Morgunblaðið - 03.07.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1929, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ ]. Steffensens Fabrfkker, Haupm.hofn. Pylsur, soðnar og reyktar. do. niðursoðnar. Flesk, saltað og reykt. Rúlluskinkur. Lifrarkæfa í dósum. Grísahlaup, uxatungur o. fl. Alt viðurkendar fyrsta flokks vörur. Afgreiðsla beint til kaupenda fyrir milligöngu okkar. ornll ltreina og ábreina k. npir Heildverslnn fiarð ars Bislasonar. Footwear Company. Egta strisraskór bæði bfúnir og hvítir með egta hrágúmmísólum. Herra tær'ir 40—45. Drengj-istærðir 35—39 Kvenstærðir 35-42. Barnastærð r 29—35. Ennfremur kven- og barna ristarbandaskó og reimaðir skór með gúmmísólum. Aðalumboðsmaður á íslandi Birgðir í Kaupmannahöfn hjá Ó. 8enjeminsson Bernhard Kjœr Pósthússtræti 7. - Reykjavík. Oothersgade e49. Möntergaarcien. Símnefni Holmstrom. MORGENAVISEN T* TTi TT VT mHiiniiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiint ^ ^ 1111111111111111111111111111111111111111111111111 er et af Norges mest læste Blade og er serlig ' Bergen og paa den norske Vestkyst udbredt alle Samfundslag. MORGENAVISEN er derfor det bedste Annonceblad for alle son önsker Porbindelse med den norske Fiskeribe drifts Firmaer og det övrige norske Forretnings liv samt med Norge overhovedet. MORGENAVISEN bör derfor læses af alle paa Island. Annoncer til Morgenavisen modtages í Morgunbladid’s Expedition Eesta saltkjðtið, sem til bæjarins flytst, er frá Borðeyri. Það kostar 50 aura y2 kg. og mikið ódýrara í stærri kaupum. Reynið og sannfærist. — Sent um allan bæinn. Verslunm Pjörniun Sími 1091. Bergstaðastræfi <•' Karpol er bílaáburður, sem heldur bílun- um gljáandi, er ljettur í notkun ■og hreinsar bílinn tmdur vel. Reynið Karpol. Fæst í Von. Hveiti í 10 Ibs. ljereftspokum og heilum sekkjum. ■WSII. 1 Mll u. Verslíð vli Hkar. — Vörur við vægu verði. — Flœðigras í Englandi. Fyrir skömmu hefir Baldur Sveinsson ritað vtm flæðigras þetta (Spartina Towsendii) í Vísi, og getið þess, hve gagnlegt það hefir reynst til að græða upp flæðileir- ur og til varna fyrir ágangi sjáv- ar á Austur-Englandi og víðar. Var greinin þörf bending til ]>eirra, sem við ræktunarmál fást hjer á landi, um það að afla sjer upplýsinga um grastegund þessa og gera tilraun nieð hana hjer á landi. Að vísu lifir tegund þessi eigi enn sem komið er norðar en við England, þar sem sjór er tals- vert hlýrri en hjer við Suður- og Vesturland. En ]>ar eð hún breið- ist mjög iit á kynlausan hátt með jarðsprotum, væri útbreiðsla lienn- ar hjer eigi Iiáð því, að fræin nái þroska árlega. Eins og Baldur bendir á í Vísi, eru í ýmsum fjörðum hjer á landi allvíðáttumiklar flæðileirur, er sjór fellur yfir. Er leirinn oft blandað- ur hálfrotnuðum jurtaleifum og því frjóefnaríkur. Sem dæmi má nefna leirurnar við Hvítárósa í Borgarfirði, við Hvammsfjarðar- botn, í Gilsfjarðarbotni og inst. í Eyjafirði. Landmegin við þessar leirur vaxa ýmsar landjurtir, sem ]>ola ]>að, að sjór skolist yfir þær að öðru hvoru (t. d. kornpuntur, strandsandlaukur o. fl.), þar fyr- ir framan eru leirurnar gróður- lausar, getur eigi einu sinni þang fengið þar festu, því að það þarf steina eða klappir til að’ festa sig á. Þegar kemur niður undir lág- fjörumark tekur við marhálmur, sem vex 2—3 metra niður fyrir lágfjörumark. En hans gætir lítið nema við Suður- og Vesturland. Leirubeltið milli landgróðursins og marhálmsins er því ógróið, leirinn festulaus og skolast. aftur og fram með öldunum. Fengist einhver gróður til að festa rætur á þessu ógróna leirubelti, mundi það geta orðið til að binda leirinn og mynda undirstöðu að landauka. f Englandi hefir engin jurt reynst eins vel fallin til vaxtar á þessu belti eins og flæðigrasið, og auk þess hefir það reynst vel til fóð- urs handa fjenaði. Flæðigrasið er sjerstaklega vel fallið til að standa af sjer öldu- rótið og koma í veg fyrir að sjór- inn grafi leirinn undan landgróðr- inum, er vegs niður að leirunum. Það hefir tvennskonar rætur. Að- alrótin er sterk og gengur beint niður og djúpt ofan í leirinn, og er til þess að festa jurtina sem traustast í leirnum. Auk þess hefir hver jurt smágerðar, marggreind- ar rætur, er kvíslast ofarlega í leirnum, og eru sjerstaklega til þess að afla næringar. Jarðstöngl- arnir eru skriðulir og fljettast eins og net í leimum frá einni jurt til annarar, og bæði þjetta hann og binda. Það eru til allmaígar aðrar teg- undir af flæðigrasi, sem ástæða væri til að reyna hjer á landi. Er aðalheimkynni þeirra í N.-Ame- ríku. f Nýja-Englandi vex t. d. ein tegund (spartina alterniflóra eða glabra) á sjávarieirum, er verður 1—2 m. á hæð. Sprettur hún frá flæðarmörkum niður að hálffölln- um sjó. Onnur flæðigrastegund (spartina patens) vex þa.r um eða ofanvert við háfjörumark, og er mjög notuð til heyskapar. — Við strendur Nýja-Englands er sjór- inn tiltölulega kaldur og lifa þar ýmsar sæskeljategundir, er eigi lifa sunnar hjer við land en í Faxa- flóa. Einnig eru þar til tegundir af flæðigrasi, er spretta í ósöltu vatni. Fyrir átta árum var stungið upp á því að sett væri á fót sjerstök stofnun, er ynni að því að rann- saka flæðigrasið á Englandi, bæði vöxt þess, útbreiðslu, fræþroska og alt annað í lífsháttum þess, er mönnum gæti orðið til leiðbein- ingar viðvíkjandi ræktun þess. Er nú verið að koma slíkri rannsókn- arstöð á fót á Austur-Englandi. Þannig fara ménningarþjóðirnar að, þegar um er að ræða jurtir, sem líklegar þykja til nytja. Æskilegt væri að Búnaðarfjelag íslands gæfi flæðigrastegundunum gaúm og fengi sjer hið bráðasta fræ þess, — eða öllu heldur jarð- stöngla tii górðursetningar á hent- ugum stöðum hjer á landi. Hent- ugt myndi vera að gera fyrstu til- raunirnar á leirunum hjá Ilvann- eyri í Borgarfirði og inst í Eyja- firði. — Auðgert ætti að vera að fá fljótlega jarðstöngla til tilraun- anna, þar eð Baldur Sveinsson befir aflað sjer upplýsinga um það, hvaðan auðveldast sje að fá þá og með hvaða verði. Rvík, 8.-6. 1929. Guðm. G. Bárðarson. Kappreiðar í Miðdölum. Sunnudaginn 23. júní efndi Hestamannafjelagið „GIaður“ til kappreiða á skeiðvelli sínum við Nesodda í Miðdölum. — Um 300 manns var þar saman komið, og má það kallast mikil aðsókn, eftir því sem gerist í sveitum, enda er áhugi manna í Dölum mjög mikill fyrir hestum og hestaíþróttum. Tólf hestar voru reyndir, 4 fol- ar og 8 fullorðnir stökkhestar, en enginn kom þar skeiðhestur fram. TJrslit kappreiðanna urðu þann- ig: — Folahlaup (250 mtr.): 1. verðl. 20 kr. „Blakkur“, eigandi Bergjón Kristjánsson, Snóksdal, 20,2 sek.; 2. verðl., 10 kr., „Köttur“, eig. Ág. Sigurjónsson, Kirkjnskógi, 20.5 •sek.; 3. verðl., 5 kr., „Snekkja“, eig. Ólafur Finnbogason, Sauða- felli, 20.6 sek. Stökkhestar (300 mtr.): 1. verðl. 50 kr„ „Hrani“, eig. Jón Klemens- son, Neðra Hundadal, 23 sek.,; 2. verðl., 30 kr„ „Sokki“, eig. Ólaf- ur Finnbogason, Sauðafelli, 23.2 sck.; 3. verðl., 15 kr„ „Mósa“, eig. Guðlaugur Magnússon, KolstÖðum, 23.4 sek. Völlurinn var ekki sem bestur og má því kalla góðan þann tíma, er hestarnir háfa náð. Innflytjendalög U. S, A. Frá Washington er símað: Nýju innflytjendalögin, sein lækka inn- flytjendatölu Norðurlanda og Þýskalands, en hækka tölu Bret- lands, gengu í gildi 1. júlí. Hðtur, Plolur. Allar uýjnngar frá Kanpm.höfn, Berlín, London og Parfs, Hljóðfærahnsið, Austurstræti 1, sími 656. Okkar marg eitirspnrða og velþekta frnBska alklæði er komið aftnr ásamt öllu tilleggi til fata. il s í 6uðfllaugssan s Eo. Austurstræti 1. Hvkomið: Byrons skyrtur, hvítar Kahakiskyrtur, brúnar og munstraðar. Enskar húfur í úrvali, Drengjahúfur, flauel í tveim litum. Axlabönd, Sokkabönd, Ermabönd, sænsk teygja Taubuxur, snotrar og ódýrar, Regnfrakkar, í mörgum litum, Regnkápur, verð 45,50 Sportbuxur, Sportsokkar, Skáta-belti, Skáta-sokkar, Skáta-húfur, Oxfordbuxur og belti tilheyrandi, Ferðajakkar, mjög góð t.egund. Manchetskyrtur, ásaint einum og tveimur flibbum, í mörgum litum, Flibbar, allar tegundir. Fataefni, í stóru úrvali nýltomin, ásamt öllu til fata. ALT Á SAMA STAÐ! Guðm. B. Vikar, Laugaveg 21. Sími 658. ■«-»' í r.'igavegi 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.