Morgunblaðið - 07.06.1929, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1929, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐJÖ » Ogurleg eldgos. Vesúvíus-gosið magnast ákaflega. — Prestar og alþýða ganga með sálmasöng og bera dýrlingamyndir gegn hraunflóðinu. Tvö eldfjöll gjósa í Argentína. jnorgiinbiiií)ií> Stofnandi: Vilh. Finsen. Utgefandi: Fjelag í Reykjavlk. Ritstjdrar: J6n Iíjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrlfstofa Austurstræti 8. Simi nr. 600. AuBlýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasímar: Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. .i ím 'íftaicjald * Innanlands kr. 2.00 á mánubl. ITta.nlands kr. 2.50 - ---- ■ t lnusasöiu 10 aura eintakib. Eiieadar Kmfregnir. Khöfn, PB. 6. júní. MacDonald myndar stjóm. Frá-London er símað: Ramsay MacDonald hefir tekist á hendur stjórnarmyndun. Stjórnin verður sennilega fullskipuð á laug'ardag- inn. Úrslit. eru nú kunn í öllum kjör- dæmum nema fjórum. Hafa verka- menn til þessa fengið 288 þing- sæti, íhaldsmenn 257, frjálslyndir 58, utan flokka 8. PóstmannaverkfaU í Frakklandi. Frá París er símað: Stjórnin í Frakklandi hefir vikið frá störf- um 190 póstmönnum um stundar- sakir. Höfðu þeir gert verkfall. Póstmenn hafa því gert sólar- hrings verkfall í mótmælaskyni, og leiddi það af sjer, að póstflutning- ar stöðvuðust að mestu leyti. Vinn- an er nú byrjuð aftur. Á ráð- herrafundi var ákveðið, að gera ræka suma upphafsmenn mót- mælaverkfallsins úr þjónnstu póst- stjórnarinnar, en aftur verður öðr- um vikið frá aðeins um stundar- sakir. DalalSr Jðuasar. Staðarfellsskóli vígður. Samtímis því að „Þór“ litli hef- ir verið að taka togara í'yrir sunn- an land, hefir „Oðinn“ verið í ferðaiagi miklu við 'Vesturland, með dómsmálaráðherrann, Jónas Jónsson og fjölskyldu, ásamt all- miklum fjölda stórmenna. Var er- indið í tveim liðum: Annarsvegar að vígja Herdísarskólann á Stað- .arfeUi og liinsvegar að halda póli- •tískan fund í Búðardal. Vígslan fór fram þi'iðjudagiirs. 4. júní. Var margt manna komið Á'ar saman, sunnan úr Reykjavík, úr Stykkishólmi og úr sýslunni. Var .gengið til kirkju og fór at- höfnin þar fram. Stefán skáld frá Hvítadal las kvæði, er hann hafði •gert, og var það síðan snngið. Þá flutti dómsmálaráðherra ræðu og lýsti Herdísarsltólann stofnaðan. Sýslumaður Dalamanna, Þorsteinn Þorsteinsson, þakkaði skólann fyr- ir hönd hjeraðsins. Síðan töluðu: Forstöðukona Staðarfellj&sk 61 ans, frk. Sigurborg Kristjánsdót.tir, Sig urður Eggerz, þingm. Dalamanna, Sigurður búnaðarmálastjóri og Páll Bjarnason sýslumaður, sein mintist frændkonn sinnar, Herdís- ar Benediktsen í fagurri ræðu. — Loks las síra Ásgeir Ásgeirsson Tivæði, er gert hafði Jóhannes úr Kötlum skáld, sem var forfallað- ur. Magnús Friðriksson, sem gefið hefir Staðarfell og mikið fje að •■auki til skólans, stjórnaði athöfn- Khöfn, FB. 6. júní. Vesúvíus-gosið ágerist. Frá Neapel er símað: Vesúvíus- gosin halda áfram og ágerast. Smá bærinn Campitello hefir gereyði- lagst, og aðrir smábæir eru í yfir- vofandi hættu. Frá Berlín er símað: Gosin úr Vesúvíusi lialda áfram og eru hin ægilegustu. Mikill hraunstraumur veltur niður suðausturhlið íjalls- ins og niður allan Inferno-dalinn hlíða, milli, en skiftist því næst í þrjár álmur. Efstu húsin í smá- bæjunum Terzigno og Diszepza liefir hraunflóðið tekið. Ibúarnir hafa fhittst á hrott. Miklir skóg- ar hafa eyðilagst. Aðalstraumur- inn er 200 metra breiður. 500 metra hár eldstólpi stóð í gær upp úr Vesúvíusi, en reykjarstrókur- inn var tveggja kílómetra hár. — inni, og mælti nokkur orð síðast. Því næst var kvæði Jóhannesar sungið. Var þá gengið til veislu ágætr- ar, húsakynni skoðuð og sýning ýmsra muna frá skólanum, einkuin vefnaðar. Við athöfn þessa afhenti Mag-nús Friðriksson skólanum að gjöf málverk allmikið af Staðar- felli, sem gert hefir Magnús Jóns- son prófessor. Fundur í Búðardal. Svo var lialdið inn í Búðardal, því að daginn eftir hafði dóms- málaráðherra boðað tii fundar. — Hafði hann með sjer ritstjóra Tím- ans, svo og Alþýðuflolcks-kappana Jón Baldvinsson og Ingimar Jóns- son. Loks kom til móts við þá fyr- verandi þingmaður Dalamanna, síra Jón Guðnason. Af hálfu Sjálf- stæðismanna var í förinni Sigurð- ur Eggerz, en Magnús Jónsson prófessor, er var staddur í Stykk- ishplmi, slóst í förina með. Fund- urinn var allfjölmennur og var lialdinn í sláturhúsi kauptúnsins. Bagaði það helst, að veður var bæði hvast og kalt, og vistin í fundarhúsinn varð því mjög svo ónotaleg. Við það varð fundurinn st-yttri en' ella myndi hafa orðið. Jónas ráðherra setti fundinn og tilnefndi Bjarna bónda í Ásgarði til fundarstjórnar. Var hann treg- ur til í fyrstu, en stjórnaði svo fundinum með mestu prýði. Jónas talaði fyrstur og skamm- aði „Morgunblaðsflokkinn“, sem hann svo kallaði, fyrir nafnbreyt- ingarnar og annað, og taldi Frain- sókn hafa stýrt öllum málum Dala- mönnum og öllum til heilla. Næst talaði Sig. Eggerz. Benti hann m. a. á, að Framsókn liefði setið á svikráðum við Brattabrekkuveg- inn. Annars talaði hann mest um sjálfstæðismálið. Næst, flutti Jón Baldvinsson ræðu um stefnu Al- þýðuflokksins. Jónas t.ók svo til máls aftur og var nú æði mikið heitari út í Sig. Eggerz og „Morg- unblaðsmenn“ og taldi alla sið- spilling af þeim stafa, og þekkja Áætlað er, að 8 miljón rúmmetra hraun hafi myndast seinustu tvo sólarhringana. Prestarnir og íbúarnir á gos- svæðinu ganga í skrúðgöngum, berandi dýrðlingamyndir, með sálmasöng og bænalestri, biðjandi að gosinu megi af ljetta. Frá Buenos Aires er símað: Eld- fjallið Navado gýs. Nýtt eldfjall liefir myndast í Mendozahjeraðinu og eru mikil gos þar. íbúarnir flýja. Hraunstraumar og land- skjálftar hafa valdið afar miklu tjóni og margir hafa farist. (Mendoza er hjerað í Argentínu í Suður-Ameríku, 56,502 fermílur enskar, og íbúatala 277,535. Aðal- atvinnuvegir í hjeráðinu eru kvik- fjárrækt, hveitirækt og vínafram- leiðsla). allir þá ræðu, sem einhvern tíma hafa heyrt Jónas tala. Þá talaði Magnús Jónsson. Rakti hann nokk uð sögu og tildrög íslensku stjóm- málaflokkanna og sýndi fram á, að nú stæðu í raun rjettri tvær stefn- ur hvor gegn annari: Jafnaðar- menn og Sjálfstæðismemi. Pram- sólm kæmist ekki fyrir milli þeirra flokka, en hefði nú um tíma verið í vasa sósíalista. Mundi af því leiða, að bændur vörpuðu nokkr- um hluta flokksins alveg til só- síalista, en tækju sjer svo fasta stöðu með sjálfstæðisflokknum. — Næstur talaði Ingimar Jónsson, um jafnaðarstefnuna. Tóku nú umræður að harðna, en ræður voru styttar meir og meir. Töluðu enn: Jónas, Sig. Eggerz, Magnús Jóns- son, Guðmundur Benediktsson, Jónas Þorbergsson, síra Jón Guðna son, Jón Baldvinsson. Þegar fundi var slitið, hað Magnús Jónsson fundarmenn syngja að lokum „Ó fögur er vor fósturjörð“, og tókn fundarmenn vel undir það. Fundarmenn virtust vel ánægð- ir með fundinn, en Ijetu lítt í ljós með hverjnm þeir voru helst. En ekki er efi á því, að fylgi Sigurð- ar Eggerz er mjög sterkt í Dölum, >og hefir ekki minkað við fund þennan. Hann er nú að halda leið- arþing með kjósendum sínum. Norræna söngmótið. Flugferðir Luft-Hansa. Nýlega hefir Jiýska ríltið veitt flugfjelaginu Luft-Hansa 14 milj. marka styrk til þess að halda uppi flugferðum sínum. Hefir fjelagið því' afráðið að halda áfram um þriggja ára skeið flugferðunum milli Líibeck—Kaupmannahafnar —Gautaborgar og Ósló. Hófust flugferðir þessar að nýju hinn 21. maí og standa yfir í 3 mánuði í sumar, en næsta sumar eiga þær að standa yfir í 4 mánuði og árið 1931 í 6 mánuði. Flugvjelarnar, sem þarna verða notaðar, eru all- ar eins, og hefir hver rúm fyrir 7 farþega. Horræna söngmötið. Nánari fregnir frá sendiherra Dana. Norræna söngmótið opnaði ríkis- erfinginn, sem var heiðursfoi'seti þess, í viðurvist konungsfjölskyld- unnar, sendiherra íslands og Jóns Krabbe fulltrúa og kvenna þeirra. Tókst söngmótið afbrigða vel. Eft- ir sönginn á laugardaginn í kon- unglega leikhúsinu hæla blöðin söngstjórn Sigfúsar Einarssonar og hvað íslenski söngflokkurinn syngi hreint og með nákvæmni. Fegurst þótti meðferðin á þjóðlög- unum, sem Sigfús hefir raddsett. „Hinn litli og ágæti ísíenski söng- flokkur hlaut þann vanda að syngja fyrstur á eftir 1000 radda flokknum, en söngur hans var fag- ur, sjerstaklega vegna þess hvað hann var innilegur.“ Söng allra fimm þjóða var tekið með dynj- andi fögnuði. Söngstjórarnir fimm voru kallaðir fram áður en tjaldið fjell. Að söngnum loknum gekk allur KÖngvaraskarinn, 1000 manns, syngjandi eftir götunum og til ráð- hússins, en þar hafði bæjarstjóm húið þeim veislu, og í veislunni þakkaði ríkiserfinginn fyrir hönd gestanna. Á söngskemtuninni á sunnudag- inn var hið mikla samkomuhús (Forum) fullskipað áheyrendum. Islenski söngflokkurinn byrjaði með „Fjalládrotningunni“ eftir Svhj. Sveinbjörnsson, og sýndi þar enn, að hann er ágætur, sopran- raddirnar aðdáunarverðar >o>g sam- hljómur nákvæmur. Var bæði flokknum og söngstjóranum fagn- að hjartanlega. Lokaþáttnrinn, hinn mikli söngur „Sangen i Nor- den“, tókst einnig afbrigða vel. Blöðin segja, að Sigfús hafi náð hreinum og föstum tökum á sínum hlnta. Söngvarar og söngstjórar voru kallaðir fram óteljandi sinn- um. Að lokuin bað Axel Juel, sá sem orkti kvæðið, Norðurlönd að lifa lengi, en hinn^Einski pr'ófessor Klemetti hað gestina að hrópa liúrra fyrir Danmörk. BagfióM. I.O. O.F. 1 = 111678V2. — Veðrið (í gærkv. kl. 5): Grunn lægð yfir Faxafl. og út af Reykja- nesi veldur hægri S-átt á Sv-landi en á Breiðafirði og öllu N- og A- landi er NA-átt. Smáskúrir á V- landi, en annars úrkomulaust. 4 st. hiti í útsveitum á N-landi en 7—-8 st. hiti sunnan Iands. Lægð frá Bretlandseyjum norð- ur með vesturströnd Noregs veld- ur allhvassri N-átt fyrir austan land, en hægri S-átt á Norðursjón- um og í S-Skandinavíu. Veður er nú gott í S-Sviþjóð og alt til Færeyja, en á milli Fær- evja og íslands mun vera all- hvast á NA. Bjart og gott veður við S-Grænland og í Labrador. Veðurútlit í dag: Sennilega NA- kaldi og úrkomulaust. Goðafoss fór hjeðan í gærkvöldi kl. 8 til útlanda. Farþegar voru þessir: Karólína Lárusdóttir, Páll Jónsson, frú Kummer, Laufey Valdimarsdóttir, Bríet Bjarnhjeð- insdóttir, hr. Lindemann, Matthild ur Gottsveinsdóttir, Katrín Þórar- insdóttir, Ragnh. Þórarinsdóttir, Anna Brynjólfsdóttir, Elísabet Arnórsdóttir, mr. Hallivell, Jóh. Axel Jóhannsson, Geir Ásgeirsson. Fánadagurinn er 12. júní, en hans verður minst með skemtun að Álafossi á sunnudaginn, og liefst hún kl. 3 síðd. Verður þar margt til skemtunar, t. d. flytur dr. Guðm. Finnbogason erindi um fánann. Þá verðnr sýnd leikfimi, börn dansa vikivaka og svo ltoma sunddýfingar af liápalli — þar á meðal stökka t.veir íslands bestu menn, „litli og stóri“, í vatnið. Á eftir verða sundknattleikar. — Síðan kemur stór hlutavelta, kvik- myndasýning og dans. Magnús Ágústsson hefir verið skipaður hjeraðslæknir í Borgar- fjarðarhjeraði frá 1. júní að télja. Átta skólastofnr eiga að verða lilbúnar í nýja barnaskólanum á næsta hausti. Kristinn Sigurðsson hefir tekið að sjer múrsljettun utan húss og innan og frágang á þaki barna- skólans nýja fyrir kr. 144,500. — Aðrir gerðu ekki tilboð. Arnfríður Stefánsdóttir liefir fengið leyfi til þess að hafa veit- ingar í húsinu nr. 2 við Laufásveg. Mæling á ræktanlegu landi bæj- arins fer fram í sumar, svo hægt verði að koma föstu heildarskipu- lagi á skifting og ræktun lands- ins. TJm haiklóðirnar urðu langar umræður í bæjarstjórninni í gær, út, af byggingarmáli einu hjer við Laugaveginn. Skipulagsnefnd hef- ir sem kunnugt er bannað bygg- ingar á flestum haklóðum. Kemur það við og við fram í bæjarstjórn, og síðast. í gær, að bæjarfulltrn- arnir liafa ekki gert sjer alveg fullkomna grein fyrir ákvæðum skipulagsnefndar og tilhögun skipulagsuppdráttar. Bæjarbúar hafa sennilega ekki heldur gert sjer fulla grein fyrir því, að þeir, sem verða fyrir tjóni vegna hins nýja skipulags geta lieimtað skaða bætur. En þegar alt þetta skýrist betur fyrir mönnum, eru nokkrar líkur til þess, að það dragist, að full kyrð komist á skipulagsmál bæjarins. Skrifstofnhúsháknið. Byggingar nefnd samþykti á síðasta fundi leyfi handa ríkisstjórn til að reisa á Arnarhólstúni, norðanvert við Landsbókasafnið, þrílyfta skrif- stofubyggingu, sem er 428 ferm. að grunnfleti. Stjómina vantar ekbi fje í það, þó henni fyndist þörf á að sníða af framlögum flestum til aðalþjóðveganna. Byggingaleyfi í Aldamótagarð- inum. Þar sem menn hafa gróður- reiti í garðsvæðum í úthverfum erl. borga, er það siður, að reist eru smáhýsi eða skúrar til íveru dagstundir þær, sem fólk er í görð- um þessnm við vinnu, eða sjer til skemtunar. I Aldamótagarðinum hafa engin slík hús verið reist.. Nú hefir bygginganefnd leyft fyrir sitt, leyti, að menn mættn reisa þar smáhýsi lagleg útlits, ef leitað er samþykkis nefndarinnar í hvert. skifti. Ekki má hafa þar eldfæri, og um íbúð er ekki að ræða, þar eð húsin mega ekki hafa stærri grunnflöt en 5 fermetr?.. Kvenleikfimisflokkurinn frá Ak- ureyri sýndi listir sínar í gær- kvöldi fyrir troðfullu húsi. Áhorf- endur skemtu sjer hið besta, enda eru æfingarnar hinar skemt.ileg- ustu og stúlkurnar fimar með af- brigðum og samtaka. Hjer var og um að ræða nýjung, sem íslenskir fimleikakennarar hafa enn ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.