Morgunblaðið - 07.06.1930, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1930, Blaðsíða 4
1 MORGUNBLAÐIÐ nisgtyslngadagbfík ^ YBhktft ~~ "k> Svartfugl fæst hjá Sigurði Gísla syui fisksala. Verður afgreiddur fyrst um sinn eftir klukkan 2 e. h. austast á fisksölutorginu. Buff og kodek'ttur, kjötfars 2 tegundir, reyktar fiskipylsur og búðingar. Fiskfars 2 teg. Altaf nýtt og altaf best í Fiskmetisgerð- inni, Hverfisgötu 57. Sími 2212. Ýmislegt til útplöntunar í He’llu- íundi 6. Einnig plöntur í pottum. Ódýrt nýtt íslenskt smjör, 1.60 fyrir y2 kg. Valdar ísl. kartöflur á 15 aura y2 kg. íslensk egg 16 aura stk. Kirsuberjasaft, pelinn 35 aura. Ávaxtadósir 1.50 pr. kg. — Verslun Einars Eyjólfssonar, Týs- götu 1. Sími 586. Vinna. > Góð stúlka, sem getur lagað góð- an mat, og önnur til að ganga um beina óskast á kaffihúsið Björn- inn, Hafnarfirði. Gott kaup. Sími 156. — Tílkynnino iri Bakarameistarafjelagi Reykjavíkur. Brauðsölubúðirnar verða lok a$ar frá kl. 11 f. h. á fyrsta og annan hvítasunnudag. Pjetur A. Jónsson söngvari kem- ur með Islandi á morgun, ásamt dóttur sinni. Hann hefir dvalið í Berlin í vetur, og sungið sem gest- ur við ýms söngleikhús, nú síðast í Hannover og Bre'men. Um söng hans í hlutverki Pedros í operúnni Tiefland segir svo í blaðadómi: Leikhúsgestir í Bremen biðu með óþreyju eftir gestale’ik Pjeturs A. Jónssonar. Ávalt er það mikii á- nægja að heyra aftur til þessa fvrri söngvara við leikhús vort, og fróðlegt að lílcja saman söng hans eins og hann er nú, við það s«m hann var. Frá öndverðu Ijet hon um best að syngja hin „drama tisku,, ,,hetjuhlutverk“, enda hreif hann nú alla í hlutverki Pedros Menn hlusta me'ð óblandinni á nægju á hina hljómfögru, karl mannlegu rödd hans. Áherslulaust hljómar röddin, og virðist styrkur hennar hafa aukist á hinum éfri tónum. Einkum var leikur hans lirífandi í Ulfssöngnum, og öllum 2. þætti .Fyrir söng hans varð kvöldið sannkallað hátíðakvöld. Pjetur var kallaður fram livað eftir annað, og honum tekið með miklum fögnuði. Sást það greini lega hve íbúar Breme'n meta mikils list hans. Á síðasta bæj'arstjórnarfundi fjargviðraðist Haraldur Guðmunds son út af því, að veganefnd hefði ákveðið verð á sandi og mulningi Borgarstjóri benti honum á, að þetta hefði altaf verið venja. Roðn aði þá Haraldur og settist niður og þagði það sem eftir var fundarins Guðm. Jóhannsson kvað það leiðin legt fyrir Harald, sem væri búinn að sitja 4 eða 5 ár í bæjarstjórn, að verða að játa hve lítið hann legði á sig til að fylgjast með gangi bæj armála. Gekk Haraldur af fundi skömmu síðar. Áheyrandi. Sundknattleiksmót hófst í fyrra lcvöld að Álafossi. Á mótinu keppa þrjú fjelög úr Reykjavík. Sund- fjel. Ægir, K. R. og Glímufjel. Ár- mann. Fyrsti leikurinn var milli K. R. og Ármanns og vann Ár mann glæsilegan sigur 4 gegn 0. 1 kvöld keppir Ægir gegn K. R., en á annan hvítasunnudag verður úrslitaleikur milli Ægis og Ár I Síðasti dagnr hátiðaútsðlu Hljððfærahússins Ráð tannlækna hljóðar nú: »Náið húðinni af tönnunum, •vo að þær verði heilbrigðari og betri«. 'T'ANNHIHÐINGAR hafa tekiO stórum * framförum. Tannlæknavísindin rekja nö fjölda tann- kvlila til húðar (lags), sem myndast í tönnunum. Rennið tungunni yfir tenn- urnar; þá finnið þér sllmkent lag. Nú hafa vísindin gert tannpastað Pep- sodent og þar með fundið ráð til að eyða að fullu þessari húð. Það losar húðina og nær henni af. Það inniheldur hvorki klsil né vikur. Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernig tenn- urnar hvítna jafnððum og húðlagið hverf- ur Fárra daga notkun færir yður heim jianmnn um mátt þess. Skriflð eftir ðkeypis 10 daga sýnishorni til: A. H. Riise, Afd. 1682-67, Bredgade 25, EX, Kaupmannahöfn, K. FÁIÐ TÚPU í DAGI fpth anuHaææB æ vórumerki ■■•wiuBæææææBæBæMBææææææi Afburða-tannpmsta núHmans. Hefur meðmœli helztu ttnnlœkn® í öllum heiml. 1682 manns. Leiksýningu Kinnarhvolssystra í fyrrakvöld var fréstað sökum for- falla eins leikandans. HeimdaJlur ke’mur út í dag. Sölu drengir komi í Varðarhúsið kl. 4. Hjónaband. Gefin verða saman í hjónaband á livítasunnudag af síra Olafi Olafssyni, ungfrú Steindóra Albertsdóttir og Steinn Jónsson. Heimili þeirra verður á Vesturbrú 22, Hafnarfirði. Guðm. Benediktsson lögfr. hefir verið skipaðúr af bæjarstjórn sem eftirmaður Borgþórs Jósefssonar bæj a rgj aldkerastöðuna. Jafnframt liefir bæjarstjórn ákveðið, að stofna aðaíbókarastarf, og hefir Karl Torfason verið skipaður í þá stöðu. Verðlag á grjóti og sandi. Vega- nefnd hefir lagt til, og bæjarstjórn samþykt, að hækka verðlag á grjóti og sandi, með tilliti til hækk unar á kaupgjaldinu á bæjarvinn- unni, en bæjarstjórn hefir samþykt nýlega, að gera ráðstafanir til þess, að grjótnámið og sandtakan bæri sig betur en verið hefir und- anfarið. Móttaka Vestur-íslendinga. Bæj- arstjórn hefir samþykt að borgar- stjóri og forsetar bæjarstjórnar fari um borð í skip þau sem hing- að koma méð Vestur-íslendinga, og taki á móti þeim, og að söngflokk-' ur verði í fylgd með þeim. Útsýnið frá tumi Landakots-1 Hinst 10% gefnar af Ollnm jkkíjc#** fónum, plötum og Oðrnm vörnm verslnnarinnar. kirkju er sem kunnugt er hið feg- ursta. Stigar upp turninn eru enn ljelegir. Hefir bæjarstjórn sam- þykt að kosta viðunandi stiga upp turninn, gegn því skilyrði, að öll- um sjé þar frjáls aðgangur. Gaskol hefir bæjarstjórn sam- þykt að kaupa hjá H. Benedikts- son & Co. —- 1200 tonn — á 26 sh. 9d. tonnið. Rakarastofum bæjarins verður lokað kl. 6 í kvöld. Opnar frá F—11 árd. annan í hvítasunnu. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 fyrsta og annan hvítasunnudag kl. 8. e. m. Allir velkomnir. Hjónaband. Síðastliðinn sunnu- dag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ingibjörg D. Ólafsdóttir og’ síra Jón Thorarensen í Hruna. Síra Friðrik Hallgrímsson . gaf þau saman. Missögn var það í blaðinu í fyrrádag að Björn Björnsson hafi verið einn þeirra sem gért hafi uppdrátt að minnispeningum Al- íingishátíðarinnar. Það átti að vera Baldvin Björnsson bróðir hans. Mentaskólanum verður sagt upp kl. 1 í dag. Axel V. Tulinius er meðal farþ. íslandi, sem kemur hingað á morgun. Hann átti 65 ára afmæli í gær. Botnía fór í gær kl. 2 é. h. frá Færeyjum. Sveinn Björnsson sendiherra og frú verða meðal farþega á Islandi morgun. Söngkvöldi Kristjáns Kristjáns- sonar söngvara í fyrrakvöld var fresteð. Frá höfninni. FisktÖkuskipið Kongshavn fór í gær; hafði tekið farm hjá Edinborg. Togararnir Arinbjörn hersir og Snorri goði voru enn að veiðum í Faxaflóa í fyrrinótt en öfluðu lítið. Aflinn fer í sænska frystihúsið. Landssýningin. í dag ér síðasti dagur til þess að afhenda sýning- armuni á landssýninguna. Er þess fastlega vænst að enginn liggi á fallegum munum sem vera mættu á sýningunni. Skoðun bifreiða. í dag komi bif- reiðar og bifhjól nr. 451—500 að tollstöðinni á eystri hafnarbakkan- um.— Morgunblaðið er C síður í dag. Auglýsingar kvikmyndahúsanna eru á 2. síðu. Höium fyrirliggjandi: HRÍSMJÖL KA RTÖFLUMJÖL Munið að tala við okkur er yður vantar ofangreind- ar tegundir. Snmarbúslaðar til leigu nálægt Reykjavík. Uppýsingar í síma 469. Ullarteppi sjerlega hentug í tjöldin á Þingvallahátíðinni, mjög falleg, ódýr og hlý. Veiðarfærav. „Geysir“. Tgkiiariskanp. Pianó og orgel ný og notnð, seljast I HljóðfærasUInnni, Langaveg 19. Benedikt Elfar. Ástandið í Kanada. Um miðjan maímánuð barst sænska utanríkisráðuneytinu sím- skeyti frá ýVinnipeg um það að þar í borg hefði 50Q sænskir atvinnu- leysingjar haldið fund og samþykt )ar að benda sælisku stjórninni á það vandræðaástand, sem ríkir í Kanada, hið sívaxaudi atvinnuleysi og erfiðu afkomu Svía, þar eru búsettir. Ilt var ástandið 1927, segir í skeýtinU, en nú er það orðið mörgum sinnum verra vegna þess hve margir innflytjend- ur streyma til landsins. í vetur var sama sem engá atvinnu að fá, og fjöldi manna hefir lifað viðí svo mikinn sult og seiru, að þess; eru ékki dæmi áður. Og ekki hefir áslandið batnað neitt með vorinu^ Er því skorað á sænsku stjórnina að veita fje, t,. d. 15.000 dollara tit sem ])eS(j ag ]jna mestn bágindi Svía Kanada.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.