Morgunblaðið - 07.06.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1929, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Olsem C Dansbnr flórsyknr, Belgísknr flórsyknr, Svínafeiti, Bakaramarmelaði. Bakarasmjórliki B. og BB. BRAGÐIÐ mm Sm'GRLÍKÍ Tekjuskatturinn í Reykjavík Úánægja með ákvðrðnn hásaleign af eigin íbnðnm. Skrá yfir tekju- og eignarskatt þetta ár liggur nú frammi á bæj- arþingsstofunni. Kærufrestur er liðinn 8. þ. m. Allir, sem vilja fá breytt, skatti sínum frá því, er skattstofan hefir ákveðið hann, verð%a að senda skattstofunni kær- ur sínar í síðasta lagi þann dag. Það er eitt atriði í skattákvörð- unum manna nú, sem sætt hefir mikilli óánægju. Það er sú ákvörð- un, sem skattstjóri hefir gert með samþykki eða eftir fyrirlagi yfirskattanefndar, að húsaleigu skuli miða við brunabót.avirðingu húseignanna. Þeim manni, sem t. d. á húseign og'býr hjer í bænum, og húseignin er virt til brunabóta á kr. 50000.00, eru gerðar 5000.00 i húsaleigu eftir hana árið 1928. Ef hann hefir talið fram það háa leigu eftir eignina, þá stendur framtal hans að því leyti. En ef leiguframtalið er lægra, þá er húsaleigan hækkuð svo, að hún verði kr. 5000.00. Þessi leigu- ákvörðun þykir mörgum mönnum, sem búa í eigin húsum, koma all- hart niður. Þeir hafa, sumir hverj- ir, e. t. v. lagt hart á sig að koma sjer upp húsi, ef til vill á dýrasta tíma, og brunabótavirðingin er því mikils til of há. Þeim hefir ekki gefist færi á að láta meta upp eign sína til brunabóta, því að þeir vita ekki til þess, að þannig skuli ákveða leiguna, fyr en fram- talning tekjuskattskár er auglýst. Á laugardaginn var, var haldinn fundur í Varðarhúsinu að tilhlut- an fjelags fasteignaeigenda bæj- arins, og var þetta mál tekið til umræðu. Kom það í Ijós, að fje- lagsmenn, fiestir eða allir, telja þessa ákvörðun á húsaleigunni ólöglega. Þeir telja, að yfirskatta- nefnd hafi brostið heimild til þess að setja skattstjóra þessa reglu. Samkvæmt. skattareglugerðinni 11. gr. II. 1., á að áætla afgjald eftir fasteign, sem eigandi notar sjálfur, og það metið eftir því, sem aðrar samskonar eignir eru leigðar. — Eigendur fasteigna halda því fram að hjer í bæ eigi, eins og annar- staðar á landinu, alment, að taka til greina framtal þeirra á leigu eftir íbúðir, sein þeir nota sjálfir x húsum sínum. En ef skattstjóri eða yfirslcattanefnd vilji ekki taka framtöl.til greina, þá eigi að gera framteljanda viðvart um það/og honum veittur kostur á að koma til viðtals og leiðrjetta framtal sitt að þessu leytj, eins og annars, ef framtals manns«þykir verulega ófuílnægjandi. Ef eigi verði sam- komulag um leiguupphæðina, þá vérði að ineta hana, auðvitað eftir skoðun á húsnæðinu, sem skatt- stjóri eða t. d. dómkvaddir menn framkvæma. Eins og vikið hefir verið að, þá skapar Jxessi regla um ákvörðun leigu eigandans af íbúð sinni í húsi sínu misrjetti mikið. Einungis skattþegnar í Reykjavík verða að sæta henni. Maður búsettur og húseigandi í Reykjavík fær áætl- aða leigu af húsi sínu til skatts 10% af brunabótavirðingu, en maður, sem búsettur er utan Reykjavíkur, t. d. á Seltjarnar- nesi, en á hjer hús, fær framtal sitt tekið til greina, enda þótt leigan af húsinu nemi ekki 10% brunabótaverðs og þó hann hefði sjálfur líka íbúð í húsinu. Telja húseigendur sig hjer hart. leikna og beitta misrjetti á borð við hús- eigendur annarstaðar á landinu. Fundurinn á laugardaginnn var, samþykti yfirlýsingu um það, að yfirskattanefnd hafi skort heim- ild til þess að ákveða mönnum húsaleigutekjur miðað við bruna- bótavirðingu húsanna og áskorun til skattstjóra um að leiðrjetta skatt manna í samræmi við fram- tölin. Um ákvörðun húsaleigu á öðr- um grundvelli hefir og verið talað: Annað hvort miðað við fasteigna- mat eða samkvæmt mati virðingar- manna veðdeildarinnar. Margir telja þann mælikvarða þó ekki heldur viðunandi, enda breytist leiga árlega. Hina einu löglegu leið telja margir fasteignaeigendur hjer í bænum þá, að meta leigu hverju sinni hjá hverjum einstök- um, ef ekki verður samkomulag um hana milli skattstjórnar og gjaldþegns. Þessu má vel í verk koma, hvar sem vera skal á land- inu. í hverjum hreþpi eða kaup- stað mætti iiafa virðingarmenn, er þá sýslun liefðu, að meta leigu eftir íbúðir manna, sem búa í eig'in húsum. Matttifas Einarsson fimtugur. Matthías Einarsson læknir, sein í dag verður fimmtugnr, er út- skrifaður úr Læknaskólanum gamla. Meðan sá skóli var við líði mátti heita, að hjei'lendir læknar skiftust í tvo flokka, þá heima- lau'ðu og þá sem luku læknisprófi við háskólann í Kaupmannahöfn. Háskólagengnir kandídatar voru i þá tíð settir skör hærra hjá veit- ingarvaldinu, og voru teknir fram yfir Læknaskólamenn. Þetta mun hafa valdið því, að heimalærðir læknar fundu, að þeim var ætlaður lægri sess, en þeim sem lærðu er- lendis. Kandídatar frá Læknaskól- anurn garnla gengu allir embættis- Matthías Einarsson. leiðina, og leituðu út um land, til þess að gerast hjeraðslæknar. Matthías Einarsson mxm vera fyrsti Læknaskóla-maðurinn, sem treystist að skapa sjer framtíð sem praktiserandi læknir, án þess að leita á náðir landsstjórnarinnar um embætti, og afrjeð að setjast að í Reykjavík, jafnhliða þaul- reyndum háskólagengnum lækn- um. Árið 1905 tók hann að stunda ahnennar lækningar hjer í bænum. Brátt hneigðist hugur hans mjög að skurðlækningum. Þótti þó ekki árennilegt ungum kandídat að gefa sig að þeirri grein lækning- anna, jafnframt próf. Guðmundi Magnússyni, sem þá var í fullu fjöri, og má telja frumherja og höfund skurðlækninganna hjer á landi. En unga lækninum sóttist á, við hlið læriföður síns. Hann færðist ekki frekar þá en nú meira í fang, en gætni og ytri ástæður sögðu til um. Á liðnum árum hef- ir þessi fyrsti alíslenski skurð- læknir sífelt sótt fivam. Matthías • Einarsson hefir á sjer einkenni þeirra, sem skara fram úr, að því leyti að hann hefir jafnt og þjett bætt við þekkingu sína, en jafn- framt aukið starfsvið sitt sem skurðlæknir. Hann hefir gerst stór kírurg með Evrópu-sniði. Með framkomu M. Ein. er brotið blað í sögu íslenskrar læknisfræði. Hann hefir sýnt fyrstur manna, að lækn- ir með lijerlendri læknismentun getur staðið jafnfætis þeim, sem taldir e.ru vel færir ytra. Tuto, cito et jucunde — það eru ekki smáræðis kröfur, sem gerðar eru, og gera þarf til skurð- lækna. Margir halda. að ætíð reyni mest á við sjálfa skurðaðgerðina. En því er ekki svo varið. Oft er engu minni vandi að greina sjiik- dóminn rjett,, velja rjetta aðgerð, og gera hann á hentugum tíma. Til þess þarf bæði meðfædda lækn- isgáfu og víðtæka þekking. Þar skilur oft „heppna“ og „óheppna“ skurðlækna. Matthías Einarsson hefir auðvitað orðið flugfermur við skurðaðgerðirnar'sjálfar. Skjót- ráður er hann þá, en ekki fljót- fær. En meðferð sjúklinganna eftir á er honum engu síður hugleikin, og veltur oft mikið á því. Vinnuþrek Matthíasar Einars- soixar er miklu meira, en gengur og gerist. Aldrei heyrist hann kvarta undan annríki, og æt.íð hefir hann tíma til að ljá koll- egum sínum hönd, ef með þarf. Oft hefir „átta stunda vinnudag- ur“ tvöfaldast hjá honum. Oskilj- anlegt er hvernig honum vinnst tími til að lesa, ekki einasta lækn- isfræðirit, heldur og aðrar bókment- ir, ekki síst það sem að list lýtur. Glöggar ritgerðir um skurðlækn- ingar eru nokkrar frá hans hendi, í erlendum og innlendum lækna- ritum. Af ýmsum ástæðum er það lítt, samrýmanlegt, að vera í senn af- kastamikill skurðlæknir, og mærð- armikill við sjúklingana. M. Ein. er hraðamaður, og hefir því stund um þótt spunastuttur og ómas- gjarnari en fólk hefir gaman af. En bak við starf hans liggur meiri skapfesta og ríkari umönnun og samúð, en venjulegt. er. Hann er læknir í orðsins bestn merkin.g. — Leitun miux á kjarkmeiri og bjart- sýnni manni. „Það er von meðan sjúklingurinn lifir“, segir í gömlu læknamáltæki. M. Ein. sjer auðvit- að oft, að vonlaust er um lífið. En hann leggur aldrei árar í bát, og missir ekki vonina um að verða megi sjúklingnum að liði, þótt úr- slitin sjeu auðsæ. Læknarnir senda hlýjar óskir á fimtugsafmælinu þessum vinfasta, og með öllu yfirlætislausa kollega sínum. Tveir kollegar. Landhelgislirol. „Þór“ tekur tvo þýska togara. Vestm.eyjum í gau. „Þór“ kom liingað í morgun með tvo þýska togara, er hann hafði tekið í landhelgi austur með söndum. — Bæði erxx skipin frá Geestemiinde og heitir annað „Fritz Sehröder“, en hitt „Alex- ander Rabe“. Hefir skipstjórinn á „Fritz Schröder“ áður verið sektaður fyrir landhelgisbrot, og er nú kærður fyrir ólöglegan um- búnað veiðarfæra. Skipstjórinn á „Alexander Rabe“ er kærður fyr- ir ólöglegar veiðar. Mál þeiira eru undir rannsókn. Sportlöí, Bykfrakkar, Sportbnxnr, Beiðjakkar, Manchettskyrtnr, Hatta og Bindi, fáið þjer ódýrnst og best í Branas-Verslnn. mæœmœbmmimmmKmmammm Nýhomið: „Tale“ Smekkiásar, Hnrðarskrár, Hengilásar, Kaupið ávalt það besta. JÁRNVÖRUDEILD JES ZINI SEN. Hinir margeftirspurðu reonfrokkar eru komnir aftur í stóru úrvali. Verðið mikið lækkað! Gnðm. B. Vikar, Laugaveg 21. Sími 658. MðtorbðtHr 9 tonn, með 22 hesta vjel, til sölu. Bátnum fylgir mikið af veiðar- færum m. m. Góðir greiðsluskilmálar. Ólafur Guðlaugsson, Sími í Gerðum. Nýkomiö: mikið úrval af fallegum, ódýrum 6 og 12 manna kaffistellum, Blóm- sturvasar af ýmsum gerðum, Borðhnífarnir ryðfríu með brúna hornskaftinu, með sama lága verð- inu. Munið einnig eftir að kaupa 6 manna matarstell með bláa postn- línsmunstrinu á aðeins 17 krónur og m. fl. ódýrt. Versl.Jóns B. Helgasonar Laugaveg 12. SoKkar fyrir karla og konnr stórt og ódýrt urval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.