Morgunblaðið - 24.09.1929, Síða 6

Morgunblaðið - 24.09.1929, Síða 6
Morgunblaðíð ) é S. lóhannesdóttir, Au>tupstk‘«ll I4.J, Skólaföt Matrósaföt Matrósafrakkar Unglingaföt Unglingafrakkar mikið og gott úrval í Solliubud. Siómenn i Það er allra álit, að smekk- legustu og bestu fötin, saum- uð eftir máli, sjeu frá Guðm. B. Vikar, Laugaveg 21. — Ábyrst að fötin fari vel. Af- greidd á 2—3 dögum. Gnðm. B. Vikar Laugaveg 21. Sími 658. Kl. 10 f. b. j og U. 3 e.h.j ferð anstnr f Fljðtshlíð : alla daga. | Afgreiðslusímar 715 og 716. • Bifreiðastðð j Beykjavíknr. j H austurvegum. Eftir Magnús Magnússon. í Kirkjubæjarklaustri. Kírkjubæjarklaustur er þekt i sögunni, bæði fomu og nýju. Þar nam land Ketill fíflski, en hann var sonur Jórunnar mann- vitsbrekku, dóttur Ketils flat- nefs, en um föðurætt hans getur Landnáma ekki. Ketill var maður kristinn og nefndi því bæ sinn Kirkjubæ, en á undan Katli höfðu Papar búið þar, og eigi máttu heiðnir menn þar búa. — Lagði Hildir Eysteinsson ekki trúnað á þetta og vildi færa bú sitt í Kirkjubæ eftír Ketil dauðan, „en er hann kom nær at túninu varð hann bráðdauðr; þar liggur hann í Hildishaugi". Síðar á öldum var svo staður þessi valinn handa konum, sem helga vildu guði líf sitt og lifa í skírleika og hreinleika. Og loks hafa í Kirkjubæjarklaustri búið margir veraldlegir höfðingjar, sem meira hugsuðu um þetta líf en hið tilkomanda — og voru þó menn kristnir. Nú býr Lárus Helgason alþm. þeirra Vestur-Skaftfellinga, eins og stendur, í Kirkjubæjarklaustri. Er Lárusi margt vel gefið og svip- ar að sumu til fornmanna bæði í yfirlitum og skapgerð. Hann er í meðallagi hár og gildur vel og eru það mest bein og vöðvar sem gild- leikann skapa. Dökkur er hann yf- irlitum, veðurtekinn í andliti, en liárið svart, stórskorinn nokkuð, en þó ekki til lýta. Málrómurinn er mikill og nokkuð dimmur og tungu takið er frernur erfitt, en sökum þess hve kjálkarnir eru sterkbygð- ir, verður tungan að hlýða, þótt fremur kjósi hún kyrðina. Hann er höfðingi heim að sækja, atorkusamur í búskap, afskifta- samur nokkuð og ráðríkur innan- sveitar, ferðamaður ágætur og svar imi fjandi Tíkar-Brands, en kann vel að meta ágæti hinna fornu drykkja, er forfeður hans drukku mann fram af manni, án þess að magaveiki eða aðrir goodtempl- arakvillar hlytust af. Á Aiþing'i á Lárus ekki heima, það á hann hvergi nema á sinni keigtn jörð, og svo er háttað eðli inargra okkar bestu bænda og hjeraðshöfðingja, þótt þeir sökum rnisskilnings sjálfs sín eða annara eða hvorutveggja, hafi stundum freistast til þess að gefa sig við því, sem þeir voru ekki til skap- aðir. Myndarlegt er um að litast á Kirkjubæjarklaustri og stórbýlis- legt. Túnið er mikið og rennisljett og liggur niður að Skaftá, sem fellur fram breið, lygn og vatns- mikil. Hefir Lárus nú gert skurði um land, sem er um 10 dagslátt- ur að stærð og girt, og verður það alt að rennisljettum túnvelli áður en langir tímar líða. Timburhús mikið er á Klaustri, sem Guðlaug- ur heitinn Guðmundsson mun hafa bvgt, er hann var sýslumaður V.- Skaftfellinga. Raflýsing er þar, súða og hitun. Mun stöðin hafa hostað um 17 þúsund krónur. — Víðsýni frá bænum og fjallasýn er ekki mikil, en þegar skamt niður i’yrir kemur, blasa jöklarnir við, og hin margbreytilega og stór- fenglega fegurð þessa hjeraðs nýt- ar sín til fulls. Fundurinn í Klaustri. Þegar við konram að Klaustri, var okkur sagt, að fundurinn væri ekki settur, en forseti sameinaðs þmgs hefði á meðan fólk var að tínast að, notað tímann til þess að flytja fagnaðarerindi samvinnunn- ar. — Sagði einhver, sem á hafði hlustað, að erindi forsetans væri líkast ræðu hjá pokapresti; mein- laust og gagnslaust. — Skygnd- umst við Sjálfstæðismennirnir inn í fundarhúsið og þar har fyrir augu okkar ein af hinum mörgu andstæðum, sem þessi sýsla hafði sýnt okkur á ferðalaginu. — Inni í þröngu og lágu fundarhúsinu sátu nokkrir menn, flestir aldur- hnignir og beindu augum sínum í austurátt, — í *áttina tií Öræfa- jökuls, hæsta fjallsins á íslandi. En stafn hússins fól sýn jökuls- ;ns, og þótt hann hefði enginn ver- ið, þá hefðu þessir menn samt ekki mátt líta hann, því að sköpunar- verkið, sem drottinn almáttugur skapaði- í sinni eigin mynd — Magnús Torfason forseti Samein- aðs þings — skygði á alt útsýníð. Hár og tígulegur stóð hann þar í öllum sínum mikilleik og talaði við bændurna í Vestur-Skaftafells- sýslu æins og faðir við börn sín á dauðastundinni. — Lág, ónota- lega skerandi og sundurbútuð hrutu orðin eitt og eitt á stangli frá forseta og urðu að löngum knúsUðum setningum um bölvun samkepnnmar en " blessun sam- bjálparinnar. — Föðurleg áminn- ing til hinna skuldugu bænda, að stofna ekki til skuldanna hver út af fyrir sig, heldur í náinni sam- vinnu og samábyrgðartilfinningu. — En sunnan undir húsinu lá unga fólkið í sólskininu og skeytti ekki um það í ljettúð æskimnar, að hlusta á sjúkratryggingarræðu ];essa aldurhnigna og reynda manns, sem fyrst slepti sjálfstæð- inu og fól sig vernd samábyrgð- arinnar, þegar hrÖrnun líkamans tók að ágerast og andinn að þurfa hressingar salmíakspíritusins við. Framh. Verstunarnámsskeið. Lengi hefir verið þörf á nám- skeiði fyrir verslunarfólk, þar sem því væri veitt hagnýt mentun í tungumálum og helstu verslunar- greinum. Að vísu hafa nokkrir kvöldskól- ar starfað undanfarandi ár, en þeir hafa ekki getað fullnægt þeim kröfum, sem gerðar hafa verið og gera á til slíkra skóla, svo að íull nauðsyn er að bæta úr þessu. Fyrir tveim árum hjelt verslun- armannaf jelagið „Merkúr“ nám- skeið fyrir verslunarfólk, sem vildi afla sjer aukinnar þekkingar í verslunarfræðum. Námskeiðið var vel sótt og tókst ágætlega — varð nemendum að gagni og fjelaginu til sóma. I vetur ætlar sama fjelag að halda uppi námskeiði með svipuðu sniði og áður, ef nægileg þátttaka iæst. Kent verður í fimm mánuði (október, nóv., jan., febr., mars), á kvöldin frá kl. 8 til 10. Nám- skeiðinu verður skift í tvær deild- ir, deild fyrir þá, sem lítið hafa lært áður, og aðra deild fyrir þá, sem lokið hafa prófi frá Versl- unarskólanum, eða öðlast hafa á- iíka þekkingu. Kent verður þrjú kvöld í viku í hvorri deild, og þessar námsgreinar verða kendar: Bókfærsla, reiknfngur, þýska, hag- fræði og verslunarsaga. — Tvær síðastnefndar greinir verða kend- ar með fyrirlestrum. Til kenslunnar mun verða vand- að hið besta, og húsnæði hefir ver- ið fengið endurgjaldslaust í Landa kotsskóla. Kenslugjald er afar- lágt, svo flestum eða öllum mun verða kleift að sækja námskeiðið. ■mrmmnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmma^mmmm Ástin sigrar. — Ekki ennþá, svaraði Diana. — Ekki ennþá? — Iíann ætlar að borða kvöld- verð í kvöld hjá Newlington. Ruth lá við að æpa upp. llún hnje niður á stólinn aftur, eins og þessar frjettir hefðu yfirbugað hana. Nú varð löng þögn, sem gerði Díönu reiða, því að hún heiintaði að fá að vita, hvað fra'iika hennar hugsaði um þetta. — Það verður að gera honuin aðvart, hjelt hún áfram. — En hvernig ætti það að verða? spurði Ruth. — Ef við gerum hon- Biöjiö um Colman’s Fæst allstaðar. Timbuffnrepsliin n P.W.Jacobsen & Sðn. Stofnuð 1824 Slmnefnii Granfuru — Carl-1 undsgade, K henhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupm.höfn. Eik til skipasmíCa. — Einnig heila skipsfarma frá SvíþjóC. Hef ver>slað við ísland 80 áe*. ar Schlflter < CCCCCC fjórgengis þjapparalaus diesselvjel, sparneytin ódýr en góð. Hafnarstræti 18. fl.f. Bafmagn. S í m i 1005. Barneplejeatdellng. Grundlg praktisk os tsoretisk Underoisnlns i alt husllít Arbelde os Bemepleje. Skolen udpidet - Centralcarme operalt - Nyt Kursus besynder 1 Nonember o$ t. nej. Pris 115 Kr. mdl. - Protjram sendes. - 5t#tsunderst0ttelse Kan seses ^Trií.^SoreKn _n ^ úestergaard, rorstanderindi. VOrnbílar Stefáns 111. Bergmanns fara daglega milli Keflavíkur og Reykjavíkur, og flytja <■- n—w allskonar vörur gegn sanngjarnri borgun. Afgreiðsla þeirra í Reykjavík er á Laugaveg 33, hjá kaupm. SÍMONI JÓNSSYNI, Sími 221, heimasími 2236. í Keflavík hjá STEFÁNI BERGMANN, Sími 15. um aðvart, þá svíkjum vijð Sir Rowland. — Sir Rowland! endurtók Díana með fyrirlitningu. — Og Richard, hjelt Ruth áfram. — Já, og Newlington, og allir þessir bölvaðir þorparar, sem eru tengdir við þetta morðfyrirtæki. Iíana þá, helt hún áfram, .ætlar þú að aðvara hann eða á jeg að gera það. Augu Ruth hvörfluðu yfir hið föla og órólega andlit frænku sinnar. Hefirðu hugsað um það, hvað þetta hefir í för með sjer. Hefirðu hugsað um aumingja fólkið, sem, mun þjást, þar til her- toginn verður handtekinn og bund- inn verður endi á byltinguna. — Jeg hefi ekkert hugsað um það, svaraði Díana, en jeg veit. að Wilding er hjerna og það er mjög líklegt að hann verði drepinn áður en klukkutíminn er liðinn . — Segðu mjer, ertu viss um þetta, sagði Ruth. — Jeg heyrði mann þinn segja það sjálfan, svaraði Díana og s&gði henni í fám orðum frá þvi hvernig hún mætti Wilding. Ruth sat, um stund og horfði í gaupnir sjer, á meðan hún velti fvrir sjer því, sem Díana hafði sagt henni. — Hvað á jeg að gera, Díana? spurði hún loksins. -— Það er ekki nema eitt, sem þú getuiv gert. Farðu og gerðu Wild- ing aðvart. — En Richardf — Wilding bjargaði lífi Ric- liards. — Já, jeg' veit það, 'mjer ber skylda til að .gera honum aðvart. — En hversvegna hikar þú þá? -— Mjer ber líka skylda til að halda trygð við Richard, og að hugsa um blessað fólkið-, sem hef- ir látið ginnast út í þetta, sagði Ruth hálkkveinandi. Ef að jeg vara Wilding við, þá er alt ónýtt. Díana stappaði niður fætinum bálreið. — Ef að jeg hefði biiist við, að þú værir svona, þá liefði jeg sjálf gert honum aðvart. — Hvers ^gna gerðir þú það ekki ? — Af því að mjer fanst jeg mundi gera þjer greiða með því ,j gefa þjer tækifæri til að greiða skuld þá, er þú stendur í við Wilding. — Díana, jeg get það ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.