Morgunblaðið - 21.08.1930, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
flteet.; H.t. Árvakur, Keykjavlk
Kltatjðrar: Jðn KJartanaaon.
Valtfr Stet&naaon
hitatjðrn og afgrjlOaln
Auaturatrntl S. — Blml 600.
Auglýaðneaetjðrl: El Hatberu. |
Auglýalngaekrltatota:
Auaturatrcetl 17. — Stmi i»o.
Hel raatmar
Jðn CJartanaaon nr. 7*í
Valtýr StetAnaaon nr. 1110.
HL Hatberc nr. TTO.
Áakriftagjald:
Innanlanda kr. 2.00 & aaðnuOl.
Dtanlanda kr. 2.60 & mAnuOl.
t iauaaaölu 10 aura elntaklO,
20 aura metl Leabðk.
Bann.
ísfirskir sósíalistar hafa fundið
ráð til þess að láta dálítið á sjer
bera. Þeir liafa tilkynt skipaf jelög-
tinum að þau skip, sem til Isafjarð-
ar koma, og kynnu að hafa vín
í farmi sínum, verða ekki af-
greidd þar — nje önnur skip sama
fjelags.
Tímaklíkan ætlaði, áður en hún
komst í meiri hluta, að loka „vín-
kolunum“ eins og menn muna, og
þurka landið. En lítið hefir orðið
úr framkvæmdum í því sem fleiru
— eftir því sem ísfirskum sósíal-
istum finst. Og svo taka þeir sig
saman um að koma þessu einkenni-
lega banni á. Því eins og gefur að
skilja., bolsar fá að ráða því, sem
þeir vilja, meðan núverandi stjórn
lafir.
Utsala víneinkasölunnar á ísa-
firði fær engar birgðir, þeir
'úrekka það þar vestra sem nú er
til, og síðan eru „Spánarvín“ þar
úr sögunni. Talsverðar birgðir eru
Þar vestra, sagði forstjóri áfengis-
Verslunar í gær. En hvað stjórnin
gerði annars í málinu, það vissi
bann ekki. Ráðherrann ekki heima.
Enginn ráðherra heima. En - hvað
SV0 sem skyldi hann gera, úr því
flokksbræður hans á ísafirði vilja
kafa þessa aðferð.
En ef sósíalistar á Siglufirði, á
■Akureyri, í Vestmannaeyjuin og
í Reykjavík tækju upp sömu að-
ferð; hvað yrði þá gert ? Ef só-
síalistar á öllu landinu kæmu
Þannig, í skjóli stjórnarinnar, á
•aðflutningsbanni Spánarvína, og
Spánarsamningurinn yrði þannig
r°finn. Hvað gerði stjórnin þá?
Sennilega ekkert. Ekkert gerir
Einar og ekkert Tryggvi, og Jónas
aem vill helst setja alt á höfuðið
kjer, hann vill ekkert gera.
Engin ástæða er til að harma
t’að þö vínútsalan á ísafirði þorni
^Pp. — En hvað yrði gert, ef t. d.
t*essir 700 kjósendur, sem sagt er
standi á bak við samþykt þessa,
yrðu svo hrifnir af þessum fyrsta
®rangri gerða sinna, að þeir t. d.
kæmu á tóbaksbanni, og banni á
^msum óþarfa, sælgæti og skrani?
bolsabroddar staðarins kæmu
úm borð í hvert skip og heimtuðu
^að að fá að líta á farmskírteini,
*Aur en samþykt væri, að afgreiða
skipið ?
Þetta tiltæki ísfirsku bolsanna
^egn vínútsölunni, er í sjálfu sjer
^hginn merkisviðburður. En hann
leiðir marga til þess að hugleiða
bað, hverjir í raun og veru stjórna
Þessu landi; hvernig virðing fyrir
ahri landsstjórn er að þverra, ög
getur einn góðan veðurdag
^eyst hjer upp í stjórnleysi og
^itleysu.
Er við öðru að búast?
í tilefni af greininni í „Morg-
unblaðinu“ í dag, mætti jeg kau-
ske sem bókavörður leggja orð í
belg um þetta margumrædda þjóð-
leikhús.
Jeg er samþykkur því sem stend-
ur í greininni um hve illa valinn
þessi staður er við Hverfisgötuna,
og sem gamall safnamaður legg
jeg áherslu á hættu þá og óþæg-
indi sem safnahúsinu stendur af
þessum fyrirhugaða nábúa þess.
Það getur verið að við Islend-
ingar sjeum óháð þjóð ög frum-
leg, en svo erum við ekki hátt
upp hafnir yfir aðrar þjóðir, að
við getum ekkert- eða þurfuim
ekkert að læra af þeim. Og ein-
mitt í þessu efni held jeg við bæði
getum það og eigum að gera það.
Pyrr voru menn ekki svo kæru-
samir um það í hvaða nágrenni
safnahús voru bygð, en reynslan,
og hún oft dýrkeypt, heftir kent
1 þeim að best sje að byggja þau
all-langt frá öðrum húsum, enda
sjest það, að öll safnahús eru nú
bygð svoleiðis. Lítum á Norður-
lönd: Konunglega bókasafnið og
Þjóðminjasafnið í Stokkhólmi,
Háskólabókasafnið í Ósló; Kon-
unglega bókasafnið og Listasafnið
í Höfn, og nú eru Danir í óða
önn að byggja þjóðminjasafn, sem
ineð breiðum götum er aðskilið
frá öðrum byggingum.\ Fari menn
til Englands munu menn fljótt
komast að raun um það, að sömu
reglu er fylgt: British Museum,
South Kensengton Museum, Na-
tional Gallery, Tate Gallery o.
s frv. í Ameríku, þar sem safna-
hiisum er nú óðum að fjölga er
hinni sömu reglu ófrávíkjanlega
fylgt. Og þannig gæti jeg haldið
áfram að telja í ýmsum löndum,
en þess þarf ekki.
Ajjðvitað vakti það sama fyrir
mönnum, þegar safnahúsið hjerna
var bygt. Það var sett alllangt frá
öðrum húsum bæði til tryggingar
gegn eldshættu, og líka til þess
að hægt væri að byggja við það,
þegar þess þyrfti. Nú er að vísu
húsið bygt íir eldtryggu efni, en
þakliæðin er alls ekki eldtrygg,
og ef þar kæmist eldur að, eú
söfnunum niðri hætta búin bæði
af eldi, reyk og vatni. Það er
því afar áríðandi að ekkert sje
sett þar nærri, sem eldshætta get-
ur stafað af. Að vísu á þjóðleik-
húsið að vera eldtrygt, en í því
verður óhjákvæmilega svo mikið
af eldfimum munum, að af því
getur orðið stórt bál, sem brýst
í gegnum þakið og enda um
glugga, og getur breiðst til safna-
hússins og skemt það meira eða
minna. Milli þessara tveggja húsa
verður svo mjótt sund, að eld-
hætta er engan vegin útilokuð.
Auk þess gerir návist leikhússins
skuggalegt í austurhlið safnahúss-
ins, og liindrar það að nokkuð
yrði bætt við það þeim megin,
ef á þarf að halda í framtíðinni.
1 seinni tíð höfum við verið að
krefjast ýmsra f'orna muna og
handrita frá Dönum — og höfum
þegar fengið nokkuð af þessu. —
Heldur yrði það illt afspurnar,
enda sjálfum okkur mikið sorgar-
efni, ef það ætti fyrir þessum
gripum að liggja að farast hjer
í eldi eða af óhirðu. Það er ekki
álitlegt, að setja t. d. Valþjófs-
staðarliurðina upp í liina óeld-
tryggu þakhæð safnahússins, og
ekki síst, ef nú á að fara að
bvggja leikhús þar rjett við lilið-
ina. Annars er það eitt af því
mest nauðsynlega, að gefa Þjóð-
minjasafninu betra húsnæði. Ut-
lendingar sem vit liafa á þessum
efnum, þykir mikið koma til þess
safns, og jeg hefi heyrt marga
þeirra dást að því hve gott skipu-
lag væri á því, þrátt fýrir hið
ónóga og óhagkvæma húsnæði, er‘
það hefir. Jeg held nærri því, að
það væri vert að fresta byggingu
þjóðleikhússins um nokkur ár, og
í stað þess að sjá Þjóðminjasafn-
inu fyrir betra plássi.
En er það virkilega of seint að
hverfa frá byggingu Þjóðleikhúss-
ins á þessum stað? Mjer virðist
liann af öllum ástæðum svo illa
tilfallinn sem rnest, má verða. Jeg
sje yfir höfuð ekki einustu á-
stæðu, sem mælir með lionum. Og
hvers vegna þverskallast forstöðu-
menn þessa fyrirtækis gegn öllum
skynsamlegum og praktiskum rök-
um? Jeg held það megi segja með
nokkurri vissu, að þegar tilkem-
ur getur þetta varla orðið þeim
sjálfum til ánægju, og verður lík-
lega flestum mönnum í nútíð og
framtíð til hneykslis og óþæginda.
Hvers vegna þá ekki að sjá að
sjer í tíma og koma í veg fyrir
þetta ?
Reykjavík, 20. ágúst 1930.
Halldór Hermannsson.
Ferðalag v. Oronaus.
Hann ætlar að fara hjeðan á
föstudag — ef veðnr leyfir.
Flugmennirnir þýsku hjeldu
kyrru fyrir hjer í gær, atliuguðu
vjel sína, og tóku bensín til næstu
flugs, svo nú eru þeir ferðbiinir.
Morgunblaðið hitti v. Gronau
flugstjóra að máli í gærkvöldi, og
spurðu hann um fyrirætlanir hans:
Yið förum lijeðan í fyrsta lagi á
föstudag, segir hann. Þann dag
fer þýska rannsóknarskipið „Mete-
or“, sem hjer er nú, og þykir
mjer betra að fresta brottför
minni, svo að við förum hjeðan
samtímis því. Ef eitthvað óhapp
kynni að koma fyrir okkur, þá
getum við liaft gott loftskeyta-
samband við „Meteor“, og eins
getur hann þá verið fljótur til
að koma til hjálpar — ef á
liggur.
Við förum hjeðan til Færeyja
lieldur liann áfram. Ætla Færey-
ingar að halda okkur fagnaðar-
veislu er þangað kemur. En síðan
fer það eftir veðri og vindátt,
hvort við förum þaðan til Bergen,
ellegar til Skotlands.
Veðurútlit sem stendur bendir
ekki til þess að við fáum gott
flugveður á næstunni.
-----------------*--
Höfnin. Togarinn Geir kom frá
Englandi í gærmorgun. Maí kom
af veiðum um miðjan dag í gær.
— Fisktökuskip til Coplands kom
hingað í fyrrakvöld. Drotningin
fór til Vestur- og Norðurlandsins
í fyrrakvöld. Botnía fór í gær-
kvöldi til útlanda. — Selfoss fór
vestur og norður um land.
Tímamolar.
í síðasta tbl. Tímans hellir Jónas
ráðlierra úr skálum reiði sinnar
yfir því að nokkrum skuli detta
það í hug að spyrja Tryggva Þór-
hallsson að því hvort hann, forsæt-
isráðherrann, hafi gefið sitt sam-
þykki til þess að sr. Ólafur Step-
liensen var rekinn úr embætti. —
Jónasi finst það vera ósvífni hin
mesta að menn skuli enn í dag
láta sjer detta í hug, að Tryggvi
Þórhallsson hafi sjálfstæða skoðun
á gerðum dómsmálaráðherrans.
Aftur á móti er hann einkar
glaður yfir því að Kaaber banka-
stjóri fjekk danskt blað til þess að
fiytja hól um sig. Segir Jónas það
í annari grein, í Tímanum, að
danska blaðið sem flutti hin lof-
samlegu ummæli, sje „frægasta
sorpblað Dana“.
Ekki tekur liann það beinlínis
fram að honum þyki vænt um
lofið, vegna þess að það fjekst
birt á þessum stað.
í einni greininni dásamar hann
dugnað sjálfs sín í því að hann
sje á sífeldu ferðalagi, til þess að
líta á hinar hraðskreiðu framfarir
eða „hlusta á verkin tala“.
En síðustu vikurnar hefir hann
verið til skiftis á Þingvöllum eða
á Laugarvatni. Þar hefir hann að
vísu getað fylgst með nokkrum
framkvæmdum, mismunandi hag-
»
kvæmum og heppilegum. En lík-
legt er, að ef landsmálaáhuginn og
dugnaðurinn væri á háu stigi,
myndi hann finna hvöt hjá sjer
að setjast niður í stjórnarráðinu,
lengri tíma í senn en kría á stein.
Grein er og eftir hann í Tíman-
um um Alþingishátíðina, sem skrif
uð er með virðingu fyrir bæði há-
tíðinni og Alþingi sjálfu. Er auð-
sætt að hann hefir einhvern smjör-
þef af því þegar, að hann megi
skammast sín fyrir greinina í
næsta blaði á undan um lokun Al-
þingis, og múlbinding þingmann-
anna.
Erlendar slmfregnlr.
Ráðherraskifti á Spáni.
London (UP). 20. ág. FB.
Madrid: Arguelles fjármálaráð-
herra hefir beðist lausnar, en Julio
þjóðmegunarráðherra (national e-
conomy) hefir verið útnefndur
fjármálaráðherra. Fyrv. íhaldsráð-
herra, Luis Rodriguez hefir verið
útnefndur þjóðmegunarráðherra.
A ráðherrafundi hefir verið sam-
þykt að minka lierskyldutíniann
og verði framvegis eins árs her-
skylda.
Frá Þýskalandi.
Berlín: Þrjú námueigendafjelög
í Ruhr hafa sótt um það til verka
málaráðuneytisins að fá leyfi til
þess að loka einni námu hvert þ.
1. september, vegna þess hve dauft
er yfir kolaiðnaðinum. — Fimt-
án hundruð verkamenn missa at-
vinnu, ef lokunarleyfin fást.
Rússar reisa Friðþjófi Nansen
minnismerki.
NRP. 20. ág. FB.
Rússneska ráðstjórnin hefir á-
kveðið, að reisa Friðþjófi Nansen
minnismerki. Myndhöggvaranum
Lutzky hefir verið falið að gera
frummyndina.
t '
„Þrándheimnr
heitir bærinn“.
Þegar próf. Paasche í ræðu
sinni um Ólaf helga á Ólafshátíð-
inni í Noregi, nefndi bæinn Niðar-
ós á nafn, varð talsverður kurr í
kirkjunni. Sá kurr feltk lausan
tauminn og varð að stóryrðum
er út úr kirkjunni kom og fóru
margir æruverðugir Þrándheims-
búar samstundis á fund prófess-
orsins og sögðu honum óþvegna
meiningu sína um þá goðgá, er
hann liefði drýgt er hann nefndi
bæinn löglielguðu nafni lians.
Daginn eftir birtist í öðru aðal-
blaðinu í bænum „ofurlítið brjef-
spjald“ til prófessorsins, þar sem
honum er enn sagt til syndanna.
Þar stendur m. a.
„Urðuð þjer ekki varir við þann
nístandi kulda, er andaði á móti
yður frá hinum mikla áheyrenda-
hóp, er þjer í lok ræðu yðar
lireyttuð hinu hataða nýja bæjar-
nafni ögrandi beint framan í okk-
ur.------Við bæjarbúar í Þránd-
heimi erum neyddir til þess að
lýsa óánægju okka'r yfir því, áð
jafn mentaður og háttsettur maður
sem þjer, skuluð hafa fært yður
í nyt slíkt tækifæri sem þetta til
þess að móðga hóp álieyrenda, sem
auðvitað eklti gat tekið til svara.
Og ef til vill var einmitt aðsfaðan
fyrir því, að þjer svo öryggir
treystust til að löðrunga okkur.
Hr. prófessor dr., jeg óska yður
einskis annars ills en að samviska
yðar megi að eilífu minna yður
á, að þjer liafið eyðilagt hátíðar-
stund fyrir oltkur Þrándheims-
búum.
Og það skuluð þjer vita, að
enginn máttur í veröldinni og
engir, hvorki smáir nje stórif spá-
menn, skulu geta breytt nafninu
4 bænum okkar í lijörtum okkar.
Hann heitir og mun altaf heita
Þrándheimur.' ‘
Atvik þetta um prófessorinn er
tekið hjer upp vegna þess, að
það sýnir betur en nokkuð annað
afstöðu þá, er íbúar í Þrándheimi
hafa tekið gagnvart hinu nýja
bæjarnafni Niðaróss, sem norska
þingið síðastliðið ár ætlaði að
þröngva upp á þá, þvert ofan í
vílja þeirra.
Deila þessi um nafnbreytinguna
hefir um undanfarin tvö ár verið
mjög harðvítug.
Sumum virtist rjettast að láta
íbúa bæjarins sjálfa skera úr því
livort nafnið þeir heldur vildu. —
Enda var það reynt, og fjellu at-
kvæðin þannig, að með Þránd-
heimsnafninu voru greidd 15800
atkvæði, en Niðaróssnafnið hlaut
aðeins rúma 900 áhangendur.
En þrátt fyrir þenna ótvíræða
vilja bæjarbúa sjálfra, var málið
þó enn ekki útkljáð. Norðmenn
hugsa meira um helgar endurminn
ingar sínar en svo, að þeir láti
örfáa landa sína ráða niðurlögum
þeirra. Og nú kom deilumálið fyrir
þingið.
Með örlitlum meiri hluta var
það gert að lögum að frá 1. jan.
1930 skyldi bærinn heita Niðarós.
Eins og geta má nærri kom
þingssamþykt þessi Þrándheimsbú-
um mjög á óvart, enda hafa þeir
aldrei hlýtt henni. Nei, þvert á
imóti. Strax eftir að samþykt þessi