Morgunblaðið - 15.07.1930, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.07.1930, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ 1 ))MarmM&OiLsiEMfll Kaupmenn: Kaupíð eftirtaldar vörur hjá okkur: Ávextir bl. í heilum og hálfum dósum. Ananas í heilum og hálfum dósum. Perur í heilum-og hálfum dósum. Ferskjur í heilum og hálfum dósum. Asparges í heilum dósum. , Laukur, egyptskur. Vörugæðin eru alþekt. Pröfsmiði. Þeir, sem rjett hafa til að gera prófsmíði við pípulagn- ingar og'æskja þess, gefi sig fram við undirritaðan. Helgi Hagnnsson, Bankastræti 6. E. s. Suðurland fer til Breiðafjarðar 18. þ. m. Við'komustaðir samkv. ferða- áætlun. — Flutningur afhendist á morgun fyrir kl. 6 síðdegis. H.f. Eimskipafjelag Suðurland. Fyrirliggjandi s Sardínur, margar teg. Fiskabollur í heilum og hálfum dósum. Kavíav Ansjósur. Gaffalbitar. Lifrarkæfa. Eggert Krisljánsson & Co. Sfmi 1317 (3 Iínur). Þar á meðal margskonar Postulínsvamingur. Borðbúnaður. Emailleraðar vörur. Beddar. Stólar. m- L- .. og margskonar Vefnaðarvörur svo sem Sængur- ver, Lök, Handklæði, Serviettur, Koddaver, Dúka- efni. Ennfremur Fiðurkoddar, 2 stærðir. Landssýningin í Hún var opnuð rjett fýrir Al- þingishátíðina. Er hún í mörg- um stofum skólans, bæði uppi og niðri og eins í fimleikahúsi skólans. Mununum er þannig fyrir komið, að hver sýsla er sjer um sýningu, eftir því sem hægt er. 1 mörgum stofunum verður þó að vera tvíbýli, en sýningamununum raðað þannig, að gestir geta fljótlega áttað sig á því, úr hvaða hjeraði hver munur er. Gerir þetta sýning- una stórum skemtilegri fyrir þá, sem gera vilja samanburð á heimilisiðnaði í hinum ýmsu hjeruðum. Langmest ber á tóvinnu alls- konar, hvar sem maður kemur, og er hún yfirleitt mjög vönduð, en smekkur talsvert misjafn um litasamstillingu eftir því hvað- an sýningarmunirnir eru. T. d. eru vetlingar og sokkaplögg frá Vestfjörðum með alt öðrum svip en úr öðrum hjeruðum. Dúkar úr Þingeyjar og Múla- sýslum eru einna best gerðir, ef litið er á heildina, en fjölda margir ullardúkar, — víðsveg- ar af landinu, — eru prýði- lega fallegir og ofnir úr svo fínu bandi að furðu sætir. Það var áður kallað „hýalín“ og voru það ekki aðrar en annál- uðustu spunakonur, sem gátu spunnið það.Margt af því bandi, sem er á sýningunni, sýnir það, að víða um land eru enn ann- álsverðar spunakonur. Ekki má gleyma að minnast á slæðurnar, sem ýmist eru gerðar úr þeli eða togi. Eru margar þeirra aðdáanlega fal- legar og sumar hrein listaverk. Mikið er þarna af útsaum og með margvíslegu mðti. Þarf ekki glögt auga til þess að sjá það, að hannyrðakonurnar hafa lagt geypilega mikla vinnu í það að sauma suma dúkana, en um hitt munu verða skiftar skoðanir, hversu smekkleg við- fangsefni þær hafi valið sjer sumar hverjar. Liggur manni við að vorkenna sumum þeirra, að þær skuli hafa lagt út í að sauma eftir teikningum sem eru rangar og hafa sáralítið til síns ágætis annað en skapa þolin- mæðisv'erk, þeim, sem við þær fást. Af glitofnum ábreiðum er þarna nokkuð; ein ný kross- vefnaðarábreiða mjög falleg t. d. og ýmsir smærri dúkar. En þarna eru líka á sýningu Múla- sýslu gamlar ábreiður, ein flj ttusaumsábreiða og nokkr- ar krossvefnaðarábreiður, 120 —160 ára gamlar og bera þær í rauftinni af öðru í þeirri list. Það er ef til vill eðlilegt, því að krossvefnaður og fljettu- saumur lá lengi niðri og er það fyrst nú, að farið er að endur- vekja þessa list í landinu. Sama rpáli gildir um spjaldvefnaðinn, að hann kunna fáir nú; þó sjer maður þarna hitt og annað, spjaldofið og stendur það lítt að baki gömlum spjaldvefnaði, sem þama er líka til sýnis á einstaka stað. Nokkuð er af baldýringum, og er eflaust merkilegasti grip- Mentaskólanum. lurinn þar sálmabók, sem kona vestra hefir baldýrað gyllingu á. Annars yrði of langt mál, ef maður færi að telja upp ein- staka gripi. *Auk þess er eýn- ingin stór og þarf langan, tíma til þess að skoða hana rækilega. Benda má þó á, að þarna er ýmislegt fásjeð, svo sem ísl. skinnklæðin gömlu, sem sjó- menn klæddust, og svo sýnis- horn af því hvernig korntekja (melkornsuppskera) fer fram á Suðurlandi. Úti í fimleikahúsinu hafa klæðaverksmiðjurnar Álafoss Og Gefjun sýningar sínar. Þar er líka sýnd íslensk spunavjel og tvinningavjel, ,,túrbína“ fyr- ir raforku á sveitabæjum (smíð- uð hjá Bjama í Hólmi og er sú 44 í röðinni). Þar hefir einnig Guðrún Finnsdóttir sýningu á ýmissi handavinnu sinni. Sýningin hefir verið dável sótt og hefir aðsóknin farið dag- vaxandi eftir sem frá hefir lið- ið Alþingishátíðinni. Verður hún áreiðanlega enn betur sótt þessa. viku en áður, því að nú hefir fólk komist að því, að sýningin er mjög merkileg, þótt hún hefði sjálfsagt þurft að vera fjölbreyttari. óvíst er hvað sýningin verður lengi opin. Það fer nokkuð eftir gestakomu. Á sunnudaginn var þar húsfyllir. Er líklegt að marg ir hafi ekki gefið sjer tí'ma til að skoða sýninguna meðan há- tíðarskapið var efst í þeim, en komi nú þegar um hægist, enda er sýning þessi svo þjóðleg, -að sem flestir verða að sjá hana. Og vonandi verður hún til þess að hleypa nýju fjöri í heimilis- iðnað vorn. Það fyrirkomulag, sem áður er á minst, að hafa muni hverrar sýslu sjer, getur einnig komið á stað metnaði milli hjeraða þegar fram í sækir um það hvert hjerað standi fremst í heimilisiðnaði, og yrði það áreiðanlega góð lyftistöng til framfara og áhuga, getur skapað betri smekk og meiri vandvirkni, og jafnvel hvatt menn til þess að finna upp betri og hagkvæmari áhöld en nú eru notuð við heimilisiðnað. Veitingar ð Þingvöllum hðtlðardagana 1 almenningsveislunni, sem haldin var í Valhöll á Þingvöll- um sunnudaginn 30. júní, helt Tryggvi Þórhallsson forsætisráð herra ræðu, þar sem hann þakk aði sjerstaklega bryta Alþingis- hátíðarnefndar á Þingvöllum, Theodór Johnson frá Hjarðar- holti, fyrir ágæta framkomu hans og stjórn á öllu. Kvað hann það í frásögur færandi, að hátíðarnefndin hefði valið bónda ofan úr sveit til þess að standa fyrir veitingum og veislu höldum á Þingvöllum fyrir tign ustu gesti landsins, og þá væri hitt eigi síður merkilegt hvað honum hefði farist það vel úr hendi að öllu leyti. I Sumarbústaður, sem stendur í skínandi fallegu landslagi skamt frá Soginu, upphitaður með laugavatni, er til leigu ly2—2 mánaða tíma. Sigurþór Jónsson, úrsmiður. Lffsábyrgð er fundið fje. Kaupið tryggingu Líftryggingarfjel. Hndvaka. Lækjartorg 1. Sími 1250. ILátið Dr. Scholl’s sjerfræðing athuga fætur yðar ef þær eru ekki hraustar. Hann gerir það ókeypis. Hjnkrnnardeildm Austurstræti 16. Sími 60 og 1060. Það munu fæstir renna grun í hve ábyrgðarmikið og vanda- samt starf Theodór Johnson tókst á hendur er hann gerðist landsbryti á þessari merkilegu hátíð. En þeir, sem á Þingvöllum vcru, sáu og vissu hve alt var þar örðugt, munu fara nærri um það ef þeir heyra nokkrar tölur nefndar. Theodór hafði á Þingvöllum um lOO manns í þjónustu sinni (55 framreiðslustúlkur, 15 stúlk ur við fatageymslu og kalda drykki, 8 manns við uppþvott, 10 í eldhúsi og 10 við tjalda- geymslu). Á Þingvöllum sá hann um þrjá morgunverði, þar sem í hvert sinn sátu um 350 manns að borðum, miðdegisveislu fyrir 550 manns og þrjár miðdegis- veislur fyrir 250—300 manns, tvær móttökuveislur fyrir kon- ung og eina fyrir sænska ríkis- erfingjann. Auk þessa var alt fylgdarlið konungs og sænska ríkiserfingj- ans, 10 manns, á fæði hjá hon- um alla dagana. Það mun mál þeirra manna, sem á. Þingvöllum' voru, og komu í Valhöll, að þar hafi verið ágæt regla á öllu og snyrti lega gengið um hvar sem litið var. — Er því leiðinlegt það sem sagt ei í „Vísi“ í gær um óþrifnað veitingamanna á Þingvöllum, þar sem allir veitingamenn eiga óskilið mál — Theodór John- son jafnt sem aðrir. Þetta er eigi aðeins leiðinlegt fyrir hann (þar sem hann á það áreið anlega ekki skilið) heldur og fyrir hátíðarnefnd og forsætis- ráðherra, sem að verðleikum voru ánægð með starf ríkisbryt- ans. — Það væri rjett að birta nöfn þeirra veitingamanna, sem farið hafa að eins og „Vísir“ segir, bæði til þess að saklausir sleppi við óhróður og til þess að það komi fram hverjir hafa svívirt Þingvöll með sóðaskap á Al- þingishátíðinni. Vílc. •^s.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.