Morgunblaðið - 21.06.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1930, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐTÐ o ^ftcrguttblafcti Otgeí.: H.Í. Árvakur, Reykjavlk Rltstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Rltstjórn og afgrjiBsla: Austurstrætl 8. — ðlmi 500. Aufclýsingastjóri: B. Hafberfc. AuKlýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 700. Hel naslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. B. Hafberg nr. 770. Askriftafcjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50 á mánuSl. í lausasölu 10 aura eintaklB, 20 aura metS Lesbók. Eelendar sfmfregnir. V axtalækkun. London (UP). 20. júní. FB. Berlín: Ríkisbankinn hefir lækkað forvexti um 1/2% í 4%. New York- Federal Reserve bankinn hefir lækkað forvexti um 1/6% í 214%. Þingkosningar. Montreal: Þingkosningar hafa farið fram í New Brunswick. Kosnir voru 29 íhaldsmenn, 17 frjálslyndir, óvíst um úrslit í tveimur kjördæmum. ' Baxter forsætisráðherra og flestir fylgismenn hans á síðasta þingi voru kosnir með miklum atkvæðamun. Frjálslyndir bættu við sig 6 þingsætum, Leiðtogi stjórnarandstæðinga í þinginu, Wendell Jones, beið úsigur í koSningunum. Stórtjón í Rússlandi. Moskva: Hræðilegt óveður skall á í Muzenetzhjeraði. — Mörg þorp hafa lagst í eyði, þúsundir eru heimilislausir og allmargir menn hafa beðið fcana. Byrd kominn heim. New York: Byrd pólfari og fjelagar hans úr Suðurpólsleið- angrinum, 76 alls, eru hingað komnir. Viðtökur svo hátíðleg- ar, að engin dæmi eru til, nema þegar Lindbergh kom að af- loknu hinu fræga Atlantshafs- flugi sínu. New York: Byrd hefir sagt í viðtali við blaðamenn, að hann hafi helgað Bandaríkjunum hin áður ókunnu lönd, er hann flaug yfir í Suðurpólshöfum, og í nafni Bandaríkjanna gert kröfu til þess, að umráðarjett- ur ríkjanna yfir þessum löndum væri viðurkendur. Kvað Byrd kolanámur svo auðugar þar syðra, að nægja muni öllum heimi um langt skeið. TVIontcalm seinkaði meir en ráð var fyrir gert og kom það ekki fyr en um miðnætti. Fóru Ægir og Öðinn á móti því iit á flóa um 7 leytið í gær og fylgdu því til hafnar. Borgarstjóri og Karlakór K. F. U. M. fóru með Magna um borð þegar skipið var lagst við feStar. Voru farþegar ekki komnir í land í nótt þegar blaðið fór í pressuna og verða því nánari fregn ir af móttökunni að bíða morgun- dagsins. Athygli skal vakin á því að guðs- þjónustu fer fram í dómkirkjunni kl. 10 árd. í stað kl. 11. Zeppelln kemur ekki. Friedrichshafen: Tilkynt hef- ir verið, að ekki verði af Zeppe- linfluginu til Islands, vegna þess, hve fáir hafa beðið um far. — Kosningalrjettir. Það gengur orðið treglega ’að fá kosningafrjettir utan af landi. V gær barst blaðinu fre'gnir úr 5 hreppum í Múlasýslum samtals 245 atkvæði. Er þá ófrjett úr 5 hrepp- um þar syðra. Ur Þingeyjarsýslum hefir engin ábyggileg fullnaðartala komið enn- þá. En heyrst hefir, að í S.-Þing- eyjarsýslu hafi verið greidd sam- tals um 1000 atkv. og um 335 í N,- Þingeyjarsýslu. Ef tölur þe'ssar eru nærri sanni, mun heildartalan á öllu landinu vera orðin nál. 22500 atkv., og er þó ófrjett úr nokkrum hreppum í Barðastrandas., Snæ- fellsness., Borgarfjarðars. og Ár- nessýslu. Heildartalan verður sermi lega nálægt 23 þús. Kvennatjaldið á ÞingvðUnm. Konum, sem ætla til Þing- valla yfir Alþingishátíðina, þykja það eflaust góð tíðindi, að á einhverjum besta staðn- um þar eystra, á fallegri flöt undir hraunbrúninni, rjett við veginn, hægra megin, andspæn- is þar sem konungshúsið var, rjett beint niður undan fossin- um, verður stórt tjald útbúið sjerstaklega í því skyni, að kon- ur geti átt þar innhlaup, hvort heldur þær vilja sitja þar í næði og tala við kunningja sína, fá sjer hressingu og hvíld eða snyrta sig til. Tjaldið verður út- búið sem best eru föng á með þetta fyrir augum, og eru að því hin mestu þægindi bæði fyrir þær, sem nærri búa, en þó eink- anlega fyrir allan þorra manna, sem náttstað hefir alllangt fjarri hátíðarsvæðinu. Verður hægt að fá ódýrar veitingar, t. d. skyr og rjóma, kaffi, te og aðra drykki, heita og kalda. — Nokkur hluti tjaldsins er útbú- inn með þvottatækjum, og líka munu konur geta fengið geymslu á smávegis farangri, sem þægi- legt er að geta haft með sjer úr náttstaðnum niður á sjálfanÞing völl, eða þægilegt fyrir þær sem aðeins dvelja á Þingvelli dag- langt. Bandalag kvenna hefir tekið tjald þetta á leigu og útbýr það. Tjaldleigan er dýr og allur til- kostnaður, en þetta er gert í því skyni, að auka á þægindi þeirra, sem á Þingvöll koma. Væri það vel hugsað af konum að hjálpa um eitthvað, sem kæmi sjer vel að fá, til dæmis til veitinganna. Hugsið eftir því, góðu húsfreyj- ur, þegar þið farið að baka í nestið, og stingið einni auka- köku í ofninn. Sendið hana svo niður í Búnaðarfjelagshús, þar verður tekið með þökkum á móti því, sem þið látið af hendi rakna, á mánudaginn og þriðjudaginn klukkan 1—6. •••« «••• Islenskir fánar f öllnm stærðnm. Athngið að fá yðnr HÁTÍÐ iRFÁNANN í tíma. 1 Innanbæ|armenn I Dtanbæfarmenn I :! Klæðist fallegum fötum og frökkum með góðu sniði Rykfrakkar Karlmannafðt Verð kr. 45.00—120.00 Allar stærðir. Verð við allra hæfi. Falleg efni, gott snið. Unglingaföt Drengjaföt Hattar Manchetskyrtur Húfur Golftreyjur á börn og fullorðna. Mjög fjölbreytt úrval. Seljum einnig: allar tegundir af Álnavöru. Greiðið eigi að óþörfu of hátt verð, en komið því fyrst eða síðast til okkar áður en þjer festið kaup. Manohester. Laugaveg 40. Sími 894. • • • • • • • • • • • • • • • • •-• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •" • • • • C•••••••• •••••••••••• ••••••••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••••••••« •«•••••••••••••••••••••••••••••§••••§•••••• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••t«» • •• • • • Iþróttamótið í gærkvöldi var kept í 110 m. grindahlaupi, þrístökki, kringlu- kasti, kappgöngu, 800 m. hlaupi og 10000 m. hlaupi. Úrslit urðu þau: Grindahlaup 110 m. (3 þáttt.): 1. verðl. Stefáu Bjarnason (Á) á 19,6 sek. 2. verðl. Thor Cortes (K R) 22,3 sek. 3. keppandinn var Ingvar Ólafsson (KR) á 19,7 sek., Ingvar feldi þrjár grindur í hlaup inu og fyrirgerði því rjetti sínnm ti! verðlauna. Tími Stefáns er met, en verður ekki staðfest af því að hann feldi tvær grindur í hlaupinu. Þrístökk (4 þátttakendur): 1. verðl. Reidar Sörensen (IR) 12,62 m. 2. verðl. Sigurður Ólafs- son (KR) 12,47 m. 3. verðl. Grímur Grímsson (Á) 12,37 m. Metið er 12,87 m. Kringlukast (4 þátttakendur): 1. verðl. Þorgeir Jónsson 35,18 m 2. verðl. Sigurður Ingvarsson (Á) 31,75 m. 3. verðl. Trausti Har- aldsson (KR) 29,37 m. Metið ek 38,58 m. 5000 m. kappganga (3 þáttt.): 1. verðl. Hanknr Einarsson (K R) 28 mín 26,6 sek. 2. verðl. Jó- hannes Zoega (KR) 30 mín. 40,4 sek. 3. verðl. Magnús Magnússon (KR) 03 mín. 4,7 sek. Metið er 27 mín. 25 sek. 800 m. hlaup (6 þátttakendur): 1. verðl. Jóhanni Jóhannesson (Á) 2 mín 9,8 se'k. 2. verðl. Ólafur Guðmnndsson (KR) 2 mín. 14,4 selc. 3. verðl. Stefán Gíslason (K R) 2 mín. 17,4 sek. 10000 m. hlaup (3 þátttakendur): 1. verðl. Bjarni Ólafsson (D) 35 mín. 52, 9 sek. 2. verðl. Magnús Guðbjörnsson (KR) 36 mín. 55,5 sek. 3. verðl. Sigurður Runólfsson (KR) 37 mín. 26,8 sek. Metið er 34 mín 13,8 sek. ÐagMk. □ Edda 59306246—1 H & v. st. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): Lægðin helst ennþá því nær á sömu slóðum SSY af Reykjanesi og veldur SA-átt og rigningu sunnan lands. Yfir N-Grænlandi er há- þrýstisvæði, sem heldur færist suð- ur á bóginn og veldur NA-golu á Vestfj. en snörpum A-vindi á Rauf arhöfn. Sennil. ek A-hvassviðri úti fyrir öllu N-landi. Það er mjög tvísýnt ennþá hvort N-áttin mnni ná sjer um alt landið, eftir síðustu fregnum virðist alt eins líklegt að SA-veðráttan haldist. Veðurútlit í Rvík í dag: A- og NA-kaldi. Skýjað loft og dálítil rigning. Messur: 1 dómkirkjunni á morg- un kl. 10 f. h. síra Friðrilc Hall- grímsson. Kl. 5 síra Magnús Magn- ússon. í fríkirkjunni á morgun kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Alþingishátíðanefndin. Starfs- fólk við bifreiðaafgreiðslu um Al- þingishátíðina mæti til viðtals á Ökuskrifstofxmni í húsi Mjólkur- fjelagsins kl. 9—11 í kvöld. Fótstallurinn undir styttu Jónas- ar Hallgrímssonar lie'fir verið lag- færður. Togarnir Sviði og Gulltoppur fóru í gær á veiðar út á Faxaflóa. Frá höfninni. í gær kom skipið „British Pluck“ með olíu til B. P. Fisktökuskipið Bro kom um sama leyti. Goðafoss fór vestur og norð- ur um land á hádegi í gær. Reykvíkingar og aðkomumenn, munið happdrætti stúdenta. Á æjarstjómarfundi £ fyrradag var samþ. að veita öllum verka- mönnum bæjarins frí með fullum lannum einn dag um Alþingishá- tíðina. Nýja Bíó sýnir í kvöld hina á- gætu norsku kvikmynd, Laila, í síðasta sinn. Happdrætti Skipstjórafjelagsins Öldunnar. Um það var dre'gið í gær kl. 5 hjá lögmanni og komu upp þessi númer: 1. Essex-bíll 7495. 2. 600 kr. í peningum 5273. 3. Gullúr (400 kr. virði) 9889. Erlendum blaðamönnum sem hingað koma um hátíðina verður fenginn bústaður á Hótel ísland og í Kvennaskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.