Morgunblaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 6
6 tfrx MORGUNBLAÐIÐ <afe til þess að minna gestina á téð við búum í norðlægu landi, þar sem hörð lífsbarátta er háð. En altaf þegar mest reið á, 'I>egar þýðingarmestu atriði há- tíðahaldanna áttu að fara fram, |>á svifti blessuð sumarsólin ékýjunum burtu, og gaf okkur þann ytri varma og birtu, sem var í fullu samræmi við það, hve okkur var varmt inni fyrir líegna helgi staðar og tíma og áhrifamagns endurminninganna. Og í allri sinni dýrð hefir nátt- tirufegurðin blasað við gestum og heimamönnum. Við hlutum að bera kvíðboga fyrir því, hversu okkur tækist -Að fagna eins og við vildum, hinum ágætu og fjölda mörgu erlendu gestum, sem sóttu okk- «r heim. Ivlörg þeirra þæginda, sem hin stóru útlönd veita, hafa jfestir okkar alveg orðið að fara á mis við hjer hjá okkur, og um margt höfum við ekki getað búið að þeim eins og við hefðum vjjjað vera láta. En hamingjan hefir verið með okkur. Því að við höfum átt þeim gestum að fagna, sem hafa auk þess að rækja það starf, að bera okkur kveðju og árnaðaróskir þjóð- landa, fylkja, stofnana, eða frá «igin brjósti, hafa einnig um- borið okkur alt, virt á hinn besta veg og með þáttöku sinni og al- úð allri margfaldað okkur há- tíðagleðina. Svo góðir gestir eru vinir. — Við vissum ekki fyr en nú, hve marga vini Island á og er að eigaast. Þá vináttu viljum við rækja lengi og vel. Fyrir það munum við þakka þegar við kveðjum þá endanlega. Eínar Ðenediktsson heiðraöur að Lögbergi. Svo sem um hefir verið getið, flutti Kristján Albertson ræðu fyrir minni Einars Benedikts- sonar skálds, þá er hátiðarslit fóru fram að Lögbergi. Lýsti Benedikt Sveinsson forseti yfir því áður, að það væri gert með samþykki ríkisstjórnar og þing- forseta. K. A. mælti á þessa leið: 1 Er vjer lítum yfir liðna þjóð- aræfi, alla vora gæfu og alla vora ógæfu, þá finnum vjer, að sá er heiður vor mestur, að hafa, þrátt fyrir alt, skapað mikil og fögur andleg auðæfi, sjerstaklega þar sem eru bókmentir vorar. Ef vjer hefðum mátt líta eitt augnablik, nú á vorri glæsilegu hátíð, risna úr gröfum sínum menn, slíka sem Egil Skalla- grímsson og höfund Njálu, Snorra Sturluson, Jónas Hall- ■grímsson, Matthías Jochumsson, — ef vjer hefðum mátt hneigja höfuð vor eitt augnablik í lotn- ing og í þakklæti til hinna mestu andans manna, er þjóð vor hefir borið, þá hefði það orðið hin fegursta og dýpsta stund á hátíð vorri. Hinum liðnu verður ekki framar flutt þökk, en því frem- ur er oss skylt að þakka þeim -er lifa. Forseti neðri deildar Alþing- is og fleiri ágætir menn hafa sýnt mjer þann sóma, að biðja mig að minnast hjer þess nú- lifandi Islendings, er oss’virðíst öðrum fremur skipa sæti á bekk með hinum stórvöxnustu skáldöndum, er lifað hafa á landi voru, — jeg á þar við Einar Benediktsson. Áður en hátíð vorri verður slitið, viljum vjer senda honum kveðju vora og beina til hans þökk vorri til allra þeirra skálda og ritsnillinga, er gert hafa garð vom frægan'. Þess er enginn kostur hjer að mæla sem vert væri íyrir minni íslenskra bókmenta nje Einars Benediktssonar sjerstaklega. Jeg vil drepa á það, fyrir hvað vjer heitast unnum kvæð- um hans, — hina logheitu ást til íslenskrar tungu og íslensks þjóðernis, hinn ríka þátt, sem hann hefir í því átt að gleðja og magna íslenskan vilja, og blása oss öllum í brjóst þrá og kappi eftir þróun og menning og stórri framtíð kyns vors. Nú er díignr við ský, lieyr hinn dynj- andi gný, nú þarf dáðrakka menn, ekki blnnd- andi þý. Nú þarf vakandi önd, nú þarf vinn- andi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. Þökkum skáldinu, sem þetta kvað og fjölmargt annað í sama sterka og eggjandi anda, þökk- um erfingja Egils Skallagríms- sonar og Matthíasar Jochums- sonar, þökkum hinum máttug- asta og sann-íslenskasta skáld- snillingi, er nú lifir í landi voru. Lifi skáldkonungur Islands, Einar Benediktsson!" Var síðan hrópað ferfalt húrra fyrir skáldinu og ræð- unni tekið með lófaklappi. ÞiugBMHHasamband Norðnrlanda. Ákveðið var, að Þingmanna- samband Norðurlanda hjeldi fulltrúaþing hjer í Reykjavík í sambandi við Alþingishátíðina. Er það í fyrsta skifti, að sam- bandið heldur fund hjer, og er þetta nítjánda þing sambands- ins. Fyrsti fundur sambandsins var í gær, og var hann haldinn í neðri deildar sal Alþingis. — Skráðir þátttakendur voru 21 fulltrúi frá Danmörku, einn frá Finnlandi, 42 frá Islandi, 17 frá Noregi og 19 frá Svíþjóð. En mikið vantaði á, að allir þessir fulltrúar væru mættir; eínkum voru mikil vanhöld á fulltrúum íslands, því þeir voru áreiðanlega innan við 10, sem þar mættu. Fundurinn hófst kl. 10 árd. í gær. Ásgeir Ásgeirsson forseti sameinaðs þings setti fundinn og bauð þingmenn velkomna. Einnig töluðu á undan dagskrá nokkur orð þeir Eric Hallin ríkisþingmaður frá Svíþjóð, Th. Stauning forsætisráðh. Dana og Lykke fyrv. forsætisráðh. í Nor- egi. Hinn síðasttaldi afhenti forseta Alþingis smáhamar (for setahamar) sem gjöf frá full- trúum Norðmanna. Var nú gengið til dagskrár og tekið fyrir síðaraf málið á dagskránni, en það var: Þing- ræðið. Sennilega er þetta stand- andi dagskrármál á fundum Þingmannasambandsins, enda mikið um þingræðið rætt á vor- um dögum. Framsögu höfðu: Sigurður Eggerz alþingism., Th. Stauning forsrh., Eric Hallin konungsstallari (Svíþjóð) og Hakkila varaforseti finska rík- isdagsins. Hófust því næst umræður og tóku þessir til máls: Arthur Engberg (Sví'i), G. Lagerbjelke (Svíi), K. Markus (Norðmað- ur), N. Andreasen (Dani), H. Hauch (Dani), E. Eriksson (Svíi), H. Bakke (Norðm.) og Lykke (Norðm.). Sýndist sitt hverjum um einstaka þætti þingræðisins, en allir virtust sammála um, að þetta stjórnar- fyrirkomulag væri hagkvæmast Norðurlöndum. Ýmsir ræðu- menn viðurkendu galla þingræð isins, en þrátt fyrir gallana væri ekki fundið annað betra ennþá. Og það væri á’ eiðanlega stærsta spor aftur á bak, sem nokkrar þjóðir hefðu stigið. að kasta þingræðinu og taka í stað- inn einvaldsstjórn, hvort sem sú stjórn hjeti fascismi eða kom- múnismi. Stndenlamðlið. Nokkra duslega siúmenn vantar á gnfnskip frá ísafiröi tll herplnótaveiða. — Góð kjör. - Uppl. í Þíngholsstræti 16, siml 736, kl. 4—6 í dag. Húsmæðraskólinn á isafirði tekur til starfa 1. október næstkomandi, námskeiðin eru tvö; 4 mánuði hvert. Námsgreinar: Matreiðsla, næringarefnafræði, hjúkr- unarfræði og hreingerning herbergja, útsaumur, balder- ing, flos og vefnaður. Hver nemandi hefir með sjer rúm- fatnað, handklæði og allan klæðnað. Mánaðargjald 75 kr. Skólagjald 50 krónur. Læknis- vottorð verður hver nemandi að sýna við inntöku í skól- ann, og ábyrgðarmann fyrir tryggingu mánaðargjaldsins. Umsóknir sjeu komnar fyrir 31. ágúst til forstöðu- konu skólans, eða til skólanefndar. Isafirði, 1. júní 1930. GYÐA MARlASDÓTTIR (forstöðukona.) Klukkan átta á miðvikudags- kvöldið lagði stúdentaflokkurinn af stað til Þingvalla. Veður var drungalegt og dá- lítil rigning öðruhvoru og horf- urnar ekki sem bestar um, að blítt yrði og bjart á Þingvelli. En þrátt fyrir þetta var skapið gott og söngurjnn ómaði frá ein um bílnum til annars. Bílarnir námu staðar á stóra bílatorginu fyrir enda Almannagjár. Stú- dentarnir stigu af og gengu einum flokki niður Almannagjá. Sungu íslensku stúdentarnir „Öxar við ána“. Sameiginleg kaffidrykkja var fyrir stúdentana um kvöldið, en síðan var haldið til tjaldanna norður Hvannagjá. Hvergi á Þingvöllum er fegra tjaldstæði en þar. Annars vegar rís hamra %orgin há og fögur, en hinsveg- ar er hin ágætasta útsýn yfir Þingvelli og bláfjallahringinn. Fjör var mikið á ferðum um kvöldið, eins og sjá má á grein, sem birtist hjer í blaðinu á föstudaginn var. Munu þeir margir stúdentar, sem ekki rann blundur á brá alla nóttina. Hjer með er skorað á vátryggingarfjelög sem hjer á landi starfa og aðalumboð hafa í Reykjavík, en ekki hafa ennþá sent skýrslu um eignir sínar við árslok 1929 * og tekjur það ár, að senda þær skýrslur skattstofunni í Hafnarstræti (Edinborg) í síðasta lagi 10. júlí n.k. —■ Annars kostar verða þeim áætlaðar eignir og tekjur til Klukkan rúmlega sjö á fimtu dagsmorguninn kvað við básúnu- hljómur. Þeir, sem sofnað höfðu vöknuðu og risu á fætur. Eitt- hvað mikið var í aðsigi. „Dóms- dagurinn" hans Guðm. Finnboga sonar var runninn upp. Það var ys og þys í tjöldun- um. Karlar og konur hentust fram og aftur að sækja vatn. Efeir að hátíðin sjálf byrjaði, skatts að þessu sinni eins og lög standa til. Skattstjórinn í Reykjavík. Eysteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.