Morgunblaðið - 24.08.1930, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1930, Blaðsíða 5
Sunmidag 24. ágúst 1930. 5 3'tlovcmttMaÍ>Íí> Prestastelian 1930. Dagana 19.—21. júní yar hin ár- lega prestastefna haldin í Reykja- vík á venjulegum stað í húsi K. F. U. M. Voru þar mættir alls 40 þjónandi prestar og prófastar, en vegna óhagstæðra skipaferða komu nokkrir þeirra ekki fyr en á öðr- um degi. Prestastefnan hófst fimtudag 19. júní með guðsþjónustu í dómkirkj- unni og prjedikaði þar sjera Guð- uiundur prófastur Einarsson á Mos felli í Grímsnesi. Allflestir synodus Prestar gengu til guðsborðs í guðs- Þjónustunni og þjdnaði sjera Ólaf- Ur prófastur Magnússon í Arnar- bæli fyrir altari. Kl. 4 setti biskup prestastefnuna í fundarsaí K. F. IJ. M.j að sungn- um sálminum „V°r guð er borg á h.jargi traust“ og flutti bæn á eft- ii’ Bauð hann alla fundarmenn vel- komna og auk þeirra tvo gesti, landa vora sjera Magnús Þ. Magn- ússon frá Haarslev í Danmörku °g norska prestinn Fjeldsgaard frá Vesíurheimi. Fundarskrifara til- uefndi biskup sjera Eirík Alberts- son á Hesti. Síðan gaf biskup yfirlit yfir næstliðið fardagaár. Mintist hann Þar að upphafi þjónandi presta, Sem iátist hefðu á árinu: sjera Bjarna Símonarsonar prófasts, sr. Olafs V. Briem á Stóranúpi og sr. Lúðvígs Knudsen á Breiðabólstað, °g síðan látinna uppg.jafapresta: Úr. Valdimars Briem vígslubiskups, sr- Jóhanns Þorsteinssonar prófasts 1 Stafholti og prestanna sr. Jens V. Hjaltalín á Setbergi, sr. Jóns Þorsteinssonar á MöðruvÖllum og sr- Stefáns Jónssonar á Auðkúlu. Bnn mintist hann prófessors sr. Ei- ríks Briem og sr. Hafsteins Pjet- Urssonar. Öllum þessum látnu kirkj Unnar mönnum vottuðu fundarm. virðingu sína og þakklæti með því standa upp. Þá mintist biskup ouinar látinnar prestskonu, frú Sigurbjargar Matthíasdóttur í Uraungerði, og fjögra látinna Prestsekkna: Ástu Þórarinsdóttur U’á Grenjaðarstað, Kristínar Svein- bjarnardóttur frá Holti, Lilju Ól- afssdóttur frá Breiðabólsstað og ®agnh. Pálsdóttur frá Tjörn. En Þar sem 4 prestsekkjur liefðu bæst Vl® a árinu væri tala prestsekkna Uu hin sama og verið hefði í fyrra, Seia sje 54 alls. Áf prestskap höfðu látið á árinu Þessir fjórir þjónandi prestar Þjóðkirkjunnar: prófastarnir sr. Uinar Jónsson á Hofi og sr. Kjart- an Helgason í hruna, og prestarnir 81 Helgi P. Hjálmarsson á Grenj- aÓarstað og sr. Einar Pálsson í Ueykholti. -— Mintist biskup með þakklæti starfs þessara presta í þjónustu kirkjunnar og tóku fund armenn undir það með því að Ganda upp. í fardögum 1929 höfðu prestar í embættum veríð samtals 108 og aðstoðarprestar 2. Af þeim hefðu 3 óáið í embætti og 4 látið af prest- slíap, en 3 nýir bæst í hópinn (2 kandídatar og 1 aðstoðarprestur). Uæru því þjónandi prestar nú ails 104 og 1 aðstoðarprestur. — í bili væru als 8 prestaköll óveitt á iandinu, sem að undirlagi lands- stjórnarinnar hefðu ekki verið aug iýst til umsóknar, en um tvö þeirra væri vilyrði gefið að þangað mætti setja presta ef byðust. Tók biskup fram að lijer væri aðeins að ræðaum frestun í bili á auglýsingu þessara prestakalla uns sýnt yrði hvort næsta Alþingi óskaði fækkun prestakalla. Yrði fækkun ekki sam þykt, sem biskup vonaði að ekki yrði, svo illa sem mælst hei’ir fvrir samsteypum prestakalla yfirleitt, mundu þessi embætti verða aug- lýst til umsóknar á venjulegan hatt. Breyting á kirknaskipun hefir síí ein verið gerð á liðnu ári, að Krísuvíkurkirkja hefir með ráð- lierra úrskurði verið lögð niður, enda sóknin nú orðin aðeins eitt heimili, sem við niðurlagningu kirkjunnar legst til Grindavíkur- sóknar. Ný kirkja hefði verið reist á Sæbóli á Ingjaldssandi, að mestu fyrir frjáls samskot og höfðing- legar gjafir einstakra manna (t. d. skipstjóra eins íslensks á Englandi sem gefið iiefði til byggingarinnar 100 sterlingspund (=2200 kr.) Á þessu ári stæði til að reistar ýrðu nýjar kirkjur á Flugumýri, Tjörn á Vatnsnesi og Stóróifslivoli. Bygg ing nýrra kirkna á Siglufirði, Ak- ureyri og Reykjavík væru í undir- búningi. Prestseturshús höfðu eng- in verið reist á árinu, enda þótt fje liefði verið veitt á fjárlögum í því skyni. — Hefði stjórnin látið ósinnt öllum beiðnum í þá átt, með því að frumvarp til nýrra laga um húsabætur á prest- setrum átti að leggjast og var lagt fyrir Alþingi. Frumvarp þetta hefði þó ekki verið afgreitt á Al- þingi fremur en önnur frumvörp kirkjumálanefndar. Þessi frum- vörp liefðu einnig verið send öli- um prestum og sóknarnefndum til athugunar og yrðu líka eitt, af þeim aðalmálum, sem prestastefna þessi hefði tii meðferðar að þessu sinni. Á síðustu fjárlögum hefðu allar venjulegar upphæðir til kirlijumála verið veittar, svo og 2000 kr. til utanfarar presta og litilsháttar viðbætur við lögmæt eftirlaun prestsekkna og uppgjafa presta (á 18. gr.). Enn mintist biskup á hluttöku íslenskra kirkjumanna í alheims- þingi lúterskra, manna í Kliöfn á næstliðnu sumri. Höfðu 7 andlegr- ar stjettar menn lijeðan sótt þingið sem sje biskup, prófastarnir Árni Björnsson, Ásm. Gíslason, Ófeigur Vigfússon og Ólafur Magnússon, annar prestur Friðrik Hallgríms- son og docent Ásmundur Guð- mundsson. Ennfremur höfðu sótt þingið 2 íslenskir prestar sem starfa í Danmörku og 1 frá Vest- urheimi (forseti kirkjufjelagsins sr. Kristinn K. Glafsson). Væri þftð í fyrsta sinn sem jafnmargir ísl. kirkjumenn hefðu sótt slíkt kirkjuþing erlendis. Einnig skýrði biskup frá yfirreið sinni á næst- liðnu ári. Hafði hann farið umV,- ísafjarðarprófastsdæmi, og hefði liann með því lokið vísitasíu allra prófastsdæma landsins. — Þó hefði vísitasía á nokkrum einstökum sóknum ekki verið framkvæmd, sumpart fyrir sjerstök atvik (hvernig stóð á skipaferðum), en sumpart vegna þess að kirkjur láu niðri eða kirkj ur þar ekki verið reistar fyr en eftir að biskup hjelt yfirreið um •hlutaðeigandi prófast.sdæmi. Alls hefði biskup vísiterað 264 kirkjur á næstliðnum 13 sumrum, og væri það yfirleitt í fyrsta sinn sem bisk- upi hefði tekist að vísitera öll prófastsdæmi landsins. Loks skýrði biskup frá helstu kirkjulegu fundarhöldunum, sem farið liefðu fram á umliðnu far- dagaári, mintist á frjálsa kirkju- lega starfsemi, sem lijer hefði verið rekin og á útkomu nýrra rita („Samanburð samstofna guðspjall- anna eftir próf. S. P. Sivertsen, og Píslarsöguna samanlesnu með skýr ingum og nokkrum föstuliugleið- ingum eftir sr. Fr. Hallgrímsson) og þá sjerstaklega á iltkoröu hinn- ar nýju dönsku þýðingar á Passíu sálmunum eftir landa vorn í Dan- mörku, sr. Þ. Tómasson í Vemme- tofte, en það verk væri svo af hendi leyst, að ólnkað mætti telja þýðandanum til mikils sóma, fra hvaða hlið se mþað væri skoðað, (enda samþykti fundurinn síðar að senda þýðanda svohljóðandi kveðjuskeyti í þakkarskyni fyrir verkið: „Klausturprestur sr. Þórður Tóm asson, Vemmetofte. íslenska presta stefnan samankomin í Reykjavík sendir þýðanda Passíusálmanna hjartanlega kveðju ogalúðarþakkir fyrir ágætlega unnið starf.“ Að loknu máli sínu bar biskup fram tillögur sínar um skiftingu synódufjár milli uppgjafapresta og prestsekkna, og voru tillögurnar samþ.yktar umræðulaust. Einnig lagði biskup fram reikning prests- ekknasjóðs fyrir liðið ár og skýrði frá hag sjóðsins (sjóðseign var um næstliðin áramót kr. 57750.06, til sjóðsins hafði gefist í tillögum alls kr. 474.00, en kr. 1350,00 verið út,- hlutað). Þá Arnr rætt um nefndaskipun til að athuga og gera tillögur um frumvörp kirkjumálanefndar. Var samþykt að fela starf þetta tveim nefndum. t aðra nefndina voru kosnir: sr. Guðmundur Einarsson, sr. Einar Tborlacius og sr. Eiríkur Albertsson. í hina þeir sr. Ólafur Magnússon sr. Ófeigur Vigfússon og sr. Sigtryggur Guðlaugsson. Þessu næst skýrði docent Ás- mundur Guðmundsson frá störfum barnaheimilisnefndarinnar. — Fjár söfnunin hefði gengið svo, að inn hefðu safnast úr prófastsdæmum landsins kr. samtals kr. 4227.40, en útgjöld orðið alls kr. 1001,95 og því í sjóði við árslok kr. 3500.22. Gat hann þess, að markmið nefnd- arinnar væri, að komið yrði á fót 4 barnaheimilum, sínu í hverjum landsfjórðungi, en jafnframt sje yfirleitt reynt að styðja að öllu því sem verða megi uppeldi barna til bóta. Loks skýrði hann frá því að jörðin Hverakot í Grímsnesi Iiefði verið kevpt af nefndinni fyr ir 8 þús. kr. og- bygð Sesselíu Sveinsdóttur, sem ætlaði að koma á stofn þar heimili fyrir vanrækt börn. Hafi Thorkillisjóður veitt til þess alt að 1000 kr. og Alþingi 5000 kr. Annars hefði stjórnin skipað nefnd til að undirbúa' t»g- gjöf til verndar börnum. — Urðu allmiklar umræður um mál þetta sem allar hnigu að því að þakka barnaheimilisnefnd fyrir aðgerðir hennar. Kand. S. Á. Gíslason skýrði frá Anðveldasti dagsljós Kopínpappírinn Þegar þjer óskið mynda með skýrum og sterkum „sepia“ litblæ, skuluð þjer nota „Kodatone“, — Kodak dagsljós pappír. Það er svo auðvelt að fara með hann. Framkallið myndir yðar í fyrstu ofurlítið dekkri en þjer óskið að hafa þær er þær eru fullgerðar, skolið myndirnar vel svo að af- gangs silfursölt loði ekki við þær og „fixið“ þær síðan í „hypofixer“ legi. Rauður litblær fæst á mynd- irnar með því að haða þær auka- lega úr venjulegri salt upplausn. Takið næstu myndir yðar á V8TBÍSt akki „Kodatone". Kodak Limited, Kodak House, Kingsway, London, W. C. 2. Eignin Hsrrastaðir við Skeriaijnrð er til sölu. 1. Lóð 25X50 mtr. girt og ræktuð. 2. íbúðarhús úr tímbri ca. 8X14 m. I húsinu eru 7 lierbergi eldhús, búr „anretningsherbergi“, „hall“, baðberbergi og eldhúsfor- stofa. Það er raflýst, með miðstöðvarhitun, vatns- og skolpleiðslu og öðrum nýtísku þægindum. 3. Geymsluhús, ca. 3,6X24 m. Þar er bifreiðarskýli, kolageymsla. þvottahíis, geymsla, lilaða og gripahús. Semja ber við Th. B, Líndal. hæstarjettarmálaflutningsmann. Hafnarstræti 10- því, að hann hefði í nafni ísl. bai’na keypt 1400 eintök af Passíu- sálmaþýðingu sr. Þórðar til þess að gefa þau dönskum sunnudagaskóla börnum í þakkarskvni fyrir jóla- kveðjur, sem ísl. sunnudagaskóla- börn hefðu meðtekið frá Dan- mörku. Kl. 8(4 flutti próf. Sig. P. Sivert sen erindi í dómkirkjunni um „Bjartsýnið á sigur hins góða“. Föstudaginn 20. júní var öllum i’yrri hluta dagsins varið til árs- fundarhalds fyrir Prestafjelag ís- lands og verður lijer ekki skýrt frá því er þar gerðist. Kl. 4 síðdegis var fundur settur að nýju. Önnur nefndin sem sett hafði verið til að athuga frum- vörp kirkjumálanefndar lagði fram álit sitt og athuganir. Hafði sr. Guðmundur Einarsson framsögn á hendi. Frumvörpin, sem þessi nefnd liafði til meðferðar voru: um luisabætur á prestsetrum, um kirkjur, um kirkjugarða og um skipun kirkjuráðs. Urðu miklar umræður um frumvörpin, en að þeim loknum voru samþyktar svo- hljóðandi tillögur frá nefndinni. 1. Um húsabætur á prestsetrum: „Prestastefnan lýsir yfir, að hún telji sanngjarnt, að prestar fái leigulausan embættisbústað. En fá- ist því ekki framgengt skorar prestastefnan á næsta Alþingi að setja lög um byggingar á prest- setrum er eigi veiti prestum lakari kjör en frv. kirkjumálanefndar“. Samþylct 1 einu hljóði. 2. Um kirkjur og kirkjugarða: „Prestastefnan mælir eindregið með því, að frumvörp kirkjumála- nefndar um kirkjur og kirkju- garða verði sem fyrst að lögum“. Samþykt í einu hljóði. 3. Um Kirkjuráð: „Þar sem prestastefnan er því eindregið- fylgjandi að sett verði kirkjuráð fyrir hina íslensku þjóðkirkju, þá vill liún til samkomulags lýsa yfir fylgi sínu við frumvarp mentamála nefndar neðri deildar Alþingis. jafnvel þótt hún telji fyrir sitt leyti heppilegra að fulltrúarnir sjeu 7 og 5 þeirra kosnir af hjer- aðsfundum til 10 ára í senn eigi einnig sæti í kirkjuráði. Skorar prestastefnan því á næsta Alþingi að samþykkja frumvarpið“. Sam- þykt í einu hljóði. Var þá kominn kvöklverðartími og því fundi slitið. Kl. 8i/2 flutti sr. Friðrik Hall- grímsson erindi í dómkirkjunni: „Kirkjan og þjóðin“. Laugardag 21. júní kl. 9 árdegis var aftur settur fundur. Þá gaf biskup yfirlit yfir messur cg altarisgöngur á liðnu almanaks- ári (1929). Messur á árinu liöfðu alls verið 4424 eða 41 á hvern þjónandi prest. Altarisgestir á öllu * lyndinu höfðu orðið 5172. f 5 prestaköllum hafði engin altaris- ganga verið. Fermd höfðu verið 1900 ungmenni. Samkvæmt upp- lýsingum frá hagstofunni höfðu fæðst á árinu 2558, hjón verið gefin saman alls 749 og dáið 1274. Því næst hófust umræður aS nýju um frumvörp kirkjumála- nefndar um embættiskostnað presta, um veitingu prestakalla, um utanfararstyrk presta, og um bóksöfn prestakalla. Framsögumað ur nefndarinnar var sr. Ólafur Magnússon. Urðu talsverðar um- ræður um frumvörp þessi og voru svohljóðandi tillögur frá nefndinni samþyktar: 1. Út af frumvarpinu um em- bættiskostnað presta var þetta samþykt í einu hljóði: „Presta- \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.