Morgunblaðið - 14.06.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1930, Blaðsíða 5
Laugardag 14. júní 1930. 5 Skoðanafr elsi. „Sendiherra Shellf jelagsins“ og dómsmálaráðherra. „Jeg er alveg steinhissa á honum Torfa Hjartarsyni, at- vinnulausum manninum, að skrifa þessa grein“, hafa menn eftir Gissuri Bergsteinssyni lög- fræðingi, sem hefir nú um hríð verið skrifstofustjóri í dóms- málaráðuneytinu. Torfi Hjart- arson hafði, ásamt öðrum ung- um lögfræðingi, Pjetri Hafstein, skrifað um sakamálsrannsókn- ina, seiu dómsmálaráðherra ljet hefja gegn ýmsum helstu lækn- um bæjarins í vetur, en sýnist nú hafa gugnað gersamlega á. Grein þeirra Torfa og Pjeturs var algerlega lögfræðilegs efn- is og sýndi það mjög greinilega, hvílík dæmalaus fásinna þetta sakamálaflan dómsmálaráðherr ans var. En Gissur þekti sína. Það skal sagt skrifstofustjóranum til hróss, að hann var að þessu leyti farinn að þekkja yfirboð- ara sinn, „vörð laga, siða og rjettar“. Viðkynningin var búin að sannfæra hann um það, að í dómsmálaráðuneytinu er hús- bóndinn ekki að spyrja um hæfi leika manna, heldur það eitt, hvort þeir sjeu „góðu börnin“ eða ekki, — hvort þeir sjeu til- búnir til að stinga sinni eigin sannfæringu undir stól og syngja Hriflu-rjettvísinni lof og dýrð. Skrifstofustjórinn vissi að ennfremur, sð ekki er ann- að líklegra en að ungur, at- vinnulaus lögfræðingur þurfi einhvemtíma að sækja um eitt- hvert starf til ríkisstjórnarinn- ar. Þess vegna var Gissur stein- hissa á Torfa Hjartarsyni. Dómsmálaráðherrann hefir marg-staðfest það álit á honum, sem fram kom í orðum Gissur- ar, skrifstofustjóra hans. Það er alkunna, að hann getur ekki litið nokkurn mann rjettu auga, sem gerist svo djarfur að hafa sjálfstæða skoðun í einhverju máli. Eitt nýtt dæmi um þetta var í ritsmíð, eftir ráðherrann, í síðasta tölublaði „Tímans“. Hjet grein þessi „Sendiherra Shell- fjelagsins“ og gerði dómsmála- ráðherra þar dónalega árás á ungan lögfræðing, Pjetur Bene- diktsson. Það, sem P. B. hafði til saka unnið, var þetta: Hon- um hafði í vetur dottið í hug að sækja um starf í utanríkisráðu- neytinu danska, en eins og kunn ugt er, er það íslendingum mjög nauðsynlegt, að ungir menn afli sjer á næstu árum þekkingar á meðferð utanríkismála og æf- ingar í þeim störfum, er þar að lúta. Fór P. B. fram á það við forsætisráðherra, að fá með- mæli hans til starfsins, og höf- um vjer fyrir satt, að ráðherr- ann hafi veitt þau mjög fús- lega. Nokkru síðar fær P. B. loforð fyrir starfinu. En meðan hann bíður eftir að taka við því, vinnur hann stundum við próf- arkalestur hjá einu af dagblöð- um bæjarins, Vísi. — Eftir að „geðveikismálið“ svonefnda kom upp í vetur, voru skrifaðar um það mjög hógværar og rök- studdar ritstjórnargreinar í Vísi, og |fekk dómsmálaráð- herra einhvern veginn þá flugu, að P. B. myndi hafa skrifað eina þeirra greina. Sagði hann það þá þegar við mann, sem kunnugur er P. B., að það mætti hann vita, að aldrei skyldi Pjet- ur Benediktsson fá þennan starfa, sem hann hefði beðið ríkisstjórnina að mæla með sjer til. — Einhvernveginn hefir það nú samt atvikast svo, að hinn vold- ugi ráðherra hdfir ekki getað rægt P. B. frá atvinnunni, sem forsætisráðherra hafði mælt með honum til. Þá varð heiftin að fá útrás, og hvar var þá eðli- ’egra að hún kæmi fram en í níðgrein í sorpkistu ráðherrans, „Tímanum"? Eins og vant var, báru ímynd anir ráðherrans ríkulegan á- vöxt, og samkvæmt frásögn hans nú hefir P. B. ekki aðeins skrifað þessa einu grein, sem upphaflega átti að hafa verið eftir hann f Vísi, heldur „meiri 'lutann af þeim rógi og níði um J. J. og heimili hans“, sem á að rafa staðið í Morgunblaðinu og Vísi í vetur. Og „sendiherra Shellfjelagsins“ (eins og Jónas -eð sínu dæmalausa ímyndun- arafli nefnir P. B.), hefir ekki látið þar við sitja, heldur á hann nú, að því er virðist, að hafa skrifað flestallar ádeilu- greinar, sem andstæðingablöð stjórnarinnar hafa birt upp á síðkastið!! Greinar hans sýnist einna helst hægt að þekkja á því, að þær birtast æfinlega nafnlausar og eru óttalega sví- virðilegar í garð Framsóknar- ’okksins!! Morgunblaðinu er nú vitan- lega alveg ókuimugt um það, hvað Pjetur Benediktsson kann að hafa skrifað í Vísi eða önn- ir blöð. Enda er það ekkert að- alatriði í málinu. Það, sem máli skiftir, er þetta: Dómsmálaráð- herrann hefir með grein sinni ?;efið út auglýsingu um það, að þeir, sem einhverrar aðstoðar æskja hjá stjórninni, verði skil- yrðislaust að selja henni sann- 'æringu sína. Af því að ráðherr- ann hefir grun um það, að þessi maður hafi annað álit en hann t því, hvernig eigi að hegða sjer í einhverju ákveðnu efni, álítur hann sjálfsagt að rægja mdan honum atvinnuna. Þegar það tekst ekki, hleypur ráðherr- ann í blað sitt, og eys þar upp- nefnum og óþverra yfir þennan nann, sem ekki er óhugsandi ð gerst hafi svo djarfur að alda fram í nafnlausum grein- um skoðunum, sem ekki voru eftir kokkabók dómsmálaráðu- neytisins. Dómsmálaráðherrann þykist sjá, að þarna sje maður, sem ekki hafi selt sálu sína fyrir meðmælaskjal frá forsætisráð- herranum. Hann velur þeirri breytni það nafn, sem hún heit- ir á máli stjórnardindlanna: „skemmilegt drengskaparleysi". Það kom fram í orðum Giss- urar skrifstofustjóra í vetur og það var eijdurtekíð m. a. í aug- ff. V'Í$p)ómh'rkjMn<i t hefir nú fengið afar miklar birgðir af alskonar húsgögnum, er vjer sel- jum með okkar landsþekta lága verði, sem kemur til af því, að við förum sjálfir til útlanda og veljum aðeins nýtísku húsgögn hjá þektum verksmiðjum, og allar okkar vörur eru keyptar milliliðalaust, höfum einkasölu fyrir verslunarhús þau er við skiftum við, leyfum okkur að telja upp nokkrar tegundir: Borðstofustólar, ýmsar tegundir meði niðurfallssetu frá kr. 14.00 Matborð, úr eik, með patentplötum, ............... — 95.00 Birkistólar, mahony, póleraðir..............— 7,00 Eikar-borð, ágætistegundi ................... frá — 30.00 Birkiborð, póleruð ................... — 35.00 Reykborð, úr eik með fallegum bakka .......... frá — 45.00 Stofuborð, pol. birki, stór, ljómandi stofuborð... — 95.00 Blómaborð, ýmsar tegundir Reykborð Körfustólar, þessir góðu, með fjöðrunum Blómagrindur, ýmsar tegundir Stráborð, ýmsar tegundir Betristofuborð Skjalaskápar, Ritvjelaborð — Skrifborð — Orgelstólar Gardínustengur, hringir og húnar, afar ódýrt. ------ og margt fleira ------ Höfum gert sjerstaklega góð innkaup á Borðstofusettum úr eik, og seljum þau fyrir als kr. 779.00 — alt settið. I HÖFUM ÓVANALEGA FALLEGT ÚRVAL AF: Borðsotfuhúsgögnum, úr eik og pol. birki. Betristofuhúsgögnum, stoppuð, og nýtísku sniði. Kabinethúsgögn, stoppuð, mjög falleg Salon-húsgögn, útfærð í gömlum stíl, sjerkennileg Svefnherbergishúsgögn, mikið úrv., er á leiðinni með næsta skipi Hagkvæmir greiðsluskilmálar, þegar heil sett eru keypt. Smekklegar vörur. — ódýrar vörur. — Keyptar milliliðalaust, því ódýrar. — Bufe eik kr. 410.00. — Matborð eik kr. 95.00. Borðstofustóll kr. 14.00. }lú$C}Ci(}y>A>vi)i<>h kirhjwnxi lýsingu dómsmálaráðherrans í „Tímanum" um daginn, að ekki er ætlast til þess, að þeir, sem sækja um einhvern starfa hjá stjórninni, sjeu að burðast við að mynda sjer neinar skoðanir. Jónas getur vel gert það fyrir þá; þeirra hlutverk er að falla í stafi af aðdáun yfir hverju því, sem spámanninum kemur til hugar að gera. En ætli dómsmálaráðherran- um þyki það ekki undarlegt tímanna tákn, hversu lítil áhrif skoðanakúgun hans hefir á ungu kynslóðina? Það eru ekki aðeins hinir ungu lögfræðingar, sem nefndir hafa verið í þessari grein, og þorri ungra menta- manna, sem fengið hefir við- bjóð á kúgaranum. — öll hin frjálslynda æska íslands er að fylkja sier á móti honum. Tilboð óskast í að mála hús mitt við Suðurgötu. A. Obenhanpt 2-3 skrffsfofuherbersl óskast 1. okt., tilboð merkt ,október‘ leggist inn á A. S. L fflerkjasalan. Sveinar og meyjar, sem eruð skrásett til að selja al- þingishátíðarmerkin, komi í fyrramálið' (sunnudag) kl. 7—10 á Laufásveg 43.' Enn komast fleiri að, til þess að selja merkin o. fl. á Þingvölllum, helst tvo næstu daga fyrir hátíðina. Þeir er það vilja gera, komi s.d. kl, 10—12 á sama stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.