Morgunblaðið - 15.06.1930, Síða 8

Morgunblaðið - 15.06.1930, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Wálverkasýuing Kristiáns Magnnssonar Anstnrsíræti 5. Opin daglega Irá 9 árdegis til 9 síðdegls. Geflð bfirnunum banana. Mamma! Gef mier banana. Eru bestir Nýkomíð: Kvenskór, nýtískugerðir með háum og lágum hælum, þar á meðal okkar góðkunnu „Cinema“-skór. Karlmannaskór, fallegt úrval. Barna- og unglingaskór, Cjöldi tegunda. Sandalar og reimaskór, margar tegundir, með hrágúmmísólum og svörtum gúmmísólum. Strigaskór, fjöldi tegunda. Tennisskó — Sundskór KAUPIÐ HÁTÍÐASKÓNA HJÁ OKKUR. Við höfum einna mest úrval í bænum. Skóbúð Reykjavíkur Aðalstræti 8. — Sími: 775. fundinn, hvort þeim Haraldi og -Jónasi yrði leyft að vera á fund- inum, en það var felt með um 40 atkvæðum gegn 20. Margar konur sátu hjá. Urðu þeir Harald- uj og Jónas þá að liverfa frá við svo búið. Svo fór um sjóferð þá. C-listinn er listi Sjálf- stæðisflokksins! Kjósið C-listann! Skinfaxi, tímarit Ungmennafje'- laganna, er nýkomið út. 78 ára er í dag Sigurður Gunn- arsson járnsmiður, Laugaveg 51. Sjómaimastofan. Samkoma í dag í Sjómannastofunni kl. 6. Allir velkomnir. Heiðursmerki. Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri hefir nýlega verið, sæmdur riddarakrossi Danne- brogsorðunaar. Björnsbakarí hefir látið gera kónfektöskjur í tile'fni af Alþingis- hátíðinni. Oskjur þessar eru mjög smekklegar og blátt áfram. Eru þær hvítar með mynd af Þingvöll- um í gyltum ramma í neðra horni loksins. Yfir alt lokið stendur gyltum stöfum: Alþingishátíðin og þar undir Þingvellir. Oskjur þess- ar eru gerðar í Þýskalandi, eftir íslenskum uppdrætti. Grænlandsleiðangur. í gær lagði dr. Lauge Koch af stað frá Höfn í nýjan Grænlandsleiðangur. Með honum á ferðinni verða fjöldi. jarð- fræðinga, grasafræðinga og dýrafræðinga, bæði danskir og sænskir. Fara þeir fyrst til Fær- eyja, þá til Jan Mayen, en síðan halda þeir til Austur-Grænlands að 75° norðlægrar breiddar, til þess að halda þar áfram þeim vísindalegu rannsóknum, se'm byrj- að var á í fyrra. Hafa þeir skipið „Godthaalr' í ferðinni. Skipsfor- iugi er Riis Carstensen. Landsbókasafnið er nú aftur op- ið. fyrir almenning. Pjetur Á. Jónsson syngur í Gl. Bíó í dag kl. 3. Skemtiskipið Antonia hafði hjer skamma viðdvöl, fór aftur í gær- dag kl. 1. Eitthvað af farþegunum fór austur að Þingvöllum í býtið í gærmorgun og ltom aftur um liádegi í gær. Um 150 höfðu farið þangað í fyrrakv. Sumir skoðuðu liæinn, en aðrir komu alls ekki í land. Þeim fanst kalt hjer í Rvík. Togararndr hætta veiðum hver af öðrum. Hefir þeim verið lagt inn í Viðeyjarsund og snmir eru komn- ir upp í fjöru til viðgerðar. Gullfoss fór vestur og norður um land í gærkvöldi. Talmyndirnar. Bæði bíóin hafa nú feúgið verkfræðinga hjer upp til þess að líta á livernig talmynd- um verði hjer best fyrir komið. — Verður' síðan tekið til óspiltra mál- anna að koma talmyndatækjunum upp og má vænta þess að Rvíking- um ge'fist kostur á að sjá og heyra talmyndir í haust. Kjósií C-Iistann! Flugvjelin á Vífilsstöðum var reynd strax eftir að hún var sett saman. Ge'kk hún vel og ætlaði Helgi Eyjólfsson að fljúga upp, en völlurinn reyndist ekki nógu langur. Var hún þá flutt á annan völl, en var þá ekki hægt að setja vjelina af stað. Strax og veðrið batnar eitthvað verður flogið í henni. Goða,foss er væntanlegur hingað « morgun. Möð skipinu koma flug- mennirnir með flugvjelina „Veiði- bjallan.“ Hjálpræðisheirinn. Samkomur í dag: kl. 11 árd. og 8y2 síðdegis. Hornaflokkurinn og strengjasveit- in aðstoða. AÍlir velkomnir. Sunnu- dagaskóli kl. 2 síðdegis. Mand er væntanlegt liingað um kl. 11 í kvöld. Með skipinu kemur fjöldi fólks frá Akure'yri og ísa- firði á Alþingishátíðina. Aðalfundur Eimskipafjelag’sins var haldinn í gær. Reksturshagn- aður árið sem leið 550 þús. kr. — nokkru minni en árið 1928. Sam- þykt að greiða hluthöfum 4% i arð. Eggert Claessen endurkosinn í stjórn, en þeir Jón Þorlálcsson og Garðar Gíslaéon be'iddust undan endurkosningu, og í þeirra stað voru þeir kosnir Richard Thors og Guðm. Ásbjörnsson. Fundurinn stóð yfir fram á kvöld. Nánar í næsta blaði. Kj ósiS C-listann ! Ármenningar! Róðrartíþróttinni hjer hafa aukist mjög möguleikar, með því að framlcvæmastjóri Hjeð- inn Valdimarsson, fyrir Olíuversl- un íslands h.f. hefir gefið Glímu- fjelaginu Ármann nýtísku fjórró- inn „Eyrarsundsbát“, og gamlir Ármenningar eru að Ijúka við sam- skot til kaupa á öðrum báti. Fje- Iagið vonast því til að geta æft róður af miklu kappi frá júlíbyrj- un, á þe'ssum tveimnr bátum. Gef- endur eiga mikinn heiður og þökk skilið fyrir að styrkja róðraríþrótt- ina svo höfðinglega og af svo mikl- um skilningi á þessari ágætu íþrótt og á þörfum íslenslts æskulýðs. Bátur sá, er Hjalti Jónsson, fram- kvæmdastj. gaf Sundfje'lagi Rvík- ur síðastliðið sumar, fauk því mið- ur í ofviðri í vetur, 'ásamt skúrn- um. —• Ármann væntir þess, að margir verði enn til, að hjálpa fje- laginu til að koma sje'r upp skúr fyrir báða bátana á þessu sumri. Ármenningar! Æfið ykkur í róðr- arvjelinni, þar til að bátarnir koma! x. Munið að list'i Sjálfstæðis- manna er C-Iistinn! Embættisprófi í guðfræði luku í gær: Einar Sturlaugsson með 2. betri einkunn. Konráð Kristjáns- son með 1. einkunn. Jón Jakobs- son með 1. einkunn. Óskar J. Þor- láksson 1. einkunn. Konráð fe'kk 135 stig og ex það hæsta próf, sem tekið hefir verið við guðfræðideild háskólans. Aðeins einn guðfræðing- ur, Hálfdán Helgason, biskups, hef ir tekið sömu stigatölu áður. í dag verður happdrætti stúdenta selt á götum bæjarins. Þe'tta er besta happdrætti, sem hjer hefir verið selt í mörg ár. Vinningar spáný bifreið sem kostar 6.500 kr. og sömuleiðis kr. 4000.00 í pen- ingum. Krakkar sem vildu selja miða á gotunum í dag eru be'ðnir að koma í Háskólaanddyrið kl. 11 -—12 fyrir liádegi. Sunnudagskosningin. Off hafa heyrst kvartanir um það, að óviðkunnanleg sje sú ráð- stöfun, að hafa þingkosningu á helgum degi, eins og í clag. En úr því við á annað borð eig- um við þá óstjórn að búa hjer í landi sem nú, sem setur þingkosn- iirgar á Trinitatis, þá ve'rður hver kjósandi sem á annað borð er andvígur núverandi ó-stjórn og verlcum hennar, að gera skyldu sína í dag, ganga að kjörborðinu og Kjósa C-listann! DOoiulösknr fallegar og ódýrar. Til minningargjafa postulínsmunir, með ísl. myndum. 2ja turna silfurplett Lilju og Lovísu-gerðir milrið úrv. Kaffi-, matair- og þvottastell mikið úrval. Tækifærisgjafir afarmikið úrval. B. Einarsson S Biörnsson Bankastræti 11. VlBlarelmar og Verkfæri nýkomið. Verslnn Vald. Ponlsen Klapparstíg 29. Sími 24. Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Fæst í öllum lyf jabúðnm. Verð 2 50 glasið. Fjölmennið á kjörfund í dag, Sjálfstæðismenn! Erlendar símfregnlr. Tollfrumvarpið samþykt í Bandarikjunum, London (UP), 13. júní FB. Washington: Öldungadeild þjóðþingsins hefir samþykt tolla írumvarpið. Stjórnarskifti í Finnlandi? London (UP) 14. júní, FB. Helsingfors: Búist er við, að stjórnin segi af sjer í dag. Nýja stjórnin í Rúmeníu. Búkarest: 'Nýja stjórnin er þannig skipuð: Maniu forsætis- ráðherra, Minolescu utanríkis- málaráðherra, .Vaidavoed inn- anríkismálaráðherra, Condescu hermálaráðherra, Manoilescu flutningamálaráðherra, Popvici fjármálaráðherra, Junian dóms- málaráðherra, Halipais verka- málaráðherra. Slys. Sir Henry Segrave, sem var- methafi í bifreiðaakstri (metið vann hann á Dayton Beach 11. mars 1929 á bifreiðinni Golden Arrow) andaðist í dag af meiðsl- um, sem hann hlaut eftir að hafa sett vjelbá-ts-hraðamet. — Segrave hafði farið tvær „ferð- * ir“ og náði samkvæmt opinberri tilkynningu 98.76 mílna hraða á. klukkustund. í þriðju férðinni,. er báturinn var kominn á geypi- ferð, hvolfdi honum, en þeír sem í honum voru, hentust út í vatn- ið. Vjelamaðurinn drukknaði. Segrave handleggsbrotnaði á báðum handleggjum, en aðstoð- arvjelamaðurinn meiddist illa. Báturinn sökk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.