Morgunblaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Til frú Þóreyjar Kolheias
á sextugsafmæli hennar,
27. nóvember 1929.
Með sextigi ár að baki, en ung og ern að sjá.
Með æskufjör í hjarta, og friði krýnda brá.
Með ástríkt bros á vörum þótt ellin færist nær;
slíkt aðeins von og trúin börnum sínum ljær.
Þú hugga náðir marga er harmur nísti sár.
í hjörtum kveiktir ylinn er þerrar sorgartár.
Þú hendur rjettir mörgum sem hjálparþurfi var.
Þitt hjarta geymdi sjóðinn er slíkan ávöxt bar.
Þú störf þín vanst í kyrþey, — þau störf jeg fegurst veit
að stunda börn og maka, — sem kona uppi í sveit,
í trú og von, til Drottins, að bera börnin smá,
og byrðar makans ljetta sem frekast verða má.
Og vinir þínir fela þig forsjá lausnarans,
að fótspor sjerhvert leiði þig verndarenglar hans.
t>eir biðja Guðl að launa þjer hjálp og vinahót,
og hlýleg orð er veittu þeim sorga’ og raunabót. .
mmmmm
sssr Bezti eiginleiki
W FLIK=FLAKS
!■
íf er, að það bleikir þvottinn
|| við suðuna, án þess að
| skemma hann á nokk- /Æ
n urn hátt I ■
ijk Ábyrgzt, að laustl®
ifbt sé við klór.
Þ.
Sambandsslit
íslands og Danmerkur.
Knud Berlin segir aS Danir vilji
ekki halda í lögin í trássi við ís-
lendinga. — Hægt að slíta saxn-
bandinu hvenær sem er, og semja
sjerstaklega um fiskiveiðarjettinn
og jafnrj ettisákvæðin.
Knud Berlin skrifar kjallara-
grein i „Nationaltidende“ og læt-
ur í ljós ánægju sína út af yfir-
lýsingu Halfdan Hendriksens um
sambandsslit íslands og Danmerk-
ur, „ekki aðeins vegna þess, að
þetta er í fyrsta skifti að danskur
nefndarmaður kemur fram með ít-
arlega yfirlýsingu, sem hægt er að
by&gja á opinberar umræður, er
að gagni geta komið, heldur aðal-
lega vegna hins, að Hendriksen
hallast hiklaust að því, sem jeg
hefi haldið fram, að vilji Islend-
ingar sambandsslit nú þegar, þá
sje engin ástæða til þess fyrir
Dani að halda í sambandið í trássi
við íslendinga, enda hafi þeir eng-
an hag af því“.
Um það, hvort ósk um sambands
slit komi opinberlega fram frá ís-
landi, vill Berlin engu spá. Það
sje! undir íslendingum sjálfum
komið. Ef allir Danir sje sjer og
Hendriksen sammála, þá eigi ís-
lendingar útspilið.
Berlin ræðir síðan um fiski-
veiðarjettindin og jafnrjettisá-
kvæðin og lýsir yfir því, að hann
sjái ekki betur, „eins og málum nú
horfi, en að Danir verði að krefj-
ast þess, að fiskveiðarjettindin
haldist áfram um ákveðið árabil,
eða til 1943, en áður en þar að
komi verði reynt að leita sam-
komulags um að fá hann fram-
lengdan. Til þess verði Danir þó
sennilega að bjóða einhver fríð-
indi í móti og hefi jeg áður
bent á það, að hæfile'g ívilnan
komi í staðinn frá Dana hálfu með
því að opna Islendingum, jafnt
dönskum ríkisborgurum, aðgang
að auknum fiskveiðum hjá Græn-
landi.“ Þetta sje að vísu ekki hægt
nú og þess vegna sjálfsagt að láta
fiskveiðarjettindin haldast til
1943, en þangað til verði reynt að
finna einhvern grundvöll se'm
hægt sje að byggja á samninga um
framlengingu.
Um jafnrjettisákvæðin heldur
Berlin því fram, að sambandslögin
tryggi hvorugum jafnrjetti „enda-
laust“, en hann álítur, að hægt
sje að tryggja núverandi ástand
með bráðabirgðaákvæðum. — Það
þurfi t. d. ekki annað en ákveða
að jafnrjettisákvæðin gildi e*nn
um 2 ár, og sje sá tími nægur til
þess, að Danir á íslandi og Islend-
ingar í Danmörku, geti, ef þeir
vilja, fengið sjer borgararjett
sínir í hvoru landi.
■, : ... ■ v-
Konungssambandið.
Berlin lýkur grein sinni með því
að segja, að samkvæmt stjórnar-
skrá íslands sje konungurinn á-
fram konungur yfir íslandi þótt
sambandslögin vekði upphafin. Hið
eina, sem geti komið til greina,
sje að setja í þau Iög, sem nema
sambandslögin úr gildi, ákvæði
um það, að svo lengi sem sömu
ríkiserfðalög gildi í báðum lönd-
um, þurfi samþykki ríkisþings og
Alþingis til þess að komyigur sje
einnig konungur í hinu landinu, og
sje það ákvæði bindandí í eitt
skifti fyrir öll.
(Sendiherrafrjett.)
Bikattgáfa
Þorst. M. Jónssonar á Akureyri.
Það mun viðurkent af þeim sem
til þekkja, að bókaútgáfa hjer á
lendi verður æ erfiðari með hverju
ári sem líður. Fólk er mikið að
hætta að kaupa og lesa bækur. 1
bæjunum eru það skemtanir, kvik-
myndir og allskonay samfundir
sem eyða tómstundum fólksins og
svo er lestur blaðanna álitið sæmi-
legt. viðhaldsfóður fyrir allan
þorra manna. En í sveitunum er
fáménnið orðið svo mikið, að hin
óhjákvæmilegu daglegu störf taka
allan tíma svo varla vdrður komist
yfir meira en eitthvað af blöðum
og þá tímaritahrafl, til þess að
geta fylgst með viðburðum og á-
Tæki tengt við
baegarstranminn,
gefnr hljómmeira
og hljómfegnrra
afkast
Merki E. W. 373.
3 lampa skermgitter viðtæki fyrir allar
breytistraumsspennur. — óvenju hljóm-
sterkt og skýrt afkast. Á viðtækið heyrast
hinar stærri útvarpsstöðvar. Innstilling
stöðva með einu handtaki.
Merki E. W. 496.
4 lampa skermgitter viðtæki, er fullnægir
hinum allra vandlátustu.Tækið er fyrir all-
ar breytistraumsspennur. Evrópustöðvar
heyrast án loftnets.
Merki E. G. 497.
4 lampa skergitter viðtæki fyrir jafn-
straum 160 og 220 watta spennu. Lang-
dírag tækisins er hið sama og E. W. 496.
Dr. Georg Seibt, Berlin, schðueberg.
ixmahssa
hugamálum líðandi stundar. Af
þessum ástæðum mun það, að
bókaútgáfa frá hendi bóksala er
nær alveg hætt, svo fátt kemur frá
þeim annað en „autoriseraðar“
bækur, uppprentanir o. þ. h. Bóka-
útgerðin í ár má því heáta nær
eingöngu „tækifærisútgáfur' ‘ í
einhverri mynd.
Undantekning frá því er þó
bókaútgáfa Þorst. M. Jónssonar
bóksala á Akureyri. Byrjaði hann
bólraútgáfu sína 1924, og hefir
hún aukist síðan með ári hverju.
ár hefir hann sent á bókamarkað-
inn þessar bækur: Gráskinna II,
Sagan af bróður Ylfing eftir Fr.
A. Breklcan, Mansöngvar til mið-
alda eftir Jóhann Frímann, Guð og
lukkan eftir Guðmund Hagalín,
Ritreglur eftir Freystein Gunnars-
son, Stafrófskver eftir Egil Þor-
láksson,- og Gríma, þjóðsögusafn.
Ennfremur gefur hann út tímarit-
ið Nýjar kvöldvökur og ókomnar
ehu enn tvær bækur frá honum,
sem byrjað er að prenta. Mun
þetta alt vera kring um 100 arkir
og er ekki annað hægt að segja en
það sje vel að verið.
Þegar Þorsteinn hóf bókaút-
gáfu sína byrjaði hann meðal ann-
ars með tvo útgáfuflokka, er hann
hefir aukið síðan. Var annar Bárna
bókasafnið, æfintýrin okkar gömlu
með myndum, og hinn „Lýðment-
un“, alþýðlegt fræðiritasafn er
hann skifti í tve'nt: Heimsjá (og
gaf þar út Himingeiminn eftir
próf. Ág. Bjarnason með mörgum
myndum) og Brautryðjendasögur,
æfisögur og áhrif stórmenna mann
kynsins. Hafa í því safni komið:
Rousseau, Vilhj. Stefánsson og
Mahatma Gandhi. Þótt eitthvað
megi að bókum þessum finna, hafa
þær þó allar þann höfuðkost, sen»
allar alþýðubækur verða að hafa
fyrst og fremst, að þær eru skemti
legar aflestrar og taka huga le's-
andans líkum tökum og góðar
skáldsögur gera.
Þorsteinn er sýnilega mikill á-
hugamaður um bókaútgáfima og
hefir einlæga viðleitni á að vanda
val bóka sinna. Má það heita
stórt þrekvirki, sem hann hefir1
þegar af hendi leyst og á fullkom-
lega viðurkenningu skilið; og haldi
hann svo áfram sem hingað til, er
ekki að efa, að hann fær þá viður-
kenningu- hjá þjóðinni, sem hverj-
um bókaútgefanda er mest verð,
þá, að útgefandanafn hans verður1
tekið sem trygging fyrir því að
bókin sje góð.
B.