Morgunblaðið - 02.05.1929, Blaðsíða 5
Fimtudagiim 2. maí 1929.
oriptttMa!!#
Ekknastyrksnefndin.
Frá stfirfnm beanar.
Fundurinn í Nýja Bíó 21. apcíl.
Sunnudaginn 21. apríl 1Í29 kl. 3
c. k. var haldinn kvennafundur í
Nýja Bíó. Var hann haldinn að
tilhlutun nefndar þoirra, er fyrir
forgöngu Kvenrjettindafjelagsins
var kosin síðastliðinn vetur til
þes.s áð vinna að því, að ekkna-
og mæðratryggingum (eða styrkj-
urn) yrði komið á fót hjer á landi.
Frú Laufey Vilhjálmsdóttir var
fundarstjóri og um leið og hún
setti fundinn og bauð gestina vel-
ltomna, taldi hún fund þanu boð-
aðan til þess að skýra frá tildrög-
um velferðarmáLs þess, er hjer
væri á dagskrá, ræða kjör ekkna
og' einstæðra mavðra hjer á landi
og á hvern hátt að hægt væri að
bæta þau.
Þá ljek Þristur Þórarins Guð-
mundssonar: „ó, guð vors lands
Skýrslusöfnuniu.
Síðan tók til máls ungfrú Lauf-
ey Valdimarsdóttir, sem er for-
maður nefndarinnar. Skýrði hún
frá því, að Kvenrjettindafjelag
íslands hefði átt. upptök málsius
og leitað hófanua hjá kvenfjelög-
um Reykjavíkur. Hefðu undirtekt-
ir orðið svo góðar, að 15 fjelög
liefðu kosið fulltrúa í nefnd þá, er
nú nefnist mæðrastyrksnefndin. —-
Undirbúningsstarf nefndarinnar
hefði verið í því fólgið, að erindi
um málið, brjef, oíx skýrslueyðu-
blöð til útfyllingar hefðu verið
seud nm allar sýslur landsins.
Hefðu undirtektir verið góðar,
einnig í þá átt að útfyltar skýrsl-
ur frá ekkjum og einstæðum mæðr-
uni liefði komið viðsvegar að. Víða
hafa kvenfjelög falið föstum nefnd
um að beita sjer fyrir málinu. Enn
þá eru þó ófengnar skýrslur frá
öllum þorra þeirra kvenna, sem
hjer ræðir um. Af bæjunum hafa
Siglufjörður og Norðfjörður sent
skýrslur, Akureyri og Seyðisfjörð-
ur sett nefnd í rnálið, en skýrslur
vantar enn frá fsafirði, Vest-
mannaeyjum, Hafnarfirði og
Reykjavík. Hefir nefndin boðað til
þessa fnndar til að kynna Reykja-
víkurkonum málið og biðja um
þær upplýsingar um kjör ekkna
'og einstæðra mæðra, sem eru
nauðsynlegur grundvöllur und-
ir starf nefndarinnar: að undir-
búa frumvarp um ekknastyrki og
koma því inn í þingið. Víða í öðr-
um löndum munu styrkveitingai*
fyrir mæður vera komnar á og gaf
ræðukonn fróðlega skýringu á því,
hvernig veitingum þessum væri
háttað. Brýna nauðsyn taldi hún
á, að styrkirnir yrðu ekki lægri
en almennir sveitarstyrkir, því þá
væri lítið unnið. Xú fer mikið fje
árlega til sjúkra- og fátækra-
styrks, sem ef til vill mætti kom-
ast hjá að miklu leyti, ef ekkj-
urnar eru styrktar strax við frá-
fall mannsins og þjóðfjelagið á
þann hátt styður að því, að við-
halda menningu heimilanna og
heilsu barnanna.
Ekkjur og einstæðar mæður eru
tíðum olnbogabörn þjóðarinnar,
þar sem þær sitja. einar eftir með
hóp barna og efnalausar. Dregur
þá oft að því að heimilin leysast
upp og móðirin er til neydd að
láta börnin sín frá sjer og þá oft
í staði á móti vilja þeirra.
Næst talaði ungfrú Inga Lárus-
dóttir. Skýrði hún aðallega frá
árangri skýrslusöfnunarinnar. Um
205 skýrslur væru koinnar og
væru þær úr 14 sýslum. Tiltölu-
lega flestar skýrslur kæmu úr
þeim sýslum, þar sem væru sjó-
þorj> og kaupstaðir, og mætti af
skýrslunum sja, að þar væri mjög
margar ekkjur sjómanna, og að
það værí oft, að konur flyttu til
kaupstaoanna, er þær yrðu ekkj-
ur, í von um að geta frekhr fleytt
fram heimilum sínum, með dag-
launavinnu sinni og stálpuðu barn-
anna. Skýrslurnar teldu alls 616
börn og af þeim 351 innan 14 ára
atdurs. Auk þess hefðu sumar kon-
urnar fyrír öðrum ómögum að sjá,
t. d. 13 konur fyrir heilsulausum
eiginmönnuui. í þessum hópi 205
kvenna væru 59 ógiftar mæður, og
sýudu skýrslumar, að rúmur helm-
ingur þeirra (30) hafa engan styrk
frá barnsföður. Mætti af þessu á-
lykta, að slæiega væri eftir geng-
ið og ]x\sh mundi full þÖrf, að lit-
ið væri eftir, að barnsfeður gætu
ekki svo hæglega hlaupist undan
þeirri skyldu, að greiða meðlag
með bömuuum. Starf það, sem
einstæðingsekkjur og mæður vinna,
va>ri sannarlegt hetjuverk og bein
skylda þjóðfjelagsins að styrkja
þter í því starfi; dýrasta eign þjóð-
fjelagsins eru börnin, og undir
þroska þeitrra kominn velfarnaðnr
landsins í framtíðinni.
Fórnfýs* og- bágindi fáiæku
mæðranna.
Þá fjekk frú Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir orðið. Taidi hún konuna
vera þess vel verða, að vinna jafn-
hliða manninuin í hvívetna, mað-
urinn skynjaði oft með heilanum
en konan með hjartanu, innsæi
konunnar væri það oft að þakka
að mahnúðar væri gætt, enda sýndi
afstaða kouuunar í heimilisstarf-
seminni, i upjældi barnanna á-
samt fúmfýsi hennar, að hún sje
einuig þess verð að standa við
lilið mannsins út á við.
Prú Rríet Bjarnhjeðinsdóttir
lýsti ástæðum fátækra mæðra, sliti
þeirra og fórnfýsi. en lítið eha
ekkert í aðra hönd. Kvað hún
konur þess maklegar að njóta
styrks af almannafje, þegar mað-
urinn fjelíi frá, því í raun rjettri
væri ríkíð þeir foreldrar, sem
bæri ðkykia til að ala önn fyrir
þeim börnum. er af einhverjum
ástæðum mistu föður síns við.
Frú Jónína Jónatansdóttir áleit
málið 1 mjög knýjandi, enda væri
sennilega eklii ein einasta kona á
fundinum, er liti öðruvísi á. Brá
liún up]> mynd af munaðarleys-
ingjum frá barnæsku sinni; þá
Iiefði lítdl skilningur verið sýnd
ur ekkjurn og munaðarleysingjum
og svo væri eflaust ennþá víða.
Hefði oft verið fokið í flest skjól
fyrir konum með stóran barnahóp
við fráfall mannsins. Aminti kon
urnar urn að greiða sem best fyrir
þeim konum, sem framvegis ætla
sjer að starfa að skýrslu söfnun
hjer í bænum, til þess að afla upp-
lýsinga um hag ekkna.
Fátækraflutningurinn.
Þá las fundarstjóri upp 3 til-
lögur og bar þær upp til samþykt-
ar. Tillögurnar voru svohljóðandi:
1. Fundurinn lýsir ánægju sinni
yfir þeirri starfsemi, sem þegar er
liafin til að rjetta hluta ekkna og
annara bágstaddra mæðra og tel-
ur brýna nauðsyn á löggjöf um
bætur á hág þeirra. Heita fundar-
konur þessu máli eindregnu fylgi
sínu og skora á aðrar konur að
styrkja það.
2. Fundurinn væntir þess af
mæðrastyrksnefndinni, að hún
undirbúi frumvarp um styrkveitslu
til slíkra kvenna, annaðhvort með
tryggingum eða af almannafje, og
sjái um, að það verði lagt fyrir
næsta þing.
3. Fundurinn mótmælir því, að
heimilum sje sundrað vegna fá-
tækraflutnings og skorar á Alþing
að breyta svo fátækralögunum, áð
slíkt geti ekki átt sjer stað.
Greinargcrð: Sá tvískinnungur
er í núgildandi fátækralögum, að
bannað er að taka börn frá mæðr-
um á móti vilja þeirra, en hins-
vegar er hreppnum sett í sjálfs-
vald að neita að veita þeim styrk
sjéu þær ekki fluttar, og geta þeir
þannig svelt þær út (og fengið
þær .til að láta börnin, því sjald-
gæft mun, að eitt heimili geti tek-
ið að sjer móður og fleiri börn).
Tillögurnar voru allar samþykt-
ar í einu hljóði. Ungfrii Laufey
Valdimarsdóttir skýrði síðustu til-
löguna samkvæmt meðfylgjandi
greinargerð. Einnig lýsti hún því
yfir, að í ráði væri að opna skrif-
stofu í Guðspekihúsinu á næst-
unni, sem tæki að sjer að gefa
upplýsingar og ráðleggingar um
þetta í heild sinni. Mun skrifstof-
an verða opin daglega kl. 4—6 og
ef til vill eittlivað á kvöldin.
Landbúnaðarbankinn
i Elri deild.
Niðurlagsorð.
Síðust talaði frú Guðníii Lárus-
dóttir. Lagði hún út af þessum
orðum í 7. kap. Lúkasar guð-
spjalls: „En er hann nálgaðist
borgarhliðið, sjá, var þar borinn
út maður, einkasonur inóður sinn-
ar, og hún var ekkja, og mikill
fjöldi úr bænum var með henni.“
Var rroða frú Guðrúnar hugðnæm.
Ilún benti fundarkonum á mildi
og miskunnsemi frelsarans, og á-
minti þær um að láta dæmi hans
verða þeim livöt til þess að ganga
í lið með ekkjunum og liinum mun-
aðarlausu, enda könnuðust vjer öll
við orð postulans, sem sagði: Hrein
og óflekkuð guðsdýrkun er að
vitja ekkna og nmnaðarlausra í
þrenging þeirra.
Fundinum lauk með því að all-
ir viðstaddir snngu: Faðir and-
anna.
Fundurinn var fjölmennur og
fór liið besta fram.
Laufey Vilhjálmsdóttir,
(fundarstjóri).
Sigríður Eiríksdóttír,
(fundarritari).
Frv. um Búnaðarbanka Islands
var til 2. umr. í Efri deild á föstu-
daginn var. Hefir landbúnaðar-
nefnd deildarinnar haft málið til
meðferðar, en eigi flutt breytingar
tillögur. Aftur á móti flytur Jón
Baldvinsson tillögur um að stofna
„lánadeild smábýla við kaupstaði
og kauptún“.
Björn Kristjánsson flytur nokkr
ar brtt., m. a. að fella niður veð-
deild bankans. Ennfremur að á-
kveða laun aðalbankastjórans 8000
kr. byrjunarlaun, er hækki upp í
10.000 kr. auk dýrtíðaruppbótar.
Tillaga B. Kr. um veðdeild er
sem hjer segir:
„Ríkisstjórnin skal annast um,
að nýr veðdeildarflokkur eða flokk
ar verði stofnsettir samkvæmt veð-
deildarlögunum, nr. 60. 7. maí
1928, og skal honum eða þeim
fengið það sjerstaka starfssvið að
lána eingöngu gegn veði í jörðum,
erfðafestulöndum til ræktunar og
hverskonar fasteignum, sem ætlað-
ar eru til framleiðslu landbúnaðar-
afurða, eða til almenningsnota
sveitum landsins. Skal fara um
skiftingu varasjóðs þeirra veð-
deildarfloltka, er lokið hafa skuld-
bindingum sínum, svo sem fyrir er
mælt í 24. gr. nefndra laga.
Ríkisstjórninni er heimilt að
taka lán til kaupa á alt að 3 mil-
jónum króna í vaxtabrjefum
flokks eða flokka þessara, með
þeim kjörum, að ríkissjóðurinn
verði skaðlaus af.
Ákveða má með reglugerð nánar
um fyrirkomulag flokka þessara.“
B. Kr. telur sem sje óheppilegt
að setja upp sjerstaka veðdeild við
þennan banka við hlið gömlu veð-
deildarinnar.
Óhentugt að stofna til nýrrar
veðdeildar.
Um þetta atriði fórust honum
þannig orð:
,Þegar veð]ánabanki er settur á
stofn eða. veðdeild, þá liggur fyrst
fyrir að atliuga, fyrir hvaða fje
ætlar stofnunin að kaupa veð-
deildarbrjefin af lántakendum, og
livað kostar það fje. Ekki hefir
verið ymprað á þeirri hlið málsins
enn. Að vísu er gert ráð fyrir í
frumvarpinu, að taka megi þriggja
miljóna króna lán til þess erlendis.
En er ]>að fje fáanlegt, og verður
það fje ódýrara bændum en það
fje, sem Landsbankinn hefir til
umráða, sparisjóðsfjeð, um 33 mil-
jónir króna? Eða fyrir hvaða kjör
getur rikið nú fengið lán erlendis
til veðdeildarbrjefakaupa ? — Je
vænti, að hæstvirt stjórn geti nú
gefið upplýsingar um það.
Þá er önnur spurning, sem þarf
að Jeysa úr, og hnn er sú:
Hvað margar jarðir eru það
íslandi, sem eru í einstakra manna
eign, sem enn eru óveðsettar veð-
deild Landsbankans, ríkissjóði
söfnunarsjóði eða ræktunarsjóði?
Jeg hygg að þær sjeu fáar. Og ef
þær eru fáar, þá er þessi veðdeild
arstofnun ónauðsynleg. Þeir, sem
tekið hafa lán í veðdeild Landsb.,
hafa allir greitt þau afföll af brjef
unum, sem giltu á hvei'jum tíma
fjöldi manna hefur 2—3 veðdeild-
arlán á jörð sinni; þeir taka við-
bótarlán, þegar þeir hafa greitt
nokkuð af fyrri veðdeildarlánum
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• é
• •
::
§
••
••
ta®
-^ashiuhjí-cios*^
HbmiFIO**
•'W'
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
kanpið
Gold Medal
kreitt i 6 kg. pokuB.
AUar bftsti verslai*
ir kj»)ariks sftl)a
••
••
••
••
••
••
••
••
••
••
••
••
I
:: fiold Medal ItvelUS. j:
u
Fermlngarfet
2 tegundir.
Skyrtur — Flibbar.
Slaufur — BindL 1
Manchesfer.
Laugaveg 40.
Sími 894.
Gardinntau
fallegt úrval, nýkomið. —
öll gardínutau frá fyrra ári
seljast með miklum afslætti
Verslnnin Vík.
Laugaveg 52. Simi 1485.
lieblg-Harmonium.
Eink&sali:
K. SÖEBECH, Lækjargötn 4.
“Beimaline
Hin stöðugt vaxandi sala
.Bermaline' brauða er besta
sönnunin fyrir gæðum þeirra
— Ef þjer eruð ekki þegar
Bermaline-neytandi, þá byrj-
ið í dag.
Gílletteblfið
ávaltfyrirliggjandi í heildsðlo.
Vilh. Fp. Frimam
Sími 557.