Morgunblaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÖIÐ z f Frú Hólmfríður Kristjánsdóttir andaðist að heimili sínu síðastl. föstudagskvöld , 68 ára að aldri. Hún var gift Gesti Vigfús syni , og eru 2 börn þeirra á lífi. Kristján L. Gestsson versl- unarstj. og Kristjana, sem dvel ur nú í Ameríku. Hólmfríður sál. var dugnaðarkona, trygg- lynd, vinaföst og hjálpfús. Hún dvaldi mestan sinn aldur hjer í bæ. Hæstirjettur. j Dómsvaldið. Bamkvæmt 2. gr. stjórnarskrár- innar er ríkisvaldinu skift í þrjá meginþætti: löggjafarvald, fram- kvæmdarvald og dómsvald. Lög- gjafarvaldið er hjá Alþingi og kon ungi í sameiningu, framkvæmdar- valdið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum. Þótt svo sjp að orði komist í stjórnarskránni, að framkvæmdarvaldið sje hjá kon- ungi, er vald þetta í raun og vefu hjá þeim ráðherra, sem stjórnarat- hafnirnar framkvæmir. Ráðherr- 0 ann ber ábyrgð á stjórnarfram- kvæmdum, en konungur er á- hyrgðarlaus. Dómsvaldið er þvi einn þáttur ríkisvaldsins. í margar aldir var teðsta dómsvaldið í íslenskum mál- um í höndum erlendrar þjóðar. Hæstirjettur Dana hafði jþetta vaid. Þetta ástand var e'itt af mörgum táknum þess, að ísland var ekki sjálfstætt ríki, heldur háð orlendu valdi. Þessu kunnu íslerid- ingar illa og gerðu margar til- raunir til að fá æðsta dómsvaldið flutt inn í- landið. En þetta fjekst ■ekki fyr en fullveldisviðurkenning ín var fengin með sambandslögun- um frá 1918. Dómsvald og framkvæmdar- vald. Allar siðaðar þjóðir kappkosta að vanda sem best til dómsvalds- ins, gera það sem öruggast og sjálfstæðast. Enda er ekkert jafn- áríðandi hverju þjóðfjelagi eins og það, að rjettarfarið sje í lagi og að dómstólarnir njóti fullkomins trausts, jafnt iitnnlands sehi innan. Dómstólarnir skera úr deilum manna, ekki aðeins deilum þegn- anna innbyrðis heldur og deilum milli valdhafanna og þegnanna. Vilji .pólitískur ráðherra misbeita vmldi sínii gagnvart þegnum lands- Ins, geta þeir skotið deilumálunum til dómstólanna og fengið sinn fulla rjett.. Hver se'm í hlut á, er kjörorð rjfettláts dómara jafnan eitt og hið sama: algert jafnrjetti fyrir lögunum. Þar sem einræðisvaldið ríkir í heiminum, þekkist, svo að segja ekki óvilhallur dómstóll. Einvalds- herrann hefir öll völd í sinni hendi. Hann er e'itt í senn: lög- gjafi, ákærandi, dómari og hand- hafi framkvæmdarvaldsins. Þegn- arnir eru rjettlausir gagnvart slík- um herra. í lýðfrjálsu landi er ekkert jafn- áríðandi eins og það, að dómsvald- ið sje sjálfstætt gagnvart fram- Jólabasarinn verðnr opnaðnr i fyrramálið. Afar fjðlbreytt úrval af allskonar Iðlagjðfnm við allra bæfi. m > Geríð Jólainnkaupin í tíma, meðan nfigu er úr að velja. | Verslinii iiill lacobsen. V. B. K. Silki í kjóla, peysnlöt og npphlutsskyrtnr. Silkisvnntneini og silfsi. Klæði viðnrkendar tegnndir, Flanel fl. teg. og mikið litarnval. K jólat jn. Verslnnin Sjðrn Kristjánsson. Jðn Bjðrnsson & Go. Síðuslu S daga. hafa verið teknar npp feikna birgðir af Ljósakrönum, Siikiskermum, llmvatnslnmpum, Bnrðlnmpum, IHaldið áfram að taka npp nýjar vörnr á mánndag. Jnlíns Bjðrnsson, Anstnrstræti 12. Píanö, fyrsta flokks með flygeltónum, fílabeinsnótur og m< petölum, Mahogni, sami flokkur og bestu þýsk píano. Fi liggjandi. Afborganir geta komið til greina. A. Obenbanpt. kvæmdarvaldinu. Þegnarnir verða því vel að gæta þess, að dómsvald- ið sje jafnan örugt og ekki fótum- troðið af handhöfum framkvæmd- arvaldsins. Misbeiting ákæruvaldsins. Yið síðustu stjórnarskifti hjer á landi vakti það mesta undrun meðal almennings, að Jónasi Jóns- sy/ii frá Hriflu skyldi falin for- staða dómsmálaráðuneytisins. Þessi maður var ólögfróður og auk þess kunnur að ósanngirni og órjett- sýni í meðferð almennra mála. Hann fekk ákærtivald rjettvísinn- ar í sínar hehdur! Það fór eins og búist var við í upphafi, að Jónas frá Hriflu var enginn maður til þess að hafa á hendi ákæruvald rjettvísinnar. — Hann misbe'itti stórkostlega þessu valdi. Hann sá ekki afbrot sinna pólitísku samherja. En ef einhver úi* hóp andstæðinga varð brotleg- ur, var hann ofsóttur og svívirtur á alla lund. Sjálfur vörður rjett- vísinnar úthrópaði hinn ákærða í pólitískum flokkshlöðum, og það jafnt þótt hinn brotlegi væri bú- inn að taka út að fullu sína r'efs- ingu (Arhæjarmálið). Og ekki var látið nægja, að ofsækja hinn brot- lega eirian ; allir pólitískir skoðana- bræður hans vorn ofsóttir líka,. Þeir fengu á sig stimpil glæpa- mannsins. (Árbæjarmálið, Hnífs- dalsmálið, sjóðþurðin í Br'una- bótafjelaginu o. fl.). Enginn ráðherra hefir misheitt jafn hroðalega ákæruvaldinu eins og Jónas frá Hriflu, síðan hann vmrð dómsmálaráðherra. Hann hef- ir lagt pólitíska andstæðinga í ein- elti og ofsótt saklausa menn með opinhe'rri málsókn (Shellmálið o. fl.). Jafnframt hefir hann hylmað yfir stóH-kostleg afbrot sinna póli- tísku samherja (sjóðþurð Karls Einarssonar, nafnafölsunin af Síðu, sjóðþurðin á Siglufirði, vín- blöndun og vörufölsun, títuprjóna- stungur o. m. fl.)... Árásimar á dómsvaldið. Þegar handhafi ákæruvaldsins misbeitir valdi sínu eins og Jónas frá Hriflu hefir gert, er sjálf- stætt og urugt, dómsvald eina vernd in, sem þegnarnir hafa. Þetta hefir dómsmálaráðherrann fundið. Og Jjessve'gna hefir hann lagt alt kapp á, að ná tangarhaldi á dóms- valdinu. Hin lævíslega herferð dómsmála- ráðherrans gegn . dómsvaldinn er einstæð í okkar sögu., Hann tekur nokkra af sínum pólitísku vika- piltum í sína >jónustu,-dubbar þá upp með dómsvaldi og fyrirskipar sakamálshöfðun gegn pólitískum andstæðingum. A meðan rannsókn málsins stendur yfir, situr vörður rjettvísinnar við skrifborð sitt og % skrifar hverja svívirðingagreinina af annari um hina „ákærðu“ og birtir skrifin í pólitísku flokks- blaði. Þessir einkadómarar ráð- herrans dæma eins og ráðherrann hafði fvrir þá lagt. Dómur þeirra. og sorpskrif ráðherrang eiga svo að skapa „a]menningsálitið“ í land inu(!) En þó dómsmálaráðherra hafi þannig getað skapað pólitíska nnd- irdómara, hefir Hæstirjettur til þessa verið fullkomlega sjálfstæS- ur og óháður.Þetta hefir dómsmála ráðherra mislíkað og þess vegna hefir hann lagt Hæstarjett í din- elti. Hann hefir hvað eftir ann- að, bæði í ræðu og riti, ráðist með dylgjum og svívirðingum á Hæsta- rjett. Hann hefir úr ráðherrasæti á sjálfu Alþingi borið glæpsamle'g- ar sakir á Hrj. Hann hefir borið Hæstarjetti á brýn, að hann sýndi hlutdrægni við uppkvaðning dóma (mál B. Kr. og S. í. S.; Garðars Gíslasonar og ritstj. Tímans o. fl.).' Slík aðdróttun er óvenjulega vel til þess fallin, að vekja tor- tryggni gegn rjettinum. En Jónas frá Hriflu hefir ekki lá.tið hje'r við sitja.Hann hefir úr sæti dómsmálaráðherrans á Al- þingil staðhæft, að Hæstirjettur, hafi framið rjettarmorð! Hvað er rjettarmorð? Rjettar- mórð er vafalaust ljótasti verkn- aðurinn sem veraldarsagan þekkir. Rjettarmorð er það kallað, þegar dómstóll dæmir vísvitandi rangan dóm, gegn fyrirmælum laga. Þess- ar sakir ber dómsmálaráðherrann á Hæstarjett islands! Á að koma Hæstarjetti fyrir kattarnef? Fullyrt er1, að dómsmálaráðherr- ann ætli á næsta þingi að leggja alt ]< a p,p á, að koma Hæstarjetti fvrir kattarnef. Hann þykist með látlausum rógi og níði um Hæsta- rjett, hafa skapað „almennings- álit“ í landinu gegn rjettinum, og þessvegna muni óhætt að stíga hið djarflega spor þegar á næst-a þingi. Til þess að undirbúa þessa síð- ustu heijferð -ge'gn Hæstar’jetti hefir dómsmálaráðherrann fengið í lið með sjer einn af samherjunum úr liði sósíalista, Stefán Jóhann Stefánsson, málfærslumann. Var Stefán sendur utan í fyrra og aft- ur í sumar og fjekk til fararinnar ríflegan styrk úr ríkissjóði. Vega- nesti hans frá dómsmálaráðherra var aðeins þetta eitt: Findu eitt- hvað ráð — sama hvað það er — til þess að koma Hæst.arjetti fyrir kattarnef! Og Stefán kvað hafa fundið ráð- ið: stofnun fimtardóms. Ympraði Tíminn nýlega á þe'ssu, eins og til þess að undirbúa það sem síðar á fram að koma. Nú er spurningin þessi: Ætlar þjóðin að þola það, að nú verði á lævíslegan hátt grafið undan dómsvaldinu, svo að það geti ekki í framtíðinni orðið sjálfstætt gagn- vart framkvæmdarvaldinu ? Verður Hæstirjettur lagður niður og í hans stað se'ttur pólitískur dóm- stóll, undir handleiðslu „rjettvís- innar' ‘ frá Hriflu ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.