Morgunblaðið - 27.02.1930, Blaðsíða 5
Fimtudag'imi 27. febrúar 1930.
6
3
Kina og stórvaldiu.
Rússar og Kinverjar hafa nú j
loksins samið frið. Mansjúría var
þrætuefnið milli þeirra, eins og
kunnugt er. Þar eru ágæt iðnaðar-
og landbúnaðarskilyrði, en Man-
sjúría er strjálbj-gð og auðæfi
landsins langt frá notuð til hlítar.
Mansjúría er kínverskt land, en
bæði Rússar og Japanar ágirnast
landið og hafa fengið afarmikla
fótfestu þar. Hörð samkepni hefir
því undanfarin ár staðið milli
Rússa, Japana og Kínverja um
yfirráðin yfir Mansjúríu.
Síðastliðið sumar gerðu Kínve'rj-
ar rússnesku austurjárnbrautina í
Mansjúríu upptæka, sumpart
vegna undirróðurs Rússa, sumpart
vegna þess að Kínverjar vilja losa
Kína úr greipum útlendinga. —
eftir þetta voru stöðugar skærur
millii Kínverja og Rússa. Loks
rjeðust Rússar inn í Mansjúríu á
mörgum stöðum og hófu ákafa
sókn.
Rússneskum sprengikúlum rigndi
niður yfir borgirnar í Mansjúríu,
Kínverjar flýðu og urðu loks að
um allan helming meðan Rússar
og Kínverjar sátu við friðarborðið
í Gharabovsk.
í 18 ár hefir næstum stöðugt
verið borgarastríð í Kína. Þjóðern-
issinnum he'pnaðist sumarið 1928
að leggja alt landið undir sig. —
Markmið þeirra er, að efla kín-
yerskt þjóðerni, sameina alt landið
undir eina stjórn og losa Kínverja
undan oki erlendra fjárplógs-
manna.
Ghiang-Kai-Shek myndaði stjórn
i Nanking, og' átti alt landið að
lúta stjórn hans (Nanking-stjórn-
inni). B]j valdagjarnir herforingj-
ar og landstjórar í ýmsum hjeruð-
um hafa ekki viljað hlýðnast Nan-
kingstjórninni og hvað eftir annað
gert uppre'isn.
Andstæðingar Nankingstjómar
hófu í desémber sókn á mörgum
stöðurn, einkum í Yangtse-dalnum
og Suðurkína. Markmið þeirra var
brjóta landið undir sig og Pek-
king og Kanton voru um tíma í
yfirvofandi hættu. Herskip stór-
veldanna söfnuðust saman után
Friðarsamningar undirskrifa<5ír. í þorpi nokkru á landamærum
Manchuriu voru friðarsamningar Kína og Rússa undirslcrifaðir. Hjer
á myndinni sjest Szimanovski setja innsigli sitt á friðarsamningana,
en fulltrúar Chiang-Kai-sheks sitja báðum inegin við hann.
fallast á bráðabirgðaskilmála
Rússa. Fulltrúar Rússa og Kín-
verja hittust svo í Charabovsk, til
að sémja nánar um friðarskilmál-
ana. Samningafundir þeirra géngu
stirðlega framan af, en skömmu
fyrir jól var friðarsamningurinn
undirskrifaður. Kínverjar fjellust
á, að alt verði eins og áður var
við rússnesku járnbrautina. —
Rússneskur forstjóri hefir nú aft-
ur tekið við stjórn brautarinnar.
Kínverjar hafa látið handtekna
Rússa lausa, og Rússar slept Kín-
verjum úr rússnesku fangelsunum.
Japanar áttu vafalaust töluvérð-
an þátt í þessum endalokum deil-
unnar. Þeir reka atvinnu x stór-
um stíl í Mansjúríu, ráða þar yfir
námum og þýðingarmildum járn-
brautum. Þeir óttuðust, að Kín-
verjar mundu áður en langt um
liði gera japönsku brautirnar í
Mansjúríu upptækar, ef þeim
hjeldist það uppi, að gera rúss-
nesku brautina upptæka. Japanar
hafa því vafalaust lagt fast að
Kínverjum að fallast á kröfur
Rússa. Kínverjar hafa þannig í
rauninni orðið að láta undan fyrir
sameinuðum rússnéskum og jap-
önskum „imperialisma". Hinsveg-
ar ér ennþá oklri útsjeð um, Hverj-
ir vérða áð lolcum. sigurvegarar
i samkepninni úm Mánéjúríu.
Borgárastfíðið í Kína magna'ðist
við Shanghai og útlendingar byrj-
uðu að flytja konur sínar og börn
frá Nanking og fleiri bæjum.' —
Leit út fyrir, að Chiang-Kai-Shek
yrði að faia frá völdurn. En hon-
um hepnaðist þó í tæka tíð að
safna liði og vérja höfuðstaðinn
fyrir árásunum. Samvinnan milli
uppreisnarmanna var mjög í mol-
um og upreisnin virðist nú niður-
bæld að mestu í bráð. En vafalaust
yerður langt þangað til að tryggur
friður kemst á í Kína.
Skömmu fyrir áramótin ákvað
Nankingstjórnin að afnema sjer-
rjettindi iitlendinga í Kína frá
byi'jun þessa árs. Stórþjóðirnar
hafa um langan aldur notið sjer-
rjettinda í Kína. Kínversk lög
gilda ekki fyrir þegna þeirra, og
er ekki hægt að stefna þegnum
stórþjóðanna fyrir kínverska dóm-
stóla. Sjerstakir dómstólar, svo-
kallaðir konsúlsdómstólar dæma
lagabrot þeirra. Þessi sjerrjettindi
ætla Kítive’rjar nú að afnema. —
Stórveldin álíta, að Kínverjar geti
ekki afnumið þau án samþykkis
hlutaðeigandi þjóða, segja þar að
auki varhugavert að afnema sjer-
rjettindin, fyr en tryggur friður
kemst á í Kína. Stórveldin vilja
þó semja við Kínverja um að af-
nema sjerrjéttindin smátt og
smátt.
Ef til vill néyðast Kínverjar til
tuidanhalds í bili, en bæði í Kína,
índlandi o. v. í Asíulöndum vex
mótspyrnan gegn erlendu valdi.
Getur varla hjá þvi farið, að sú
mótspyrna hafi mikil áhrif á
stjórnmál Evrópuþjóða í náinni
framtíð.
P.
Forsætlsráðhei ra
. ti.segirjrá.a t
Skutull, blað sósíalista og kom-
múnista á ísafirði, birtir 10. þ. m.
eftirtektarvert viðtal við' Tryggva
Þórhallsson, forsætisráðherra. —
Seg'ir blaðið, að ýmsar tröllasögur
gangi þar vestra um fjárliag lands
ins í sambandi við lokun íslands-
banka. Jafnframt getur blaðið
þéss, að Vesturland hafi skýrt frá
aðvörðunarskeytum er hingað hafa
borist frá erlendum fjármálamönn-
um viðvíkjandi lánstraustsspjöll-
um landsins, ef bankanum yrði
endanlega lokað. Skutull kveðst
þtss vegna hafa snúið sjer til for-
sætisráðherra og meðal annars
lagt fyrir hann eftirfarandi spurn-
ingar:
„Er það satt að Hambrosbanki
hafi símað og sagt að lokun
Islandsbanka hafi þau áhrif, að
ekki aðeins lánstraust Landsbank-
ans heldur alls íslands sjé þar með
þrotið í Englandi.“
„Nei, það er ósatt“, var svar
forsætisráðherrans.
Þegar forsætisráðherra gaf þetta
svar, var hann nýbúinn að fá
símskeyti frá aðalbánkastjóra
Hambrosbanka í London, Sir Eric
Hambro, þar sem meðal annars
þetta er fram tekið:
„í London og annarstaðar þyk-
ir mjög ískyggilegt, livernig komið
er fyrir íslandsbanka, vegna þess
hvérnig fulltrúaráð hans er skipað.
Þetta hefir áhrif á lánstraust rík-
isstjórnarinnar og allra íslenskra
stofnana.
Jeg legg sem fastast að yður,
vegna lánstrausts landsins, að gera
öflugar ráðstafanir til þess að
opna bankann aftur tafarlaust og
gera hina erlendu skuldheimtu-
menn rólega.“
Þetta símskeyti liafði forsætis-
ráðherra í höndum, þégar hann
talaði við Skutul!
Ennfremur spyr Skutull forsæt-
isráðherra:
„Er það satt, að Sveinn Björns-
son sendiherra hafi símað að láns-
trausti Landsbankans og landsins
sje lokið í Danmörku, ef bankinn
verði ekki opnaður þegar í stað.“
„Nei, það eru hrein og klár
ósaimindi‘ ‘, svaraði f orsætisráð-
herra.
Þegar forsætisráðherrann gaf
Skutli þessar upplýsingar, hafði
hann í höndum símskeyti frá
Svéini Björnssyni sendiherra, þar
sem m. a. þetta er fram tekið:
„Annars rökstutt álit mitt fulln-
aðarlokun bankans mundi valda
stórtjóni lánstrausti íslands hjer
(og í) öðrum löndum.“
„Hver dirfist að halda þvi fram,
að forsætisráðherra Bretlands fari
með ósannindi f ‘. Þessi Ummæli eru
liöfð eftir enskum Stjórnarforseta.
Einn af andstæðingum ráðherrans
hafði efast um‘, að upplýsingár sem
ráðherraim gaf þinginu, væru
sannleikanum samkvæmar. — Og
yað var ekki ráðliérrann einn, sem
stóð upp til að andmæla þessum
áburði; allur þingheimur tók und-
ir með ráðheiranum, og þingmað-
urinn varð að hröklast úr þing-
salnum.
Reynslan hefir nú sýnt það oft
og möi'gum sinnum, að ekki er til
neins að heimta það af núverandi
forsætisráðherra íslands, að hann
standi á sömu tröppu, siðferðislega
sjeð, og forsætisráðherra Bret-
lands. En þá lágmarkskröfu verð-
ur að gera, til æðsta valdsmanns
islensku þjóðarinnar, að hann ekki
auglýsi sig opinberan ósanninda-
m-ann frammi fyrir alþjóð, eins og
hann hefir hjer gert í íslands-
bankamálinu.
Dagbók.
Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5):
Lægðin yfir Grænlandshaíinu
hreyfist nú hratt norðaustur eftir,
enda er vindur orðinn allhvass S
með rigningu á SV og V-landi.
Noi’ðan lands og austan er hæg SV
átt og bjart veður með 2—3 st.
hita. Suðvestur í hafi (rúma 2000
ltm. í SV frá Reykjanesi) er storm
sveipur, sem virðist vera kominn
sunnan úr hitabelti og stefnir á-
fram N eða NA-eftir. Má búast
við að hann valdi á ný S eða SA
hvassviðri annað kvöld á SV-landi.
Veðurútlit í Rvík í dag: Mink-
andi Sv-átt fram eftir deginum,
en gengur sennil. í SA og hvessir
með kvöldinu eða nóttunni.
Þingvallakórinn. Æfing í kvöld
kl. 9, Tenór og Bassi. Engin æfing
fyrir Sopran og Alt.
Sfceínir, fjelag ungra Sjálfstæðis
manna, lieldur fund í bæjarþing-
salnum í Hafnarfirði í kvöld kl.
8V2. Tlior Thors og Jóhann Möller
flytja erindi.
Vjelbáturinn „Eggert“ kom í
gær frá Frederikssund í Dan-
mörku. Báturinn er ca. 20 tonn að
stærð og er byggður við Frede-
rikssund Skibsværft. Eigandi báts
ins er Gisli Eggertsson frá Kothús
um í Garði o. fl., og verður hann
skipstjóri bátsins, sem ætlað'ur er
til fiskiveiða lijer við flóann. Skip-
stjóri á bátnum frá Danmörku var
Kristján Kristjánsson, sem var
skipstjóri á m.k. Gotta i Græn-
landsförinni síðastl. sumar. Bátur-
inn virðist vera mjög vandaður
og reyndist góður í sjó að léggja,
og fjekk þó talsvert slæmt veður,
einkum þegar dró að Vestmanna-
eyjum. Báturinn var 11 daga frá
Frededikssund, þar af lá hann einn
sólarhring í Noregi, tvo i Færeyj-
um og eina nótt í Vestmannaeyjum
K. F. U. M. A-D fundur i kvöld
kl. 8(4. Inntaka. Kynningarsam-
vera. Kaffi. Fjelagsmenn fjöl-
menni. Allir ungir rnenn velkomnir
«
Ungbarnavernd Líknar opin
hvern föstudag kl. 3—4. Bárug. 2.
Ferðafjelag íslands heldur aðal-
fund sinn annað kvöld kl. 8y2 í
Varðarhúsinu. Að venjulegum aðal
fundarstörfum loknum flytur Guð-
ínundur G. Bárðarson mentaskóla-
kennari fyrirlestur um Reykjanes
og sýnir skuggamyndir.
Garðyrkjuvikan. Kl. 4V2—6V2 á
liverjum dégi 'i þessari viku er
samkoma í húsi K. F. U. M. —
Einar Helgaköh flytur erindi; að'
því loknu eru umræður um e'fni
erindanna. Fyrri hluta vikunnar
hefir verið rætt um matjurtir, en
þessa þrjá daga, sem eftir eru,
verður rætt um trjárækt og blóm-
rækt.
Skinfaxi, 1. hefti þ. á, er komið
út. Flytur það greinir, myndir og
kvæði. Aðalsteinn Sigmundsson rit
stj. blaðsins skrifar um fjelagsmál
0. fl. Halldóra Bjarnadóttir skrif-
ai um landsýninguna í ár, Ragnar
Asgeirsson um staðanöfn og
manna.
Frá höfninni. Kæiisliipið Arnfin
iiom í gær með beitusíld til sænska
.i-ystihússins. — Rotnía fór í gær-
kvöldi. Esja kom i gær. Kolaskipið
Gréat Hope kom i gærkvöldi með
Jiol til h.f. Kveidúlfs 0. fl.
Skonnortan Fylla kom hingað í
fyrrinótt með timburfarm til Páls
Olafssonar. Þegar hún hefir losað
farminn, verður hún send á veiðar.
Verður skipshöfnin mest Færey-
nigar, en einn íslendingur. Nokkra
náseta tók hún í Færeyjum, en
nokkrir komu hingað með Dr. Alex
andrine.
Kristileg samkoma á Njálsgötu
1 í kvöid kl. 8. Allir velkomnir.
Forseti S. R. F. í. óskar þess getið,
at fundi verði ekki hægt að halda
í fjelaginu fyrir næstu mánaðamót,
vegna ýmissa atvika.
Einar Markan söng j gærkvöldi
í Gamla Bíó. Var svo að segja
hvert sæti skipað, tog urðu ménn
ekki fyrir vonbrigðum, því að
söngvarinn tók glæsilegum tökum
á hlutverkum sínum. Er sjaldgæft
að heyra jafninnilegan fögnuð á-
heyrenda hjer eins og í gærkvöldi,
og má Einar una vel við fyrstu
móttökurnar, enda átti hann þær
skilio, og vonandi iætur liann
heyra til sín aftur innan skamms.
Fjölnir línuveiðari kom af veið-
um í gærkvöldi með 140 skpd.
íiskjar, sem hann hafði aflað á 4
aögum.
Svar frá dr. Helga Tómassyni
lækni, við opnu brjefi dómsmála-
ráðherrans í Timanum í gær, birt-
ist á morgun.
Frú Kristín Matthíasson fiutti
síðastl. sunnudag fyrirlestur fyrir
alþýðufræðslu Guðspekifjelagsins
um endurkoldgunarkenninguna.
Vrar fyrirlesturinn svo fjölsóttur,
að márgir urðu frá að liverfa. Mun
því í ráði að endurtaka hann, og
verður nánar skýrt frá því síðar.
Gin- og klaufaveiki hefir borist
til Noregs í bóluefni, sem þangað'
var sent frá Yaccinationsanstalte'n
i Kaupmannahöfn. Samskonar bólu
efni var sent hingað frá sömu stofn
un, og mun því hætta á að veikin
hafi einnig borist með því. For-
-ætisráðherra hefir því gefið út til
kynningu um að bóluefni þetta
skuli ekki nota, en bíða, uus bólu-
efni er liomið, sem beðið hefir ver-
ið um frá Sviss.
Frakkneskur konsúll í Rvík. For
sætisráðherra tilkynnir: Samkv.
tilkynningu frá franska sendiráð-
inu í Khöfn, hefir hr. Pellissier,
starfsmaður í franska utanríkis-
ráðuneytinu, þ. 1. jan. þ. á. fengið
útnefningu sem útsendur franskur
konsúll í Reykjavík.
(FB).
Sænskur ræðismaður á íslamdi.
Forsætisráðh. tilkynnir: Samkv.
símfregn frá sendihetra íslands í
Kaupmannahöfn hefir sænska þing
ið samþykt fjárvteitingu til þess að
liafa útsendan ralðismann á fslandi.
(FB).