Morgunblaðið - 20.07.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1929, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBLAÐIÐ )) Ngnm & OítsEiNi M Höfum til: Ullarballa, Þakjárn 24 og 26. Hiúkrunarkonustarfið •við barnaskóla Eeykjavíkur er laust næsta vetur. Umsóknir send- % ist borgarstjóra fyrir 31. jólí næstkomandi. Fyrir skólanefnd Reykjavíkur. Borgarstjórinn í Reykjavík, 18. júlí 1929. K. Z i m s e n. Rossnm kardínáli á leið til íslands. Á miðvikudaginn lagði van Ros- sum kardináli á stað frá Kaupm,- höfn á leið til íslands. Hafði hann dvalið einn sólarhring í Kaupm,- höfn, en ekkert. látið á sjer bera þar. Hann er væntanlegur hingað á sunnudaginn og á þriðjudag verður kirkjan í Landakoti vígð. Mikiil viðbúnaður er í Landa- koti undir þá athöfn. Girðíngar nieðfram Ti'mgötu hafa verið tekn- ar burtu og verður fólki heimilt að vera inni á túninu umhverfis kirkjuna á meðan á vígsluathöfn- inni stendur. Hringinn í kring um túnið hafa verið settár niður hvit- ar fánastangir með stuttu millibili, en á brautinni, gegnt dyrum kirkj- nnnar, er reist heiðurshlið, og á því eru skjaldarmerki páfa og ltardinálans, en'á turni kirkjunn- ar eru fánastangir margar. Röðrarháturinn sem ætlaði frá Færeyjum til Noregs er kominn fram. Eins og kunnugt er, fór hinn kunni ræðari Pless Schmidt laug- ardaginn 8. júlí einn á báti frá Færeyjum og ætlaði til Noregs. Bátinn hafði hann sjálfur smíðað og fullyrti, að hann væri þannig úr garði ger, að hann gæti ekki sokkið. Lengi spurðist ekki til bátsins frá því hann lagði á stað og vegna þess hvernig veðUr hefir verið, voru menn orðnir hræddir um hann. Danski veðurfræðingurinn Speerschneider kapteinn ljet það álit sitt í ljós í fyrradag, að bátinn bafi að minsta kosti hrakið af rjettri leið norður á bóginn og muni hann alls ekki ná landi sunn- ar en hjá Lófóten. í gær kom blaðaskeýti frá Nor- egi um ]>að, að á sunnudaginn hafi norskt fiskiskip, „Slogen“ frá Ála- sundi, hitt Pless Schmidt 130 sjó- mílur vestur af Álasundi. Leið honum þá ágætlega, en skipið tók hann um borð. (Sendiherrafrjett). Silávðiðin. Allir togarar „Kára“-fjelags- ins i Viðey eru nýkomnir til Hesteyrar með síldarafla, Ari í fyrrinótt með 1100 mál, Þorgeir Skorargeir L-fyrrakvöld með 900 mál og Kári Sölmundarson í gær með 900 mál. Höfðu þá verið lögð upp á Hesteyri upp undir 20 þús. mál síldai’. Ennfremur komu til Hesteyrar í gær: Hávarður ísfirð- ingur 1000 mál, Hafsteinn 1100 mál, Egill Skailagrímsson 1200— 1300 mál, og í gærkvöldi voru á leið þangað: Skallagrímur, Þór- ólfur og Snorri goði, allir með 1600—1700 mál, og Ver með 1000 mál. Arinbjörn hersir hafði feng- ið 1000 mál í gærkvöldi. Allir þessir togarar voru að veiðum á Húnaflóa. Leitin að „Köbenhavn“. Austur-Asíufjelagið tilkynnir, að skipið ,,Mexico“ hafi rannsakað alla ströndina frá Höfðanýlendu til Baniia dos- Tigros á 16° s. breiddar, en árangurslaust. Leit- inni er haldið áfram suður og austur fyrir Góðrarvonarhöfða. lHinuingarorð. Hinn 26. júní, síðastliðinn and- aðist merkiskonan Helga Vigfús- dóttir að heimili sínu, Vatnsnesi við Keflavílc. Hún var fædd að Kjartansstöðum í Skagafirði hinn 13. september 1846 og var því tæplega 83 ára gömul. Árið 1874 fluttist hún suður í Leiru og gift- ist þar 7. júní 1878 Guðna Jóns- syni, og bjuggu þau nokkur ár á tyeim stöðum þar, uns þau árið 1891 fluttu að Vatnsnesi og bjsjggu þar síðan, hinu mesta sæmdarbúi, þar til hún misti mann sinn seint á árinu 1922. Þau eignuðust 3 börn, hvar af einn sonur lifir, er tók við biís- forráðum eftir föður sinn látinn iog hjá honum og lconu h^ns naut hún hinnar bestu umönnunar og hjúkrunar, svo að orð var á gert, enda var hún þess þurfandi, þvi að heilsa hennar og sjón var mjög að þrotum komin hin síðustu ár. Helga sál. var hin mesta sæmd- arkona, skynsöm og dagfarsprúð og bar af mörguni konum, því að útlit hennar og dagleg framkoma var þannig, að vel hefði mátt höfðingskonu sæma, enda mun hún hafa átt mestan þátt í að gera þann garð frægan með reglu- semi, siðprýði og góðri fyrirmynd við hærri og lægri og er hennar því mjög saknað af vandafólki og öðrum sem höfðu náin kynni af henni. Kunnugur. Spámaður ( Berlln. I fíerlín er „spámaður“ nokkur og ,,trúboði“, sem nefnist Weis- senberg, og hefir þar mörg þús- und nianna söfnuð. Hann er lítill maðui', feitur og ógeðslegur, en er gæddur þeim hæfileikum, að geta safnað um sig auðtrúa sálum, og á söfnuður haiis ekki færri en 3 kirkjur í Berlín. Trúarbrögð þessa safnaðar er merkilegt samsull af spíritisma og andasæringum. Sjálf- ur er Weíssenberg höfuðpaurinn og þykist vera annar Kristur og' áhangendur hans fullyrða, að hann hafi gert ótal kraftaverk, þar á meðal valiið menn upp frá dauðum. Eitt af boðorðum haiís er það, að enginn saftíaðarmaður má leita læknis, en ef þeir verða veikir, eiga þeir að biðjast fyrir þangað til þeim batnar. En vilji batinn ekki kðma með því móti, leggur Weissenberg hendur yfir sjúklingana. Þetta bann að leita læknis hef- ir auðvitað oft haft alvarlegar af- leiðingar, en svo hafa safnaðar- menn Weissenbergs verið orðvarir þar um, að yfirvöldin hafa ekki getað sannað neitt á hann. En hjerna úm daginn náðu þeir þó í sannanir. Einn úr söfnuði Weis- senbergs, lyfsalasveinn nokkur, fjekk kýli. Weissermann ráðlagði honum að leggja ost við það og biðjast svo fyrir. Afleiðingin' varð sú, að maðurinn dó úr blóðeitrun. Og þá var Weissenberg kærði^r fyrir að vera valdur að dauða hans. Síðan hefir ýmislegt komið í Ijós, er sýnir, hvernig starfsemi Weissenbergs hefir verið. Það er talið, að hann hafi haft 100.000 marka tekjur á ári fyrir að gefa Allskonar Vald. Poulsen Simi 24. Klappapstio 2B* m iiwaiinmuaiiiin ii—mi i im n n n inriítiT | Til Víkur, | ferðir alla þriðjudaga og föstudaga. Austur í Fljótshlíð I alla daga kl. 10 f. hád. Bifreiðastöð Reykfavikur. 1 Afgreiðslusímar 715 og 716. ■i . út safnaðarblað og smárit, og hirða safnaðargjöld. Blað þetta er hlægilega heimskulega ritað. Und- ir aðalgreinirnar eru ýmist skrif- aðir erkiengillinn Gabríel, eða Ra- fael, og meðritstjórar eru taldir Bismarck, Friðrili mikli, Nietzsche, Napoleon mikli og ýms önnur frain liðin stórmenni. Nýlega spáði blað- ið því, að England mundi farast og 16. júní tilkynti það lesöndum sínum, að nú væri spádómurinn kominn fram. „Nú er England sokkið í sæ“, stóð þar með feitu letri. í seinasta blaði eru ýmsir spádómar, svo sem það, að innan skamms muni pest drepa helming- inn af öllum íbúum Rússlands, fellibyljir muni leggja Bandaríkin i auðn, og flóðalda muni fara yfir gjörvalla Danmörk. Gengið. Sala. Sterling 22.15 Dollar 4 568/4 Rmark 108.89 Fr. frc. 18.01 Belg. 63.57 Sv. frc. 87 97 L'ra 24.03 Peseta 66.92 Gyllini 183.55 Tékk.sl kr. 13.57 S. kr. 122.49 N. kr. 121.76 D. kr. 121.67 Smælki. Ameríkskur prestur nokkur hef- ir tekið upp þann sið, að láta taka talandi kvikmynd af hverri þeirri hjónavígslu sepi hann framkvæmir. Ætlar hann síðan, ef hjónin æskja skilnaðar, að sýna þeim talmynd- ina — láta þau rifja upp liina tíátíðlegu stund, er þau gáfu livert öðru hönd og hjarta og hjetu ævarandi ást og trygð í blíðu og stríðu. Ætlar hann, að með því moti muni hægt að koma í veg fyrir að hjónaskilnaðir fari svo mjög '< vöxt, sem nú hefir verið á seinni árum. — Mamma, skapaði guð líka ljón og tígrisdýr? — Já barnið mitt. — Að hugsa sjer að hann skyldi þora það. sumarkiólaútsðlunni iunan fárra daga. „KIN0N“ Anstnrstr. 12. Opið laugardag 1—4. Nýkomið: Undirkjólar Skyrtnr Bnsnr Náttkjólar afar fallegt og smekklegt. Vörubúsið Matsvelnn. Vanan aðstoðar-matsvein vantar á varðskipið „Ægi“ nú þegar. Upplýsingar um borð hjá brytanum. Til sunnudagsins: Nýslátrað dilkakjöt, Nýtt nautakjöt, Nýr lax. Kjðtbúðin, Týs ötu 3. Sími 1685. Barnlaus hjón óslca eftir íbúð, 2 til 3 herbergja og eldhúsi, frá 15. september eða 1 október næstkomandi. Tilboð með leiguliæð merkt ,Góð íbúð‘,Ieggist inn á A. S. í. fyrir lok þessa mánaðar. Bílaeigendur. Hvergi i'áið ]iið eins traustar og ódýrar yfirbyggingar og við- gerðii’ á bílana ykkar, eins og' á Vesturgötu 16. Húsin altaf tilbú- in, svo það tekur mjog stuttan tíma að setja þau á. Gjörið svo vel og talið við okkur áður en þið festið kaup annarsstaðar. m dllkakiOt Verðiðllæbkað. KLEIN, Baldnrsgötu 14. Sími 73.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.