Morgunblaðið - 21.06.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1930, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐlf) Á Alþingishátíðinni á Þingvöllum seljum við í 10 turnum fjölbreytt úrval af allskonar niður- suðuvörum,sælgæti og tóbaksvörum. Ókeypis skoðnn og sýning verður dagana 30. júní og 1. og 2. júlí, framkvæmd af sjer- fræðing í fótasjúkdómum frá dr. Scholls. Fæturnir verða rannsakaðir og þar til notaðar „Pedo- graphiskar“ myndir. Orsakir sjúkdómanna verða skýrðar og sjúklingum sýnd tæki og aðferðir til að verða heilbrigðir r.ftúr. Alia fótasjúkdóma má lækna til dæmis þrautir í tá- bergi, hæl, ökia, ríst, horn á tám, líkþorn og svo framvegis. Hjnkrunstrdeildin, Austurstræti 16. Símar 60 og 1060. Framhalds-aðallundur verður haldinn í skipstjóra og stýrimannafjelaginu Ægir í dag kl. 2 e. h. í Varðarhúsinu. Áríðandi að fjelagsmenn mæti. — STJÓRNIN. Fyrirligg jandi: Sardínur í olíu og tomat. Ansjósur. Beinlaus síld. Gaffalbitar. Kavias. Lifrarkæfa. Grænar baunir. Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1317 (3 línur). Lahe si fhe looðs Milllog Co. Ltd., Montreal Framleiða hinar viður- kendu hveititegundir: KEET0BA og FIVE R0SES GUARANTEED MPURE PRODUCTOf WCSTEPM Einkasalar: ,ÁE BOSP l—fúi” A I. BRYN JÓLFSSON & KVARAN «BBBWQB«IO«808«OI080«»eie8e8e8e888e«8e886e898888888ee88e88S8888988888e8e8e8886»68ei88e8eW< Nýjnngar. Hjalmar Lmdroth: Island. Mot-Satsernas Ö. Með myndum. verð kr. 11.00. Uppdráttur íslands. Suðvestur- land (mælikvarði 1:250.000). Mjög greinlegt kort og hent- ugt. — Verð kr. 2.50. ísland. Yfirlitskort með bílvegum — verð 1.25. Bókaversl. Siginsar Eymnndssonar. Farangur híngvallagesfa. Farangur allur verður að sendast til Þingvalla fyrir 24. þessa mánaðar merktur tölumerki tjalda og götu: (t. d. Tjaldborg Reykjavíkur. Gata nr. 2. Tjald nr. 3). Merkí- seðlar fást á skrifstofu nefndarinnar í húsi Mjólkurfje- lagsins í Hafnarstræti. Flutninginn annast: Vörubílastöð íslands, Hafnar- stræti og Vörubílastöð Reykjavíkur, Tryggvagötu. Gjald per kgr. er 4 aurar. TJllarábreiður geta menn fengið leigðar fyrir kr. 1.50 á staðnum í tjaldi í tjaldborg Reykjavíkur, tjaldið auðkent. Þvottaáhöld verða menn að hafa með sjer, sápu og handklæði. Afnot af náðhúsum kosta 10 aura. Á sama stað geta menn þvegið sjer og fengið handklæði og sápu fyrir 25 aura. Undirbnningsnefndin. HlðlDrœðisherlnn. Vegna meðlima vorra, gesta og vina, liöfum vjer ákveðið að halda opnu veitíngatjaldi á Þingvölium frá 25. þ. m. Þar verður liœgt að fá lieitan miðdagsmat — kaffi o. fl. Nokkra fasta gesti er hœgt að talca til viðbótar. Menn snúi sjer. í Reykjavík í síma 203, til ensain G. Árskóg, og á Þingvöllum í Coitingatjaldið. Samkomur verða haldnar á Þingvöllum alia hátíðardagana ld. 9 síðdegis. Landssýning Heimilisiöuaöarfjelagsms opnuð í gær í Mentaskólanum. Kl. 10 í gær var heimilisiðn- aðarsýningin opnuð í Mentaskól- anum, til yfirlits fyrir blaða- menn. Sýningin nær yfir flestar kenslustofur skólans. Heimilisiðnaðarsýning þessi, ■ ,m nefnd hefir verið „landssýn- -gin“, hefir verið undirbúin ndanfarin ár, með mikilli for- sjá og dugnaði. Hefir stjór Heirnilisiðnaðarfjelagsins, og vinkum frk. Halldóra Bjarna- dóttir gengist fyrir því, að hjer- aðssýningar á heimilisiðnaði liafi verið haldnar um land alt. Með því móti hefir fengist yfir- )it yfir það, sem hver sýsla hef- r fram að bjóða af heimilisiðn- aði, og almenningur um leið ver- ð vakinn til þess að undirbúrt sem best hina fyrirhuguðu lands- sýningu. Valið hefir verið bið ixsta úr hverri sýslu til að senda á hndssýninguna, og það seni scnt hefir verið hingað, hefir síðan verið dæmt, og aðeins það sýnt, sem skarað hefir fram úr á einhvern hátt. Þannig er full trygging fenginj fyrir því, að á sýningu þessari) er fullJcomið alhliða úrval af heimilisiðnaði úr öllum sýslwn landsins, og sýningin rjett mynd af því besta, sem þjóðin hefir t’ram að færa á þessu sviði. í sýningarnefndinni er frk. Halldóra Bjarnadóttir, frú Guð : ún Pjetursdóttir, frú Kristín. Jacobsen, frk. Sigríður Björns: dóttir, Maggi Magnús læknir og ’tú Þorbjörg Bergmann. Þrjár dómnefndir hafa annast um að velja munina á sýning- una, ein sem dæmt hefir um ull- arvinnu, Önnur sem dæmt hefir im útsaum og hin þriðja um. útskurð og þessháttar. Um ullarvinnu hafa }>ær dæmt ‘tú Sigríður Blöndal, frú Stein- unn Frímannsdóttir og frú Ásta Sighvatsdóttir, um útsaum þær ’rú Helga Gröndal Edilonsson, frú Kristín Bernhöft og frú Fríða Stefánsson. Utskurðinn bafa þeir dæmt Guðm. frá Mos- lal og Geir Þormarr. Hefir Þor- marr auk þess unnið mikið með sýningarnefndinni við að koma sýningarmununum fyrir, ásamt fulltrúum þeim, sem sendir hafa -erið úr sýslunum. Eins og fyr segir, er sýningar- Tununum skift eftir því, úr hvaða sýslum þeir eru. Eru mun- ir úr tveim sýslum í hverri stofu. 3,1 eð þessu móti er auðvelt að gera sjer grein fyrir samanburði milli sýslnanna. Sýnilega er það nokkur bagi, hve húsrúm er tak- markað. En smekklega er frá stofunum gengið og sjeð vel fyr- ir því, að munirnir njóti sín eftir því sem húsrúm og birta leyfir. í samkomusal skólans er sýn- ing Reykvíkinga og Gullbringu- >g Kjósarsýslu. Að þessu sinni verður ekki farið út í þá sálma, að dæma um muni einstakra sýslna, eða ein- staka muni. Til þess að sýning þessi komi að fullum notum, þurfa menn að gefa henni ná- kvæman gaufn, og rita þarf um hverja einstaka grein heimilis- iðnaðarins eins og hann þar kem ur fyrir sjónir. —. En því má ekki gleyma, að brýna það fyrir öllum þeim, sem vinveittir eru heimilisiðnaði, og öllum þeim mörgu hannyrða- konum, sem hjer eru í bænum, bæði sem hjer eiga heima og eru hjer gestkomandi, að nota sjer ið einstaka tækifærí sem hjer gefst til þess að kynnast hinum íslenska heimilisiðnaði í öllum greinum. Guðmundur Hristjðnsson söngvari jvar einn meðal farþega á „An- jtonia“ hingað síðast. Guðmund- jur hefir dvalist fjölda ára er- jlendis, fyrst við nám í Þýska- ilandi og Ítalíu, og nú síðast hefir jhann ferðast með þýsku óperu- jelagi um Norður-Ameríku j|)vera og endilanga. Sjálfur hjelt pann einnig hljómleika víða, m. ja. í Winnipeg, og fer „Lögberg“ I^essum orðum um hann: —„blæ ’egurðin minnir á tæra, íslenska ;erglind. Söngur hans er eins og jnaðurinn sjálfur, öldungis lát- |aus og’ laus við tildur. Guð- mundur syngur ekki með radd- öndunum einum; það var auð- heyrt á öllu, að hjartað var þar líka að verki, —-----------það ýr oss ávalt ósegjanlegt fagn- aðarefni er ungir íslendingar ryðja sjer braut á sviði fagurra lista. Af vorri stuttu en ógleym- anlegu v'iðkynningu við Guð- mund Kristjánsson, virðist oss drjúgum bjartara umhorfs í ís- lensku sönglífi, og treystum vjer því eindregið, að hjer sje mað- ur á ferð, sem eigi eftir að verða merkur þjónn í ríki listarinnar, jálfum sjer og þjóðflokki vor- um til sæmdar“. í New York var hann ein- söngvari á hljómleik söngfjelags kvenstúdenta þar í borg. „New York Evening Post“ fer meðal annars þessum orðum um söng hans: „(íslensku) songvarnir voru heillandi, og það var einnig vödd íslenska tenorsöngvarans, Guðmundar Kristjánssonar. —• Hann á þá tegund persónulegr- ar, sjerkennilegrar og einkenni- legrar töfrandi raddar, sem ger- ■ sannarlega eiganda hennar að manni, sem á heima á hljómleika palli“. — Mörg lofsamleg um- næli fjekk hann einnig við sama ^ækifæri í „New York Times“, „Herold Tribune", ,,Sun“ og fl. blöðum. Guðmundur ætlar að syngja hjer á mánudaginn, og er þess ð vænta, að söngvinir láti ekkj hátíðarannir aftra sjer svo, að eir megi ekki vera að, að hlusta á þennan unga, upprennandi öngvara. Emil Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.