Morgunblaðið - 02.03.1930, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.03.1930, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Höfum íyrirligyjamlí: Hveiti, margar tegimdir. Rúgmjöl. Haframjöl. Hrísmjöl. Kartöflumjöl. Það verður hagkvæmast að kaupa þessar vörur hjá okkur. Spanskar laðchettskyrlur. Hinar margeftirspurðu spönsku skyrtur eru komnar aftur í. stóru úrvali. Nýtt snið og nýir litir. Við að nota þessar skyrtur sparar maður axlabönd, skyrturnar hafa sjálfar uppihaldssprota. Lítið í gluggana. NB. Allar aðrar skyrtur seldar pieð mjög miklum afslætti Andrjes Andrjesson, Laugaveg 3. Blikklýsistunir og Sildortunnur útvegum við frá Noregi með stuttum fyrirvara, verðið hvergi lægra. Eggert Krfstjánsson 8 Co. Peysnfatasilkið er komið aftur, og alt til P e y s n f a I a. fisg. G. Gunnlaugsson & Go. Austurstræti 1. Beltnsíld. Fyrsta flokks norsk janúar veidd hafsíld frá frysti- húsi ríkisins er til sölu í sænska frystihúsinu, íshúsinu Herðubreið, Tómasi Guðjónssyni í Vestmannaeyjum, eða h j á Johs. Wafne. SÍMI: 1417. iHISllllí sem næst miðbænum, þurt og saggalaust, óskast til leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 1361 og 684. Leiga. 3 stofur og eldhús með nútíma þægindum ásamt öllum húsbúnaði er til leigu frá 14. maí til 1. október, í miðbænum.' — Umsóknir til A. S. I. merktar „sumár" fyrir 15 mars. Bjðrn Sigurðsson fyrverandi bankastjóri Minningarorð. Björn Sjgurðsson fyrv. bankastj. var fæddur 29. október 1856 að Þverá í Hallárdal í Húnavatns- sýflu. Foreldrar hans voru Sig- urður Finnbogason og Elísabet Björnsdóttir. Ólst Björn upp hjá ömmu sinni Sigurlaugu Finnsdótt- ur frá Syðri-Ey, er dvaldi bjá tengdasyni sínum, Áma Jónssyni á Þverá. hinum merkasta bónda. Fjekk Björn þar hið besta upp- eldi. Árni kom honum 16 ára Bjöm Sigurðsson, bankastjóri gömlum til Jakobs Holm verslun- arstjóra í Hólanesi se'm verslunar- lærling. (Kona J. Holm var skáld- konan Thorfhildur Þ. Holm). — Verslunina á Hólanesi átti þá Fr. Hillebrandt stórkaupmaður í Kaupmannahöfn, og aðra á Blöndu ósi. Við þessar verslanir starfaði Björn til skiftist log síðan bjá verslun Joban Georg Möllers á Blönduósi. En vorið' 1879 rjeðist hann til Eskifjarðar og tók þar við forstöðu verslunar Jóns kaup- manns Magnússonar og gengdi þar jafnframt póstafgreiðslu — var fyrsti póstafgreiðslumaður a Eskifirði. í október 1882 sigldi Björn til Kaupmannahafnar og kyntist þá Tryggva Gunnarssyni á leiðinni. Varð það til þess, að hann rjeðist til Gránufjelagsins, var á skrif- Stofu fje'lagsins í Höfn á vetrum, en í lausakaupaferðum á sumrin. Gengdi hann því starfi í þrjú ár. Næsta ár rak bann umboðs- verslun fyrir eigin reikning, en 1887 ætlaði hann að ganga í verslunarfjelag við Jón Guðmunds son í Flatey. En Jón dó þá um þrð' leyti, svo að ekkert varð úr fjelagsskapnum. Björn tók þá við versluninni í Flatey og rak hana í allmörg ár og stofnsetti þá líka fyrstur verslunarstaði í Skarðsstöð og Búðardal, og keypti Ólafsvíkurve’rslun hina gömlu. Frá árinu 1903 rak Björn um- bcðs og heildsöluverslun í Kaup- mannahöfn, en 1910 var hann skipaður bankastjóri Landsbank- ans og gengdi því starfi þang- að til 1916. Þá um sumarið var hann sendur til London sem versl- unarerindreki íslands. Var hann þar þangað til um sumarið 1920. Kom þá heim og tók við banka- stjórastörfum, en sagði þeim af sjer 1. október um haustið. Síðan gegndi hann hjer ýmsum trúnaðar- störfum, um tveggja ára skeið', en þá var líkamsheilsa hans á þrot- um eftir langan og strangan erfið- isdag. Sigldi hann þá til Kaup-’' mannahafnar að leita sjer hvíldar og dvaldi þar þangað til sumarið 1925. Kom hann þá heim aftur farinn að heilsu og kröftum og dvaldi hjer í Reykjavík síðan. — Hann andaðist 22. janúar 1930. Þess má geta, að meðan Björn rak verslun, var því viðbrugðið hvað hann var lipur og áreiðan- le'gur. Hann ljet sjer mjög ant um að koma á vöruvöndun og jafn- rjetti í verslunarsökum milli fá- tækra og ríkra, að' birgja versl- anir sínar vel að nauðsynjavörum, en um óhófsvörur ljet hann sjer lítt gefið og varð fyrstur íslenskra kaupmanna til þess að hætta að versla með áfengi. Var þó sú verslln talin arðvænlegust á þeim dögum. Hann átti og góðan þátt í því að danska stjúrnin gerði samninga við Spánverjá um sölu á fiski og varð það íslendingum til stórhagnaðar, eins og kunnugt er. — Mörgum trúnaðarstörfum gegndi hann um æfina, öðrnm en þeim, sem hjer eru talin, átti t. d. sæti í Verðlagsnefnd og i Versl- unarráði fslands. Björn Sigurðsson var tvígiftur. Fyrri kona hans Guðrún dóttir Jóns Guðmundssonar kaupmanns í Flatey. — Seinui kona hans Christine M. Jaeobsen, dóttur- dóttir Fr. iSvendsen kaupmanns í Önundarfirði. Þrjú uppkomin böm Björns eru hjer í bænum: Sigurður B. Sigurðsson kaupmað- ur, Ingibjörg bankaritari og Guð- rún, me'mandi í Mentaskólanum. Skólabygging að Reykjum í Hrútafirði. FB. í febr. Sýslufundur er nýlega afstaðinn á Hólmavík. Ákvað sýslunefndin að leggj'a fram alt að tuttugu þús- und krónur til væntanlegrar bygg- ingar alþýðuskóla að Reykjum í Hrútafirði. Vænst er samvinnu Ilúnavatnssýslu um skólann. Reyk ir í Hrútafirði er af kunnugum mönnum og sjerfróðum talinn mjög ákjúsanlegur staður fyrir skóla, bæði vegna heita vatnsins og annarar aðstöðu. Búið er þegar að reisa yfirbygða sundlaug að' Reykjum. Hljóti þetta skólamál þann endi, er vonir standa til, mun verða byrjað á byggingu skólans á næktkomandi vori. Farsóttir og manndauði í Reykjavík. Vikan 16.—22. febrúar. (í svigum tölyr næstu viku á undan). \ Hálsbólga 74 (73). Kvefsótt 96 (63). Kveflungnabólga 2 (1). Gigt- sótt 1 (3). Iðrakvef 11 (4). In- fluensa 2 (9). Hettusótt 25 (26). Taksótt 6 (1). Umferðargula 4 (2). Kikhósti 0 (0). Mannslát: 2 (7). G. B. Eftir skýrslu þessari er hettu- sóttin í mikilli rjenun. Kvefsótt og hálsbólga geta nokkuð vart við sig. Therma Lækkað verðl Nýjar umbætnr! Getur ekki kveikt í. Júlíns Björnsson, Austurstræti 12^ Baunir - Baunir. Heilbaunir. Hálfbaunir. Viktoríubauuir. Græuar baunir. Ofl Allskonar baunlr i mestu úrvali í Versl. Vísir. Ueiðarfæri i heildsðln Fiskilínur, 1 til 6 íbs. Lóðarönglar No.7og8 Lóðataumar Lóðabelgir, Manilla, allar stærðir, Grastoverk, Netagarn, 3 og 4 þætt Trawlgarn, Vírar, Bambusstangir. Hr. ð. Skagfiörð. Hest úrval af Reonveriim fyrir konur, karla ’. ,* og böru. Begnfrabkar, ; Regnkápnr, fiámmíkápnr. •4 '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.