Morgunblaðið - 16.04.1930, Síða 3

Morgunblaðið - 16.04.1930, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ t Talsamband við umheiminn. Landssímastjóri Gísli J. Ólafson leggur til, -að samning- unum við Stóra norræna verði sagt upp, og sett verði hjer upp stuttbylgjustöð, sem afgreiðir bæði skeyta- og talsam- band við nágrannalöndin. Málið er til umræðu í Sameinuðu þingi í dag. Laugardagion 19. anril verðnr báðin loknð vegna málningar. Bókaverslnn Sigfúsar Eymundasonar. iþröttanámskeið á Alafossi verður haldið í vor frá 15. maí til 22. júní. Fyrir yngri og eldri. Tímalengd eftir ósk nemanda. Kent verður íslensh glíma, leikfimi, göngur, hlaup og allskonar sund m. a. björgunarsund og dýfingar. Aðal kennari verður hr. íþróttakennari Vignir And- rjesson. — Þeir sem óska að taka þátt í námskeiðint sendi skriflega umsókn og segi til í hvaða íþróttum þeif vilji æfa, fyrir 5. maí n.k. til undirritaðs, er gefur allar nánari upplýsingar. Signrjón Pjetnrsson, P. 0. B. 404. Reykjavík. Álafoss. Snmarkápntan nýjasta tíska, miklar birgðir nýkomnar. Marteinn Einarsson 5 Co. : g..'T. .. 31fUr£Uttbiii£>y> Útget.: H.f. Arvakur, Reykjavik Ritstjörar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Ritstjörn og afgrjitSsla: Austurstræti 8. — Slmi 500. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 700. Heimaslmar: Jön Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á rnánuBi. Utanlands kr. 2.60 á mánuBl. f lausasölu 10 aura eintaklB, 20 aura meB Lesbðk. Srlendar stmfregnir. Ósló, FB 15. apríl. Sigurd Ibsen látimn. Fyrverandi forsætisráðh. Sigurd Ibsen andaðist í gær í Freiburg, •eftir langvarandi bálssjúkdóm. Á mótarhjóli til Suðurpólsins. Tryggve Gran flugmaður íhugar iað fara á mótorhjóli til suðurpóls- ins. Ráðgerir hann að flytja mó- torhjólið á flugvje'lum upp á pól- hásljettuna og aka því næst yfir hásljettuna til pólsins. Enskt firma hefir boðið að smíða mótorhjól handa Gran í þessu skyni. Stokkhólmi, FB 15. apríl. Flugslys. Sjúkraflugvjel, sem var að flytja mann, sem hafði hrapað í klettum og meiðst, steyptist niður í hafið nálægt Dalarö. — Sjúklingurinn meiddist hættulega, en bróðir sjúklingsins, þektur verkfræðingur Pylm að nafni, beið bana. Flug- mennirnir meiddust lítils háttar. KanpmannabOfn flotastöð Englendinga? Fyrir nokkru hjelt þýski rithöf- undurinn Ludvig Renn fyrirlestur í verkalýðsfjelagi í Höfn, og var UHitalsefni hans næsti ófriður. — Taidi hann ófriðarhættuna mjög yfirvofandi um þessar mundir, vegna þess hve framleiðsla allra Evrópulanda væri mikil — nema Rússlands. Þar væri framleiðslan í kaldakoli. Þetta misræmi ýtti mjög undir ófrið. Retm taldi víst, að Höfn inyndi verða flotastöð þegar ófrið bæri að höndum milli Rússa og Vestur- Evrópuþjóðanna. Þeir sem hjeldu fram ófriði, myndu ekki sjá eftir því, þó Höfn væri skotin í rústir. Því þá myndu þeir segja: „Þarna sjá menn hvernig fer fyrir þeim sem prjedika afvopnun, eins og dönsku sósíalistarnir, og le'ggja niður vopnin.“ Að lokum sagði Renn frá því, að hann hefði átt tal um þetta við danskan sósíalista, og hefði þessi Danj. fullyrt, að hann vissi vel hvernig stæði á því, að verið væri að stækka höfn Kaupmanna- hafnar. Það væri til þess að und- irbúa höfnina handa enska fljt- anum. Verslun horgarinnar þyrfti ekki á þessari stækkun að halda. Enda kæmi fjeð til þessara nýju hafnarvirkja frá Englandi. Þegar sæsíminn var lagður hingað til íslands fyrir 25 árum, var háð hörð deila um það hjer á landi, hvort síma skyldi leggja, ellegar við skyldum nota loft- skeytasambandið eitt. Þá þótti mörgum símasambandið trygg- ara, enda varð það ofan á, En hinir sáu í hillingum þá fram- tíðarmöguleika, sem í loftskeyt- unum fólust. Samningurinn við „Mikla nor- ræna“ ritsímaf jelagið um sæsíma til íslands var gerður til 20 ára. Sá samningur var endurnýjaður árið 1926, en þá með því skil- yrði, að hann væri uppsegjanleg- ur annaðhvort ár með árs fyrir- vara. Síðan samningurinn við „Mikla norræna“ var endurnýjaður, hef- ir það komið á daginn, að sæsím- inn sem lagður var hingað til lands 1906, er nú orðinn lasinn og bilar oft. Síðustu 7 mánuSina hefir sím- inn bilað 5 sinnum, og árin 1928 1929 hefir síminn verið slitinn í 67 daga. Er það því auðsætt, að ástæða er til að líta í kringum sig eftir öruggara og betra síma- sambandi við ulnheiminn, en eft- ir símalínunni á sjávarbotni, sem slitnað getur hvenær sem er. Loftskeytin hafa tekið miklum íramförum á síðustu árum. Síð- an mönnum tókst að notfæra sjer stuttbylgjusendingar loftskeyta á löngum fjarlægðum, hefir síma- sambandið í heiminum gerbreyst. Bretar hafa t. d. komið sambandi á með stuttbylgjum milli Bret- lands og hinna fjarlægustu ný- lendna. En jafnframt hafa menn kom- ist að raun um að símasambandið kemur fyrst að fullum notum, ef menn hafa talsamband. Talsam- band hefir náð mikilli útbreiðslu í heiminum á síðustu missirum milli mjög fjarlægra staða. Þó hefir menn ekki dreymt um það hjer á íslandi fram á þenn- an dag, að við gætum komist í talsamband við nágrannalöndin á næstu árum. S.l. /r hefir G. J. Ólafsson lands- símastjóri rannsakað það mál til hlítar, hvernig símasambandi milli íslands og annara landa yrði best liagað í framtíðinni. Hefir hann m. a. imnið í sambandi við Marconi- fjelagið. Marconifjelagið hefir gefið upp hvað stuttbylgjustöð myndi ko?ta sem nægði til þe'ss að annast skeytasendingar milli Islands og titlanda. Hann hefir ennfremur komist að samningum við það fje- lag um fjárframlag til slíkrar stöðvar með svo góðum kjörum, að hún myndi eigi íþyngja Lands- símannm á neinn hátt. Með öðrum orðum, við gætum sagt upp samningnum við Stóra norræna, án þess að það kostaði okkur nokkuð, jafnframt því sem við fengjnm tryggaræ símasamband við útlönd en nú er — og lægri símagjöld fyrir almenning. En nýjustu uppgötvanir á sviði loftskeytanna gera það ennfremur mögulegt, að hin nýja loftskeyta- stöð yrði jafmframt talstöð. Gæti þá hver símanotandi hje'r á landi fengið talsamband við útlönd. Getur enginn maður að óreyndu gert sjer fulla grein fyrir því, hve feikna mikla þýðingn það liefði fyrir viðskiftalíf vort alt, ef hægt yrði að ná talsambandi við umheiminn. Með því móti nálg- aðist Island nágrannalöndin við- skiftalega svo mikið, að alt við- horf erlendra viðskifta hreyttist lijer á skömmnm tíma. Skeytasambandinu við umheim- inn með stutthylgjnstöðinni yrði þannig fyrir komið, að skeytin yrðu send beinleiðis hjeðan til Noregs, Danmerkur og Englands. En talsamhandið yrði hjeðan sennilega fyrst um sinn-beina leið aðeins við eina stöð á meginland- inu. En talsímasambönd eru nú komin um alla álfuna. Svo hjeðan yrði hægt að tala suðnr um alla Evrópn, og sennilega næðist hrátt talsamband vestur um haf. Ekki er hægt að vita með vissu hve talskeytagjöldin til útlanda verða há. Fek það m. a. eftir því hve mikil notkunin verður. En fullyrt er, að hægt verði að hafa Iþau svo lág, að talsambandið kæmi strax að notum. Eftir tilmælnm landssímastjóra hefir atvinnumálaráðherra f'lntt þingsályktunartillögu í sameinuðu þingi um það, að stjórninni verði heimilað að segja npp samningnum við Stóra norræna á þessu ári. — Var málið á dagskrá sameinaðs þins í gær, en ekki rætt. Þá er það enn á dagskrá í dag. Vart e'r hægt að hngsa sjer, að þingið bregðist svo herfilega skyld nm sínum gagnvart þjóðinni, að það afgr. ekki þetta mál í dag. Það hefir fengið þann undirbúning hjá landssímastjóra, að enginn getur efast nm að hið eina rjetta er, að hv^rfa frá notkun hins sí-slitnandi síma, taka hið trygga stnttbylgjn- samband, sem um leið gefur mögn- le'ika til talsambandsins, er bók- staflega gefur öllu viðskiftalífi voru byr undir vængi. ísland nálg- ast með því umheiminn. Fjar- lægðin „yfir 300 mílna sjó“ verður alt í einu ekki eins tilfinnanleg, ekki eins bagaleg og hún nú er. Loftferðir yíir Atlantshaf. Þann 1. apríl skýrði dr. Eckeúer loftferðastjóri blaðamönnum frá því, að loftfar það, sem nú er í smíðnm í Friedriehshafen, og ætlað er til loftferða yfir Atlantshaf, verði ekki tilbúið fyr en eftir 1 y2 ár, og reglubundnar loftferðir milli Evrópn og Ameríku byrja ekki fyr en á árinu 1932. Leiðrjetting. Gaman þykir Tímanum að læðast í kringum sannleikann og fikta við ósannindin. 1 síðasta blaði Tím- ans stóð t. d. þessi klausa: „Guðm. Haimesson og drengskap urinn, Þegar Guðm. Hannesson tal- ar við menn einkalega segist hann aldrei hafa flækst inn i verra mál en það sem Sig. á Vífilsstöðum, Dúngal og Kleppslæknar drógu hann inn í, þegar undirrita skyldi fölsunarvottorðið um dómsmálaráð herrann. En í nýútkomnu Lækna- blaði hælir Gnðm. Hannesson Helga Tómassyni fyrir yfirhurða drengskap, í sambandi við árás hans á dómsmálaráðherrann og heimili hans. Merkilegir gerast nú forkólfar þessarar stjettar. — B.“. Je'g get nú fyrst og fremst frætt Tímann á því, að jeg læt alls ekki „draga mig inn í mál“, en fer eftir því sem sannfæring mín býður mjer. Við próf. Sig. Magnússon hefi jeg ekkert um þetta mál talað sem nokkrn skiftir, og hvorki Ni- els Dungal nje Kleppslæknar hafa hvatt mig til neins í því. Mje'r- er heldur ekki kunnugt nm, að neitt „vottorð“ hafi verið gefið, hvað þá heldur falsað, eða rang’t að öðru leyti. Og hvað er það svo, sem jeg hefi sagt í einkaviðtali ? Tímanum er guðvelkomið að vita það. Jeg he'fi sagt, að aldrei hafi jeg lent í vandræðum með að svara blaða- greinum, fyr en í þessn geðveikis- máli, sem aldrei átti að verða opin- hert blaðamál. Vegna hvers? Fyrst og fremst, þess vegna, að mjer finst það óhæfa, ef mögulefgt er hjá því að komast, að ræða heilsu- far einstaks manns í blöðum, og að jeg veit hinsvegar, að almenn- ingur getur ekki um slíkt dæmt, nema því meira beri út af. Jeg hefi sjeð þess fleiri dæmi e*n eitt hve hraparlega menn geta vilst í þeim efnnm. Tímamönnum verður ekkj óglatt af því að nota þetta mál fyrir dálkafylli og kosningabeitu. Jeg kalla það hestaheilsu, e*n þeir um það. Guðm. Hannesson. ; Dagbók. Veðrið (þriðjudag kl. 5): Lægð- in sem var snðvestnr af Reykja- nesi á mánudagskvöldið hefir færst norð-austur eftir Grænlandshafi, svo lægðarmiðjan er nú norður af Vestfjörðum. Áttin er orðin vest- læg á Vesturlandi en á N og A- landi er ennþá S-átt. Mun verða V eða NV-átt um alt land í nótt en aðeins skammvinn, því ný lægð við S-Grænland er á hreyfingu austur eftir og mun aftur valda S átt hjer á landi þegar líður & morgundaginn. Veðurútlit í Rvík í dag: V-gola fram eftir deginnm, en síðan vax- andi S-átt. Úrkomulítið. Messur bænadagana; 1 Dómkirkjnnni: Skírdag kl. 11, síra Friðrik Hallgrímsson og síra iFriðrik Friðriksson (Altarisganga. Skriftir kl. 10.40). Föstudnginn langa kl. 11, síra Bjarni Jónsson, kl. 5 síra Fr. Friðriksson. 1 Fríkirkjunni. Á Skírdag kl. 2 sr. Friðrik FriSriksson. Altaris- ganga. Á föstudaginn langa kl. 5, sr. Árn’i Sigurðsson. f Fríkirkjunni í Hafnarfirði & Föstudaginn langa kl. 2 e. h. síra Ólafur Ólafsson (snngnir Passiu-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.