Morgunblaðið - 03.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykíavlk Rltatjðrar: Jön KJartansson. Valtýr Stefánsson. Rltstjörn og afgraiCsla: Austurstrœti 8. — Simi B00. Auglýsingastjöri: E. Hafberg. Auglísingaskrif stofa: Austurstræti 17. — Simi 700. Hei-naslmar: Jön KJartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánubl. Utanlands kr. 2.50 á mánuCi. f lausasölu 10 aura eintaklO, 20 aura meQ Lesbök. Erlendar símfregnlr. London (UP) 31. maí PB. Sænska stjómin segir af sjer. Stokkhólmi: Neðri deild þingsins hefir fallist á álit landbúnaðar- nefndar deildarinnar, viðvíkjandi tillögum stjórnarinnar um hækk- un tolla á innfluttum liornvörum. Áttatíu og fimm greiddu atkvæði með nefndarálitinu, 55 á móti. — Nefndin var mótfallin tillögum stjórnarinnar og búast menn við því, að Li.ndmansstjórnin muni fara frá völdum. Síðar: Stjórnin hefir lieðist lausnar. Fjárhagur ítalska rikisins. Rómaborg: Mosconi fjáfmála- ráðherra hefir gert fjárlögin og( ríkisfjárhaginn að umtalsefni í þinginu. Kvað hann útgjöldin auk- ir. um 773 milj, lira, sbr. við nú- gildandi fjárlög, þaraf 430 milj. líra til launahækkana embættis- manna og annara starfsmanna rik- isins, 139 milj. líra til herskipa- smíða o. s. frv. Mosconi gerði ráð fyrir, að tekjuafgangur fjárlag- anna yrði fimm milj. ,líra. Loks gat hann þe'ss, að ríkisskuldirnar erlendis hefði minkað um 35 milj. líra, en innanlands um 50 milj. líra. London (IIP) 2. júní FB. Frá Finnlandi. Abæ: Pyrsta kafbát. Finnlands Var hleypt af stokkunum í gær. — Kafbáturinn er 450 smálestir brutto. Pinnland á 2 aðra kafbáta i smíðum. Síðar í sumar verður bleypt af stokkunum í Helsingfors minsta kafbát heimsins. Hann verð- nr 93 smálestir að stærð. Frjettir. Siglufirði, PB 1. júní. Blíðuveður. Ágætis afli. Oll skip full. Reknetasíld veiddist í morgun Borgarnesi PB 2. júní. Óþurkatíð að undanförnu í hjer uðinu. Grasspretta ágæt. Skepnu- höld eru góð yfirleitt. Þó hefir allmargt af lömbum veilcst og drepist í Sveinatungu. Unnið er að viðgerðum á vegin- Um yfir Perjukotssýldð, sem skol- aði burt í flóðunum í vetur. Verkið er e'rfitt, enda miðar viðgerðinni bagt áfram. Iveruhús úr steini er verið að steypa á Smiðjuhóli í Álftanes hreppi og Hrafnkellsstöðum í Hraunhreppi. Lán voru tekin til Þessarar framkvæmda úr bygg íngar og landnámssjóði. Lánstranstið og stjórnin. Hefir forsætisráðherrann farið krjúpandi til eldspýtna- hringsins sænska og boðið þessu erlenda auðfjelagi einokunarrjettindi á íslandi, ef það vildi lána íslendingum peninga? Er lánstraustið glatað? Kvöldið sama, sem dómsmálaráð- ^ herrann framdi níðingsverkið | mikla á saklausum og varnar- lausum sjúklingum á spítalanum I á Nýja Kleppi, steig Tryggvi Þór- liallsson forsætisráðherra á skips- fjöl, og ásjónan ljómaði af brosi góðrar samvisku. Porsætisráðherrann fór á kon- ungsfund. Hann fór til þess að sýna Hans Hátign afla síðustu ver- tíðar Alþingis. Bn hann átti líka annað e'rindi utan að þessu sinni, forsætisráðherrann — erindi, sem var enn brýnna en heimsóknin til konungs. Stjórnina vantaði pen- inga, svo hún gæti haldið áfram taumlausri eyðslu og fjársukki. Stjórnin hefir undanfarin tvö ár sóað um 6 miljónum króna umfram það, sem fjárlög heimiluðu. En þessi taumlausa eyðsla nægði stjórninni skamt. Á síðasta þingi fekk hún samþykt lög, sem hei®iluðu henni að taka 12 milj. kr. lán erlendis. Með þessari einu lántöku skyldu skuldir ríkissjóðs nærri. tvöfaldast. Porsætisráðherrann fór utan til ]>ess að leita fyrir sjer um lán- töku og kanna lánstraustið erlend- is. Litlar fre'gnir hafa enn borist af ferðum hans. En éf sönn reynist sú fregn, sem hingað hefir borist, er annað tveggja Jiyrir hencli: að lánstraust landsins sje gersamlega glat.að, eða að forsætisráðherrann er að „spila“ méð lánstraustið. Forsætisráðherrann mun hafa leitað fyrir sjer um lántöku á Norðurlöndum; en Hélga Briem bankastjóra mun hafa verið falið að kanna breska peningamarkað- inn. Um árangur af málaleitun þessara trúnaðarmanna íslands er- lendis, verður ekki sagt neitt með vissu að svo stöddu. Bn sú fregn hefir hingað borist, að forsætis- ráðherrann liafi nýlega farið til Stolckhólms, og liafi erindið verið það, að leit.a fyrir sjer um lán hjá sænska eldspýtnahringnum, sem kendur er við Kreuger. Ef frégn þessi er sönn — og því miður mun svo reynast — þá er hún auglýsing um það, að íslandi þýði ekki lengur að leita eftir láni á frjáls- um peningamarkaði erlendis. Því vitanlegt er, að eldspýtnahringur- inn sænski setur það sem skilyrði fyrir slíkum lánum, að hann fái um margra ára skeið einokunar- rjettindi fyrir vöi-u sína í því landi sem lánið fær. Þetta hlýtur forsæt- isráðherrann að hafa vitað, þegar hann sneri sjer til þessa auðfje- lags. En þá vaknar sú spurning: Ilafði forsætisráðhérrann nokkra heimild til að selja erlendu milj- ónafjelag’i slík einokunarrjettindi á íslandi ? Svarið hlýtur að verða neitandi, því slíkt hefir aldrei ver- ið borið undir Alþingi. En þessi Stokkhólmsför foi-sæt- isráðherra *er íslendingum alvar- legt íhugunarefni, Óhugsandi er, að hann hafi lagt út í för þessa fyr en lokaðar voru allar aðrar leiðir um lán erlendis. Því þá kröfu verðup að gera til forsætis- ráðhérra, að hann sje ekki að gamni sínu að ,,spila“ með láns- traust landsins erlendis. Þeir viðburðir hafa gerst hjer heima undanfarið, að engum þarf að koma á jjvart sú fregn, að er- lendar peningastofnanir sje'u ekki sjeilega fúsir á að afhenda okkur fje til umi-áða. íslandsbankamálið er ekki gleymt ennþá. í þvi máli reyndi stjórnin að stimpla okkur sem- skrælingjaþjóð — og henni tókst það að nokkru leyti. Þégar mál þetta -var til umræðu á Al- þingi síðastliðinn vetur, vildi stjórnin halda því fram, að það myndi auka álit okkar erlendis og styrkja lánstraustið, ef við „hreins- uðum td“ og gerðum íslandsbanka gjaldþrota. Erlendir fjármálamenn liöfðu aðra skoðun á þessu og þeir marg aðvöruðu stjórnina. En stjórnin daufheyrðist við aðvörun- um þeirra, þangað til liennar eigin líf var í hættu. Forsætisráðherra landsins hefir nú farið utan til þess, að kanna lánstraustið erlendis. Árangurinn af þeirri könnun ej- Stokkhólms- förin fræga, þar sem hann er krjúpandi frammi fyrir auðkýf- ingnum og biður Um lán handa íslenska ríkinu og býður einokun- arrjettindi í staðinn. Hvað forsætisráðherranum hefir orðið ágengt í þessari frægu Stokk- hólmsför veit blaðið ekki. En hitt hljóta allir að sjá, að þessi för fcrsætisráðherrans til eldspýtna- liringsins sænska, er auglýsing um ]iað, að lánstraust landsins sje glatað. En hvað verður þá um Búnað- arbanka íslands og aðrar na uðsyn- legar framkvæmdir, sem stjórninni var falið að útvega nægilégt fje til? Bimaðarbankinn er enn óstarf- hæfur, vegna þess að stjórnin hef- ir ekki getað útvegað honum fyr- irskipað rekstursfje, 5 milj. krón- ur. Hefði vissulega vérið nær að sjá bankanum fyrir þessu reksturs- fje, áður en hið dýra höfuð var sett. á bankann. En forsætisráð- lierrann taldi meiri nauðsyn á að slripa í bankastjórastöðurnar, held- ur en að sjá þessari stofnun bænd- anna fyrir rekstrarfjé. En lengi mega íslendingar minn- ast óhappastjórnarinnar miklu, ef það skyldi sýna sig, að hún hafi á mestu g’óðærunum sem yfir þetta land hafa gengið, gert hvort tveggja í senn: að eyðiléggja ger- samlega lánstraust landsins og skapa kyrstöðu á framfaraskeiði þjóðarinnar um ófyrirsjáanlega framtíð. Olympisku leikarnir. Borgarstjórinn í Berlin hefií' boðið alþjóðaframkvæmdanefnd ol- ympisku leikanna að 11. leikarnir verði háðir í Berlin. ðrlög Grænlands. Þrátt fyrir hin óverjandi öfug- mæli ýmsra blaða og höfunda vorra, sem af og til leggja óvin- samleg orð til mála um rjettar- stöðu íslands gagnvart Grænlandi, virðist þó með sívaxandi þunga fjölga athugunum og tillögum, er miða að því að vjer liljótum að vakna til fullrar alvöru um þetta langmesta og merkasta velférðar- efni vort, utanríkis og meðal er- lendra, siðaðra þjóða. Skal- hjer einungis nefna eitt atriði er kann ef til vill að gefa einhverjum „tóm- látum Mörlanda“ umhugsunar- efni. í „Heimskringlu“ 30. apríl s. 1. er vikið að því með skírum orðum, að komast kunni á kaup milli Kanada-stjórnar og Dana-stjórnar um heimskautslandið mikla. Grein sú sem hjer ræðir um víkur og •rnjög að því hve Danir mundu af öllum verða álitnir óhæfir til þess að n»tfæra heiminum þau tak- markalausu auðæfi sém fornóðul yor þar vestra geyma. Ættu góðir íslendmga.r', sem leiðst hafa út í ýmsan misskilning um einskisvirði málstaðar vors þar vestra, að snúa blaðinu við nú þegar; enda er nú anðsætt að ógerlégt verður fyrir erlenda mótstöðumenn íslenskrar rjettarkröfu yfir Grænlandi, að færa heyranleg rök gegn því að milliríkjamál verði rekið út af þessu efni. Andþóf, sundrung og lítilsvirð- ing málstaðar vors í þessu mésta þjóðmálefni vöru, votta á hryggi- legan hátt hve nauðaskammt vjer erum komnir í þá átt að haga oss svo um vor merkustu mál, að siðaðir menn utan ríkis vors geti virt oss verðuga hins mikla arfs er vjer höfum hlotið. Leúgi mun verða leitað eftir dæmum slíks sem hefir komið hjér fvrir, í slíku lífs og velferðarmáli sem kröfurjetti vorum til nýlendu Islands frá fornu. Helsta vísinda- siofnun vor hefir látiS til sin heyra utan lands og innan eina rödd, þaðan er síst skyldi — ér fer í þá átt að afneita Öllum arfs- rjetti vorum til hins dýrkeypta rjettar fyrir vestan Sundið. E. B. og Jón í Stóradal í % klst. hvor. ‘i lok fundarins talaði Gunnar Thoroddsen nokkur hvatningarorð til ungu mannanna og var mjög vel tékið ræðu hans. Sjálfstæðis- menn áttu yfirgnæfandi fylgi á fundinum. Hafði svo verið ákveðið í byrj- un fundarins, að Páll Kolka lækhir flytti erindi í fundarlok, og skyldi hann byrja lrl. 11. Þetta mislíkaði stjórna.rliðinu og þegar Kolka skyldi byrja, reis upp Steingrímur skólastjóri á Hólum, og kvaðst ganga af fundi og skoraði 4 „Framsóknar“-menn að fylgja. — Um 20 manns fylgdi Steingrími, en ýmsir þeirra smeýgðu sjer inn í liúsið aftur. Stykkishólmsfundurinn. Kl. 4 á sunnudag var fundur í Stykkishólmi og stóð til kl. 12; fundurinn var rnjög fjölmennur — nokkuð á þriðja hundrað manns og voru Sjálfstæðismenn í miklum meirihluta á fundinum. f gær var fjölmennur fundur á Grund i Eyrarsveit og þaðan eru scmu fregnir — Sjálfstæðismenn voru í miklum meirihluta. Landsmálafundir. Stefna Sjálfstæðisflokksins fer sigurför um landið- Sauðárkróksf undurinn. Kl. 4 síðd. á sunnudag liófst fundur Jóns Þorlákssonar á Sauð- árkróki. Var það einhver fjölmenn asti fundur, sem þar hefir haldinn verið og stóð yfij- í 6 tíma. Setti fundarboðandi þau fundar sköp, að hann rnúndi sjálfur flytja klukkutíma érindi í byrjun, en síð- an fengju flokkarnir jafnan ræðu- tíma, þrjá stundarfjórðunga hver í fyrstu ræðu. Talaði J. Þ. því næst í 1% klst., um fjármálin, ríkisskuld- irnar, stjónnarfarið, afglöp dóms- málarráðherra, framkomu ráðherr- ans gagnvart embættismönnum landsins, læknum og prestum, dómsmálin o. m. fl. —- Var erindi J. Þ. framúrskarandi vel tekið. — Síðan töluðu þeir Jón Iþaldvinsson . f ráði var, að þeir Ólafur Thors og Magnús Jónsson færu í nótt er leið suður til Borgarnéss og svo hingað með Suðurlandi í dag. En vegna vonsku veðurs, varð ekki af þessu. En Hannes dýrala-knir átti von á varðskipinu Ægi vestur og mun hann - í forboði dóms* málaráðherra — liafa ætlað að leyfa Ólafi að koma með. — Bara að það kosti ekki Hannés stöðuna? Tmsar frjettir. Veðmál á kappreiðum. 1 Sovalla í Svíþjóð voru haldnar kappreiðar hinn 11. maí. t einu híanpinu þar sigraði hestur, sem heitir „Roland Rapp“ og þegar farið var að gera upp í veðmála- bankanuin kom í Ijós, að þeir, sem höfðu veðjað á hann 10 kr. fe*ngu 2356 krónur. Er það met í veðmál- um á kappreiðum í Svíþjóð. Norska víneinkasalan. Nýlega eru komnir reikningar norsku víneinkasölunnar fyrir árið 1929. Hefir hagnaður hennar orðíð 14.5 miljónir á árinu. Af því fje fá hluthafar 6%, eða 1.2 milj. kr., en ríkið fær 13.3 miljónir. Talið ér að tekjur hins opinbera af vín- og brennivínsverslun á árinu 1929 verði alls 52 milj. króna, eða 5 milj. króna meira en árið 1928. Hjer með er þó ekki talinn skattur sem bæjastjórnin taka af mönnum fyrir söluleyfi. Umferðareglur. Eftir því sem „Berliner Tage- blatt“ segir hefir stjórnin í An- halt i Þýskalandi nýiega gert þáð að skyldunámsgrein við alla barna skóla að börnin læri allar umferða- reglur. Verður kénslunni hagað þannig, að í skólunum læra börnin öll merki, sem gefin eru viðvíkj- andi þvx hvernig á að víkja á götu, hvar á að néma staðar o. s. frv. Fer sú kensla fi-am með því að sýndir eru uppdrættir af fjö.l- förnum götum, hvernig umferðin 4 að veha, hvaða merki lögreglu- þjónar gefá og. hverpig berij, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.