekki minsta snefil af frægð fram yfir það, sem nauðsynlegt er málstaðarins sjálfs vegna. Og hjer er um mikið mál að ræða. Því smærri sem þjóðin er, því örðugra er og ólíklegra að menn geti þar ritað þannig, að orðum þeirra sje veitt eftirtekt víða um lönd. Og þó er smáþjóðunum slíkt svo afar nauðsynlegt. Jafnvel fyrir atvinnu vegina íslensku mundi það verða miljóna virði, ef orð íslendings, sem glöggau skilning hefði á því sem segja þarf, næðu til miljóna, eins og að vísu mín orð mimu ná áður langt líður, þrátt fyrir dauft atfylgi sumra íslendinga enn þá. Dæmi skal jeg nefna þessu til skýringar. íslendingar þurfa að gera sjer Ijóst, hvað orðið getur úr hestunum þeirra, eins og ágæt- ir hestamenn, Theódór Arnbjarn- arson og Daníel Daníelsson eru nú að brýna fvrir mönnum. Tel jeg lítinn vafa á, að varla sje sá dýra- vinur um alla jörð, sem ekki mundi vilja eiga íslenskan hest, ]iegar íslensk hestarækt verður komin í það horf sem þarf. Og hitt er einnig Ijóst. að í bók, sem næði til miljóna, mætti með ^kki mörgum línum, miklu til leiðar koma í þessu efni, ef sá sem ritar. væri bændavinur og hesta og þjóð- ar. Annað sem nefna mætti í þessu j sambandi, er sætfiskurinn (Ice- j landic sweetfish), sem ólíklegj, er að menn fari nú ekki að reyna að umbæta og gera að útflutnings- vörn, og vafalítið mætti kenna öllu mannkyni að eta, sjer til gagns og ánægju. Sbr. grein mína : Um betri not af fiski; Eimreiðin 1028. erindi, sungið, haldnar ræð- ur o. fl. Þingmönnum fhalds- flokksins, stjórn landsmála- fjelagsins Varðar og fleinim er boðið á fundinn. Fjelögum er heimilt að taka með sjer flokksbræður á meðan húsrúm leyfir. Að- göngumiðar verða afhentir. Fjelagar fjölmennið. STJÓRNIN. Tækifæris- gjaiir. Nýtísku leðurvörur. Skjaltöskur. Skrifmöppnr. úr skinni. Nýtísku dömntösk- ur, Bnddur. Seðlaveski. — Manicnre. Burstasett o. fl. °. fl. nýkomið. Leðuruörudeild Hliöðfærahússins. 26. apríl. Helgi Pjeturss. Duglegan linnheimtumann vantar i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.