Morgunblaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hðfnm fyrirliggjandi s Italskar kartöflur (ný uppskera). Rúgmjöl í heilum og hálfum sk. Mais, heilan. Maismjöl. Hænsnafóður, blandað, iVörugæðin alþekt. Hvergi lægra verð. Húsgagnaversl. við Dómkirkiuna selur allar sínar vörur með bæjarins lægsta verði, sökum þess, að vörurnar eru keyptar beint frá stærstu erlendum verksmiðjum og valdar af okkur sjálfum: Póleraðir stólar, birki, kr. 7.00. Borðstofustólar frá kr. 14.00. Matborð úr eik kr. 65.00. , Eikarborð kr. 30.00. Orgelstóiar, skrúfaðir, margir litir. Körfustólar, stoppaðir og óstoppaðir. Körfuborð. . . Reykborð, ýmsar tegundir. Stofuborð, allskonar. Skjalaskápar, ýmsar tegundir. Bókaskápar Og Skrifborð og yfirleitt öll húsgögn, hverju nafni sem nefnast, og alt með hinu þekta verði. Borðstofuhúsgögn, birki og eik. Svefnberbergishúsgögn. Betristofuhúsgögn. Góða greiðsluskilmála veitum við góðum mönnum, þegar um stærri kaup er að ræða. Vörur sendar gegn póstkröfu um alt land. Hnsgagnaversl.fTið Dðmkirkinna. fflatsvein vantar á linuveiðarann Frðða yiir síldveiðitímann. Upplýsingar nm borð i skipinu bjá stýrimanni. Rlmennlngsbilar. Bæjarstjórn Reykjavíkur óskar eftir tilboðum um rekstur almenningsbíla, er fari fastar ferðir frá Fram- nesvegi inn undir Elliðaár og að Kleppi. Ætlast er til að notaðar sjeu fyrsta flokks bifreiðar fyrir 10—14 manns og þannig gerðar, að auðvelt sje að ganga inn og út í þær, án þess að hurðir opnist út að götu. Ferðaáætlun, fargjöld og reglur um aksturinn sam- þykkist gf bæjarstjórn, enda komi til styrkur úr bæjar- •sjóði. Tilboð sendist borgarstjóra fyrir lok júlímánaðar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 30. júní 1930. K. Zimsen. Mðttðkuathöfn í Alþingishúsinu sunnudaginn 29. júní. Kl. 4 á sunnudaginn var eins- konar móttökuathöfn í Alþing- ishúsinu. Þar komu ýmsir af þeim erlendu fulltrúum, sem hjer eru, til þess að afhenda gjafir, er þeir höfðu með sjer hingað. Athöfnin byrjaði með því að Hon. W. J. Major dómsmála- ráðherra Manitoba afhenti á- gæta minningartöflu yfir Thom as Johnson fyrv. ráðherra, sem hann afhenti þinginu að gjöf, og sem sett hefir verið upp- í fordyri Alþingishússins. Söngflokkur Vestur-lslend- inga söng þar ,,Ó, guð vors lands“, áður en ráðherrann hóf ræðu sína. Rakti ráðherrann æfiatriði Thomasar heitins Johnsonar og skýrði frá, hver afburðamaður hann var á mörgum sviðum. Ásgeir Ásgeirsson þakkaði gjöfina. Sagði hann, að mynd þessi myndi verða til þess að minna menn á, hve mikilsvert það væri okkur íslendingum, að íslendingar vestra kyntu þar vel þjóð vora, og Kve mikið við ættum slíkum mönnum að þakka. Því næst var gengið upp í neðri deildar sal og setti Ásgeir Ásgeirsson fund. Fyrstur tók til máls O. Burt- ness fulltrúi Bandaríkjanna. Skýrði hann frá tildrögum þess, að þing Bandaríkjanna hefði samþykt að senda hingað fimm manna nefnd á Alþingishátíð- ina, og að gefa hingað minnis- merki Leifs Eiríkssonar. Minn- ismerkið myndi koma hingað að sUmri, og yrði því þá vonandi valinn viðeigandi fagur staður hjer í bænum. Er O. Burtness hafði- þetta mælt, flutti Sveinbjörn Jónsson prófessor ítarlegt erindi um Leif Eiríksson. En Ásgeir Ásgeirsson gekk úr forsetastól og þakkaði sendi- mönnum Bandaríkja gjöfina með handabandi. Hjelt hann stutta ræðu, og kvað svo að orði, að gjöf þessi myndi aldrei gleymast íslenskri þjóð. Næstur talaði hinn danski þingforseti Jensen-Klein. Þakk- aði hann boð Alþingis og að það hefði komið svo snemma, að hægt hefði verið að sjá fyrir því, að hinir dönsku fulltrúar kæmu hingað með gjöf til þings- ins. Fór hann síðan nokkrum orð- um um framfarir íslands og um forna menning vora. Komst m. a. að orði á þá leið, að eitt sinn hefði ísland verið menn- ingarmiðstöð Norðurlanda. Gjöf hinna dönsku fulltrúa er skrautker mikið úr postulíni. Á kerinu er öðrumegin mynd af Ríkisþingsbyggingu Dana, en hinu me'gin mynd af Almanna- gjá. Ásg. Ásg. þakkaði gjöfina. Þá töluðu hinir tveir fulltrúar Frakka, og afhentu Alþingi að gjöf skrautker eitt mikið frá Sevrés, prýtt myndum af ' Chrysantheumjurt, en súertákn IATH! Föstudag 4. júlí kl. 4 e. h. syngur víðförlasti TENOR Islendinga E66ERT STEFÁNSSON í Gamla Bíó. 8 fremstu bekkirnir 2,50. Alt annað 3.00. Aðgöngu- miðar í Hljóðfærahúsinu og Bókaverslun Isafoldar. CONCERT 1 The celebrated Icelandic þi Tenor | I EGGERT STEFÁNSSON y | Friday July 4th at 4 p. m. Jf in Gamla Bio. ’ Tickets 2,50, 3.00 in Hljóð- færahús Reykjavíkur and fe Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti 1 and 8. Vinsæl lög, íslensk og í erlend. msssssBamsmímm endurminninga. Um leið sæmdu þeir / Ásgeir forseta virðulegu heiðursmerki (kcmmandermerki heiðursfylkingar), svo og aðra forseta Alþingis, er þeir til- nefndu sem heiðurssenatora og gáfu ráðherrum minnispeninga. Sveinn Björnsson sendiherra afhenti frá íslendingum í Dan- mörku forláta forsetaklukku til Alþingis, og flutti frá þeim á- varp. Fontenay sendiherra flutti ávarp frá nefnd Árna Magnús- ,son.ar safnsins. Hamilton lávarður flutti þarna kveðju frá íbúum Orkn- eyja og Shetlandseyja, þar sem greinilega kom í ljós, hve íbúar ,eyja þessara finna til þess sem sameiginlegt er með sögu Jæirra og landsmenningu vorri. Árni Eggertsson, fulltrúi Canada, flutti kveðj u þaðan og mintist á væntanlega gjöf. Og Gunnar B. Björnsson skattstjóri flutti snjalla ræðu um framfarir íslands. Sagði m. a. að oft væri talað um gullöld íslendinga á löngu liðnum tímum, en hann liti svo á, að hin íslenska gull- öld væri að renna upp. Ásgeir Ásgeirsson þakkaði gjafir og ávörp. Talaði hann í hvert sinn þá tungu, sem við átti, og var framkoma hans gagnvart hinum erlendu gestum öll hin virðulegasta. WilMns hefir nú fengið kafbát til leið- angurs norður á Norðurpól. Kaf- bátinn fjekk hann til 5 ára. Er hann þannig bygður að hann getur brotist í gegnum 50 feta þykkan ís. E.s. lyra fer hjeðan næstkomandi fimtu- dag kl. 6 síðdegis til Bergen, um Vestmannaeyjar og Fær- pyjar. Allur flutningur afhendist fyrir kl. 4 á miðvi.kudag. Farseðlar sem hafa verið pantaðir, verða að sækjast fyr- ir kl. 12 á miðvikudag; ann- ars verða þeir seldir öðrum. Nic. Bjamason. Gefið barni yðar • Uftryggingn i : ANDVÖKU. | Sími 1250. • Börn í sveit. Enn get jeg tekið fleiri börn í sumarvist í Reykholtsskóla í Biskupstungum. Mig er að hitta á Bergstaðastræti 55, niðri, hjá Vilhjálmi Ásgrímssyni, í dag og á morgun kl. 12—1 og 5—8. Stefán Sigurðsson skólastjóri. Tjaldbúðir okkar á Þiugvðllnm eru til söln. Tilboð ósk st íyrir töstndagskvöld. (UUnUZUÍ Til bingvaila alla daga og oft á dag. Sætið 5 krðnur. Frá SteindórL Hðallundur Málarameistarafjelags Reykjavfkur verður haldinn þriðjudaginn 1. júlí (í dag) á Laufásveg 2, kl. 814 e. h. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.