Morgunblaðið - 03.07.1929, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 3. júlí 1929.
5
Presiastefnan.
Dagana 13.—15. júní var liald-
in prestastefna, að þessu sinni
nokkru fyr en vant er, vegna ut-
anfarar biskups. Hófst hún fiintu-
dag 13. kl. 1 e. h. með .guðsþjón-
ustu í dómkirkjunni. Sjera Svein-
björn Högnáson prjedikaði og- lýsti
jafnframt vígslu, því að í guðs-
þjónustunni víg'ði biskup kandídat
Jón Ólafsson til Holts i Önundar-
firði. Á eftir vígslunni voru 20
synódusprestar til altaris ásamt
liinum nývígða presti.
Fúndir hófust kl. 4 i K.F.U.M.
salnum. Skrifarar voru tilnefndir
þeir sr. Friðrik Rafnar og sr.
Éiríkur Albertsson. Af próföstum
voru nærstaddir sr. Einar Thorla-
cius, sr. Oísli Einarsson og sr.
Jón Brandsson (Kjalarnes- Árness-
og Rangárþinga-prófastarnir voru
fjarverandi vegna jarðarfarar). —
Af prestum voru mættir: Ur Kjal-
arnesþingi: Dómkirkjuprestur sr.
Bjami Jónsson, sr. Halldór Jóns-
son, sr. Hálfdan Helgason, sr. Ei-
ríkur Brynjólfsson og sr. Brynjólf-
ur Magnússon: Ur Árnesþingi : Sr.
Olafur Sæmundsson, sr. Gísli
Skúlason, sr. Guðrnunrtur Einars-
son. Ur Rangárþingi: Sr. Svein-
björn Högnason, sr. Erlendur
Þórðarson, sr. Jón Skagan, sr. Sig-
urjón Árnason, Ur Borgarfirði:
Sr. Þorsteinn Briem og sr. Eiríkur
Albertsson. Úr Austur-Skaftafells-
prófastsdæmi: Sr. 'Jón Pjetursson.
lTr Suður-Múlaprófastsdæmi: Sr.
Jakob Jónsson. Ur Eyjafirði: Sr.
Friðrik Rafnar. Ennfremur": Sr.
Ólafur Olafsson, Kvennabrekku,
sr. Sigurður Haukdal, Flatey, sr.
Jón Ólafsson, Holti. Loks voru
mættir háskólakennararnir þrír:
Sig. P. Sivertsen, Magnvis Jónsson
og Ásmundur Guðmundsson, upp-
gjafaprestarnir sr. Jón Árnason
og sr. Stefán Jónsson. Kínatrúboði
Ólafur Ólafsson og kand. Sigur-
björn Á. Gíslason.
Biskup setti fundinn með bæn
og stuttri inngangsræðu. Síðan gaf
hann yfirlit yfir næstliðið fardaga-
ár. Mintist hann látinna presta (sr.
Jóns Guðmundssonar og sr. Einars
Friðgeirssonar) og uppgjafapresta
(sr. Pájs Ólafssonar, Vatnsfirði,
sr. Jóns Ó. Magnússonar, sr. Tóm-
asar Björnssonar, sr. Jóh. L. L.
Jóhannssonar og sr. Einars Vig-
fússonar í Vesturheinri). Prests-
konur höfðu látist tvær: frú Sig-
ríður Lárusdóttir, Siglufirði, og
frú Guðný Benediktsdóttif á Stað
i Aðalvík. Af prestsekkjum hafði
engin dáið, en 4 bætst við, svo nú
væru þær samtals 54 á lífi. Þrír
prestar hefðu látið af embætti: sr.
Þórður próf. Ólafsson, Söndum, og
sr- Stephensen. Holti. fyrir
aldurs sakir, og sr. Sig. Einarsson
í I' latey, til þess að snúa sjer að
öðru lífsstarfi. VígS]u höfðu tekið
b kandidatai. Prestar í emhættum
eru nú alls 108 og 2 aðstoðarprest-
ar. Vígslubiskup Hálfdán Guð-
jónsson hafði tekið vígslu á Hól-
um 8. júlí f. á. o,g sr. Stefán Björns
son á Hólmum verið skipaður
prófastur. Tvö prestaköll (Borgar-
og Staðar í Steingrímsfirði) væru
sem stæði imdir veitingu, en þrjú
prestslaus (Hofteigur, Staðarhóls-
þing og Þingvellir). Nýjar kirkj-
ur hefðu verið vigðar á Raufar-
höfn og á Hjalla (báðar stein-
steyptar). Kirkjuhús þjóðkirkj-
unni tilheyrandi, værU nú alls 275
(56 bændakirkjur, 14 ljens- og
Jandssjóðskirltjur og 205 safnaðar-
kirkjur). Af þessum kirkjúm væru
45 stein- og steypukirkjur, 2 torf-
kirkjur og- hinar allar timbur-
kirlcjur. Við áramót áttu 138 kirkj-
ur í kirkjusjóði samtals kr. 306,-
720,22 inneign, en 72 hefðú á sama
tima skuldað kirkjusjóði ca. 150
þús. kr. — Prestsseturshús höfðu
cngin verið reist ný á árinu, en
íbúðarhús á Borg verið keypt
lianda prestakallinu. .Síðasta Al-
þingi hefði veitt á fjárlögum 20
þús. kr. til húsabóta og bætt lít-
ilsháttar við eftirlaun tveggja upp-
gjafapresta og prestsekkna. Frum-
vörp höfðu legið fyrir þinginu úm
kaup á landi tveggja prestssetra
(Ness í Norðfirði og Hólma), en
ekki náð fram að ganga. Kirkju-
málanefnd hafði verið skipuð, 5
manna nefnd af 3 prestum og 2
leikmönnum. Las biskup upp erind-
isbrjef hennar. Gati hann einnig um
leyfða frestun á mati heimatekna
presta. Loks mintist biskup á
kirkjuleg fundarhöld á árinu, fyr-
irlestra Ólafs Kínatrúboða víðs-
vegar um land, útkomu nýrra
kirkjulegra rita (Páls postula eft-
ir Magnús Jónsson prófessor, Sam-
anburður samstofna guðspjallanna
eftir Sig. P. Sivertsen prófessor,
bókar dr. Arne Möller: „Jón Vída-
lín og hans Postil“, svo og prje-
uilcana. Har. Níelssonar prófessors,
II.), yfirreið sína á næstliðnu
sumri (aðeins eitt prófastsdæmi,
Vestur-fsafjarðar, væri nú eftir ó-
vísiterað og stæði til, að þar yrði
vísiterað á þessu sumri), og á al-
heimsþing lútersku kirkjunnar í
Kaupmannahöfn, er stæði fyrir
dyrum, og mundi, auk biskups,
verða sótt. af próföstunum sr.
Árna Björnssyni, sr. Ásmundi
Gíslasyni, sr. Ófeigi Vigfússyni og
sr. Olafi Magnússyni, (sr. Friðriki
Ilallgrímssyni og dócent Ásmundi
Guðmundssyni).
Þá lagði biskup fram tillögur
sínar um úthlutun styrktarfjár
^PPíljafapresta og prestsekkna,
alls kr. 8440,00, sem voru sam-
þyktar umræðulaust, gerði grein
fyrir hag prestsekknasjóðs oglagði
fram til samþyktar ársreikning
hans.
Þá var kosin 5 manna nefnd til
athugunar á ýmsum fyrirspurnum
Irá hinni skipuðu kirkjumála-
nefnd og í hana kosnir: Sr. Friðrik
Rainar, sr. Gísli Skúlason, sr. Ein-
ar Thorlacius, sr. Erlendur Þórð-
arson og sr. Eiríkur Albertsson.
Skyldu þeir næsta dag koma fram
með tillögur sínar.
Sr. Quðmundur Einarsson gerði
þá grein fyrir störfum barnaheim-
ilisnefndar og fjársöfnun með
merkjasölu, er igengið höfðu mjög
ákjósanlega (hátt á 3. þús. kr.
höfðu safnast). Samþykt var að
nefndin rjeði sjer fastan ritara
svo að verja mætti nokkru af fje
til að greiða fyrir að dvalarstaður
fengist í sveit fyrir mjög báglega
stödd börn.
Kl. 8y2 flutti próf. S. P. Sívert-
sen fyrirlestur í dómkirkjunni:
Kröfur kristindómsins um iðrun
og afturhvarf.
Föstudag 14. júní.
Kl. 4 síðd. var aftur settur fund-
ur. Biskup lagði fram skýrslu um
messuflutning og altarisgöngur á
liðnu almanaksári. MesSur höfðu á
árinu verið fluttar alls 4407 og
kæmu þá rúmlega 40 messur á
hvem þjónandi prest. Tala altaris-
gesta hafði orðið 5614. Enn skýrði
biskup frá því, að fæðst hefðu á
árinu 2544 börn, dáið alls 1107, og
hjónabönd verið stofnuð alls 703.
Þá lagði biskup fram og las upp
frumV., er kirkjumálanefnd hefði
sent sjer um húsabyggingar á
prestssetrum, og formaður nefnd-
arinnar, síra Þorst. Briem, skýrði
meginhugsanir og tillögur frumv.
vandlega.
Síðan lagði áðurskipuð synódus-
nefnd fram tillögur sínar út af
fyrirspurnum kirkjumálanefndar,
og voru þær ræddar það sem eft-
ir var fundar þann dag og mest-
an hluta næsta dags, og verður
hjer á eftir skýrt frá þeim í einu
lagi.
Kl. 8y2 flutti dómkirkjuprestur
Bjarni Jónsson fyrirlestur í dóm-
kirkjunni: Fræði Lúters — í til-
efni 400 ára minningar þeirra.
Laugardag 15. júní kl. 9 hófust
fundir að nýju og stóðu til kl. 6y2
síðd. (að frádregnu 2 stunda hljei
til miðdegisverðar). Var lengst af
rætt um tillögur synódusnefndar
út af fyrirspumunum, sem fyrir
lágu. Þessar fundarsamþyktir voru
gerðar:
I. Um stærð og skipun presta-
kalla, störf presta og prófasta.
a. Þar sem Alþingi hefir með
lögum frá 1907 sameinað presta-
köll svo mjög, að hnekt hefir
kirkjulegri stárfsemi í sumum
þeirra, og víðast. hvar vakið óá-
nægju safnaðanna, telur presta-
stefnan mjög varhugavert að fara
lengra á þeirri braut.
b. Hinsvegar telur prestastefnan
fært að fela. prestum í nokkrum
prestaköllum aukin fræðslustörf
jafnhliða prestsstarfinu. — Báðir
liðir samþyktir í einu hljóði.
II. Um launakjör presta, þar á
nieða.1 ábúðarkjör á prestssetrum
og um íbúðarhús á þeim.
a. Prestastefnan ber einhuga
fram þá sanngimiskröfu, að laun
presta verði sett í samræmi við
kjör annara starfsmanna ríkisins,
þar sem námskostnaður er svip-
aður.
b. Prestastefnan telur rjett, að
hús, og jörð, sem ætluð er til
prestsseturs, sje metin til eftir-
‘gjalds í einu lagi, og prestur sitji
við sömu ábúðarkjör, sem hann
tekur við í upphafi, allan tímann,
er liann situr á sama prestssetri,
nema prestur óski annars.
c. Þar sem sennilega er elcki
hægt í bili að afneina aukatekjur
presta með því að ljetta þeim af
söfnuðum iog greiða þær beint úr
ríkissjóði, þá telur prestastefnan
þó bót að því, að sameiginleg
gjaldskrá um aukatekjur presta
væri löggilt fyrir landið alt, auk
ferðakostnaðar.
d. Prestastefnan telur sjálfsagt,
að prófastar fái ferðakostnað
greiddan úr prestslaunasjóði, en
vísitasíulaun verði afnumin.
Allir liðir saniþyktir í einu
hljóði.
III. Um stjóm kirkjumála voru
þessar tillögui' samþyktar:
a. Prestastefnan telur æskilegt,
að kirkjunni sje veittur meiri
íhlutunar- og tillögurjettur um
þau löggjafarmál, er hana varða,
og er því meðmælt, að sett sje
kirkjuráð við hlið biskups, er eigi
iillögurjet.t, ög ráðgjafaratkvæði
um öll slík l'öggjafarmál, áður en
þau eru lögð fyrir Alþingi og
verða að lögum.
b. 1. Prestastefnan lýsir því yf-
ir, að hún fær alls ekki unað við
núverandi fyrirkomuLag uin veit-
ingu prestakalla, eins og prests-
kosningarlögin eru nú framkvæmd.
Oskar hún því breytinga á kosn-
ingalögunum í þá átt, að söfnuðum
sje veitt vald til að kalla sjer
prest. En noti söfnuður sjer eltki
þann rjett innan þess tíma, er
biskup ákveður svo stuttan sem
fært þykir (alls ekki lengri en 1
mánuð, nema sjerstaklega standi
á), þá skuli prestakallið auglýst
til umsókuar og veitt, þegar sókn-
arnefndir hafa átt þess bost að
senda kirkjustjóminni umsögn
sína í samráði við hjeraðsprófast.
2. Ennfremur telur prestastefn-
an sjálfsagt, að biskup hafi óskor-
að vald til að neita þeim mönnum
um vígslu, er hann telur eigi hæfa
til prestsembættis.
3. Prestastefnan telur rjett, ,að
prestum sje leyft að hafa presta-
kallaskifti um lengri eða skemmri
tíma, þar sem sóknarnefndir sam-
þykkja, og til fullnaðar, ef söfn-
uðir eru því samþykkir.
4. Prestastefnan telur óviðun-
andi, að prestar geti setið í em-
bættum, þótt andlega starfið sje
stórum vanrækt. Telur húu því
rjett, að hægt sje, eftir tillögura
biskups, að leysa þá presta frá em-
bættum, sem ekki fullnægi lengur
þeim kröfum um tíðaflutning, sem
söfnuðir eiga heimtingu á.
5. Prestastefnan telur æskilegt,
að hver prestur eigi þess kost, þeg-
ai hann er orðinn fullra 70 ára að
aldri, að fá lausn frá embætti með
fullum launum.
c. 1. Prestastefnan telur sjálf-
sagt að ríkisvaldið styðji starf-
semi áhrifamikilla kennimanna ut-
an við prestaköll sín.
2. Prestastefnan telur hina fylstu
nauðsyn þess, a'ð piAjstum sje
veittur meiri tími og tækifæri til
að fullkomna sig í starfi sínu, og
vill gera það að tillögu sinni, að
7. hvert ár eigi prestur þess kost,
að nágránnaprestar þjóni presta-
kalli hans alt að 6 mánuðum end-
urgjaldslaust, þar sem því verður
viðkomið, en ella sjái ríkisstjórnin
prestakallinu fyrir þjónustu.
d. Prestastefnan óskar sem nán-
astrar samvinnu kirkjunnar og
væntanlegs útvarps. Telur hún
mjög mikilsvert, að einn fulltrúi
kirkjunnar eigi sæti í stjórn. þess.
Hinsvegar telur hún útvarpið
alls ekki geta komið í stað prests-
þjónustu meðal safnaðanna.
IV. Um kirkjur og kirkjugarða.
a. Prestastefnan telur nauðsyn
á að setja strangari lagaákvæði um
eftirlit með byggingum og bygg-
ingarstíl kirloia, svo og um um-
gengni þeirra og viðhald. Ennfrem
ur telur hiín rjett, að sett sjeu
strangari ákvæði um ábyrgð á
liendur þeim kirkjueigendum, er
vanrækja skyldur sínar.
b. Prestastefnan telur heppilegt,
að í hverri sókn sje kosin sjer-
stök nefnd sóknarnefndinni til að-
stoðar til að vekja hlýjan hug
raanna til kirkju siunar, og gang-
ast fyrir frjálsum samtökum um
að fegra hana og prýða meðal ,ann-
ars með góðum gripum, og hvern
þanu veg, er best þykir eiga við.
Telur prestastefnan áhugasamar
konur best fallnar til þess að skipa
sæti í þeim nefndum.
c. Prestastefnan æskir þess, að
kirkjumálanefnd reyni að koma
því til leiðar, að löggjafarvaldið
setji strangari ákvæði um eftirlit
með grafreitum og skipulagi og
viðhaldi þeirra (einnig viðhaldi
niðurlagðra ldrkjugarða). Telur
hún æskilegt, að hæfum mönnum
væri falið að leiðbeina söfnuðunum
í ]>essu efni.
Ýmislegt.
V. Þessar viðbótartillögur voru
samþyktar:
a. Prestastefnan skorar á Al-
þingi að veita organleikurum
sveitakirkna styrk til að kenna
börnum á skólaskyldualdri og
nemendum í unglinga- og alþýðu-
skólum, þar sem kennari fær eigi
haft söngkenslu á hendi, og fólki,
sem tekur þátt í kirkjusöng, undir-
stöðuatriði í söng og söngfræði og
lög við fögur ljóð, einkum ætt-
jarðarkvæði og sálmalög.
b. Prestastefnan mælir eindreg-
ið með því, að sett verði sjerstök
lagafyrirmæli um það, að Saur-
bæjarpi’estakall á Hvalfjarðar-
strönd verði framvegis veitt þeim
presti eða guðfræðingi, sem tal-
inn er sjerstaklega hæfur til rit-
starfa um kristileg efni, einkum
til sálmakveðskapar.
e. Prestastefnan skorar á AI-
þingi að fækka ekki prestum með
lögum, nema samþykki hlutaðeig-
andi safnaða og hjeraðsfunda komi
til. (Þessa. tillögu átti síra Ólafur
Sæmundsson).
Þá skýrði biskup frá því, hvað
liði starfi handbókarnefndar og
að nefndin mundi halda störfum á-
frarn næsta vetur.
Ennfremur vakti biskup máls á
nauðsyn endurskoðunar sálmabók-
arinnar, og bar fram að reifuðu
íoáli svohljóðandi tillögu:
Prestastefnan lýsir yfir því, að
hún telji æskilegt, að farið verði
að undirbúa endurskoðun sálma-
bókarinnar, og kýs 4 manna nefnd
til þess, ásamt bþskupi, að hrinda
því endurskoðunarmáli í fram-
kvæmd.
Var tillagan samþvkt í einu
hljóði, og tilnefndi biskup í nefnd-
ina: síra Ásmund Guðmundsson,
síra Sigurð P. Sivertsen, síra
Sveinbjörn Högnason og síra Þor-
stein Briem, og samþykti fundur-
inn það.
Viðvílijandi synódushaldi næsta
ár var gert ráð fyrir, að það
færi fram 23. júní og næstu daga.
Loks mintist biskup fyrirlestra-
starfs Ólafs trúboða Ólafssonar
hjer á landi næstliðin 3 missirir
þakkaði honum fyrir það og árn-
aði honum guðs blessunar í starfl
hans, er hann nú hyrfi aftur til
trúboðsstöðvar sinnar í Kína. —
Svaraði Ólafur trúboði því ávarpi
með þakklapti til biskups og presta
fyrir góðar viðtökur og ámaði
kirkju landsins blessunar drott-
ins.
Síðan flutti síra Friðrik Frið-
riksson erindi um bænheyrslu, las
því næst. 24. sálm Davíðs og end-
aði með bæn. Var þá sungið „Fað-
ir andanna“, og síðan fundi slitið.
Um kvöldið voru synódusprestar
heima hjá biskupi.