Morgunblaðið - 15.07.1930, Side 5

Morgunblaðið - 15.07.1930, Side 5
Þriðjudaginn, 15. júlí 1930. 5 0C1 Listsvningin Kirkjustræti 12, opin daglega kl. 10-8. Leskjsð kalk. Verðið hefir lækkað ofan í 8 kr. stampurinn — 20 kr. tunnan. H.f. Isaga Rauðarárstíg. Gement er heppilegast að kanpa f Heildv. Garðars Gislasouar. SGOTT’s heimsfræga ávaxtasulta jafnan fyrirliggjandi. I. Brynjólfsson & Kvaran. L C/ •<'t7l5Caj.LAND. „My Lady“ ffull plómur, það er nú rjettur sem segir se'x. Þroskaður enskur ávöxtur, fljótandi í kristalskæru sykur sýrópi. Kirsiber, Aprikósur, Pemr, Jarðarber og Ferskjur. — Af þessum fimm mismuuandi flokkum nið- ursoðinna ávaxta, þá eru aðeins hinir allra bestu (Nr. 1) seldir undir merkinu „My Lady“. Úrvalið úr hverjum flokki fyrir Sig. Gætið þe'ss að nafnið „My Lady“ standi á dósinni. Það er trygging fyrir vöru- gæðunum. Niðursoðnir ávextir handa vandfýsnu fólki, 22 ljúf- fengar tegundir: Aldinsalat, Loganber, Brómber, Ferskj ur, Perur, Aprikósur, Stikilber, Dvergplómur, Jarðar- ber, Viktoriuplómur, Purpura- og Gullplómur, Himber, Drottningar- og Kirsiber, Ananasteningar o. m. fl. ANGUS WATSON & CO., LIMITED, Eondon and Nevvcastle upon Tvne, England X. MLP. 84-168. Bylting í Rnmeuín. Carol prins kemar heim og er tekinn til konnngs. vegna hennar að hann árið 1925 varð að sleppa öllu tilkalli til ríkiserfða. Oft hefir því verið spáð, að alt mundi fara í bál og brand í Rúmeníu, ef Carol fyrverandi ríkiserfingi kæmi heim. En það fór á aðra leið. Carol kom fljúg- andi til Búkarest litlu fyrir hvítasunnu, án þess að nokkur vissi, nema nánustu vinir hans og fylgismenn. Hálfum öðrum sólarhring seinna var hann tek- inn til konungs í Rúmeníu, án þess að nokkursstaðar kæmi til óeirða. Ástamál konungsfólksins í Rúmeníu hafa löngum haft mik il áhrif á stjórnmál þar í landi. Carol varð fyrir nokkrum ár- um að afsala sjer ríkiserfðum vegna ástaræfintíra sinna. —- Hann hefir verið mjög laus á kostunum í ástamálum. Á stríðs- árunum giftist hann kvenmanni af borgaralegum ættum, Zizi Lambrino að nafni. Varð hann )þá að afsala sjer ríkiserfðum. )3einna skildi Carol við frú Lam- brino, og var hann þá gerður aft ur að ríkiserfingja. Carol kvænt ist svo grískri prinsessu, Helenu að nafni. En nokkru seinna lenti jiann í makki við fagra gyðinga- konu, frú Lupescu, og fór með henni til útlanda. Carol var því neyddur til þess að afsala sjer þftur rikiserfðum í jan. 1926, pg var honum bannað að koma aftur til Rúmeníu. María drotning, móðir Carols og Joan Bratianu stjórnarfor- seti komu því til leiðar, að Carol varð að afsala sjer ríkiserfðum. María drotning er mjög valda- fíkin og hún hafði því gert bandalag við Bratianu. Hann hafði skömmu áður gerst ein- valdsherra í Rúmeníu, og var stjórn hans illræmd fyrir spill- ingu. Carol var' andvígur Bratianu, og þar að auki hafði Carol slett sjer fram í ástar- ævintýri Maríu drótningar og gefið vildarvini hennar, Stir- bey fursta, löðrung. Ástarævin- týri Carols voru því Marí'u og Bratianu kærkomin átylla til þess aö losna við hættulegan mótstöðumann. % í júlí 1927 andaðist Ferdi- nand Rúmeníukonungur, faðir Carols. Michael sonur Carols var þá gerður að konungi. Mic- hael var þá aðeins 6 ára að aldri. Eftir fráfall föður síns byrj- aði Carol að hugsa til þess að hrifsa konungdóminn í sínar hendur. En honum þótti þó ekki ráðlegt að reyna að framkvæma áform sín á meðan María og feratianu höfðu töglin og hagld- irnar í Rúmeníu. Joan Bratianu stjórnarforseti andaðist haustið 1927. Bróðir bans, Vintila Bratianu, tók þá stjórnartaumana í sínar hendur. Um sama leyti fór að halla fyrir flokki Bratianu og Maríu drotningu. Vintila Bratianu varð að fara frá völdum haustið 1928. Maníu foringi bænda- flokksins myndaði þá stjórn. — Bændurnir eru svarnir fjand- menn Bratianu og hefir Carol löngum notið hylli meðal þeirra. Maniu byrjaði fljótlega að und- irbúa heimkomu Carols. En María drotning hafði þó ennþá töluverð áhrif í Rúmeníu, og spymti hún af alefli á móti því, að Carol kæmi heim. Vald hennar hefir þó upp á síðkastið farið síminkandi. Hefir Nicolaus bróðir Carols átt mik- inn þátt í því. Nicolaus átti sæti í forsætis- stjórn þeirri, er skipuð var fyrir Michael konung. Fyrir nokkru lenti Nicolaus í makki við konu af borgaralegum ættum, frú Saveanu. María drotning tók honum það mjög óstint upp, þótt hún hafi sjálf ekki verið við eina fjölina feld í ástamál- um. Nicolaus vildi því helst losna við stjórnarstörfin, fara með frú Saveanu til útlanda og njóta lífsins þar. Honum var því umhugað um að Carol kæmi heim og tæki við konungsstörf- unum. Nicolaus gerði því alt til þess að hnekkja valdi Maríu drotningar og undirbjó um leið á laun heimkomu Carols. Skömmu fyrir hvítasunnu fór María drotning til Þýskalands. Opinberlega var tilkynt, að hún ætlaði að vera viðstödd leiksýn- ingarnar í Oberammergau. En giskað er á, að ferðinni hafi einnig verið heitið til ættmanns hennar, furstans af Sigmaring- in. Líklega hefir drotningin ætl- að að leita ráða hans og aðstoð- ar á móti sonum sínum. En það var um seinan. María fór frá Rúmeníu þ. 6. þ. -m. Daginn eftir kom Carol til Rúmeníu. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< ••••••••••••••••••••••••••••••••«•••••••«•••••••••• Timburverslun I P. W. Jacobsen & Sfia. Z Stofnud 1824. • Simnefnii Granfuru — Carl-LuncJsgadei Köhenhavn C. ! Selur timbur í ttærri og smærri sendmgnm frá Kaupm.höfn. • Eik til skipasmiða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. : • Hef verslað við fsland ! 80 ár. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Mnnið A. S. I. Carol ríkiserfingi vinnur eið að stjórnarskránni í þjóðþinginu í Bukare'st. Carol hafði undanfarið hafst við í Frakklandi, ásamt frú Lupescu. Síðastliðna mánuði hef ir trúnaðarmaður Nicolausar bróður hans og Maniu stjórnar forseti verið á sífeldu ferðalagi milli Rúmeníu og Frakklands til þess að undirbúa heimför Carols. Rúmenska stjórnin heimtaði, að Carol skildi við frú Lupescu áður en hann kæmi heim til Rúmeníu. Carol hugsaði sig um í 2 sólarhringa. Útlegðin var orðin honum óbærileg, og hann rjeði því að lokum af að skilja við frú Lupescu. Þau skildust svo seint í maí. Frú Lupescu fjell það mjög þungt; reynir hún nú að hressa sig í Sviss. Heyrst hefir, að Carol hafi leyft henni að koma til Búk‘al*est inn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.