Morgunblaðið - 05.11.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1929, Blaðsíða 6
HO«GL KBLAÐIÐ Æ flesi kaup _á Hýjniii.'iiiðnrsoðimm og þnrknðnm ávöstnm þ flersl. foss, Laugaveg 12. Sími 2031. Hvensokkar ob Tricotine- nærfatnaðnr. Fjölbreytt nrval. V/erstunin Eeill lacohsen. Haframjöl, rúgmjöl, hveiti, hrísgrjón, kandís, mefis. Alt verulega ódýrt. Von. Brjóliö ekhi heilann um það hvaða sögu þjer eigið að kaupa, en spyrjið þá sem eru á- skrifendur að »LEYNDARDÓMAR PARÍSARBORGAR« hvernig þe m liki sagan. — Hin eiginlega trú okkar, er trúin á föðurlandið, segja Jap- anar. Forfeðradýrkun þeirra er einn liðurinn í þessu. Hverrar trú- ar sem þeir eru, þá dýrka þeir forfeður sína og landið. Það stafar einkennilegum kulda af föðurlandsást Japana. — Oli ástæða er til að dást að kjark þeirra og fórnfýsi, en það er eins og allan eld vanti. Þeir ganga öllum verkum sínum í þágu föður- landsins með einhverjuin kulda o rólyndi, sem virðist stinga í stúf við áhuga þeirra og fórnfýsi. Það se'm Japan virðist helst vanta á vorum tímum, er íhugun og kyrð. Því að þrátt fyrir allan hávaðann um ágæti þjóðarinnar og hitann í undirróðri kommún- istanna, er þjóðin kærulaus fyrir því, sem fyrir henni liggur. Þjóðin er eins og sjúklingur, sem hefir háan hita. (Berl. Tidende.) Frá Ellitteimilinn. Það eru svo margir að spyrja ujn hvernig gangi að „koma upp“ Elliheimilinu nýja og nokkrir farnir að panta þar herbergi fyrir háaldraða vandamenn sína, og því ijettast að skýra ofurlítið frá horfunum. Húsið er komið upp og hækkar ekki úr þessu nema ef til vill reyk- háfurinn, og æðimargir eru önnum hlaðnir við múrsljettun innan húss. Hurðirnar eru á leiðinni frá Ame-. ríku og eru úr einhverjum ágætis- við, sem jeg man ekki nafn á. — Trjesmiðir vinna að umgerðinni urn glugga og hurðir og útlitið gott að húsið geti hýst fjölmarga gésti í vor, e f nægilegt fje Verður til að greiða verkamönnunum í vetur. Það er búið að gieiða þó nokkuð á þriðja hundrað þúsund krónur fyrir efni og vinnu og „kassinn“ auðvitað hálftómur. En það er allvæn auðsuppSpretta ótæmd, þar sem eru skuldabrje'fin, sem EIli- heimilið fjekk að gefa út með ábyrgð bæjársjóðs Reýkjavíkur. Þau eru alveg nýprentuð, eru 240 að tölu, hvert á 500 kr. og árs- ,ext.rnir 6y2%, en greiddir tvisv- ai á ári. Útsöluverð þeirra verður j6% af nafnverði, — og þau verða innbyrt smám saman á 20 árum, svo að í raun rjettri ei ujer ágætt tækifæri fyrir þá, s eiga fje á vöxtum hvort sem er, enda voru 7 brjef keypt sama dag- mn og þau komu úr prentsmiðj- unni, og von á meiru. En ekki er þess að dyljast, að. það er alveg undir sölu þessara brjefa komið, hvort unt verður að fullgera húsið fyrir vorið, og færi svo ólíklega, að salan yrði treg, og því ekki unt að ljúka við húsið, þá missir Elliheimilið tugi þús- unda, sem það annars á von á í húsaleigu næsta sumar, — og al- þingishátíðarnefndin verður í enn meiri vandræðum með gistingu hjer í bænum handa langferða- mönnum vestan tir Bandaríkjum og víðar. — Jeg veit ekki, hvað öðrum kann að finnast, en mjer fihst það afar óviðfeldið, fyrir bæ- inn og landið alt, ef stórhýsi með yfir hundrað herbeTgjum væri mjög langt á veg komið um hátíð- iha, en þó ekki svo langt, að unt væri að hýsa þar gesti, og þeir svo f vandræðum með gistingu hundr- uðum saman. Vjer skulum vona, að |ekki komi til þess og margir kaupi brjefin*.og það sem fyrst. Þar sem enn er óráðstafað mik- illi vetrarvinnu í Elliheimilinu fyr- ii trjesmiði og málara, er rjett að geta þess, að þeir verða látnir sitja fyrir henni að öðru jöfnu, sem tek- ið geta umrædd skuldabrjef upp í vinnu sína að einhverju leyti. Ekki má jeg enda svo þessa grein, að jeg lýsi e’kki þakklæti okkar í garð þeirra, sem mest og best liafa hjálpað til að koma hús- inu upp. Bæjarstjórn Reykjavíkur og Landsbankinn hafa eiginlega hjálpað um alt lánsfjeð hingað til. Samt er það ein tekjulind, sem ekki hefir enn orðið eins drjúg og við var búist. Við bjuggumst sém sje við því, að ýmsir mundu fara að dæmi þeirra systkinanna Helga Jónssonar trjesmiðs, Vest- mannaeyjum, frú Margrjetar Jóns- dóttur, Sveins Jónssonar kaupm. og Guðmundar-i Jónssonar í Rvík. Rvík. Þau hafa helgað minningu for- eldra sinna herbergi á Elliheim- ílinu nýja með því að gefa nokkur þúsund kfónur í byggingarsjóð þess, og bæta árlega við á gift- ingardegi foreldra sinna — nú síð- ast 26. f. m. 200 kr. — jafnframt því, sem þann dag er „veislu sieg- ið upp“ fyrir heimilisfólk Eili- heimilisins að fyrirmælum þeirra! Við erum altaf að vona, að ein- hverjir aðrir reisi sínum foreldr- um svipaðan minnisvarða með styrlc til byggingarinnar og glaðn- ingar gamla fólkinu. Það sannast, að einhverjir hugsa: „Þetta hefð- um við átt e'innig að gera“, er þeir síðar sjá 2 samliggjandi herbergi ætluð elstu hjónum Elliheimilis- ins, en helguð minningu þeirra hjónanna Jóns Helgasonar og Guð- rúnar Sveinsdóttur, er síðast bjuggu á Leirum undir Eyjafjöll- um. — En það er raunar ekki of seint enn, að minnast foreldra sinna á, svipaðan hátt. S. Á. Gíslason: Tólf ára drengur drepur ljón Enska blaðið „Morning Post“ birti nýlega grein um ungan dreng sem drap ljónynju. Hann var að gæta fjár nálægt Lorenzo Marques í Suður-Afríku. Stökk þá ljónið fram úr skógarþykni og rjeðist á uxa:, Drengurinn varð ekki vitund hræddur. Hann hafði boga með örvum, og skaut hann einni örinni á ljónið. Kom hún í kvið þe'ss, en af umbrotum þess þrýstist hún lengra inn. Drengurinn gekk síðan nær því og skaut að ]iví annari ör. Sú ör kom í augað, og varð hún ljóninu að bana. Kennarar barnaskólans. Fastir kennarar við skólann hafa nýléga verið skipaðir EHas Eyjólfsson, Hafliði Sæmundsson og Margrjet Jcnsdóttir, en settir kennarar Níel- sína Ásbjarnardóttir og Sigríður Hjartardóttir. , Astin sigrar. sinni röð, að vafasamt er, hvort nokkuð slíkt he'fir fyr eða síðar átt sjer stað. Engin tiltök eTu hjer að lýsa öll- um þeim hörmungum, sem dundu yfir hertogasinna. Vegirnir nálægt Sedgemoor voru girtir gálgum, og á hverjum gálga liengu lík. Öll þau ósköp, sem þá dundu yfir, gerðu sitt til að lirella allan lands- lýð, þó ekki hefði verið meira en að þeir hefðu se'tið hlutlausir lijá. Það var enginn vafi á því !eng- ur, að Sir Rowland var þorpari. Það er að vísu ekki víst, nema hann hefði getað orðið betri mað- ur, ef aðstæður hefði verið aðrar, en af því að hann var veikur fyrir, ög reýhslán ér sú. að óþokkaverk cTu venjulega hægari en dreng- skaparverk, lá það mjog nærri að hann veldi hin fyrri að æfistarfi. Það var heldur ekki, þegar hjer var komið sögunni, annars úrkosta fyrir hann. Hann var eins og veiði- dýr. Skuldheimtumenn voru á hælum hans eins og hundar. Hann mátti ekki vera í London, því að þar var hann al]iektur að fjár- hættuspili. Það var því ekki að furða, að hann hafði valið að vera þama uppi í sveit, einkum þar sem hann gat átt von á auð- æfum Ruthar. Það kann að virðast furðulégt, að þau systkin skyldu geta ljeð afsökunum hans eyra, en hann notaði til þess afareinfalda aðferð. Þegar hann kom fyrst til heimilis þeirra eftir þennan atburð, sagði Jasper honum, að þan „vildu ekki taka á móti honum. — Segið húsbónda yðar, svarið hann brosandi, — að það sje ekki óskvnsamlegt af honum að tala við mig. Þetta sama skuluð ]>jér segja frú Wilding. Jasper gamli fór með þessi skilaboð, og hann sagði þeim systkinUm frá giottinu, sem hefði verið á andliti þorpar- ans, þegar hann hefði sagt þetta. Nú var Richard að mörgu leyti orðinn afar bieyttur, síðan nóttina sælu. Hann hafði tekið þeirri makalausu breytingu, að hann var orðinn stiltur og guðhræddur mað- nr, og þessi breyting stafaði frá því, að hann hafði te'kið í hönd Wildings, þegar Wilding gekk út í dauðann. Hann var hættur að drekka, og hann iðraði nú sáran hinnar fyrri framkomu sinnar. — Anthony Wilding mágur hans var nú orðin fyrirmynd hans, og á milli þess sem hann þuldi bænir og barði sjer á brjóst, sat hann og útmálaði fyrir sjer, hver dreng- ,skaparmaður mágur hans hefði verið, og hve sælt- væri að vera jafn mikill maður. Hann eyddi mörgum tímum á dag í það að lesa Ritninguna, og á milii þess sem hann las, barði hann sjer á brjóst og ákallaði guð. Til grundvallar fyrir þessari miklu breytingu lá auðvitað veikleiki iians, sem gerði þessi snöggu um- skifti möguleg. Þegar liann heyrði skiiaboð Rowlands, varð hann hræddur, því að harin vissi, að Rowiand gat enn með tungu sinni spilt fyrir fólki, enda þótt gengi hans hjá konungs- mönnum hefði rýrnað all-mildð nóttina sælu, þegar hann misti alla mennina fyrir Feversham. Honum vár því hieypt inn, og hann var hvorki verri nje' betri en við liöfum þegar kynst honum. — Hann gekk til Ruthar, sem sat þar í stofunni á drifhvítum kjól. Hún var ákaflega alvarleg. Dökkir baugar voru í kring um augu hennar, og það var auðsjeð, að hún hafði grátið mann sinn. — Jeg er kominn, sagði hann niðurlútur, — til að gera meir en að tala um sorg mína og iðrun. Jeg er kominn til að bjóða ykkur greiða. —' Við óskum einskis greiða af yður, herra minn, svaraði Ruth og málrómur hetinar var ískaldur og harður. Hann varpaði öndinni og sneri sjer að Riehard. — Mig tekur þetta sart sagði hann við þennan fyrverandi vin sinn. — En hætt- urnar tiíða yklcar alls staðar, og jeg hefi enn þá áhrif hjá konungs- ,mönnum....... Það þarf ekki að lýsa því hvern- ig han hjelt áfram. Allir, sem lesið hafa þessar línur, vita að 'hann hikaði ekki við hverskonar dóna— skap til að koma ár sinni fyrir borð. ------- ---- ■" , L.'-l Eftir veikiBdt er Idozan besta styrkin armeðalið. Fæst í iyfjabúðum. Neftfibok það besta i borglnnl fæst t Havana. Anstiirstræti 4. Stmi 1964 Vefiskri: Skaf'tpottar emaill. 0,65 Dörslög frá 0,75 Pönnur frá 0,85 ■■ jtr- i i n im n ■ihiiiiii.i . OMMI Kökuform frá 1,00 Flautukatlar aluminium 3,75 Flautukatlar blikk 0,75 Sykursett postulín L§ö Mjólkurkönnur frá 0,71 Fiskspaðar aluminium _ 0,50 Áusur aluminium 0>75 iwottabretti 2,65 Ávalt ódýrast hjá I Mm gifflssDH, Bankastræti 11. Vicioiía ptinsessa gjatdlirota. Victoria prinsessa, systir Vil- hjálms Þýskalandskeisara, sera g'iftist Rússanum Subkof, er nú, oi'ðin. gjaidþrota. Á hún það ekkí síst hjónabandi sínu og afleiðing- um þ'ess að þakka. Þann 15. f. m. var 'vmldið nauðungarupþboð á eignum hetmar í Bonn. Þégar uppboðið byrjaði, vora um 4—500 manna mættir. Vora það mest útlendingar, Ameríku- menn, Holleridingar, Englendingttr og Erakkar. Einnig voru fáeinir fulltrúar þýskra blaða og erlendra frjettastofnana. Merkilegt þótti, að hvorki enaka hirðin, nje keisarahirðin í Doorn sendu neina fulltrúa til að kaupa þá liluti, scm sjerstakai- minjar voru bundnar við. Uppboðið gekk fremur fljótt. Lágt verð fjekst fyrir hlutina, jafnvel þá dýrustu og merkileg- ustu. Það voru helst. amerískir auðmenn, sem keyptu og lista- verkasalar úr Evrópu. Ekkert fjör var í boðunum. Þau komu dræmt, og í einn af merkilegustu hlut- unum fjekst ekkert boð. Það var silfurlíkneski af Friðriki milda, 1750 grömm að þyngd. Elcki vita menn, hve mikið fjekst fyrir hlutina, en svo mikið er víst, að það kemst ekki nálægt því, sem skuldir hennar nema.—• Hún skuldar alls % miljón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.