Morgunblaðið - 01.07.1930, Blaðsíða 5
Þriðjudag 1. júlí 1930.
5
Rlþingishátiðin.
Almenningsveisla.
á Þingvöllum.
Það varð að samkomulagi hjá
Alþingishátíðarnefnd fyrir frum
kvæði Pjeturs G. Guðmundsson-
ar, að Alþingi skyldi að lokinni
hátíðinni á Þingvöllum halda
veislu fyrir almenning — menn
og konur úr öllum sýslum og
sveitum landsins. Var það hug-
myndin, að veisla þessi yrði
nokkurskonar viðkynningarsam
koma, og var hún haldin í Val-
höll á Þingvöllum kl. 1 á sunnu-
dag og stóð fram undir kl. 5.
Sátu veislu þessa um 550 manns
hvaðanæva af landinu.
Ásgeir Ásgeirsson forseti
bauð gesti velkomna. Mintist
hann á það, hvað hátíðin hefði
vel tekist í alla staði og bar
fram þakkir í nafni stjórnar,
þings og þjóðar fyrir það, hvað
hátíðargestir hefðu hagað sjer
framúrskarandi vel og hvað þeir
hefðu gert Islandi mikinn sóma
með framkomu sinni. Ekkert
alls ekkert hefði komið fyrir á
þessari þriggja sólarhringa há-
tíð, er vjer þyrftum að bera
kinnroða fyrir. Mættu allir Is-
lendingar vera stoltir af því',
hvernig hátíðinhefði farið fram.
Allir þeir, sem á Þingvöllum
hefðu verið, hefðu sýnt það, að
þeir vissu, hve hátíðlegt þetta
tækifæri var, að hjer átti ekki
annað við en alvara og' heilög
hrifning, enda hefðu allir verið
eagnteknir af því. Og þótt leit-
að væri um víða veröld, mundi
engin þjóð hafa getað hag-
að sjer betur heldur en Islend-
ingar gerðu á þessari þjóðhátíð
— hinar 30—35 þús. manna,
sem saman hefðu verið komnar
á Þingvöllum þessa daga, hefðu
hagað sjer eins og þær væru
heimilisfólk á fyrirmyndar-
heimili. Væri gott til þess að
vita, og allir útlendingar hefðu
fallið í stafi út af því, hve hegð-
nn fólksins hefði verið falleg í
alla staði.
Næst mintist forseti Magnús-
ar Kjarans framkvæmdastjóra
Alþingishátíðarnefndar og þakk
aði honum í nafni þings og þjóð-
ar fyrir hið ágæta starf, sem
bann hefði af hendi leyst, það
starf, sem kalla mætti þrek-
virki.
Síðan rak hver ræðan aðra og
ljek hljómsveit íslenska ættjarð
arsöngva á milli, en veislugestir
sungu og var ágætur bragur á
veislunni, og varð hún skemti-
legur lokaþáttur þessarar minn-
isverðu hátíðar.
Benedikt Sveinssonforsetitók
upp hugmynd Morgunblaðsins
með þjóðfundahöld á Þingvöll-
um. Gat hann þess, að enn gætti
áhrifa Alþingis hins forna á
Þingvöllum, þar sem saman
hefðu komið menn og konur úr
öllum hjeruðum landsins. Þau
áhrif sæust glöggvast á því, að
hjer í þessu landi byggi ein
þjóð og mælti á eina og sömu
tungu. Hjer væru engar mál-
iýskur eins og í nágrannalönd-
unum. Kvað hann það mundu
verða þjóðerni íslendinga og
tungfu ó«et*mlegs gagns, ef
þjóðfundir væru haldnir á Þing-
völlum öðru hvoru, t. d. fimta
hvert ár. Bað hann alla veislu-
gesti að hugleiða vel þessa upp-
ástungu og koma henni á fram-
færi og til umtals í heimahög-
um sínum. Mætti þá sjá á und-
irtektum manna víðsvegar um
land, hvern hug þeir bæru til
þessa máls, og efaðist hann
ekki um, að allur þorri þjóðar-
innar mundi hugmyndinni fylgj-
andi. Einangrun og ókynni, kvað
hann, valda ríg, misskilningi og
deilum. Með alþjóðarsamkom-
um og kynningu manna um
land alt, verða draugar þessir
kveðnir niður, og þjóðin siglir þá
fram hjá mörgum þeim þrætu-
skerjum, sem framfarahugur
hennar strandar nú oft og tíð-
um á.
Var gerður hinn besti rómur
að ræðu forseta.
Kom nú hver ræðumaðurinn
fram á fætur öðrum og urðu
þeir svo margir, að takmarka
varð ræðutíma við 2 mínútur.
— Má til nefna síra Arnór
Árnason í Hvammi, Kristinn
Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði,
forsætisráðherra, Einar Sæ-
mundsen, Jóhannes úr Kötlum,
Einar Árnason fjármálaráðh.,
Ara Arnalds bæjarfógeta, Sig-
urð Sigurðsson sýslumann Skag-
firðinga, Svein Ólafsson alþm. í
Firði, Böðvar Magnússon á Laug
arvatni, Ingibjörgu H. Bjarna-
son alþm., ungfrú Ingu Láru
Lárusdóttur og marga fleiri.
— Jón Magnússon skáld flutti
snjalt kvæði.
Allir ræðumenn ljetu í ljós
ánægju sína út af því hvernig
þjóðhátíðin hefði farið fram,
og mátti heyra það á mönnum,
að þessir dagar mundu verða
þeim ógleymanlegir og að það
var ósk þeirra, að fá að taka
þátt í þjóðarsamkomum á Þing-
velli sem oftast.
Úr veislunni fóru allir ánægð
ir, þakkaði hver öðrum fyrir
góða viðkynningu og mælti til
góðrar vináttu og endur-
funda á Þingvöllum áður en
langt um liði. Er vonandi að
hjer verði ekki látið lenda við
orðin tóm, og að ekki ,,vaxi hrísi
og háu grasi“ þeir gagnvegir,
sem með þessari hátíð hafa
ruddir verið milli hinna fjar-
lægustu bygða Islands.
Lokaveisla
Alþingishátíðarinnar
að Hótel Borg,
að kvöldi þess 29. júní.
Sunnudagurinn 29. júní rann
upp sólheiður og fagur yfir
Reykjavíkurbæ. óvenjulega mik
ill mannfjöldi var á ferli í bæn-
um þann dag. Hinir erlendu
gestir fengu gott tækifæri til
þess að sjá bæinn með hátíða
svip.
Kl. 8 um kvöldið var hátíða-
fulltrúum erfendra ríkja stefnt
til veislu á Hótel Borg, ásamt
erlendum þingmönnum, sem hjer
eru staddir og þeim mönnum,
sem á einn eða annan hátt hafa
tekið þátt í hátíðahöldunum.
Veislunni stýrði forseti sam-
einaðs þings, Ásgeir Ásgeirsson.
Fór hún mætavel fram. All-
margir hinna erlendu gesta tóku
til máls, en forseti skýrði frá
því í upphafi, að eigi væri gerð
nein ákvörðun um ræðuhöld, og
gætu þeir tekið til máls, sem
vildu.
Margar ræður voru þar flutt-
ar, sem eftirtektarverðar voru.
Þarna kom greinilega í ljós,
hvernig gestunum hefði litist á
sig á hátíðinni og hvernig þeim
líst á land og þjóð. Vel hefði far-
ið á því, að ræður þessar hefðu
geymst orðrjettar. En rúm blaðs-
ins leyfir ekki að birta þær hjer
allar. Um leið og forseti bauð
gestina velkomna til þessa kveðju
samsætis, mintist hann á það,
hve hepnir við hefðum verið, að
veður hefði verið hagstætt, land-
ið hefðu menn sjeð í hátíðar-
skrúða miðsumarsins, hollvættir
landsins hefðu reynst þjóðinni
vel þessa daga. Hann þakkaði
gestunum komuna hingað, þakk-
aði sóma þann og veldvild þá, er
Islendingum hefði verið sýnd,
með þátttöku stórþjóðanna, í há-
tíðinni — velvild þeirra væri
vort öryggi.
Af erlendum gestum talaði
fyrst breski lávarðurinn Marks
Ræða hans var afbrigða sköru-
lega flutt.
Jafnframt því sem hann þakk-
aði alúð og gestrisni, er hann
hefði notið hjer, flutti hann ís
lensku ]>jóðinni þakkir fyrir það,
að hjer hefði um 1000 ár verið
gróðurreitur frelsishugsjóna.
Það væri stefna Breta, að sjá
fyrir ]»ví, að hefta hvergi frjálst
athafnafrelsi manna, þeirri
stefnu hefðu þeir lengi fylgt, og
þeirri stefnu myndu þeir fylgja
enn.
Saga Alþingis og hinnar ís-
lensku þjóðar í 1000 ár væri
fagurt og skínandi dæmi um, að
þessi stefna Breta væri rjett. Því
væri ástæða til þess fyrir hina
bresku þjóð, fyrir hið breska
parlament, sem aðeins væri 665
ára gamalt, að þakka íslending-
um fyrir Alþingisstofnunina, og
fyrir þá sönnun, sem hjer hefði
skapast um, að frelsisstefna
Breta væri rjett.
Hann árnaði þjóðinni allra
heilla, og kvaðst sjá, að hjer
skildu menn það, að guð hjálpar’*
þeim, sem hjálpar sjer sjálfur.
Nokkra menn
vana síldveiðum, vantar strax. Upplýsingar hjá Guðmundi
Guðmundssyni, Hafnarfirði. Sími 19 til kl. 7 e. m. Sími
97 eftir kl. 7.
Samband
fslenskra karlakfira.
Söngmót Sambands íslenskra karlakóra hefst meí
samsöng í Gamla Bíó miðvikudaginn 2. júlí n. k. kl. 6Va
síðdegis og endar með samsöng 3. júlí á sama stað og
tíma.
Þátttakendur söngmótsins eru: Karlakórinn Geysir,
Akureyri, söngstjóri: Ingimundur Árnason; Karlakór ísa-
fjarðar, söngstjóri: Jónas Tómasson; Karlakór K. F. U.
M., söngstjóri: Jón Halldórsson; Karlakór Reykjavíkur,.
söngstjóri: Sigurður Þórðarson; Karlakórinn Vísir, Siglu-
firði, söngstjóri: Þormóður Eyjólfsson, og Söngfjelag
stúdenta, söngstjóri: Páll ísólfsson.
Eínsöngvarar: Chr. Möller, Daníel Þorkelsson, Er-
ling Ólafsson, Hreinn Pálsson, Jón Guðmundsson, Sig-
urður Birkis, Sigurður Oddsson og Sveinn Þorkelsson.
Hvert einstakt sambandsfjelag syngur fyrst nokkur lögf
sjálfstætt og síðan öll fjelögin saman undir stjórn Jón»
Halldórssonar ríkisfjehirðis.
Aðgöngumiðar að báðum söngkvöldunum verða seld-
ir hjá Katrínu Viðar og í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar í dag og á morgun og við innganginn, ef þá verð-
ur nokkuð óseit.
Sílðarvinna.
Nokkrar stúlkur óskast til Siglufjarðar. Upplýsingar
hjá Jóni Þórðarsyni, Tjarnargötu 48, sími 1979.
H.f. Ásgeir Pjetnrssou!& Go.
Island
og hinir erlendu hátíðar-
gestir.
í ræðu þeirri, er forsætisráð-
heira hjelt að hátíðarlokum,
mintist hann heimsóknar hinna
tignu, erlendu gesta, er erlend
ríki sendu hingað til að heiðra
oss á Alþingishátíðinni. — Fór
hann um það þessum orðum:
Við hlutum að bera mikinn
kvíðboga fyrir veðrinu uf há-
tíð, sem að mestu er háð úti,
norður undir heimskautsbaug.
Við fengum einnig kulda og regn
og sáum snjóa í fjöllin — eins
Nýjar bæknr:
Finnur Jónsson: ISLAND fra Sagatid til Nutid.
ÍSLENDINGABÓK.
Frú Gythe Thorlacius: ERINDRINGER FRA ISLAND..
Ríkarður Jónsson: MYNDIR.
Richard Beck: ICELANDIC LYRICS.
Davíð Stefánsson: KVÆÐASAFN.
Bðkaverslnn Isaioldar.
Sími 361.
Nokkrar stðlknr
vantar norður á Eyjafjörð til síldarvinnu. Upplýsingar
hjá Guðmundi Guðmundssyni, Hafnarfirði, sími 19 til
kl. 7 e. m. Sími 97 eftir kl. 7.
Berlingske Tidende
jslands-b aðið
geta fslenskir anglýsendir iengið ókeypis
á aigreiðsln Hergnnklaðsins.