Morgunblaðið - 11.08.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.1929, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ jSEVA j eldspftnr Ic® SVEA ®)l (® SAKERHET5 tandstickor 1 Fyrirliggjamli I heildsöln. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • D. & • • • • •••••••••••••••••••••••• •••••••••••••••••••••••• Staiir og Regnhlífar afar mikið úrval. Vðrnhúsið Kaffibranð (frá Belgíu) sem tekur fram flestu bakaríísbrauði að ljúf- fengi, nýkomið í Heildversinn Haaniis ih. s. Bltti l.t. Sími 2358. Til Hkureyrar iara 2 bílar á þriðjndaginn, 13. þ. m. Sæti lans. Hýja bifreiðastttðin Kolasundi. Símar 1216 —1870.1 Ef bier eigið Sunlight Quain’s Sóibaðsofn. getið þjer tekið yðnr sðl- bað heima hjá yðnr, í hvaða veðri sem er og hvenær, sem þjer ðskið. Sðlbaðsofnar þessir lást að eins hjá Raftækjaverslnnin Jðn Signrðsson, Anstnrstræti 7. Sími 836. ákæru fyrir, o" loks læt jeg á rnig húfu frá Marteini Einarssyni. Hið næsta sem jeg geri er að senda dreng niður í „London“ til þess að kaupa neftóbak og reyk- tóbak í pípuna, sem Sigurður Jón- asson gaf mjer, ef til vill meðfram vegna þess að hann veit, að álit mitt á Magnúsi V. er takmarkað og dómgreind mín á Hjeðni Valdimarssyni nærri lagi. Þegar þessu öllu er lokið fylli jeg fit þrjá víxla í íslandsbanka* sem falla á meðan jeg er í burtu, legg þá í umslag og 100 kr. með svo að konan mín fái að hafa frið á meðan jeg- er í burtu. Síðan hringi jeg í Einar minn Hermanns- son og bið hann að lesa þrófark- irnar í „Storm“ og gæta þess vel að ekkert falli burtu af vinsam- legu ummælunum um dómsmála- ráðherrann. Þegar þessu öllu er lokið, legg jeg ríkt á við Þorkel litla,. inn- heimtumanninn minn, að rukka vægðarlaust alla, sem skulda fyrir ,,Storm“, en jafn framt segi jeg konunni minni að borga enga reikninga meðan jeg er í burtu. — Svo lofa jeg- að hringja til hennar öðru hvoru á með- an jeg er fyrir austan, og að hegða mjer að öllu leyti eins og gætnum eiginmakini sæmir; þá kyssi jeg hana að lokum og öll börnin og kveð vinnukonuna með handabandi, eins og jeg kvaddi þá 19 ára gömlu þegar jeg fór í sveitina í fyrra. Og nú blæs bíll- inn með þingmannaefni Sjálfstæð- ismanna — gljáandi, frjálslegur og rennilegur eins og bíl ber að vera sem lilotið hefir það göfuga hlutskifti að beifi þá menn fram til sigurs, sem ætla að leysa af hendi það mannúðarinnar verk að gefa Hriflu-Jónasi svefnfrið og hvíldar við næstu kosningar. Framhald. Þorp brennur. Um mánaðamótin varð niikill oldsvoði í sveitaþorpinu Gielow í Mecklenburg-Schwerin á Norður- Þýskalandi. Eyðilagðist, mestur hluti þorpsins. Eldsvoðinn var kæruleysi að kenna. Á einum bæn- um hafði verið kastað út glóðum á sorphaug. Hús eru þarna klædd bálmi og var hanni mjög þur, en hvasast var veður. Vindurinn bar neistana í bæjarhúsin og tókn þau þegar að loga. Síðan bárust neist- arnir um alla bygðina, svo að engri vörn varð við komið. Sextán bæ- ír brunnu til kaldra kola og þar m$ð hey o(g korn, eni skepnum varð bjargað. Kommúnistafundur. í þorpinu Rheinfelden í Baden, á landamærum Þýskalands og Sviss, var nýlega haldinn kominún- istafundur. Skilyrðið fyrir leyfi til fnndarhaldanna var það, að fnnd- armenn gerðu ekki tilraun til að fara yfir landamærin. Skilyrði þetta brutu kommúnistarnir í fundarlok, því að þeir fóru í hóp yfir brúna á Rín, sem þarna renn- ur á landamærunum. Landamæra- verðiriiir svissnesku urðu að grípa til kylfa sinna og tókst eftir nokkr ar ryskingar að reka ofstopamenn- ina heim. Einar J. Pálsson trjesmíðameistari var fæddur að Meðalfelli í Kjós hinn 2. ágúst 1859. Foreldrar hans voru hagleiksmaðurinn Páll gull- smiður Einarsson prests að Meðal- felli og Guðrún Magnúsdóttir frá Stóru-Vogum. Var hann því af góðu bergi brotinn í báðar ættir og hagleikurinn ættarfylgja, enda lngði Einar gjörva hönd á margt þegar í æsku. Um tvítugsaldur fór hann til Reykjavíkur og nam þar trjesmíðaiðn og lauk sveinsprófi og að því loknu gerðist hann brátt afkastamaður mikill uin húsasmíð, Einar Pálsson. eígi aðeins hjer, heldur og víða um land. Smíðaði hann íbúðarhús og kirkjur í Árness- og Rangárþing- um, Gullbringu og Kjósarsýsln, Dalaþingum og Húnaþingi. En mest kvað þó að starfsemi lians hjer í Reykjavík og bera honum vitni um það Iðnó, Iðnskólinn, ís- landsbanki og mörg önnur stórhýsi Jafnframt var hann einn af á- hugasömustu mönnum Iðnaðar- mannafjelagsins, og ekki mun það honum síst að þakka að Iðnskólinn var stofnaður. Sá hann glögt hvers virði slíkur skóli yrði fyrir ís- lenska hagleiksmenn og íslenska list. Og það sýnir áhuga hans í þessu máli, að tvívegis sigldi hann til ixtlanda til að kynnast nýjungum í húsamálaraiist og dráttlist og kendi síðan dráttlist í Iðnskólan- um um mörg ár fvrir lítið endur- gjald. Mörg iðnaðarfyrirtæki studdi hann með fjárframlögum og ljet sjer yfirleitt mjög ant nm vöxt og viðgang íslenskrar iðnað- armannastjettar. Sjálfur var hann vandvirkur með afbrigðum og gerði þá kröfu til annara, að þeir vönduðu verk sín sem mest. Var honum ljóst, að svo fremi að ís- lensk iðnaðarmannastjett ætti að dafna og verða iandi og þjóð til sóma, þá yrði hver m’aðnr að gera þær kröfur til sjálfs sm að vinna æ betur með degi liverjum, færa sjer í nyt reynslu annara þjóða, rtyna að bætn við og breyta til eftir breyttipii staðháttum. Einar kvæntist Guðrúnu Lárettu Pjetursdóttur, er ljest í Vestur- lieimi 1920. Börn þeirra hjóna voru Steinunn, d. 1914 af slysförum vestan hafs, Guðrún kona Gísla sýslumanns Sveinssonar í Vík; Páll trjesmiður í Chicago, kvænt- ur Guðrúnu Jónsdóttur frá Undir- felli, Lára, gift J. Goodman málara í 'Chicago. Það fer að líkum, að jafn útsjón- arsamur atorknmaður, sem E. P- var, væri allvel efna'ður, enda var svo um skeið. Þó verður ekki um hann sagt, að hann sæti altaf sól- armegin í lífinu og urðu dagarnir einatt dimmari en ætla hefði mátt. Allmörg síðustu árin var hann þrotinn að heilsu og tæpast ann- arar lækningar þar að vænta en þeirrar, er hann nú hefir hlotið. Einar var maður vandaður til orða sinna og verka og mun því einnig hafa verið tregur til að ætla öðr- um annað en það besta. Of mlkil þekking. Hvert sem íslendingar fara, verða þeir að tala aðra tungu en íslenskn. íslenskan er svo lítt kunn, að flestir þeir, sem vita þó, að til er land, sem heitir ísland, hafa ekki hugmynd um, að þar sje töluð sjerstök tunga. Flestir halda, að þar sje töluð danska. . Hafa þeir komist á þá skoðun við að fletta upp í gamailli alfræðiorða- bók og sjá þar, að ísland lúti Dönum. Margir vita auðvitað ekkert uiii Island og fleiri þó eitthvað rangt, sem er verra en ekki. Þess vegna er það eitt af því, sem gleður livern íslendimg mest, þegar hann kemur til útlanda, að hitta fyrir menn, sem ekki aðeins vita glögg deili á iandi voru og þjóð, heldur líka hafa lært íslensku og hafa í hyggju að fara síðar til íslands og læra málið til hlítar af vörum þjóð arinnar. Og allmargir hafa komið a síðustu ár'um. Einkum Þjóðverj- ar. Hinsvegar hefir Englemþingnm ekki orðið tíðförult til íslands í þeim erindum. En um þetta leyti er breyting á orðin. Á sú siðbót upp- haf sitt í háskólanum í Leeds. Þar ei1 prófessor Gordon, mjJnll vinur Islands og íslenskra fræða og hinn niesti ágætismaður. Hann hefir komið heim til íslands og talar ís- hmsku. Mun að miklu leyti fyrir han-s áhrif sá mikli áhugi, sem ýmsir stúdentar í háskólanum í Leeds hafa á íslenskri tungu. Eru nú í ár og á næstu árum nokkrir þeirra væntanlegir heim í þeim tilgangi að læra málið. — En þótt undarlegt sje, getur þetta orðið þeim ' erfitt fyrir, því að þeir fá ekki að heyra íslensku heima á sjálfu fslandi. Allir tala þar ensku undir eins og þeir hafa veður af því, að Englendingur eigi í hlut, og það eins þó Englendingurinn hafi byrjað samtalið á i'slensku. En þetta er ekki rjett. Sá útlend- ingur, sem er að reyna að tala ís- lensku, gerir það af því að hann vill læra málið og þá er það skylda okkar að svara honum á sama máli, enda. ætti okkur að vera ljúft að gera þann igreiða. Það er gott. að geta gripið til enskunnar við þá Englendinga, er ávarpa okkur á ensku. Hitt er hvort sem er fágætara. Eru þessi orð aðeins rituð í þeim tilgangi að biðja. heiðraða ianda, einkum Reyk víkinga, að stilla sig með alla enskuknnnáttn rjett á meðan þeir eru að tala við þá Englendinga, sem ávarpa þá á íslenskn; svo geta þeir skrúfað frá undir eins á eftir. Er þessi beiðni- hliðstæð þeirri, sem kennari einn gaf einum lærisveini sínum, sem sífelt þurfti að koma að þekkingu sinlni eða öllu heldur vanþekkingu: „Reyndu Nýkomnar Barnagnmmíkápnr og hattar. S. lóiiannesdóttir. Æu«tui<stk<0tl 14. (P-eint á móti Landsbankanum), Simð ?887. Bifreiðastöð Olafs Bjðrnssonar Hafnarstræti 18, sími 2064 hefir bíla til leigu i lengri og skemri ferð- ir. Nýjar Drossíur og fyrsta flokks ökumenn Allskonar V a 1 d. Poulsen Slml 24. Klapparallg 29. að bíða þangað til að þjer kem- ur; þú sprin'gur varla ntan af Jciumáttuiini samt.“ Sá sem þetta, ritar, vonar líka, að svo illa takist eltki til, þó að ráði hans sje hlýtt. Leeds, 25.—6.—’29. H. Kon. Innflutning-ur áfengis. Af ómeng uðum vínanda var síðastliðið ár flutt til landsins 27,966 lítrar (tal- ið í 16°). Er það lieldur meira en tvö næstu árin á undan (1927: 22,900 lítrar, 1926: 26,000 ltrar). — Af koníaki var innflutningur- inn 1928 (talið í 8°) 1779 lítrar. Hefir sá innflutningur farið mjög minkandi hin síðari ár (1927: 2482 lítrar, 1926: 3900 lítrar). — Af Spánarvínum var innflutningur síðastliðið ár 91,057 lítrar og er það svipað eins og árið á undan, en 1924—26 var þessi innflutning- um niiklu meiri. Af öðrum vínföng um, svo sem rauðvíni, messuvíni o. fl„ svo og ávaxtasafa, var inn- flutningurinn síðastliðið ár 5987 lítrar og er það miklu minna en undanfarið (1927: 14 þiis. lítrar, 1926: 16 þús. iítrar, 1925: 22 þús. lítrar). —s. Af öli (óáfengu) flutt- ust inn 22,069 lítrar árið 1928. Síðustn árin liefir sá innflutningur verið liessi: 1924: 61 þús. lítrar, 1925: 104 þús. lítrar. Sennilega er ])að innlenda ölgerðin, sem dregið liefir svo mjög úr innflutnmgnum síðustu árin. — Af sódavatni flutt- ust inn 510 lítrar síðastliðið ár og af límonaði 134 lítrar. Af báðum 'þessum vörum er innfiutningurinn hverfandi lítill vegna innlendu framieiðslunnaí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.