Morgunblaðið - 01.12.1929, Blaðsíða 9
Suimudagf 1. des. 1929.
9
Notið ávalt
Meðferð farsðguminja islands.
Eftir Einar Benediktsson.
Dúmsmálaráðherrann og læknarnir.
Nokkrar athugasemdir
Eftir Gu8m. Hannesson.
Morgunblaðið hefir 26. þ. mán.
flutt mjög merkilegar frásagnir
um hvelfingar og hella er fundist
hafa í Noregi og virðist svo sem
hjer sje nú nýtt tile'fni til þess að
athuga hin voldugu minnismerki
íslenskrar forsögu. Þrátt fyrir
dauðaþögn þeirra, er næst lág að
rannsaka vísindalega eitthvað af
hinum ótölulegu steinaldarmerkj-
um víðsvegar um ísland, virðist
svo sem riú hljóti þó að skríða til
skarar uffi uppijóstur þessa dæma-
fáa yfirdreps er lagst hefir yfir-
hin voldugu forsögumerki vor.
Eitt atriðið í þessu efni mun
vega mikið. Hjer eru nú væntan-
legir gestir víðsvegar frá menning-
arheim og getur varla farið hjá
því að heimsókn fjölmargra vís-
indamanna leiði til umtals og rann
sókna um mannavistir hjer á landi
löngu fyrir hið norræna landnám.
En þótt slík fræði liefðu átt að
standa næst sonum Sögulandsins,
eða að minsta kosti þeim embættis-
mönnum sem hafa tekið hjer ríf-
leg gjöld fyrir starfsemdir er að
þessu lúta, ve'rða menn að játa
að málamyndarkák þessara höf-
unda er lítið betra en ekkert eða
jafnvel verra. Jeg skal hjer nefna
eitt dæmi til rjettlætingar. Þorv.
Thoroddsen höfundur bindsterkr-
ar landfræðisögu íslands á þar að-
eins rúm fyrir fárra orða athug-
un: „Ekki eru neinar líkur til þess
að mannabygð liafi verið á íslandi
fyr en írar komu hingað á 8 öld;
ekki hafa fundist lijer nein mann-
virki eða minjar frá eldri tímum.“
Lfrs. bls. 1 o. s. frv.
1 ritum annara íslenskra höf-
unda finst fátt utan einstakra
samherigislausra málsgreiria liing-
að og þangað um þetta efni. En
af því leiðir eðlilega að erlendir rit
höfundár láta sín lítt vart me'ð
greinar er lúta að mannavistum
hjer áður en bygð reis í landinu
frá Bretum og Austmönnum.
Jeg leyfði mjer fyrir áratugum
síðan að benda á íljölmargar vold-
ugar hvelfingar á Suðurlandi og
ritaði nokkrar greinar um þetta
efni í þá átt að skora á stjórn
vora t. d. að varðveita og skýra
hina miklu hellu í svokölluðum
Paradísarhelli, sem öll var útrist
og krotuð me'ð rúnum og táknum.
En geta má nærri hve mikið var
tómlæti og vanþekking fornfræð-
inga vorra um allan þann tíma sem
liðinn er síðan landskunnugt var
orðið um steinaldarmerkin, að
sama sem ekkert hefir komið fram
frá hlutaðeigandi vísindamönnum
um hellishvelfingarnar miklu t. d.
í Rangárvallasýslu sbr. rit mitt
„Thule's Beboere" 1918.
Hve munu frægir og nafnlcunn-
ir vísindamenn líta á þögn vora
og aðgerðale.ysi um rannsókn
hinna voldugu bjarghella víðsvegar
um Suðurland? Nú getum vjer
ekki lengur borið fyrir oss tóm-
læti Dana um íslensk efni. Og nú
getum vjer heldur ekki sjálfir
faiið fyrir heiminum að vjer eigum
volduga og he'imsmerka forsögu.
Jeg vil nota þetta tækifæri til
að minnast nú á eina athugun sem
jeg hefi gjört, er snertir efni vort
hjer.
Afskaplegt heljarverk fyrir ó-
tölu fjölda írianna hefir það verið
að hvelfa þessi feikna híbýli í
.be'rgtegundir Suðurlands víðsveg-
ar. En alt það efni sem r'utt var
úr hvelfingunum, hvað mun hafa
orðið af því ? Jeg hefi nýlega
sannfærst um að forsögumenn vor-
ir hafa hagað þannig til að svo
miklu leyti sem unt var, að renn-
andi vatn og straumar flyttu úr-
ganginn burt svo að hann sæist
ekki.
Jeg endurtek þá tilgátu, sem nú
,er orðin sannfæring mín, að Karta-
goborg hefir ætlað að leita hingað
liælis. Hjer hafa og fundist á Suð-
urlandi fílabein á tveim stöðum,
kjálki og lærleggur, með vega-
lengdar bili, eins og vitnað er í
feEðamannabókum í British Muse-
um í London.
Sjálfstæðismálið
rætt í Danmörku.
Dönsk blöð ræða um þessar
mundir mjög mikið um sjálfstæðis-
mál Islands. Er það sú tillaga
Morgunblaðsins, að Íslendingar
reyni þegar á næsta ári, að fá sig
leysta undan ákvæðum sambands-
laganna, sem hefir komið þessum
umræðum af stað í Danmörku.
Yfirleitt ræða dönsk blöð þetta
mál af skilningi og í fullri vin-
semd. Hefir áður hjer í blaðinu
verið skýrt frá áliti Halfdans
Hendriksens, þingmanns, se'm er
fulltrúi hægrimanna í dansk-ís-
lenskri sambandslaganefnd. Má
segja að hann hafi tekið þessari
málaleitan vel.
Knud Berlin prófessor skrifar
langa grein um þetta mál í „Nati-
onaltidende“ þann 15. nóvember
síðastliðinn. Skýrir hann þar all-
ítarlega frá uppástungu Morgun-
blaðsins og segir óhikað, að e'kki
sje til neins fyrir Dani að ætla
sjer að spyrna á móti sjálfstæðis-
kröfum íslendinga. Islendingar
liafi þegar ákveðið stefnuna í
þessu máli, og það væri því barna-
skapur af Dönum, ef þeir færu að
halda í sambandslögin í nokkur
ár gegn vilja íslendinga.
Eitt blaðið í Kaupmannahöfn,
„Kristeligt Dagblad“ hefir snúið
sjer til Staunings forsætisráðherra
Dana og leitað álits liansum málið.
Stauning lcvaðst ve'l vita um þessa
ósk íslendinga, en leit svo á, að
meðan ekkert væri fram komið í
málinu frá íslenskum stjórnarvöld-
um, gæti danska stjórnin ekki sagt
álit sitt á málinu. „Látum okkur
fyrst sjá, hvort nokkur tilmæli
koma frá íslendingum og hvernig
þau verða“, segir Stauning. —
„Auðvitað munum við, ef slík til-
mæli koma fram, vera reiðubúnir
að semja við íslendinga, en eins og
sakir standa get jeg ekkert sagt
um afstöðu stjórnarinnar til máls-
ins‘ ‘.
(Framhald).
Samtök lækna.
Það var ekki fyr en ráðherra
hafði veitt fimm læknishjeruð
auk berklavarnastjórastöðunnar,
sem læknar tóku það á dagskrá
síðasta læknaþings*), hvetsu helst
þeir gætu borið hönd fyrir höfuð
sjer, meðan lög og reglur væru
brotnar á þeim. Yar það að lokum
samþykt í einu hljóði, að stofna
embættanefnd þá, sem sagt hefir
verið frá í blöðunum, ef að m.
k. % allra lækna styddu það mál,
en það eru lög í Læknafjel. ís-
lands, að öll me'iri háttar mál skuli
bera undir slcrifleg atkvæði lækna.
Stjórn Læknafjelags íslands sendi
nú öllum starfandi læknum kurt-
eist brjef um þetta mál, svo og
öllum ungum læknum, sem til náð-
ist. Var þeim að öllu í sjálfsvald
sett hverju þeir svöruðu og engin
hótun höfð í frammi við nokkurn
mann, þó ráðherra gefi það í skyn.
Þverit á móti var óskað eftir breyt-
ingatillögum og öðrum úrræðum,
sem betri væru.
Brjef þetta fjekk betri undir-
tektir en nokkur hafði búist við,
því nálega 90% lækna fjelst á
gerðir læknaþingsins og kaus
nefndarmenn. Mátti því heita að
íslenskir læknar, bæði e'ldri og
yngri, væru samhuga um þetta
mál, því enginn getur búist við
því að allir sjeu á einu máli í
heilli stjett. Það getur því ekkert
verið fjær sanni en að „læknaklíka
í Reykjavík“ standi á bak við em-
bættane'fndina. Jeg þekki yfirleitt
engar læknaklíkur. Klíkurnar eiga
aftur heima í pólitísku flokkunum.
Það er nóg af þeim þar.
Veiting Keflavíkur.
Það kom fljótlega í ljós hver al-
vara fylgdi samtökum lækna.
Mörgum þeirra var það áhugamál
að fá Keflavíkurhjerað, sem veita
skyldi um þessar mundir, e'ins og
sást af því, að 19 læknar sóttu um
það. Átján þeirra lögðu umsókn-
k* sínar undir dóm embættanefnd-
ar, en nítjánda umsóknin kom frá
fjarverandi lækni, og ha£ði verið
send dómsmálaráðherra án hans
vilja og vitundar. Var hún aftur-
kölluð, þegar hann vissi um hana
og var sagt frá öllum málavöxtum.
Embættanefndin hafði valið sam
viskusamlega úr umsóknunum um
Keflavík og sent veitingavaldinu
umsókn Jónasar Kristjánssonar.
Það hefði verið eðlilegt að hann
hefði veitt honumembættið,ogekki
hefði þurft að liggja á því nein við
urkenning á embættanefndinni.
Kjarni málsins er', að hans skylda
var að sjá hjeraðsbúum fyrir seria
bestum lækni og tæpast var um
annan færari að ræða. En hann
tók þann kostinn, sem miður
gengdi, og veitti Sigvalda Kalda-
lóns embættið í mesta flýti. Það
var bersýnilega mest metið að
virSa álit embættanefndar að vett-
ugi. Og alt var þetta gert með
mestu leynd. Ekki einusinni land-
*) Fund þennan sóttu 38 læknar
og voru 9 þeirra utan Reykjavíkur
læknir fjekk að vita um veiting-
una, hvað þá heldur að hans um-
sagnar væri leitað og er slíkt eins-
dæmi.
Á öðrum stað í Tímanum er það
látið í veðri ’ vaka, að ráðherra
hafi ætlað að gera góðverk á Sig-
valda Kaldalóns lækni, sem er
heilsuveill, með því að veita hon-
um fimmfalt stærra hjerað en það
sem liann liefir nú. Þetta er í
fyrsta sinn sem jeg hefi orðið var
hluttekningu og brjóstgæði hjá
dómsmálaráðherranum i garð
lækna. Batnandi manni er best að
lifa og vildi jeg að þetta yrði
byrjun þess að hann færi að sýna
læknunum fulla sanngirni. Enn
getur hann gert Sigvalda Kalda-
lóns mikinn greiða, t.d. með því að
styrkja ríflega læknisbústað í
Flatey og öðrum minstu hjeruðun-
nm, sem elcki hafa bolmagn til
þess að koma þeim upp.
Af því sem hjer er sagt vona
jeg að öllum sje það ljóst, að
læknum er engin uppreisn í hug.
Það er blátt áfram dómsmálaráð-
herrann, sem hefir sagt þeim stríð
á hendur, og hefir vítt þá leynt
og ljóst síðan hann gerðist hús-
bóndi þeirra. Bæði læknar og al-
menningur kunna þessu illa. Lækn-
ar óska einskis fremur en að gott
skipulag komist bæði á embætta-
veitingar og önnur mál þe'irra,
svo þeir þurfi ekki á neinni em-
bættanefnd að halda, að allsherj-
arverkfall það, sem getið er um í
greininni, hefi jeg engan heyrt
minnast ne'ma greinarhöfundinn.
Þá mun það og vera hugarburður
einn að „læknaklíkan í Reykja-
AÚk“ hafi hlutast nokkuð til um
veitingu ísafjarðar eða Reykhóla-
hjeraðs*). Reykjavíkurlæknar
ljetu þessar veitingar afskiftalaus-
ar, þó ísafjarðarveitingin mæltist
misjafnlega fyrir. Einhverjir
draumórar e'ru það og að „lækna-
klíkan hafi mjög fordæmt ungan
lækni“, sem veitt var Stykkis-
hólmshjerað. Ef nokkur var „for-
dæmdur“ þá var það vafalaust
sjálfur ráðhe'rrann.
2. kapítuli.
Berklavarnirnar.
Þetta alvarlega vandamál er eitt
af því, sem ráðherrann finnur
læknum til foráttu. Hann, segir,
að „læknaklíka“ Rvíkur beri meg-
in hlutann af ábyrgðinni á berkla-
varnalögunum, að læknar hafi ekk-
ert gert til þe'ss að vernda almenn-
ing fyrir veikinni, en hinsvegar
„hamstri“ þeir berklasjúklingum
á sjúkrahúsunuum og „maki krók-
inn“. Þannig hafi „10 krónur á
dag verið ekki óalgeng þóknun
með berklasjúkl. til Matth. Einars-
sonar“. Þá hafi þeir og ekkerit
gert, til þess að draga úr hinum
*) Hið kurteisa orðalag ráð-
herrans er þannig að hin ímynd-
aða „læknaklíka" hafi viljað að
„aldraður og álitsrýr klíkubróðir“
fengi ísafjörð, en „einn hinn al-
frægasti drykkjumaður í lækna-
stjett“ Reykhólahjerað.
Durol
er límið, sem hefir farið aig-
urför um öll menningarlönd.
— Ómissandi fyrir sjerhvert
heimili.
Aðalumboð fyrir Island.
Hi. Efnagerð Reykjaviknr
40 hk.
notuð Bolindervjel
í góðu standi til sölu nú þegár
með tækifærisverði.
Upplýsingar gefur
KARÁEL JÓNSSON,
skipstjóri.
Bárugötu 23. 04$,
Nú eru hinar marg eftir
spurðu 7 Hk: vjelar
loks komnar.
C. PROPPÉ.
Best að auglýsa í Morgunbl.