Morgunblaðið - 07.09.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Ve&rið (laugardag kl. 5): Lægð- in sem var við Færeyjar á föstu- ■dagskvöldið, hefir breytt stefnu og er nú á vesturleið skammt fyrir sunnan ísland. Áttin er allsstaðar austlæg hjer á landi og hefir víða verið hyassviðri í dag á Norður og Austurlandi. Á Austurlandi er stórfeld rigning, en lítil vestan lands. Hitinn er víða 12—15 stig en 8 st. þar sem kaldast er NA-landi. Á morgun mun áttin verða SA læg og talsvert hægari en í dag Lítur einnig út fyrir þurt og hlýtt veður á Vestfjörðum og Norður landi. Veðurútlit í Reykjavík í dag 'SA-kaldi. Hlýtt og rigningarlítið mestan hluta dagsins. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Ólöf Briem, Stóra- Núpi og Jóhann Sigurðsson frá Hamarsheiði. Hjónabönd. í gærkvöldi voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni, ungfrú Guðrún Svava Árnadóttir og Ásgeir Þ. Ólafsson dýralæknir. 1 gær voru gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni, Sig- ríður Sigurbjömsdóttir verslunar- mær og Þórður Guðmundsson raf- virki. Heimili hjónanna er á Grett- isgötu 19a . Hlutaveltu eina mikla heldur Knattspyrnufjelag Reykjavíkur í dag í húsi sínu við Tjörnina. Það verður fyrsta hlutaveltan á þessu hausti. Margt verður þar eigulegra drátta. Má þar til nefna farmiða til Sviss — ferðamannalandsins fagra, og vikudvöl á ÞingvÖllum næsta sumar. Það má vænta þess að bæjarbúar fjölmenni á hluta- veltuna, bæði til þess að freista hamingjunnar með að draga ein- hvern góðmiðann og styðja þetta dugandi íþróttafjelag í væntan- legri vetrarstarfsemi. Reykvíking- ai fjölmennið í K. R. húsið í kvöld! Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag Helgunarsamkoma kl. IOV2 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. — Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4. Útisamkoma við Steinbryggjuna kl. 7 síðd. Hjálpræðisherssamkoma kl. 8 síðd. Ensain A. Aggerholm stjórnar. — Hornaflokkurinn og strengjasveitin aðstoðar. Allir vel- komnir. Nýtt íslenskt met var sett í gær í kúluvarpi. Það afrek vann Þor- steinn Einarsson (Ármann). Hann kastaði kúlunni 11,85 metra. Eldra metið var 11,55 m. og átti Marino Kristinsson það. Þorsteinn er að- eins 18 ára gamall. Lægst verð í borginni. 1 ndisalan Af s 1 á 11 u r af öllu< araldarbnð hefst á morgnn og stendnr yfir í nokhra daga. Tækifærið býður yöar því stórmikill afsláttur er gefinn af ölium hinum vönduðu vörum verslunarinnar, og gríðarmikið af ýmis- konar vörum á að seljast fyri raðeins örlítið verð. Nefnum hjer lítið eitt til minnis fyrir yður. í Herradeildinni verður meðal annars selt afar mikið af: Manchettskyrtum með tveim flibbum, frá liðlega 4 kr. stk. Ýmsar stærðir af hvítum skyrtum. m Sjerstakt tækifæri til gera góð skyrtukaup. Regnfrakkar frá 22 kr. Regnkápur, sterkar, frá kr. 15,75. Nokkur hundruð stakar Buxur frá 3 kr. Brúnar sportskyrtur 4,50. Milliskyrtur vandaðar 4 kr. Hitaflöskur kr. 1,25. Plus Four föt og stakar Buxur; — sjerstakt tæki- færi. En a 1 b e s t u kaupin má þó gera á karlasokkum nærfatnaði. f Dömudeildinni má gera sjerlega góð kaup á: Kjólatauum ullar frá 1,50 mtr., einnig á 1,90 og 2,90 Flauel, mislit, sljett og riffl- uð 2,90. Prjónasilki 3kr. að {Káputau, vönduð, á kr. 4 og kr. 5. Karla- og drengja-fatatau, afar ódýr. Svuntusilki og slifsi fyrir hálft verð. Ullarvetlingar og Silkiborð- ar fyrir örlítið. Gluggatjaldadúkar, mikið úrval. Hvít Ijereft og Tvistar frá 50 aurum metr. Sirs, Fóðurtau og Flónel ódýrt. Handklæði Og dreglar, Rúmteppi og Slæður fyrir lítið. Ennfremur Bróderingar í búntum. og Á loftinu verður margt selt fyrir lítið, t. d.: Allar sumarkápur undir hálfvirði. Dömukjólar frá 10 kr. Morgunkjólar frá 3 kr. Regnkápur frá 10 kr. Regnfrakkar góðir 25 kr. Ljereftsblússur, lítil númer, 1,50 stk. Golítreyjur frá 4,75. Ullarvesti frá 4,75. Barnakjólar mjög Ódýrir. Auk þess fjöldinn allur af * öðrum vörum, sem selst með tækifærisverði. I Skemmunni. Þar er lögð sjerstök áhersla á að selja: Kvensokka ódýrt, úr ull, silki og ísgarni. Er verðið ótrúlega lágt. Ennfremúr: Barnasokka, Barnalegghlífar frá 1 kr., Barnapeysur og Dþ-engjaföt prjónuð og Barna-prjónakjóla fyrir alt að hálfvirði. Barna útiföt, afar ódýr. Kvenbolir, ullar, Kvenbuxur, Barnanærföt, Lífstykki undir hálfvirði, Kven-ljereftsnærfatnaður afar ódýr, o. m. m. fl. Komið gerið góð kaup! |»að er kunnugra en frá þurfi að segja hjer í Rvík, að hjer hefir um skeið dvalið erlendur blaða- ritari, sem hefir átt í nokkrum erfiðleikum að koma greinum eftir sig á hinn erlenda blaðamarkað, eða a. m. k. að fá fyrir þær venjulega þóknun. Þessi maður hefir fengið atvinnubætur með því að rita væmið lof um Jónas Jóns- son, og koma því í erlend blöð. En þóknunina fyrir þann starfa hefir hann fengið hjer heima, og mun dómsmálaráðherranunv vera einna kunnugast um hvernig greiðslur hafa farið fram. Nú hefir Tímaritstjórinn fengið at- vinnu við að þýða greinar um Jón- as upp úr hinum erlendu blöð- Að sjálfsögðu verður alt afgreitt gegn staðgreiðslu. Vörur verða ekki lánaðai; heim. um, og eiga greinar þessar að verða einskonar gylling á ráðherr- ann — hversu haldgóð sem hún reynist. * Eimskipafjelagsskipin. Gullfoss kom hingað í gær frá Vestfjörð- um. — Goðafoss er á leið til út- landa. — Lagarfoss fór frá Kaup- mannahöfn heimleiðis í fyrradag. — Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Dettifoss, hið nýja skip fjelags- ins fer í fyrstu ferð sína hingað frá Kaupmannahöfn 27. sept. — Bokn aukaskip fjelagsins fer frá Khöfn 9. sept. ÍSland var á ísafirði í gær, er væntanlegt til Reykjavíkur í kvöld Botnia er væntanleg til Leith í dag. Er Jónas Jónsson landráðamað- ur? Mikið vantar á að ritstjóri Tímans geti altaf gert sjer það ljóst, hvað hann er að skrifa. Frá sjónarmiði þeirra sem hafa óbrjálaða skynsemi, er þessi ágalli ritstjórans ákaflega illkynjaður. En lesendum Tímans hefir verið boðið svo margvíslegt og misjafnt andlegt fóður undanfarin ár, að þeir sem kunnugastir eru í herbiið- um Tímans telja að Gísli „geti vel gengið** 1 fyrir þann hluta þjóð- arinnar, sem aðallega les Tímann. Þó hefðu menn haldið, að hann myndi forðast í lengstu lög að bregða Jónasi dómsmálaráðherra xvm landráð. En í Tímanum í gær kemst hann að þeirri niðurstöðu að blaðagreinir sem varpa miður lieppilegu Ijósi yfir fjármálaástand landsins sjeu hin verstu landráða- skrif, enda þótt eigi sje gert ann- að en skýra. frá staðreyndum. — Þó dómgreind Tímaritstjórans sje ekki skörp, ætti hann þó að geta eygt það, að sínu verra er að lýsa ástandi fjárhagsafstöðunnar við útlönd, ver en staðreyndir herma, að sverta fjármálaástandið um- fram veruleikann. En þá iðju hefir Jónas stundað hátt upp í áratug, með því að þrástagast á veðsetning ^tollteknanna. Skyldi Gísli ritstjóri halda að „landráð" Jónasar helg- ! ist af því hann er í þeim efnum svo gamall í hettunni. Ellegar vill I Oísli með þessari síðustu „uppfinn- ing“ sinni gefa í skyn að á Jónasi sje ekki mark takandi? Knattspyrnukappleikir í dag. — Fjórir kappleikir verða háðir á íþróttavellinum í dag. Hefjast þeir með 3. flokks mótinu kl. 10 f. h. Keppa þá Fram og K. R., en síðan kl. 11—12 keppa Valur og Vík- ingur. Kl. 2 hefjast úrslitakapp- leikir 2. fl. mótsins. Valur og Fram keppa fyrst, en síðan Vík- ingur og K. R. Jónas Þorbergsson var skorinn upp síðastliðinn þriðjudag út af botnlangaígerð. Hann er nú á góðum batavegi. Tvær bifreiðar rákust á á Kópa- vogshálsinum í fyrrinótt. Bifréið- arnar skemdust allmikið, en far- þegar sluppu ómeiddir. Kiristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Til fátæku stúlkunnar frá ó- nefndum 2 kr. Morgunblaðið er 12 síður í dng og Lesbók. Auglýsingar Bíóanna eru á 4. síðu í blaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.