Morgunblaðið - 22.01.1930, Page 3
MORGUNBLAÐTÐ
S
Jtíloröunbliií>ii
etcíatndl: VilU. Fin»en.
sts»tandl: FJeJnt I Roykjvrík.
Xltatjðrar: J6n KJartanason.
Valtjr StafAnsaon.
A.aB'lí'ainfaitJörl: H. Hafber*.
ðkrifatofa Austuratrsatl 8.
ðiSBi nr. 600.
ÁUKiyalnffaskrifatofa nr. 700.
.Ailnailaar:
Jön K.Jartan*«on nr. 74*.
Valtyr StaftnaBon nr. 1280.
B. Hafberu nr. 770.
v»ítrtf*a«J»l«i
Innanlanda kr. 2.00 X aAnuSi.
nlands kr. 2.60 - —
«ölu 10 aura »tntakiS.
Forsetakosutaigiii
Ekki mun ofmælt, að kosningu
forseta í sameinuðu þingi, var að
þessu sinni fylgt með alveg ó-
^enjulegri athygli. Ekki einungis
hffijarbúa í Reykjavík, heldur
■allrar þjóðarinnar. Það er afráðið
•að þingi ve'rður ekki slitið fyrir
hátíðahöldin í sumar, heldur að-
«ins frestað. Forseti sameinaðs
þings hefir því að þessu sinni
ímnað og me'ira hlutverk að inna
•en að stjórna venjulegum þing-
fundum. Hann á að koma fram,
■sem æðsti fulltrúi þeirrar stofn-
unar, sem á sumri komandi he'ldur
Bainningarhátíð, sem einstæð er í
'SÍigu allra þjóða, og ríkja.
Síðan Framsóknarflokkurinn
komst til valda, hefir hann á
hverju þingi valið Magnús Torfa-
son til að gegna hinu virðulega
forsetastarfi 'sameinaðs Alþingis.
þ’egar. af þeirri ástæðu hlutu menn
að búast við að liann yrði að nýju
* kjöri af fiokksins hálfu. En þar
við bætist, að vitað cr að sá-mað-
urinn sem hingað til hefir ráðið
mestu um gerðir flokksins, hefir
haft Magnús Torfason mjög á oddi
tíl þessa starfs. Er þess skemst að
minnast að á síðastliðinu sumri
fór Magnús Torfason, utan að tii-
hlutun dómsmálaráðherrans, til
þess að búa sig undir, að geta
komið fram fyrir landsins hönd
í æðsta virðingarsæti þingsins á
þúsund ára hátíðinni.
Það hefir ekki farið leynt, að
umliyggja dómsmálaráðherrans
fyrir upphefð Magnúsar Torfáson-
ar, hefir ekki bygst á trúnni á
hæfileikum Magnúsar til starfans,
heidur af andúðinni gegn þeim
Tnanni, sem vitað var að hlaut að
verða í kjöri að Magnúsi Torfa-
syni frágengnum.-
Deilan um forsetavalið innan
Eramsóknarflokksins er ekki ný.
Hún er jafngömul valdatíð flokks-
ins á þingi. — Þessi deila hefir
karðnað eftir því, sem fram í sotti
nær dró þeirri hátíðlegu athöfn,
•sem um fram alt krafðist þess,
að vandað væri til forsetavalsins,
svo sem föng vorn á innan stjórn-
arflokksins. En eftir því, sem ótti
<lómsmálaráðherrans liefir aukist
við vaxandi fylgi Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, hefir andstaða hans magn-
ast og barátta hans liarðnað. Þeg-
ar þingmenn komu saman nú í
þingbvrjun, var málum þannig
komið, að deilan stóð í rauninni
<ekki um það hver yrði forseti,
heldur hver ætti að ráða í flokkn-
wm. En það er til marks um of-
Tirkapp dómsmálaráðherrans í
þessu máli, að eftir þing í fyrra
þá fær liann Mkgmósi Torfasyni
upp á sitt eindæmi ríkulegan styrk
úr ríkissjóði til hinnar umgetnu
ntanfarar. Mun ráðhe'rrann með
þessu þóst hafa koinið ár sinni vel
fyrir horð, o.g álitið að nú yrði
Frá flotamálaráðstefnunni
í London.
London, FB. 21. jan.
Kl. 1,40.
'United Press tilkynnir: Frá
Madrid er símað: Calvo Sateto
fjármálaráðherra hefir beðist
lausnar vegna ágreiningsins við
Primo de Rivera. Samkvæmt á-
reiðanlegum heimildum, stafar
ágreiningurinn af því, að fjár-
málaráðherrann var á annari
skoðun en Rivera viðvíkjandi
þátttöku Spánar í starfsemi al-
þjóðabankans, aðallega að því
er snertir upphæð þá, er Spánn
skyldi til leggja, og ennfremur,
að Primo de Rivera hefir ekki
tekið afstöðu til verðfestingar
pesetans.
Kl. 9,30.
Frá Tolcio er símað: Keisar-
inn hefir leyst upp þingið.
Kl. 11,15.
Flotamálaráðstefnan í Lon-
don var sett laust eftir klukkan
11. Er fulltrúarnir höfðu safn-
ast saman í lávarðadeildinni
flutti Georg V. Bretlandskon-
ungur setningarræðu sína og tal-
aði úr konungsstúkunni.
Kl. 11,45.
Forsætisráðherra Bretlands,
Ramsay MacDonald, hefir verið
kosinn forseti flotamálaráðstefn
unnar.
Kl. 12,28.
Þá er konungurinn hafði hald-
ið ræðu sína, töluðu formenn
sendinefnda helstu þjóðanna, er
þátt taka í ráðstéfnunni. Mac
Donald talaði næst á eftir kon-
unginu*. Kvað hann aljar þjóð-
ir búast við því, að sá yrði árang-
ur af fundinum, að flotastór-
veldin fimm (Bretland, Banda-
ríkin, Frakkland Italía og Jap-
an), komi sjer saman um að
draga svo úr vígbúnaði á sjó, að
herskipaflotar þeirra nægi að-
eins til raunverulegra þarfa, þ.
e. til öryggistryggingar. Enn-
fremur kvað hann nauðsynlegt
að taka sjerstaklega til meðferð-
ar strandvarnir og hernaðarflug
tæki í sambandi við vígbúnað á
sjó. Loks lagði hann mikla á-
herslu á, að vinna kappsamlega
að því, að samkomulag næðist.
Kl. 12,40.
Fregnir hafa borist um, að
ræður Bretakonungs, MacDon-
alds og Stimsons o. fl., sem öll-
um var útvarpað, heyrðust út
um alla Evrópu, t. d. í Róma-
borg, Madrid, Vínarborg og
Berlín. Einnig heyrðust ræðurn-
ar í New York, Chicago, Den-
ver og Montreal.
I ræðu sinni sagði Stimson
ráðherra m. a., að takmörkun
vígbúnaðar yrði að fara fram
stig af stigi. ,,Við lítum á af-
vopnun sem takmark, sem við
munum ná smám saman, með
því að halda áfram samvinn-
unni og tilraununum til um-
bóta“.
Að lokinni ræðu Stimsons tal-
aði Tardieu, fyrir hönd frakk-
nesku fulltrúanna, og svo hver
af öðrum.
Kl. 13,24.
Fundinum slitið kl. 13,18.
Ásgeiri eigi komið í þennan virð-
ingarsess, nema með því móti, að
sýna Magnúsi Torfasyni meiri van-
virðu en flokksmönnum væri trú-
andi til.
Síðan þingmenn komu til bæj-
arins hefir dómsmálaráðherrann
lagt sig allan fram. Hann hefir
ekki ge'ngið þess dulinn fremur en
aðrir, að baráttan stóð um ýfirráð
hans yfir þeim flokk, sem hann á
síðustu árum hefir verið einráðinn
i. Eu dómsmálaráðherrann heið
ósigur og það er vitað að allur
þorri flokksmanna lians á þingi,
stóð saman um að yfirbuga hann
í þessu ofurkappsmáli hans.
Hingað til hefir dóinsmálaráð-
herrann kúgað flokk sinn. Nú
kúgar flokkurinn ráðherrann. —
Flokkurinn tólr svo sterkum tök-
um á ráðherranum, að hann
neyddi hann eigi aðeins til að
þola forsetatign Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, heldur og til að kjósa hann.
Hafa flokksmenn dómsmálaráð-
herrans og nánustu samverkamenn
sýnt, að þeim er Ijóst að framtíð
flokksins þolir eigi, að slíkur mað-
ur maður fari þar með völd. En
sjálfur liefir ráðherrann sýnt að
eklci e'i* eins erfitt að beygja hann
til auðsveipni og ýmsir hafa álitið.
Engum mun blandast hugur um
að forestaefni Sjálfstæðismanna,
Jón Þorláksson, var allra manna
hæfastur til að koma fram fyrir
landsins hönd við hátíðahöldin. En
þeir sem falið hafa Framsóknar-
mönnum að velja í öndvegisstöður
ií þjóðfjelaginu, mega vel við una
hvernig þingmenn þeirra liafa áð
þessu sinni farið me'ð vald sitt. Og
landsmenn í heild sinni munu við-
urkenna að með forsetavalinu hafi
aðalflokkur stjórnarinnar sýnt
þjóðinni meiri nærgætni, en menn
Iiöfðu fyrir fram ástæðu til að
vænta.
Bæjarstðrnaikosningin
í Vestmannaeyjum kærð. —
Velta þeir báðir úr bæjar,-
stjórn ísleifur Högnason og
Þorsteinn Víglundsson.
Úrskurður í
,,fíokkssvikara“-málinu.
Vestm. 20. jan. FB.
Kærður hefir verið úrslcurður
Ifjörstjórnar við síðustu bæjar-
stjórnarkosningar, ve'gna þess að
I.iörstjórn úrskurðaði Þorstein
'V:glundsson af C-lis%a og ísleif
Högnason af A-lista rjett kjörna,
en líklegt er, ef ekki því meiri
breytingar verða á listanum, að
sjöunda fulltrúaefni C-lista, sem
jafnframt var sjötta fulltrúaefni
A-lista", Guðm. Magnússon smíður,
hafi samanlagt hærri atkvæðatölu
eri 5. fulltrúaefni af A-lista. —
Magnús Magnússon smiður, jafn-
framt að 14. fulltrúaefni C-lista
hafi samanlagt hærri atkv.tölu en
ísleifur. C-listi hafði 387 atkv. en
A-listi.223 atkv. Verði kærari úr-
skurðuð rjettmæt, verða Þorsteinn
og ísleifur varafulltrúar, en hinir
koma í staðinn. Mun málið bráð-
lega tekið fyrir í bæjarstjórn.
Vegna brottreksturs 6 manna,
þar á meðal Þorsteins Víglunds-
sonar, form. verkamannafje'l., úr
fjelaginn, hefir fógeti úrsknrðað
(brottreksturinn) ólögmætan og
afhent Þorsteini hækur fjelagsins.
Lítið um sjóróðra. Afli rýr. —
Vantar enn töluvert af vermönn-
um.
Svar
til ungfrú Laufeyjar Valdi-
marsdóttur.
Jeg get ekki orðið við þeim
tilmælum yðar að dæma um
persónulega trúrækni þeirra
manna, sem þjer nefnið í fyrir-
spurn yðar. Það er annar, sem
betur sjer, sem dæmir um hana,
og honum eiga þeir*, hver ein-
'stakur, að standa full skil, en
hvorugri okkar.
Hitt get jeg bent á, sem jeg
hjelt, að flestir bæjarmenn vissu
og býst við, að margir muni,
bæði á laugardaginn kemur og
miklu lengur, að það hefir verið
ólík framkoma jafnaðarmanna
og hinna í bæjarstjórninni, þeg-
ar eitthvað hefir verið minst þar
á þau mál, sem snerta kristin-
dóm.
Vitið þjer ekki t. d., hvernig
Ólafur Friðriksson og fylgis-
menn hans tóku undir styrk-
beiðni til sjómannastofunnar
hjer í bæ, og hve virðulega hann
orðaði andmæli sín?
Vitið þjer ekki, hvernig hann
og bróðir yðar töluðu á bæjar-
stjórnarfundum um húslestr-
ana á Elliheimilinu, og sögðu
meðal annars, að jeg ætla, á
móti betri vitund, að heimilis-
fólki þar væri þröngvað til að
hlusta á húslestra?
Vitið þjer ekki, hverjir það
voru í bæjarstjórninni, er vildu
ekki, að söngflokkur K. F. U.
M. fengi nokkurn utanfarar-
hjerna um árið, nema hann
hætti við að kenna sig við kristi-
legt fjelag ungra manna?
Vitið þjer ekki, hverjir það
eru, sem margoft hafa reynt að
nota það borgarstjóra til ámæl-
is, að hann er formaður sunnu-
dagaskólans hjerna í Reykja-
vík?
Þarf jeg að telja upp fleira
til þess að sýna yður fram á,
hvers vegna jeg vantreysti þess-
um flokksmönnum yðar í krist-
indómsmálum?
Sje þeim nú snúinn hugur, þá
eru mörg tækifæri til að sýna
það og sanna. Kirkjumálin verða
t. d. á dagskrá Alþingis í vetur.
og þar gefst sumum þessum
sömu jafnaðarmönnum tækifæri
til að sýna lit í |arð kristindóms-
ins. Komi þeir þar vel fram,
skal ekki standa á mjer að geta
þess þeim til sóma.
Guðrún Lárusdóttir.
Innflutningurinn-
FB. 20. jan.
Innflutningurinn. Fjármálaráðu-
neytið tilkynnir: Innfluttar vörur
í desember 1929 kr. 4.436.021.00;
þar af til Reykjavíkur krónur
3.392.361.00.
Mannuðarmálin hans Sig-
urjóns Ólafssonar.
Sigurjón Á. Ólafsson ríkisútgerð
armaður og ráðunautur núverandi
stjórnar, var fjölorður um það á
sunnudaginn var, að fátæklingarn-
ir sem þegið liefðu af sveit, og
æskumennirnir, frá 21—25 ára
fengju nú í fyrsta sinn að kjósa,
Það hefði á undanförnum árum
verið „mannúðarmál“ sósíalista að
koma þessum breytingum á.
Og það sagðist Sigurjón vita, að
bæði fátæklingarnir, og æskumenn
irnir, hver einasti einn myndu
kjósa sósíalista í bæjarstjórn.
Þetta var rúsinan hjá Sigurjóni.
„Mánnúðin“ var ekki á hærra
stigi en það hjá sósíalistum, að
þeir höfðn harist fyrir breytiguni
þessum, í vom um, að fá með því
aukið fylgi lianda sjálfum- sjer.
En nú er komið babh í hátinn
fyrir sósíalistum. Skv. undirtekt-
um manna hjer í bænum — og
þá ekki síst bæjarstjórnarkosning-
in í Hafnarifirði, sýnir það glögg-
lega, að æskumennirnir, og „nýju
kjósendurnir“ yfirleitt, fylkja sjer
um Sjálfstæðismennina —eins og
eðlilegt er.
Æskan vill athafnafrelsi; þolir
ekki kúgunaranda sósíalista.
Æskumenn Reykjavíkur
kjósa C-listann.
C-listi
er listi Sjálfstæðismanna.
Þar sem sósíalistar ráöa.
Þegar sósíalistabroddarnir bera
fram sín gullnu loforð, um það
hve alt fari ágætlega, ef þeir ein-
hverntíma komist í meirihluta í
bæjarstjórn, þá bæta þeir þvi oft
við, að í öðrum höfuðborgum Norð
urlanda sjen flokksmenn þeirra
mikils ráðandi.
Á fundi sósíalista á sunnudag-
inn var, mintnst þe'ir á þetta, t. d.
hve sósíalistar í O&ló færu vel með
verkamenn þá sem atvinnulausir
væru. — Það væri svo sein munur
eða hjerna í Reykjavik.
Það kemur nefnilega vatn í
munninn á sósíalistnm hjerna, þeg
ar þeir hugsa til þe'irra staða, þar
sem þúsundir og tugir þúsunda
verkamanna ganga atvinnulausir.
Það væri matur fyrir þá Jón
Bald., Hjeðinn og Co., að geta
skattlagt þá sem eitthvað hefðn að
gera, til þess að greiða þeim sem
enga atvinnn hafa, og með því
trygt sjálfum sjer atkvæði at-
vinnule'ysingjanna. Með þ\ú að
koma því til leiðar, að framtak
manria dafni og sofni, og helst eng
in atvinnurekstur beri sig, vona
þessir lierrar, að þeim megi takast
að koma atvinnuleysi hjer á, í
stórum stíl. '
En stefnumunur Sjálfstæðis-
mann og sósíalista er þessi. Sjálf-
stæðismenn vilja blómlegt og fjöl-
skrúðugt atvinnulíf, og spórna
ge'gn atvinnnleysi. Sósíalistar vilja
4rtvinnnleysið, til þess að geta flek
að þá sem í vandræðin rata til
fylgis við sig.
-------------------
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
manna er í Varðarhúsinu við Kalk
ofnsveg, sími 2339.
Kjósið C-listann!