Morgunblaðið - 22.12.1929, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
BQf ð
lampar
með pern
og skerm
á 8 krónnr.
lúlíus Björnsson,
Anstnrstræti 12.
Hnetnr:
Valhnetur
Parahnetur
Hasselhnetur
Krakmöndlur
Konfektrúsínur
og margt fleira
Sælgæti á
á jólaboríið
Best og ódýrast.
Verslun
Sveins Horkelssonar.
Sími 1969.
Til jólanua:
Epli á 75 og 90 aura V2 kg.
Vínber á 1,25 y2 kg. .
Appelsínur á 15 aura; Jaffa
30 aura.
Kerti á eina litla 50 aura.
Von og Srekkustíg 1.
jS P I.L
• fjölbreytt og smekklegt
• úrval.
: Ritfangadeild V. B. H.
S p i 1,
margar tegundir.
Kerti,
stór og smá.
Sælgæti
allar tegundir.
lún Hjartarson
& Co.
Písla-rsöguna, ásamt stuttum
skýringum, og sjö föstuhugleiðing-
uin liefir síra Friðrik Hallgrímsson
gefið iit á forlagi bókav. Sigf.
Eymundssorfar. Segir liöf. svo í
forinála: „í Handbók fyrir presta
á ísiandi, sem notuð var þangað til
Helgisiðabók íslensku þjóðkirkj-
unnar kom iit 1910, var „Jesú
Krists píslarsaga saman tekin eftir
hinum fjórum guðspjallamönn-
um“. Var píslarsagan þar sögð
þannig, að safnað var saman í eina
heild öllu því, er guðspjöllin segja
frá um það e'fni, og sagan sögð
með orðum ritningarinnar sjálfrar.
Var þessi píslarsaga notuð á föstu-
daginn langa og við guðsþjónustur
á virkum dögum á föstunni, þar
sem þa?r voru haldnar. Henni var
skift í sjö parta, eins og vikurnar
eru margar í föstunni". — Fr. H.
hefir nú skrifað itpp píslarsöguna
með sama fyrirkomulagi, eftir
nýju biblíuþýðingunni, og bætt við
tilvísunum í Passíusálmana, fyrir
heimilisguðsþjónustur á föstnnni.
— Bókin er í fallegu bandi, prent-
uð á agætan pappír, og fylgja
lienni nokkrar mýndir lir pislar-
sögunni. Frágangur er allur liinn
sme'kklegasti, og er bókin bæði
höfundi og útgefanda til sóma.
Til Strandarkirkju frá N. N. 5
kr., J, H. 5 kr., Nönnu 2 kr., S. J.
5 kr., G. J. 2 kr., N. N. 15 kr.
Símslit mikil urðu um alt land í
ofveðrinu í gær. Á Suðurlandslín-
ttnni náðist samband aðeins í Holt
undir Eyjafjöllum, á Norðurlands-
línunni til Blönduóss og á Vestur-
iandslínunni til Hólmavíkur og
Patreksfjarðar, lengra ekki. Frá
Seyðisfirði náðist samband aðeins
suður til Fáskrúðsfjarðar.
Veitiingaleyfi. Bæjarstjórn mælti
með því á -síðasta fundi, að Jóh.
Jósefssyni vrði veitt veitingaleyfi
á Hótel Borg.
Hjónaband. í gær voru gefin
saman í hjónaband af lögmanni
ungfrú Ragnhildur Guðmunds-
dóttir og Magnús Nordal.
Silfurbrúðkaup eiga þau hjónin
Margrjet Jónsdóttir ljósmóðir og
Guðjón Pjetursson bóndi á Brunna
stöðum, Vatnsleysuströnd, á morg-
un, (mánudag 23. des.).
Gæsavarp við Elliðavatn. Á síð-
asta hæjarstjórnarfundi sagði
Þórður Sveinsson frá þeirri nýj-
ung úr fuglalífinu hjer í nágrenn-
inu, að sex gæsir hefðu í sumar
sem leið verpt nálægt Elliðavatni.
Hefðu þær komið þar ungum sín-
um á fót, og þeir verið tíðir gest-
ir á bæjunum þar í nágrenninu, er
þeir stálpuðust. Mun það vera
rajög sjaldgæft, ef ekki einsdæmi.
í manna minnum, að gæsir verpi
hjer í nánd við Rvík.
Bílastæði. Rætt hefir verið um
það í nefndum bæjarstjórnarinn-
ar í sumar, hvar ætla eigi bílum
stæði á götum og torgum bæjar-
ins. Hefir lögreglumálane'fnd haft
málið til meðferðar og.síðan falið
það veganefnd. Staðir þeir, sem
m. a. hafa verið tilnefndir, eru:
Lækjartorg, Vitatorg, Skellur (sá
staður aðallega fyrir aðkomubíla),
Thorvaldsensstræti og Vallarstræti
meðfram Ansturve'lli, torgið við
Dómkirkjuna. Má búast við, að
bæjarbúar óski eftir að fá að
I x '
heyra um tillögnr þær, sem bæjar-
stjórnin gerir í þessu máli, áður
en ráðið er til fullnustu.
Bílstöðvaruar loka kl. 6 á að-
fangadagskvöld. Þetta hefir tals-
verð óþægindi í för með sjer, og er
þess vegna hreyfing meðal eigenda
einkabifreiða í þá átt, að hafa bíþa
til taks, svo að gamalt fólk og
veiklað geti farið ferða sinna. —
Verður nánar sagt frá þessu í
þriðjudagsblaðinu.
Morgunblaðið er 8 síður í dag.
Lesbók kemur ekki fyr eu aðfanga-
dag.
Fyrsta ferð samkvæmt áætlun
með bifreiðum frá Bifreiðastöð
Kristins & Gunnars er frá Sliell kl.
8% og frá Reykjavík kl. 12 á há-
degi.
Um útvarpsstjórastöðuna hafa
þessir sótt: Baldur Sveánsson blaða
maður, E. Willi Jacobs, Hamborg,
Gunnar Bachmann símritari, Jón
Leifs, Jónas Þorhergsson ritstjóri,
Óskar Borg, Valdimar Einarsson
loftskeytamaður á Goðafossi, Vil-
hjálmur Þ. Gíslason meistari og
Þorsteinn Bjarnason, Smíðjustíg 7.
Hjúskapur. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af síra Bjarna
Jónssyni þau ungfrú TJnnur Ein-
arsdóttir og Páll Jóhannesson
verslunarmaður.
Jólasamkomur í Hjálpræðishern-
um. 1. jóladag: Helgunarsamkoma
kl. 11 árd. Opinber samkoma fyrir
börn kl. 2 síðd. Opinberar jóla-
samkomur kl. 4 og 8 síðd. Stabs-
kapt. og frú Jóhannesson stjórna.
Lúðra- og strengjasveitin aðstoðar.
» 2. jóladag: Opinberar jólasam-
komur kl. 4 og 8 síðd. Ensain Ge'st-
ur J. Árskóg og kapt. Axel Olsen
stjórna. Allir velkomnir.
Jólasamkomur Hjálpræðishersins
í Hafnarfirði. 1. jóladag: Opinber-
ar jólasamkomur kl. 4 og 8 síðd.
2. jóladag: Opinber jólasamkoma
kl. 8 síðd. Stabskapteinn Árni M.
Jóhannesson stjórnar. Allir vel-
komnir. (
Nemendur Vjelstjóraskólans
halda vörð við jólapotta Hjálpræð-
ishersins allan daginn í dag, og
nemendur guðfræðide'ildar háskól-
ans á morgun eftir kl. 4 síðd.
Frá Borgarnesá var blaðinu sím-
áð í gær, að nokkrir bílar hefðu
farið út af þjóðveginum um Mýr-
arnar í fyrradag, en ekki komið að
sök. Veður var afar hvast þann
dag, og áttu bílar erfitt með að
komast leiðar sinnar. — í gær var
komið besta veður, jörð næstum
auð og engin snjókoma, e'n hvast
nokkuð.
Væringjar eru beðnir að mæta
í dag kl. 2 e. h. í húsi K. F. TT. M.
Hiðlpa beiðni.
Jóiin eru nú að nálgast. Flestir
lilakka mjög til jólanna. Sumir
vegna þess að geta þá í tilefni
þeirra glatt aðra, og aðrir vegna
þess, að eiga þá vísar jólagjafir,
ekki það, að fá gjafir, heldjnr að
verða varir við þann vinarhug,
sem þeim fylgir. Þó eru þeir marg-
ir, sem hugsa með döprum huga til
jólanna, þeir, sem fátækt og veik-
indi hafa leikið þannig, að þéir e'ru
frekar hjálparþurfa en aflögufær-
ir TTm þessar mundir leita margir
eftir tækifæri til að gleðja aðra.
Hærkomnasta lólagiðfin
fyrir sjómenn verðnr seglskipa-„model“ frá
„Colnmbnsar“- og „Hansa“-tímnimm
fást hjá
A. Einarsson & Funk, PÖStll
■ U IM M** 2
Hldrei melra en nd ef
Hell-, Silfnr- og siifornlett-
vOrim,
sam alt ern hentngar og nytsamar
Jólagjaiir.
Allar gamlar silfur- og tinvörur verða seldar
fyrir hálfviríi.
Sigurbór lónsson,
Austurstræti 3. Sími 341.
lokkrlr duglegir drengir
“ eða telpur
geta fengið vinnu nú þegar við að bera Morgunblaðið til
kaupenda. — Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins.
n
i
Hobby er viðurkend fyrir að vera be'sta bónvjelin, sem flutt
-hefir verið til landsins, enda er hún notuð ~á öllum stærstu sjúkra-
húsum landsins.
HOBBY ER TILVALIN JÓLAGJÖF!
Höfum nokkur stykki fyrirliggjandi.
Eggert Kristjánsson 8 Co.
Hafnarstræti 15.
Efnalaug R@yk|avlkup.
Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug.
Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein-
an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er.
Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum.
Eykur þægindi! Sparar fje!
Vtgfús B nð ti r a n d s s 0 n
klseðskerl. Aöalstræti 8
Ávalt birgur a! fata- og frakkaefnum. Altaf ný efni með hverri ferð
AV. Saumastofunni er aokað kl. 4 e. m. alla laugardaga.
með gummikabel, góðir og ódýrir hjá
H.F. RAFMAGN.
Hafnarstræti 18. Sími: 1005.
ndlamnar
OBBY.