Morgunblaðið - 07.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk
Rltntjörar: Jön Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Rltstjörn og afgriiOsla:
Austurstræti 8. — Simi 600.
Auklýsingastjörl: E. Hafberg.
Auglýsing-askrif stofa:
Austurstrætl 17. — Slmi 700.
Heijiasimar:
Jön KJartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
E. Hafberg nr. 770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánutil.
Utanlands kr. 2.60 á mánuSi.
1 lausasölu 10 aura eintaklB,
20 aura meO Lesbök.
Fyrir kosníngarnar.
Svar til hr. V. S. V.
Erlendar sfmfregnir.
Frá Indlandi.
Bombay: Lögreglan liefir látið
húsrannsókn fram fara á aðalskrif
stofu sjálfstjórnarsinna. Nokkrir
menn voru handte'knir, m. a. yfir-
foringi sjálfstjórnarliðsins og með-
limir framkvæmdaráðsins."
Manntjón af slysi
Milano: Átján verkamenn biðu
hana, er Guneobrúin yfir Stura-
fljótið hrundi. Brú þe'ssi var
lengsta járnbrautar-bogabrú í Ev-
rópu, með 30 bogum.
Atlantshafsflug nyrðri leiðina
væntanlegt.
Kaupmannahöfn: Þýskur flug-
maður, Hirth að nafni, hefir sótt
li] dönsku Grænlandsstjórnarinnar
iim leyfi til að lenda á Grænlandi.
Hefir hann í huga að fljúga á
milli Evrópu og Ameríku. Hefir
hann lagt fram 1000 dollara, eins
■og Grænlandsstjórn hafði gert að
skilyrði fyrir lendingarleýfi.
Enskur flugmaður, sem ekki er
nafngreindur, hefir einnig sótt um
samskonar leyfi og Hirth.
Verða Ermarsundsgöngin ekki
bygð?
Breska stjórnin hefir birt
skýrslu sína um rannsóknina á
því, hvort Bretland ætti að ráðast
í að grafa jarðgöng undir Ermar-
sund. Stjórnin er mótfallin því, að
ráðist verði í fyrirtækið, af hern-
.-aðarlegum og fjárhagslegum á-
stseðum. Segir í skýrslunni, að her-
málasjerfræðingar st jórnarinnar,
sem hafa haft málið til athugunar,
sjái ekki neitt, sem jarðgöngunuin
ve'rði talið til gildis frá hernaðar-
legu sjónarmiði, en hinsvegar yrði
afleiðingin súr ef í verkið væri ráð-
ist, að meiri áhersla yrði lögð á
öflugri hervarnir og af leiða auk-
inn kostnaður, þar sem telja yrði
að öryggi landsins gæti stafað
nokkur hætta af því, e'f ráðagerð-
irnar væri framkvæmdar. 1 skýrsl-
unni er því talið vafasamt, að
heppilegt sje að ráðast í þetta
fyrirtæki.
Fjárhagsráðstafanir í Þýskalandi.
Berlin: Þingið gerði ráðstafanir
á fundi í gær til þess að koma í
veg fyrir yfirvofandi fjárhags-
kreppu .Stjórnin felst á að endur-
skoða lögin um atvinnutryggingar.
Ráðgert er að auka tillög atvinnu-
rekenda og verkamanna um %%
í 4%%. — Ráðgert er að leggja á
sjerstakan piparsveinaskatt. Sam-
þykt var að auka starfsemina við
ýmiskonar stjórnarfyrirtæki, vega-
gerðir og byggingar, til þess að
auka atvinnuna í landinu.
Hr. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson.
Þaklta yður fyrir tilskrifið.
Mjer þótti ánægjule'gt að lesa
um „gömlu trúuðu konuna“ yðar
á Eyrarbakka, og þykist hokkurn-
vcginn skilja málið frá hennar
sjónarmiði; en blessuð gamla kon-
an hefir misskilið mig til muna,
líklega í kosningahita, og þar að
auki segist henni ekki allskostar
i’jett frá. Jeg hjelt enga „guðs-
þjónustu“ í kirkjunni á Eyrar-
bakka, je'g talaði aðeins örfá orð
á eftir manni mínum, sem flutti
þar erindi, aðallega um kristni-
boð. Hvort „íhaldsliðið“ austur
þar, hefir „smalað“ fólki á sam-
komu þessa, skal jeg ekkert um
segja, en ólíklegt þykir mjer að
svo hafi verið, og hvað „kaffi-
gildið“ sne'rtir, sem gamla konan
minnist á í brjefkaflanum, ef þjer
eignið lienni, þá bragðaði jeg
hvorki vott nje þurt á Eyrarbakka
þetta áminsta kvöld. Það er í raun
og veru hlægilegt, að vera að rita
í blöð um annað eins og þetta,
en úr því rangle'ga er skýrt frá,
hlýt jeg að leiðrjetta það, og ef
yður og „gömlu konunni“ gæti orð
ið það til hugarhægðar, þá er
best að jeg segi ykkur það blátt
áfram að jeg hefi ekki drukkið
kaffi á Eyrarbakka í 10—20 ár.
Það er auðsjeð á öllu, að þjCr
hafíð ekki, fremur en hin aldraða
vinkona yðar á Eyrarbakka, veitt
mjer og störfum mínum neina eft-
irtekt fyr en nú. Annars væri yð-
ur það fullkunnugt, að jeg hefi oft
áður ferðast um landið og þá alla
ja'fna flutt erindi um áhugamál mín,
kristindóm og siðferðismál, bæði í
sveitum landsins og kauptúnum.
Hefi jeg átt því láni að fagna, að
fólkið hefir viljað hlýða á mig
og það þótt engin kosning væri
á döfinni Er þar skemst á að
minnast, er jeg í fyrrasumar flutti
kristileg erindi í kirkjum á Sauð-
árkróki, Siglufirði og Akureýri,
og er mjer minnisstætt hve lof-
samlegum orðurn ritstjóri „Verka-
mannsins“, hr. Halldór Priðjóns-
son, fór um fyrirlestra mína, og
engu síður hitt, hve þau hjónin
sýndu mjer og manni mínum ást-
úðlega gestrisni á heimili sínu,
daginn eftir að þau höfðu hlýtt
a erindi mitt. Býst jeg þó ekki við
að þeim hafi verið ókunn afstaða
mín í stjórnmálum.
Mjer þykir það óneitanlega dá-
lítið hart, að sæta árásum fyrir
það, þótt je'g hafi reynt til að tala
um kristileg efni við landa mína,
og að vera talin hræsnari í þeim
efnum, fyrir það, að jeg á nú sæti
á meðal frambjóðenda til lands-
kjörs. Þeir einir, sem bera kápuna
á báðum öxlum, láta sjer þvílílt
orð um munn fara, þeir einir
dæma þannig, sem ekki geta hugs-
að sjer áhugamálin öðru vísi en
eins og verslunarvöru eða hrossa-
kaup. Annars er jeg viss um, að
ef „gamla konan“ e*r jafn trúuð
og yður segist frá, þá mundi fara
hið besta á með okkur, við mund-
um skilja hvor aðra svo vel, að
ágreiningsatriðin hyrfu fyrir að-
almálinu.
Brjef yðar ber með sjer, að
þjer hafið fengið rangar fregnir
sje „auðvaldið“, sem hafi sett mig
prjedikunarstóla! Það væri
miklu nær sanni að segja, að það
sjeu smælingjarnir, he'ldur en það,
sem þjer nefnið ,auðvald‘, er hlýtt
hafa á erindi mín um kristindóm
og önnur mál alvarlegs efnis, fyr
og síðar, enda er jeg alveg viss
um, að jeg á miklu fleiri vini á
meðal „alþýðufólksins“, en þessar
títt um töluðu „auðvalds“, þótt
jeg hafi aldrei haft neina trú á
þvi, að byltingar eða æsingar
bættu kjör smælingja þjóðar vorr-
ar. Líklega eru skoðanir okkar
svo skiftar í þeim efnum, að um það
mun næsta árangurslitið að tala
i blöðimum. Vera kynni þó, ef við
ættum tal saman um öll þessi efni,
og eligar kosningar væru fyrir
dj rum til að vekja tortryggni, að
ágreiningurinn yrði ekki jafn rót-
tækur og- þjer virðist ætla.
Með kærri kveðju,
Guðrún Lárusdóttir.
Ps. Af því að jeg á hálfvegis von
á að konur á Eyrarbakka biðji
mig um að flytja þar erindi bráð-
lega, þætti mjer vænt um ef þjer
gæfuð mjer þær vísbendingar
munnlega, að jeg gæti hitt „gömlu
konuna“ að máli, jeg hefði gaman
af að kynnast henni.
G. L.
um fleira en „kaffigildið" ; úr því
ao þjer nefnið Hreppana, vil jeg
efa ýður þá skýringu, að jeg
hefi því miður aldrei flutt þar
neitt erindi um trúmál. Hitt er
rjett, að við hjónin hjeldum þrjár
kristile'gar samkomur í Vestmanna-
eyjum nýlega. Mun jeg lengi minn-
ast dvalar minnar þar með óbland-
inni ánægju, og hlakka til að hitta
aftur „alþýðukonurnar“ í Vest-
mannaeyjum.
Það er mikið að þjer nefnið
ekki fundinn í Gaulverjabæ á upp-
stigningardag. Til hans var boðað
óður en nokkur vissi um komu
mína þangað austur, og mæltist
hreppstjórinn til þess við mig, að
jeg flytti nokkur inngangsorð um
landskjörið. Því miður gat jeg
ekki verið þar til fundarloka vegna
þess, að maðurinn minn hafði boð-
i'3 til síðdegisguðsþjónustu í
Stokkseyrarkirkju. En þeir ræðu-
menn, sem jeg heýrði, fóru ekki
dult með fylgi sitt við C-listann,
og lögðu honum það síst til lasts
að hann hefir konu í næstefsta
sætinu.
Þjer spyrjið u msvo margt í
brjefi yðar, sem jeg sje enga
ástæðu til að svara lið fyrir lið,
enda tæki það mig altof langan
tíma; en það læt jeg yður vita,
að það er hvorki Sjálfstæðisflokk-
urinn eða nein trúboðsfjelög, sem
kostaði þessar ferðir okkar hjón-
anna, við gerðum það auðvitað
sjálf. Hitt þurfið þjer ekki að
tortryggja, þótt kvehfjelög, sem
biðja mig um að koma og flytja
fvrirlestra um ákveðin efni, greiði
mjer farareyri, eins og t. d. kven-
fjelagið í Garðinum, um daginn,
og kvenfjelagið í Keflavík gerir
a morgun.
Ef þjeh spyrjið í alvöru um það
hvað jeg haldi að jeg geti gert
til þess að „íhaldið" fari að berj-
ast fyrir mannúðarmálum þeim,
sem þjer nefnið, þá ætti yður að
skiljast að jeg stæði *betur að vígi
í þeim efnum, e'f jeg ætti sæti á
Alþingi, sem fulltrúi íslenskra
kvenna, því það yrði, býst. jeg við,
aðallega þeirra verk, enda mundi
jeg fyrst og fremst telja mið full-
trúa þeirra á löggjafarþingi þjóð-
arinnar.
Mje'r hefir tekist svo eftir, að
andstöðumenn ýmsra þeirra mann-
úðarmála, sem þjer minnist á í unði; getur að óse'kju losnað við
brjefi yðar, sjeu engu síður í fóstur sitt, en framkvæmt skal
Framsóknarflokknum, en Sjálf-
stæðisflokknum, og einkennilegt
virðist mjer það, að fulltrúum Al-
þýðuflokksins á Alþingi, skuli ekki
hafa tekist að koma þar meiru til
vegar, þar sem þeir þó hafa hald-
i.i á fjöreggi stjórnarinnar.
Þjer þýkist sjá margt ókristilegt
hjá Sjálfstæðisflokknum. Jeg sje
marga galla hjá öllum stjórnmála-
flokkunum, og aðalgallinn á öllu
okkar þjóðlífi er kristindómsleysið
— af því sprettur eigingimin, hatr-
ið og flokksspillingin. Þrátt fyrir
það álít jeg ekki að kristindóms-
vinir eigi að forðast öll afskifti
stjórnmálanna, eða flýja til óbygða
— svipað og einsetumennn fyrri
alda.
Jeg er »öldungis forviða, að þjer
berið fram þá fjarstæðu, að þaðj
Frá Siglnfirði.
Siglufirði, FB. 5. júní.
Meðt. 6. júní.
Uppgripaafli á Siglufirði.
Ondvegistíð til lands og sjávar.
Þorskafli alve'g ómunalegur. Hafa
verið nær sífeldir róðrar og afli
síðan í byrjun maí. Fiskurinn e'r nú
kominn alveg upp í landsteina og
er svo mikill, að flestir bátar verða
að skilja eftir meira eða minna af
línunni og taka oft tvær hleðslur
yfir daginn. Sumir bátar hafa nú
þegar aflað eins mikið og alla ve'r.
tíð í fyrra, sem þó var góð. Fólkið
er að gefast upp við vinnuna. Hjá
mergum er saltskortur fyrirsjáan
legur í næstu viku, ef aflinn helst.
Síldarafli er mikill í reknet. -
Hafa sum skipanna fengið 50—60
tunnur vfir nóttina. Er nú ein
göngu beitt nýrri hafsíld.
Fóstuirmorð í Rússlandi.
Það eru nú lög í Rússlandi, að
liver vanfær kona, sem ekki er
komin lengra á leið en þrjá mán-
þetta af lækni á sjúkrahúsi. — í
Moskva eru 6 sjúkrahús til þessara
þarfa og leita margar konur til
þeirra. Á einu ári voru þannig
50—60 konur losaðar við fóstur
á hverjum degi. Á öðru af sjúkra-
húsum þessum voru 50.000 fóstur
drepin á árinu 1928.
f öðrum löndum varðar slíkt at-
h adi við lög.
Sænski krónprinsinn
mun hafa í hyggju að koma
hingað í sumar, og vera hjer á
Alþingishátíðinni, en senda son
sinn Gustaf Adolf, ef hann geítur
ekki komið sjálfur. Kemur hann
með „Oscar H“, sem sænska ríkið
sendir hingað í tilefni af hátíðinni
Samþykt
um takmörkun umferðar í
Reykjavík.
Samkvæmt 30. gr. lögreglusam-
jyktar fyrir Reykjavík setur bæj-
arstjórn fyrst um sinn þessar
reglur:
1. Um Hve'rfisgötu má aðeins aka
í austurátt og um Laugaveg
aðeins í vesturátt frá gatna-
mótunum við Hverfisgötu.
2. Um götuna frá Austurstræti
yfir Lækjartorg meðfram
bankahúsinu mega eingöngu
aka þær bifreiðar, sem stæði
hafa á Lækjartorgi, eða er-
indi eiga að húsum við götuna
og aðeins í áttina frá Austur-
stræti.
3. tJm Vallarstræti má aðeins
aka í áttina frá Pósthússtræti
og um Thorvaldsensstræti að-
eins í áttina frá Vallarst.ræti.
4. Um Tjarnargötu milli Kirkju-
strætis og Vonarstrætis má að-
eins aka í áttina frá Kirkju-
stræti.
5. Um Spítalastíg milli Þing-
lioltsstrætis og Ingólfsstrætis
má aðeins aka í áttina frá
Þingholtsstræti,
6. Um Naustina milli Tryggva-
götu og Geirsgötu má aðeins
aka í áttina frá Tryggvagötu
og um Brúnina aðeins í áttina
að Tryggvagötu.
7. Um Lokastíg má aðeins aka í
áttina frá Týsgötu.
8. Yfir þver Vitatorg, Óðinstorg,
Káratorg og Kirkjutorg má
aðeins aka til að komast að
og frá bifreiðastæðum, og á
Kirkjutorgi, þar sem bifreiða-
stæðin eru á miðju torgi skal
ávalt aka vinstra megin við
stæðin.
Dagbók.
Veðrið (föstudagskvöld kl. 5):
Hæg V-átt og úrkomulaust um alt
land. Þó hefir verið dálítil rigning
í dag á A-landi. Há loftþrýsting
fyrir Sunnan landið, en grunn
lægð yfir vestanverðu Grænlands-
hafi. Má búast við að hún valdi
þykkviðri hjer austan lands á
morgun.
Veðurúlit í Rvík í dag: SV- og
S-gola. Skýjað loft og lítilsháttar
rigning.
Hvítasunnuimessur: f dómkirkj-
unni á hvítasunnudag kl. 11 síra
Bjarni Jónsson. Kl. 5 síra Friðrik
Hallgrímsson. 2. hvítasunnudag kl.
11 síra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 5
safnaðarfundur.
í fríkirkjunni á hvítasunnudag,
síra Árni Sígurðsson kl. 2. Á 2.
hvítasunnudag cand.'theol. Þórar-
inn Þórarinsson.
í fríkirkjunni i Hafnarfirði á
hvítasunnudag kl. 2 e. h., cand.
theól. Jón J. Auðuns.
Hjálpræðisherinn. Samkomur á
morgun kl. 9 árd. Helgunarsam-
koma. Kl. 2 síðd. Sunnudagaskóli.
Kl. 4 síðd. útisamkoma á Lækjar-
torgi. Stabskapt. Ámi M. Jóhann-
esson stjórnar. Hornafl. aðstoðar.
Kl. 7 síðd. útisamkoma við Stein-
bryggjuna. Ensain Gestur Árskóg
stjórnar. Kl. 8% síðd. móttökusam-
koma fyrir 5 enska foringja, Stabs
kapt. Árni M!. Jóhannesson og frú
hans 'Stjárna: .Hornaflokkurinn og
strengjasveitin aðstoða. Allir vel-
komnir. 2. hvítasunnudag. Sam-
koma kl. 8y2 siðd.