Morgunblaðið - 31.12.1929, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
JftlcrrgttuMafcsi)
Stofnjindl: Vllh. Flnsen.
Stsefandl: Fjelas I ReyklaTih.
ftltetjðrar: Jön Kjartaneaon.
Valtýr Btefdnaaon.
&narltalng;aatjörl: H. Hafberg.
gkrlíatoía Austuratraetl t.
Si*l nr. 600.
AmtlýslnKaafcrlfatofa nr. 700.
Sfalautalaaar:
Jðn K-JartanaBon nr. 746.
Vsltýr Stefánsson nr. 1660.
H. Hafberg; nr. 770.
isarlf^arlald:
Innanlanðs kr. 1.09 á mánnöl.
nlanda kr. 1.60 - —
*Clu 10 anra eintaklb.
Erlendar símfregnir.
FB. 29. des.
Ur Suðurhöfum.
Landafundir og flugslys.
Frá Osló er símað: Norski
flugmaðurinn Lier flaug fyrir
tveimur sólarhringum, ásamt
Schreiner skipslækni, frá hvai-
veiðaskipinu Cosmos, til þess
að skygnast eftir hvölum. Skip-
ið er að hvalveiðum í Suðurpóls-
höfum. Hefir- ekkert frjest til
þeirra fjelaga síðan. 16 hval-
veiðabátar leita að þeim. Útgerð
arfjelagið hefir beðið Byrd að
aðstoða í leitinni.
Riiser-Larsen og Lutzow-
Holm hafa flogið frá skipinu
Norvegia í Suðurpólshöfum og
uppgötvað áður óþekt suður-
pólsland milli Costlands og End
erby-lands. Hafa þeir dregið
norska fánann á stöng í hinu
nýfundna landi og lagt landið
undir Noreg.
Fjelagar Byrds hafa fundið
við Heibergjökulinn grjótvörðu,
sem hlaðin var í Suðurpólsleið-
angri Amundsens. í vörðunni
fundu þeir olíukönnu og stutta
skýrslu frá Amundsen um fund
Suðurpólsins.
FB. 30. des.
Sjálfstaeðiskröfur Indverja.
Frá Lahore er símað: Þjóð-
ernissinnaleiðtoginn Nehru, sem
kosinn var forseti á ráðstefnu
þeirri, sem indverskir þjóðern-
issinnar hjeldu á jóladag, hefir
haldið ræðu til hvatningar þjóc-
ernissinnum. Hvetur hann þá til
að hefja miskunnarlausa bar-
Vitu gegn breskum yfirráðum
og lagði fast að mönnum að
hvika í engu frá þeirri stefnu,
sem lægi til grundvallar fyrir
tiílögum þeirra,- sem samþykkt-
ar voru á al-indversku ráð-
stefnunni, og áður hefir verið
^etið. Einkanlega lagði Nehru
áherslu á, að menn neiti að
greiða skatta og taki engan
þátt í störfum þinga eða hufi
nokkur skifti við bresk yfirvöld
í landinu. Nehru kvað breska
heimsveldið vera að liðast í sund
ur og væri það algerlega ófull-
nægjandi, þótt Bretar veiti Ind-
landi sömu rjettindi og sjálf-
stjórnarnýlendurnar hafa. Ind-
verjar heimta fullkomið sjálf-
stæði. Nehru flutti ræðu sína að
viðstöddum 30 þús. Indverjum,
sem hyltu hann og hrópuðu
„lifi byltingin", er hann hafði
lokið máli sínu.
Ný stjórn í Póllandi.
Frá Varsjá er símað: Bartel
hefir myndað stjórn í Póllandi.
Zaleski er utanríkismálaráð-
herra, en Pilsudski hermálaráð-
herra.
Varðskipið „Þór“.
Ort á strandstaðnum, 23. desember 1929.
Hjer áttirðu hinn síðasta orustuvöll
og úrslitaleikinn að heyja,
en minningin lifir um afrekin öll
og aldrei mun fyrnast, nje deyja.
Sem útvörður jafnan þjer áttirðu stað,
og aldrei í sókninni deigur,
úr blessunaróskum, er bárust þjer að,
þjer bundinn var hamingjusveigur.
í byljum og náttmyrkri brástu’ ekki þeim,
á björgun er þurftu að halda,
en skipshöfnum mörgum þú skilaðdr heim
í skjólið — af djúpinu kalda.
Nú loks er þó skeiðinu lokið hjá þjer,
og ljúft skal þín jafnan að minnast;
um síðustu leifarnar sokknar í ver
mun sorg vor og þakklæti tvinnast.
Tr.
með línu og náði hann til mótor-
bátanna. Settu mótorbátsmenn
nú aðra línu við línu ,,Þórs“,
því meiningin var að draga
mennina á streng, en strengur
mótorbátannna slitnaði áður en
nokkur yrði í hann festur. Var
þá ekkert annað að gera en
bíða, því myrkrið var að
skella á.
Kl. 10—11 um kvöldið var
gerð björgunartilraun af Skaga
strandarbátnum öðrum og Þórs
bátnum, en hún mistókst svo að
öðrum bátnum hvolfdi, en varð
samt ekki að slysi. Um nóttina
gerðist ekkert til tíðinda1'.
Þannig er frásögnin í dagbók
„Þórs“. Lýkur henni með því
að skýrt er frá komu „Hannesar
ráðherra“ kl. um 10 árd. í
mánudagsmorgun og tíjörgun
inni, sem þá gekk greiðlega.
„Þ6rs“-straudið.
Frá sjóprófunum.
Kl. 2 e. h. á laugardaginn
var sjórjettur settur á bæjar-
þingstofunni í hegningarhúsinu
og þar' haldið sjópróf út af
strandi „Þórs“.
Fátt nýtt upplýstist í prófun-
um, en þó þykir rjett að segja
frá því helsta sem fram kom í
skýrslu skipherrans, Eiríks
Krjstóferssonar og verður þar
stuðst við dagbók skipsins.
Varðskipið „Þór“ lagði af
stað hjeðan úr Rvík kl. 11 að
kvöldi þann 17. des. Svo sem
kunnugt er var ferðinni heitið
norður á Húnaflóa til þess að
flytja þangað tvo af nefndar-
mönnum kirkjumálanefndar, þá
síra Jón Guðnason á Prests-
bakka og Runólf Björnsson á
Konsá. Skipið hafði meðferðis
um 40 smálestir af kolum, þeg-
ar það fór úr Reykjavík.
Segir nú ekkert af ferðum
skipsins fyr en það fer frá
Blönduósi á föstudagskvöld (20
des.). Var þá búið að koma
Runólfi á land á Blönduósi. Kt.
8,15 var lagt af stað; var þá
ANA vindur með veðurhæð 6,
en bjart veður. Hvesti nú óð-
um og kl. 10,15 var snúið við út
og norður í flóann, því skip-
herra treysti sjer ekki til að
skipinu lagt fyrir akkeri undir
Eyjarey. Eftir að skipinu var
lagt mun það hafa rekið h. u. b.
eina sjómílu þangað til það
strandaði, enda þótt þess yrði
ekki vart á dýpinu.
Skipið rekst á skerið.
Um strandið segir svo í dag-
bók skipsins: „Kl. 8,14 var lóð-
að. Þá orðið grynnra en áður
og auðsjeð að skipið dreif. Var
þá hringt á ferð út og kallað á
skipstjóra, sem kom strax upp
og hringdi á meiri ferð. Var þá
skipið á mjög hörðu reki og 1 jet
ekki að stjórn, þótt vjel væri
komin í gang. Fáum augnablik-
um síðar tók skipið grunn og
braut yfir jiað. Nokkur augna-
blik stóð skipið fast á grunni
Var þá sent út neyðarskeyti
S. O. S. og Reykjavík sent
skeyti um að skipið væri strand
að og hvar. — Strax kom dá-
lítill sjór í skipið og jókst hann
fljótt, bæði f vjelarúmi og mið
skipa. Sjór kom og aftur í ká
etu og að ofan frá í háseta-
klefa. Litlu síðar fyltist skipið
að mestu leyti. — Ekki voru
nokkur tök til að yfirgefa skip-
ið vegna brims og myrkurs, svo
menn hjeldust við í herbergj-
um 1. stýrimanns og loftskeyta-
manns og einnig í stýrishúsinu
sem voru einu staðirnir er hægt
., , j var að vera í og öruggir þóttu
sjá vitann í Giímsey v'e®na| strax og fært var fyrir sjógangi
var skotið eldflugum og skotið 10
roksins. Kl. um 12 um nóttina
skall á blindhríð og hjelst hún
fram á næsta dag.
Stýrisútbúnaður skipsins bilar.
Kl. 4,40 aðfaranótt laugar-
dags varð vart við að skipið fór
að láta illa af stjórn; var samt
hægt að fá það þrisvar yfir vind
inn, en gekk mjög illa í síðasta
skiftið og sást þá eftir að stýris-
keðjan var komin út af „kvað-
rantinum“ (stýrissveifinni). Var
þá gengið 1 að koma því í lag
aftur og keðjan strengd eins og
hægt var. Var þetta búið kl.
8,30 á laugardagsmorgun.
Skipinu lagt undir Eyjarey.
Kl. um 3 e. h. á laugardag
bkti ofurlítið og sást þá aðeins
sem snöggvast til lands. Var þá
fallbyssuskotum og síðar búist
sem hægt var undif nóttina, náð
í matvæli, þur föt og eldfæri.
Björgunartilraunir.
Strax og birti sást að óhugS'
andi var að fólki yrði bjargað
nema af sjó. Kl. 10 (sunnudags
morgun) sást togari að sjá
grunt undan Skagaströnd. Var
þá skotið nokkrum fallbyssu
skotum og einnig eldflugum, en
það bar engan árangur.
Rjett eftir hádegi komu tveir
mótorbátar frá Skagaströnd á
strandstaðinn. Var þá björgun-
arbátur „Þórs“ losaður og gerð
ur klár með þeim línum sem til
náðist. Sex menn voru settir í
bátinn og þegar gott lag kom
var honum rent í sjó og róið út
Þegar
litið er yfir atburð
pennan, verður manni á að
spyrja: Hvernig stendur á því,
að skip koma fyrst á vettvang
eftir 11/2 sólarhring?
Skipherrann á „Þór“ sendir
dómsmálaráðuneytinu skeyti sam
stundis og skipið strandar og
úlkynnir strandstaðinn. Vitað er
að dómsmálaráðuneytið fjekk
skeyti þetta strax, því hálf-
tíma seinna fær skipherrann
símskeyti frá ráðuneytinu. En
það er þó fyrst á sunnudags-
morgun, að ,,Ægir“ er beðinn
að fara á vettvang, og þá er
„Ægir“ austur á Mjóafirði,
hverra erinda veit blaðið ekki.
Um kl. 2 á sunnudag er svo
leitað til togara, sem staddur
er fyrir Vesturlandi og hann
tíeðinn að hjálpa. Vegna þessa
óhæfilega dráttar kom skip
fyrst á vettvang eftir 11/% sólar-
hring.
Hvað olli þessum drætti veit
Mbl. ekki; og ekkert var reynt
að upplýsa um það í sjórjett-
inum.
RoyalCrown
nixture
er mjSs vinsælt
reyktóbak.
Selt í boxum á 100 gr,
og kostar aðeins 2 kr.
boxið.
Fæst alstaðar.
Flngeldar:
Kínverjar
á 2, 5, 8 og 13 aura stk.
Kinverjar
72 stk. í lengju pr. 0.25.
Púðnrkerlingar
5, 8, 13, 20 og 25 aurastk.
Bombnr
0.90 og 1,40 stk.
Pappaskot
50 stk. 1.00
Stjörnuljós 25 anra ks.
Blys 20 anra og allskonar
iingeldar bestir og ódýrastlr í
Veisl.löns B. Helgasonar
Laugaveg 12.
Hokkrar sjúkrasðgur
úr fæðingabók Þórunnar Á. Björns-
dóttur ljósmóður. Rvík 1929.
Allsbonar
Þetta er allmikil bók, 350 bls. að
stærð, en einkennile'gast við hana
er það, að slíkt safn af sjúkrasög-
um mun hvergi til í víðri veröld
nema í þessari bók. Efnið tekur
að sjálfsögðu aðallega til ljós-
mæðra og lækna, en þó er þar
ýmislegt innan um og saman við,
sem hefir gildi fvrir menningar-
sögu vora. Maður sjer lifandi fyr-
ir sjer þá miklu og margliáttuðu
erfiðleika, sem ljósmæður áttu við
að stríða og eiga enn í sveitum
vormn, hversu þekking lækna og
útbúnaður þeirra var að ýmsu levti
ai skörnum skamti til skamms
tíma o. fl. Þá kynnist maður að
sjálfsögðu höfundinum, sem er
gott sýnishorn af bestu ljósmæðr-
um. sem þettá land hefir átt, hugs-
unarhætt-i hennar, samviskuse'mi,
trúrækni og karlmensku í liverri
raun, ef svo mætti segja um kven-
mann. Þórunn fjekk þá hugmynd
á barnsaldri að verða ljósmóSir og
ljósmóðir varð liún. Og þetta þreyt
andi ófrjálsa starf hefir orðið ljós
á vegum kjarkmiklu og- stefnu-
fostu konunnar, hefir fylt alt henn
ar líf fram á sjötugsaldur.
0»
Hygeldar.
Ódýrast I
Ingvar Úlafsson.
Vegna vörnupptalningar
verðnr bnðin loknð
fimtudaginn
2. jan.
Vörnhnsið