Morgunblaðið - 05.11.1929, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.11.1929, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 5. nóv. 1929. / 5 “Bermallne” Hin stöðugt vaxandi sai ,Bennaline‘ brauða er best eönnunin fyrir gæðum þeirr — Ef þjer eruð ekki þegt> Bermaline-neytandi, þá byr} ið í dag. Regnkápur og Regnhlífar fyrir Dömur og Herra, Mikið úrval hjá S. lohannesdóttur. SolfmMð, beint á móti Landsbankannm. Eldavjelar, svartar og emaill. pfnar, emaill. l»vottapottar sv. og emaill. Ofnhringir og rör eldf. leir og steinn hjá C. BeUreus, sími 21. Stálskautar OQ járnskautar. Allar stærðir. VALD. POULSEN. Sími 24. : Fyrstasflokks : sanmastofa : fyrir karlm nnafSt. • Úrval af aÍÍskonar • fataefnnm : finðm. B. Vikar • Langaveg 21 Sími 658 lifur og MSrtu Ktein, Baldnrsgtta 14. Sfml 73. fil Ufllsstuia alla daga kl. 12, 3 og 8. Bifreiðastöð Kristlns & finnnars Hafnarntræti 21 (hjá Zimsen). Símar 847 og 1214. Frá Japan. Nýr hugsnnarháttur og gasaall. Eitt sem einkennir Japana einna mest, er stilling, enda þykir það ein fegursta dygð meðal þeirra. Það heyrist næstum aldre'i að tveir Japanar munnhöggvist, heldur koma þeir ætíð kurteislega fram hver gagnvart öðrum, og vilja heldur kurteisa lygi en dónalegan sannleikann. Það væru ýkjur að segja, að okkért finnist í fari þeirra annað en virðingin fyrir gömlum venjum. Fjárbrall og svik eiga sjer stað þar engu síður en annarstaðar. En hitt er jafnsatt, að virðing þeirra er mikil fyrir hinum óskrifuðu Jögum hversdagslífsins. Ein al- gengasta hefnd þeirra er að rista upp á sjer kviðinn. Vilji Japani láta í ljós hatur sitt, eða fyrirlitn- ingu á fjandmanni sínuin, gengur hann til hans og ristir upp kvið- inn á sjer fyrir framan hann. — Þetta þykir magnaðri hefnd en að drérpa manninn, eða gera honum aðra. skráveifu. Það vakti nýlega feikna-athygli í Japan, að lögregluþjónn drap háskólakennara e'inn. Það upplýst- ist síðar, að háskólakennarinn var meðlimur verkamannaflokksins, er bannaður hefir verið ]iar í landi. Lögregluþjónninn var aftur á móti meðlimur þjóðerliisflokks, sem kallar sig fjelag hinna sjö fæðinga, og skyldar meðlimi sína til að sýna trúmenskn næstu sjö líf. Slík fje- lög eru tfl í hundraðatali í Japan. Sum þeirra hafa líka útlendinga- hatur á stefnuskrá sinni. Það ev eldur í beinum þjóðernissinnaðra Japana að sjá útlendingana vaða aistaðar uppi. Þeir dansa í veit- ingahúsunum við japanskar stúlk- ur eins og þeir eigi í þeim livert bein og stúlkurnar þar eru, eins og víðar, hrifnar af útlendingum. Það er ekki langt síðan að eitt hinna leynile'gu þjóðernisf jelaga ákvað að binda enda á útlendinga- dekrið. Nokkrir me'nn útbjuggu sig með grímur fyrir andlitunum, og stutt sverð. Þegar dansinn stóð sem hæst á laugardagsltvöldi í Imperial Hotel í Tokio, rjeðust þeir þar inn albúnir þess að láta mikið blóðbað fara fram. Fyrir einstakt snarræði hóteleigandans varð samsærinu afstýrt. Hann skipaði hljómsveitinni að leika þjóðsönginn japanska og samsæris- menn báru alt of mikla virðingu fyrir söngnum til að hafast nokk- uð að, heldur stóðu þeir í he*r- mannsstellingum á meðan hann var leikmn. Aðui en hljómsveitin hafði lokið við sönginn í annað skifti, var lögreglan komin 0g hafði tekið samsærismennina fasta. \ „Hættulegar hugmyndir". Vegna kurteisi við Rússa, nefna Japanar aldrei undirróður Bolsje- vikka. Bolsjevismann kalla þeir „hættulega hugmynd." Það er ekki að ófyrirsvnju að þe'ir óttast að landið verði litað rautt í bylt- ingu, því að næ.st Rússlandi eru rit Karls Marx lesin mest í Japan. Orsökin til þessa mun vera óá- nægja, sem sprettur af vaxandi at,- vinnuleysi. Fýrir nokkrum árum, gátu 60% útskrifaðra stúdenta fengið atvinnu og embætti þegar eftir próf, en nú eru aðeins um 20%, sem atvinnu fá. Þegar hinn akademiski öreigalýður, sem venju lega er vel að sjer í Evrópumál- um meðtekur kenningar kommún- sta, er hins versta að vænta. Sú hefð er löngu úr gildi, se'm íður ríkti, að efnaðir ættingjar væru skyldir að sjá fyrir fátækum skyldmennum. Eina lansnin á þess- um vandamálum virðist menta- mönnunum sú, að breyta skipulag- ’nu. Það er ekld langt síðan að fjöldi prófessora og stúdenta fengu opinbera styrki til að framast í Evró]iu. Þetta er nú með öllu lagt niður, sökum þese að reynslan er sú, að þeir koma aftur fullir af nýjum hugmyndum, sem e'ru hættulegar friði í landinu. Stúdentar starfa að mörgu- á námsárunum. Margir þeirra ráða sig sem þjóna á veitingahúsum, aðrir fást við að selja bækur og smávöru á götunum. Líf þeirra er erfitt, og samfara ómeltri mentun ryðja kenningar byltingamanna sjer óðum til rúms meðal þeirra. Lögreglan er alstaðar á verði. — Meðal stúdentanna e'ru -margir njósnarar. Kærum fjölgar og eng- inn er óhultur með öllu, því að sakir þurfa ekki að vera miklar. Með þessu móti espar lögreglan mótstöðu byltingarsinna og gerir þá enn lieitari. Aðstaða náms- manna er erfið. Flestir eru þeir fátækir. Þeir herjast hraustlega við sult og fátækt og fá ef til vill ekki annað að launum en rýr em- bætti eða alls engin. Atvinnuleysi hefir vaxið stór- kostlega, síðan samtak fjölskyld- anna hvarf. Atvinnulausir eru nú um 3—400.000 og í Tókíó einni saman er búist við, að tala þeirra verði í vetur um 70.000. Framfarir hafa orðið svo stór- kostlegar í iðnaðinum, að nú er tala verkamanna í ve'rksmiðjúm um 40 sinnum hærri en árið 1900. Iðnaðarsveinn í Japan hefir um 3 yen (h. u. b. 5 krónur) tekjur á dag. Aðrir, sem ekki hafa lokið prófi í iðninni, hafa ekki nema 2 yen á dag (3—4 kr.). Menn hafa af vísu heyrt, að vinna sje lje- lega horguð í Austurlöndum, en jafnvel þótt Kínverjar sjeu allra manna sparneytnastir, þá e‘r öðru máli að gegna með Japana. Þeir eru ekki eins sparneytnir, og auk þess er dýrt að lifa í Japan. — Meðalverð þar er 20% hærra en í Englandi. Árangurinn af þessu er, að þjóð- in hefir ekki nóg fyrir sig að leggja. Ve*rst fer kaupgjaldið þó með þá, sem áður hafa lært. að lifa eftir Evrópusiðum — mentuðu millistjettanna. Siðir þeirra hafa fágast. f>eir hafa vanist á að borða póleruð hrísgrjón. Nú verða þeir að venja, sig 4 að borða þau með hýði, af því að í hýðinu er meira vitamin. Ostaiðnaður fer í vöxt, og er rekin mikil starfsemi í þá átt að útbreiða nevslu á osti. Árste'kjur þjóðarinnar saman- lagðar nema 13.382.323.000 ven. — Verða það 224 yen á nef, því íbúar eru 70 miljónir. Að meðaltali á Timburversiun P. W.Jacobsen & Sön. Stofnud 1824.^ Simnefnii Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. 8elnr timbur í atærri og smærri sendingum frá Kaupm.höfn. Eik til *kipasmíB&. — Einnig heila skipsfarma frá 8víþjó8. Hef #e»*flad við ísland 80 ái-. TOSKS WK«ll Railýsið < <m vielbáta yóar j ifnspennu-rafai. — Leitið tilboða hji H.F. RAFMAGN. Uatnar"træti 18. Sími: 1005. hver nraður að lifa á tæpum 19 yen á mánuði (rúinlega 30 kr.). Eftir hagskýrslum fara 15%, í skatta, en 15% eru lögð á spari- sjóð (af öllum tekjum samanlögð- um). T raun og veru verða menn að reikna með miklu lægri og raunalegri tölum. Fæstir verka- menn liafa me'iri tekjur en sem svarar 120 yen á ári, miðað við heila fjölskyldu. Til samanhurðar má geta þess, að árstekjur enskra verkainanna eru að meðaltali fjór- um sinnum hærri og er þó, eins og áður er sagt, ódýrara að lifa í i — Englandi en í Japan. Offjölgun fólks er sú liætta, sem | • öðrum frémur er ástæða til að J óttast fyrir Japan. Meðal hinna j J mörgu þjóðernisfjelaga eTu til fje- lög, sem innræta fjelögum sínum, að skylda þeirra gagnvart þjóð- j • inni sje að eiga sem flest börn. • Að vísu eru mörg áhrifamikil blöð, • svo sem „Osaka Mainichi“, sem • kemur út í miljónatali, sem prje- J dika nauðsyn á takmörkun! * ^ i • barneigna, en fólkinu fjölgar engu ! • að síður. í fyrra fjölgaði því uín, j 900 þús., en í hitteðfyrra um 850 1 • þúsundir, og í ár mun fjölgunin verða me’iri en nokkru sinni áður. Byltingasinnar skella auðvitað ailri slculdinni á stjórnarfyrir- kontulagið og auðvaldsstjórnina. Ótal leiðir hafa verið reyndar til að veita fólksstraum út úr landinu, en hingað til hefir ekkert landnám gefist vel, nema Kali- fornia, en þar hafa Ameríkumenn lokað fyrir innflutning. Helst vilja Japanar hvergi vera, nema í Jap- an. Þeir vilja lifa saman, í smá- híbýlum me'ð litlum görðum. Þeir j hafa engan smekk fyrir stórfeldri náttúru, og þeim líður illa innan ara fjöll og kletta. Óttinn við hinar ,hættulegu hug- myndir* grefur um sig meðal stjórnmálamanna í Japan. Það er þeim mun hastarlegra fyrir þá, þar sem þeir liafa alla tíð haft, mestu tröllatrú á ágæti stjÖrn- skipulags síns. Menn vita ekki, hvort er betra, liinn æsti þjóðernis- gorgeir e'ða kenningar byltinga- manna. Það er ]iá aldrei nema skó- bótaskifti, segja þeir og ypta öxlum. Þjóðardrambinu er sífelt verið að berja inn í meðvitund þjóðar- innar. Ekki alls fyrir löngu liefir einn vísindamanna þeirra fundið Vetrarfrakkar Nýjar birðir teknar npp í gær. Vöruhúsið. n’dlippúiur. Hndlitscresm. Hndlitssápur og Ilmwðtn er Avalt ódýrast og best i Aðalumboðsmenn Hvannbergsbræður. það út, að Japanar sjeu fuílkomn- ast þjóð heimsins, bæði að líkaiw- legu og andlegu atgervi. Hann hefir í mörg ár haft á hendi hinar flóknustu mannfræðirannsóknir, og er nú loks búinn að komast að- fastri niðurstöðu í þeim efnuln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.