Morgunblaðið - 21.06.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ í slandsglíman 1930 (Fyrrl hlnti) verður háð á íþróttavellinum laugardaginn 21. júní kl. 8y2 síðd. Kept verður um Glímubelti í. S. í., handhafi Sig- urður Thorarensen (Á). Einnig verður kept um Stefnuhornið, handhafi þess er Jörgen Þorbergsson (Á). Keppendur eru: Sigurður Thorarensen (Á), Jörgen Þorbergsson (Á), Georg Þorsteinsson (Á), Lárus Salómonsson (Á), Ólafur Jónsson (Á), Dagbjartur Bjarnason(Á), Þorsteinn Kristjánsson (Á), Tómas Guðmundsson (KR), Hall- grímur Oddsson (KR), Ólafur Þorleifsson (KR), Óskar Einarsson (KR), Sigurjón Hallvarðsson (KR), Valdimar Valdimarsson (GR), Ágúst Kristjánsson (GR), Viggó Jónss. (GR), Loó Sveinss. (GR) Viggó Nathanaelss. (ÍH). Allir verða að fara út á völl og fylgjast með hver verður glímukongur íslands 1930. Aðgöngumiðar kosta, sæti 1.50, pallstæði 1,25, almenn stæði 1,00 og barnamiðar 50 aura. Glíurafjelagið Ármann. Kveníimleikafiokkur Akureyringa sýnir í Hafnarfirði í kvöld kl. 8’ Háliðarblað Morgnnblaðsies. Stærsta blað sem út hefir verið gefið á íslandi. 84 bls. í Morgun- blaðsbroti með á þriðja hundrað mjmdum. Hátíðarblað Morgunblaðsins er 74 tölusettar blaðsíður, auk þess 6 síður ótölusettar og kápa, alls 84 blaðsíður í venjulegu Morgunblaðsbroti. Er það því stærsta Ulað, sem nokkru sinni hefir verið út gefið á íslandi. — Kápan er litprentuð og framan á henni málverk frá Þingvöllum, eftir Kristínu Jónsdóttur mál- ara, og er það málað sjerstak- lega fyrir þetta hátíðarblað. 1 blaðinu eru greinar eftir marga helstu rithöfunda vora og vísindamenn, og er þar saga Al- þingis frá öndverðu, rituð af þremur mönnum. Eggert Briem frá Viðey skrifar um Alþing hið forna, og lýsir þar merkilega skipun þess í öndverðu, og þrem ur merkustu breytingum, sem urðu á skipun þess þangað til landið gekk Noregskonungi á hönd. Einar Amórsson prófessor ri'tar sögu Alþingis 1271—1874 og Sigurður Eggerz álpm. ritar sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Dr. Ágúst H. Bjamason prófessor ritar um Háskólann og Jón Ó- feigsson yfirkennari um skóla- mál Islands yfirleitt. — Garðar Gíslason stórkaupmaður skrifar ágrip af verslunarsögu Islands frá öndverðu. Gísli J. Ólafson landsímastjóri skrifar um Lands síma Islands. Ólafur Gíslason framkvæmdastjóri um sjávarút- veginn. Valtýr Stefánsson rit- stjóri um landbúnaðinn. Dr. Sig- vrður Nordal ritar um Alþing hið forna og íslenska menningu. Einar Ól. Sveinsson mag. ritar um íslenskar bókmentir síðari alda. HaVLdór Hermannsson pró- fessor ritar um einkenni íslend- inga. Benedikt G. Waage, forseti í. S. 1. ritar um íþróttir. Guð- mundur Bergsson fyrv. póst- meistari ritar um póstrekstur. Helgi H. Eiríksson verkfræðing- ur ritar um íslenskan iðnað. —' Steingrimur Jónsson rafmagns- stjóri ritar um vatnsafl á Islandi Pjetur Halldórsson bæjarfulltrúi, skrifar um Reykjavík. Dr. Alex-! ander Jóhannesson ritar um flug mál Islands og útvarp. Allar eru greinar þessar með fjölda myuda. Ennfremur eru myndir af öllum þingmönnunum,1 sem nú eiga sæti á Alþlngi. I>á er þar útdráttur úr þeim þremur hátíðarljóðum, sem verð- laun fengu og myndir af höfund- um þeirra, þeim Davíð Stefáns- syni, Einari Benediktssyni og Jóhannesi úr Kötlum. Ennfremur eru birtar ræður þeirra Þorsteins Ingólfssonar og Hrafns Hængssonar, sem þeir eiga að flytja á leiksýningunni á Þingvöllum, og fylgja myndir, af þeim eins og þeir verða þar ■búnir. Margar greinir aðrar eru í blaðinu, þar á meðal um helstu firmu hjer í bæ og í Háfnar- firði. / blaðinu er alls á þriðja hundrað mynda, þar á meðal fjölda mörg línurit, sem lýsa þró unarsögu landsins betur en lang- ar greinir geta gert. — Trúum vjer ekki öðru en að lesendum þyki línuritin merkileg, þegar þeir athuga. þau, og að þau opna þeim alveg nýtt útsýni yfir sögu landsins og þjóðarhagi. Yfirleitt hefir ritstjórn blaðs- ins verið þannig hagað, að það gæfi mönnum sem besta hug- mynd um stofnun Alþingis og þróunarsögu þess, og jafnframt að það brygði ljósi yfir nokkra helstu þætti þjóðlífsins — at- vinnuvegi og þjóðmenningu. Hefir verið reynt, svo sem föng eru á, að lýsa hinu stutta framfaraskeiði þjóðarinnar og hvernig umhorfs er í landinu nú, þegar vjer höldum hátíðlegt 1000 ára afmæli Alþingis vors. íslandssilman hefst í kvöld á íþróttavellinum. Góðiim gestam skal vel fagna. Vestir-íslendingádigirlnn verður haldinn á „ÁLAFOSSI“ n. k. sunnudag 22. júní og hefst kl. 3 sd. 1. Hátíðin sett. i 2. Prjedikun, síra Friðrik Hallgrímsson. Sunginn einsöngur, Friðarins guð, og sálm- ar fyrir og eftir prjedikun. | 3. Minni Vestur-íslendinga, ræða herra bókavörður Árni Pálsson. Sungið kvæði, sem ort hefir verið til Vestur-íslendinga. 4. Ræða; Dr. Brandsson, fulltrúi Canada. 5. Ræða: Síra Jónas A. .Sigurðsson form. Þjóðræknisfjel. íslendinga í Winnipeg. HLJE: 6. Gengið að sundlaug, þar verður sundknattleikur „Water-Polo“, ýms sund sýnd: Bringusund, Crawl, Hliðarsund, Baksund, Dýfingar o .m. fl. Bestu sundmenn Is- lands hafa lofað aðsoð sinni. Drengir synda og dýfa — frá íþróttaskólanum á Ála- fossi. — HLJE. KI. 7 sd.: 7. Leikfimi, hinar frægu Akureyrarstúlkur K. A., undir stjórn Hermanns Stefánsson- ar leikfimiskennara. , 8. Fulltrúa U. S. A. og Canada fagnað. ' 9. —10. Minningarathöfn um fyrstu ráðherra íslendinga vestan hafs og austan. — Sungin kvæði — við hvorn. — 11. Skrautsýning „Tabelo“ — Villfjálimir Stefánsson í norðurhöfum. Sungið nýtt kvæðí 12. Skrautsýning — Ingólfur Amarson á Arnarhóli 874. — Sungið Lýsti sól. — 13. ó, guð vors lands. Karlakór Reykjavíkur aðstoðar með söng allan daginn, undir stjórn Sig Þórðarsonar. Frjálsar skemtanir. Þetta verður stærsta útiskemtun sem haldin hefir verið hjer í mörg ár. — Dýrindis landslag — myndir hafa verið málaðar á leiksviðið, af íslenskum listamönnum. Til alls vel vandað, til heiðurs okkar góðu gestum, — er þarna verða staddir. — Aðgangur fyrir fullorðna kr. 2.00, börn frítt. Eins og getið var um í blað- inu í gær, hefst Islandsglíman í kvöld á Iþróttavellinum, en úr- slitaglíman verður háð á Þing- völlum. Þessi tvískifting glímunnar stafar af því, hve margir glímu menn keppa, en tímí er naumt afskamtaður á Þingvöllum Má vel vera að glíman verði skemtilegri í augum Islendinga fyrir vikið, því að eftir kvöldið í kvöld, má ef til vill að nokkru leyti sjá, hverjir fræknastir muni reynast og bestir glímu- menn. Ætti því glíman á Þing- völlum að verða enn meira ,,spennandi“ en ella. Hjer koma fram allir bestu glímumenn landsins, eins og sjá má á skrá þeirri, l3em birt var í blaðinu í gær. Dómsmálaráðherrann sektað- ur fyrir meiðyrði. Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, höfðuðu tveir læknar, þeir Bjarni Snæbjörnsson og Matthías Ein- arsson mál gegn Jónasi Jónssyni dómsmálaráðherra fyrir meið- yrði og dylgjur í grein er birtist í Tímanum um læknamálið. — Lögmaðurinn í Reykjavík kvað upp dóm í þessum málum þann 19. þ. m. og var dómsmálaráð- herra dæmdur í sekt í báðum mál unum, í máli Bjarna 120 kr. sekt (til vara 6 daga fangelsi) og í máli Matthíasar 60 kr. sekt (til vara 3 daga fangelsi). Á leikafmæli Friðfinns Guðjóns- sonar í gær færðu nokkrir vinir hans honum að gjöf gullbúinn göngustaf. Hópsýíiingarmenn. Munið að sækja fimleikabúninginn í kvöld kl. 10 í íþróttahús K. R. við Tjörn ina. Gleymið ekki Þingvallaförinni í fyrramálið kl. 8. R. M. S. „Brltannia ftft is leaving Reykjavík for Glasgow on 5th July. A few pas- sengers can be booked. Fare inclusive of food £ 10.10.0. Excelent accommodation. Early reservations should be made. Please apply to: fieír H. Zoega. Agent for: Cunard Steam Ship Company Limited and Anchor Line. Mnnið A. S. 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.