Morgunblaðið - 11.08.1929, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.08.1929, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐJÐ Gnggenhime’s steinlausar rúsínur í pökkum. Ljnff engar. Ú dýr ar. Þakpappi 4 teg.ffyrirliggjaudi, j J| verð oglgæði óviðjafnanlegt. J. Þorláksson & Norðmann. Bankastræti 1L — Símár 103f& 1903. Fyrirliggjandi: Appelsínur, 200, 216. 252, 286 og 344 stk, Epli í ks. Laukur. Þurkuö epli mjðg ódýr. Eggert Kristjánsson 5 Co. Símar 1317 og 1400. fflatarbei sætt og ósætt, margar tegundir, nýkomið. Heildv. Garðars Gíslasonar. A T H U G I Ð að með Schluter dieselvjelinni kostar olía fyrir hverja fram- leidda kilóvattstund aðeins 7—8 aura. H.F. RAFMAGN. Hafnarstrœti 18. Sími: 1005. Þetta er ðdýrt. Regnkápur kvenna frá 18,75. Ljereft frá 0,85. Tvisttau 0,85. Kjólaefni frá 1,35. Flónel hv. og misl. Svuntuefni ljós frá 3,75 í svuntuna. Sportsokkar karla, kvenna og barna, Sportbuxur, peysur bláar, Sportskyrtur hv. 5,50. Sokkar, Bindi, Flibbar í miklu úrvali, Versl. Torfa G. Þórðarsonar, Laugaveg. Lnndi kemur daglega frá Brautar- holti og er seldur á 30 aura stk., reittur og óreittur. Von og Brekkustíg 1. Obeis mnnntóbak er best. Til Víknr, ferðir alla þriðjudaga og föstudaga. Austur í Fljótshlíð alla daga kl. 10 f. hád. Bifreiðastoð Heykjavíkur. Afgreiðslusímar 715 og 716. mcins mmisrs reynist best. . Baldursgötu 14. Simi 73. Dðmkirkjan. Viðgerð hennar verður' lokið snemma í næsta mánuði. Það mun nú vera um mánuður síðan að messur lögðust niður í dómltirkjunni vegna viðgerðar, sem þar fer fram. Fyrst var byrjað á því að gera við sprungur í stoðunum og vegg- þiljum, t. d. i kórnum. Voru þær sprungur komnar af því, að viðirn- ir liöfðu innþorhað. — í þessar sprungur var feldur viður og sá Eyvindur Árnason snikkari um það verk og gerði ennfremur við ýmislegt, sem úr sjer var gengið eða bilað inni í kirkjunni. Síðan var byrjað að mála, og var Helga Guðmundssyni málara- meistara falið það starf. Verður kirkjan öll tvímáluð að innan og verða á henni líldr litir og- áður voru. Þótti rjett að láta sem mest bera á hvíta litnum, en alt það, sem áður var gylt, svo sem listar o. fl., verður /gylt að nýju, og verður kirkjan ólíku svipfallegri en áður, þegax- þessu öllu er lokið. Þá er og verið að mála kirkjuna að ntan (tvímála) og verður hún með nokkuð öðrum lit, en áður var,. lit sem mönnum kom sarnan >ini, að væri fallegri og færi bet- ur á henni vegna staðarins. Hvernig fer um klukkuna? Það ei-ii nú æði nj.örg ár síðan að því var fyrst hreyft, að æskilegt væri að ljósaskífur væri á kirkjm klultkunni, svo að menn gæti sjeð á hana í myrkri. Er enginn efi á, að allir mundu fagna þeirri breyt- ingu, ef hún væri gerð. En nú er það svo, að kirkjan á ekki klukk- una sjálf, heldur er það bærinn. Og bæjarstjórn er stundum sein í snúningum, þótt bæði hún o:g aðr- ir sjái, að eitthvað þarf að gera. Samt lcomst þetta mál svo langt í fvi-ravetur, að farið var að ræða )>að á bæjarstjórnarfundum og jafnvel útveguð tilboð í verkið (rafmagnslagningar upp í kirkju- turninn, glerskífur með máluðum stöfum, vinnu við að koma öllu fyrir o. s. frv.). Mun þá hafa komið upp úr kafinu, að þessi breyting kostaði nokkuð hátt á annað þúsund ltróna, en hvort bæjarstjórn hefir ofboðið sá kostn- aður, eða málið hefir lognast út af á annan hátt, er ekki gott að segja. En hitt er víst, að ekkert hefir oi'ðið úr framkvæmdum enn. Nú væri einmitt tími til að hrinda þessu í framkvæmd, á með- an verið er að gera við kirkjuna. Má hæglega koma fyrir ljósa- leiðslum meðan á viðgerðinni stend ur, ert glerskífurnar má set.ja a hvenær sem er, án þess að það þurfi að trufla notkun kirkjunnar. Skip reka-st á. Flutningaskipið „Nitti“, sem var á ferð í Ægeahafi,-sigldi ný- lega á farþegaskipið „Goessa“, er hefir verið í förum milli Piræus í Attíku og Nanplia (Návplion) á Pelopsskaga. — Áreksturinn varð skamt frá bænnm Spétsae, sem liggíir í minni Nauplia-flóa. „Go- essa“ brotnaði í tvent og sökk þegar. Sjógangur var mikill, en þó tókst að bjarga Jdestum farþegum. Talið er, að 8 manns hafi týnt lífi. Simdhöll að Langarvatni. Sú fregn berst hingað austan frá Laugarvatni, að þar sje nú byi'jað að grafa fyrir einni vold- xigri sundhöll' er eigi með tið og tíma að verða stærsta og full- komnas.ta sundhöll á íslandi. — Húsið verður 45,60 m. á lengd og 13 m. breidd. En sjálf langin á að verða 331/{X10 metrar. Verður hún um 4 metra á dýpt í annan enda, og á þar að, verða stöltk- bretti, 5 metra hátt. Glerþak vei-ð- ur yfir og stórir glergluggar á suðurhlið, — alt ultragler. Verður sundhöllin reist aústur við skól- ann, og innan gengt í hana úr skólanum. Sjálfsagt kostar sundhöll þessi ó grynni f jár. Sundhöllin í Rvík, sem verður svipxxð að stærð, mun kosta 3—400 þús. krónur. Varla verður sundhöllin að Laugarvatni ódýr- ari, ef áfram verðui' haldið eins og til er stefnt. Kemur sjer vel að ríkissjóður mun ekki á flæðiskeri staddur um þessar mundir, þegar menn gerast svona stórtækir í hann og það án þess að spyrja Al- ingi í'áða. En öllu má ofbjóða. Sennilega verður sundhöllin að Laugarvatni í smíðum í 1—2 ár, en svo mun til ætlast, að í haust verði lokið við að steypa botn og veggi, svo liægt verði að nota laugina í vetur. Sfldarfrjetlir vikuna 3.—10. ágúst. Úr skýrslu „Veiðibjöllunnar". Vegna veðurs var aðeins flogið síðari hluta vikunnar. Flogið var yfir alt síldarsvæðið nema vestan- verðan Húnaflóa, er hulinn hefir verið í þoku. Á Hxinaflóa hefir aðeins sjest síld austanmegin út af Skaga- Strönd og einkum út af Kálfsham- arsnesi. Á Skagafirði hefir sjest allmikil síld kringum Drangey i boga fyrir vestan ej'na norður og austur alla lcið að Málniey og hefir þar einn- ig sjest síld norður af. Á Eyjafirði hefir einkum sjest síld út við Látra. Kringum Grímsey var mikil síld sunnan og vestanvert. Enn- fremur hafa nokkrar torfur sjest út af Mánáreyjuni, en annarsstað- ar ekki austur með landi og heldur ekki á Austfjörðum nema lítils- háttar út af Reyðarfirði. Mótmæli gegn tollmálastefnu U. S. A. 38 ríki, þ. á. m. Bretland, Frakk- land og Italía, hafa sent stjórn Bandaríkjanna mótmæli gegn toll- lagafrumvarpi því, er fulltrúadeild þingsins í Washington hefir ný !ega samþvLc. — Þegar það kemur, þa kemur það alt í einu, sagði skraddarinn. Hann átti að gera við tvennar bux- ur fyrir jólin. uotið aöeius Ludvig David’s iiil. Fæst í hverri búð. L j ó ö a v i n i r. Munið eftir Ljósaskifinm og Friði á jðrðu eftir Guðmund Guðmundsson, og Ljóömæium Einars Hjörleifssonar Kvaran. Þessar bækur eru mjög ódýr- ar, en eru prýði í hverjum bóka- skáp. Ísaíalilarpreutsmiöja h.f. Regukápur og Rykfrakkar á hvenfðlk og karlmeun fyrirliggjauúi í stóru úrvali. Veiðarfæraversl. „Geysir“. Nú eru hinar marg eftir- spurðu 7 Hk: vjelar loks komnar. C. PROPPÉ. Frá Borgarnesi tíl Akureyrar. Stöðugar ferðir norður. Lægsta fargjalú. ’ Afgreiðsla í Reykjavík hjú Kristinn & Gnnnari Símar 847 og 1214. Bif reiðastöð lönasar Kristiðnssonar Borgarnesi. — Sími 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.