Morgunblaðið - 07.09.1930, Page 3

Morgunblaðið - 07.09.1930, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ l liiitiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiL = ■=§ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk §= Rltstjörar: Jön Kjartansson. = Valtýr Stefánsson. s Ritstjórn og afgreitSsla: s Austurstræti 8. — Simi 600. = Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstof b : s Austurstræti 17. — Sími 700. = 1 Heimasfmar: Jðn Kjartansson nr. 742. . = Valtýr Stefánsson nr. 1220. = E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: = Innanlands kr. 2.00 á mánuSI. Utanlands kr. 2.50 á mánubi. = í lausasölu 10 aura elntakitS, = 20 aura meti Lesbök. s iiiiiiiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiinuuil Gamanið gránar. Á það var bent hjer rnn daginn, -að eigi væri ástæða til þess að gera mikið úr þessu klofningstali, sem komið hefir fram innan „Al- ]?ýðuflokksins“, því svo myndi reynast, að hjer væri um útreikn- aðar blekkingar að ræða. Allir myndu hinir valdasjúku hálauniiðu bolsabroddar flokksins bræða sig saman við kosningar eftir sem áður. 1 blaði Alþýðuflokksins á Ak- ureyri, „Yerkamanninum“, er nú kveðið að því fullum stöfum að menn eins og Jón Baldvinsson, Hjeðinn, Stefán Jóhann og slíkir sjeu verkalýðssvikarar og verka- lýðsböðlar, og fylgi þeir að málum morðvörgum eins og t. d. forsætis- ráðherra Breta, MacDonald. Við þetta virðist Alþýðublaðið í svipinn ekkert hafa að athtiga. Þó flokksmenn þess ráðist á formaun flokksins og pólitískt venslalið lians, og nefni þann liðsöfnuð verkalýðssvikara, þá hefir Alþýðu- blaðsritstjórinn, enn sem komið er, valið þann kostinn, að leggja sam- þykki sitt á slík ummæli með al- gerðri þögn. Fyr má nú rota en dauðrota. Þeir eru þó í sama flokki, sam- herjar í pólitíkinni Binar Olgeirs- son og Jón Baldvinsson. Hing- að til hafa menn álitið, að Jón, sjálfur formaður flokksins og þeir sem næstir honum standa, hefðu einhver ítök í aðalmálgagninu, Al- þýðublaðinu. En nú gerir blað það ekki annað en styðja að útbreiðslu v. því áliti á Jóni Baldvinssyni og fj lögum lians, að þeir sjeu t. d. Tjettnefndir verkalýðssvikarar og verkalýðsböðlar. Ætlar Alþýðublaðið að láta slíkt gott heita? Á að festa svikaranafnið eins «g einskonar pólitíska Fálkaorðu í hnappagat þeirra, bankastjórans, nlíusalans og annara reykvískra Alþýðuflokksbrodda ? Ætlar aðal-málgagn Alþýðu- flokksins að opinbera það alþjóð manna, að þegar Alþýðuflokks- menn norður á Akureyri taka sjer fyrir hendur að níða aðalforingja flokksins, þá sje dugurinn og djörfungin ekki meiri en svo, að blaðið þori ekki, vilji ekki eða geti ekki borið hönd fyrir höfuð foringjanna. Haraldur Björnsson leikari byrj- ar aftur tal og framsagnarkenslu sína 10. sept. n. k. Var áður svo mikil aðsókn að skóla hans, að rjettara mun vera fyrir væntan- lega nemendur að tryggja sjer t'íma sem fyrst. Símanúmer hans ei’ 2281. Diöðieikhúsið og söfnin. í umræðunum um staðinn, sem Þjóðleikhúsinu hefir verið fenginn, hefir margsinnis verið bent á það, að leikhúsið sjálft mundi njóta sín þar illa. Það er önnur hlið málsins. Hin er sú sem að söfnun- um snýr, og að henni leyfi jeg mjer að víkja, til árjettingar því, sem áður hefir verið sagt. Lóð Landsbókasafnsins takmarkast af Lindargötu, Ingólfsstræti, girðing- unni við Hverfisgötu og línu frá austurenda hennar þverbeint í Lindargötu. í þá línu er nú verið að steypa kjallaragrunn und- ir Þjóðleikhúsið. Allir sjá, að hár húsveggur á þessum stað gerir skuggsýnt og óyndislegt í austur- enda Landsbókasafnsins, þar sem útlánssalurinn er. Þá hefir verið bent á að eldshætta gæti stafað af leikhúsi þarna, og hve lítil sem hún verður gerð með öllum varúðar- tækjum, þá hverfur hún aldrei til fulls, og það er alvarlegt mál, því að fjársjóðir eru í veði, sem aldrei verða bættir, ef þeir glatast. Þá virðist leikhússjóðsstjórnin ætlast tii, að bílvegur verði gerður milli Landsbókasafnsins og leikhússins frá Hverfisgötu og niður á Lind- argötu. Hvaða heimild hún hefir til að skamta sjer þannig af lóð Landsbókasfnsins eftir þörfum er mjer ókunnugt, en hitt er víst, að með þessum hætti væri lóð Lands- bókasafnsins orðin almanna tröð og óverjandi, auk þeirrar herfilegu óprýði, sem af því leiðir að girðing in við Hverfisgötu sje styttri aust- an liliðsins en vestan. Jeg hefi margsinnis mótmælt þessari fyrir- ætlun í viðtali við húsameistara og hidriða Einarsson. Raunar hefði , -/ það átt að vera sjálfsagt að spyrja forstöðumenn safnanna í Lands- bókasafnshúsinú um álit þeirra, áður en leikhúsinu var fenginn J?essi staður' því að þeim er skyld- ast að vita, hvernig þetta horfir við hag safnanna í nútíð og fram- tíð, og það ætti að vera regla að sjá svoNfyrir hag einnar ríkisstofn- unar að ekki væri gengið á hag annarar. Það hefir ekki verið gert og okkur hefir því ekki verið ann- ars kostar enkð mótmæla þessum fyrirætlunum eftir á, Það höfum við gert. En um framtíð safnanna hjer, er þess að geta: Rúm það, er Landsbókasafnið hefir nú, er bráð- um offult, og er þó leigt herbergi úti í bæ til geymslu bóka, sem síst er eftir spurt, Er því bersýni- legt, að Náttiirugripasafnið og Þjóðminjasafnið verða bráðlega að víkja hjeðan, enda er húsrými þeirra nú báðum bagalega lítið. Þegar þau fara, endist Landsbóka- safninu um nokkurt árabil það rúm, er autt verður. Þegar það verður fult, er ekki annars úrkost- ur en að reisa nýtt hús. Það mundi verða gert á lóð safnsins við Lind- argötu og Þjóðskjalasafnið flutt þangað, en Lan-dsbókasafnið fengi þá alt húsið, sem það nú er í. En einhvern tíma dregur að því, að bæði þessi hús verða söfnunum ónóg, og væri þó ilt að skifta þeim, eða flytja þau sundur. Eðii- legasta og æskilegasta framkvæmd in í þessu máli hefði því verið sii, að reisa á þeim stað, sem leikhús- inu nú.er ætlaður, hús fyrir Þjóð- menjasafnið og Málverkasafnið og Náttúrugripasafnið og haga því 3 daga. Mánudag, þriðjudag og miðvikudag selur pappírsdeild V. B. K. nokkrar vörutegundir, sem útundan hafa orðið, langt fyrir neðan innkaupsverð, svo sem: Ljósmyndabækur fyrir hálfvirði. Vindlingaveski fyrir hálfvirði. Brjefaveski áður 8,90, nú 4,00. do. — 8,00, — 3,50. Lindarpennar áður 21,00, nú 10,00. do. — 17,00, — 8,00. do. — 13,25, — 6,00. do. — 4,50, — 2,00. © Skrif pappír í skrautumslögum og kössum frá 0,10 til 1,50. do. í pökkum, oktav, pakkinn áður 1,60, nú 0,85, hvítur. do. í pökkum, oktav, pakkinn áður 1,35, nú 0,70, hvítur. do. í pökkum, oktav, pakkinn áður 1,80, nú 0,90, bleikur. Umslög bleik, hundraðið áður 2,10, nú 1,00. D a g b æ k u r (kladdar) áður 3,50, nú 1,50. Fjórblöðungar (kvartbækur) áður 3,70, nú 1,50. Áttblöðungar (oktavbækur) áður 2,20, nú 1,00. Blýantar tylft áður 7,40, nú 4,00. do. — — 3,00, — 1,50. do. — — 2,40, — 1,20. do. -i- — 1,80, — 0,90. Skrúfaðir blýantar áður 6,25, nú 2,50. Kalkérpappír (blápappír) ritvjela, kassinn áður 7,00, nú 4,00. ,, Clarotype" ritvjelaleturs-hreinsari, áður 2,75, nú 1,50. Brjefamöppur áður 0,40, nú 0,15. VersluniR fliirn Hristlðnsson. #©•••••< svo að það væri í stíl við Lands- bókasafnið og tæki sem minsta birtu frá því. Þegar Landsbóka- safnshúsið og húsið við Lindar- götu verða ónóg sínum söfnum ein- hvern tíma í framtíðinni, þá mundu þau fá safnahúsið við hliðina, en nýtt lnis reist á öðrum stað fyrir hin söfnin. Besta leiðin fyrir alla aðila þessara mála mundi verða sú, að gera þegar gangskör að því að finna Þjóðleikhúsinu hentugri stað. en snúa því verki, sem þegar er hafið á grunninum, upp í það að reisa þar hús fyrir Þjóðmenjasafn- ið. Það sem þegur er að gert væri þá ekki til ónýtis unnið, enda kæmi fult verð fyrir. Með góðum | vilja ætti að mega liðka þetta alt og jeg treysti því að þeir góðu menn sem hjer eiga hluf að máli taki þessa tillögu til íhugunar. Guðm. Finnbogason. Smásöluverð í Reykjavík hækk- aði talsvert í júlímánuði á kjöti og fiski, en hinsvegar varð tölu- verð lækkun á kartöflum og dá- lítil á kaffi. Annars breytist verð- ið lítið. Verðl. í ágústbyrjun í ár var heldur lægra en í ágúst í fyxra (rúml. 2%). Þegar verðlagið á nauðsynjavörum er borið saman við verðlagið fyrir stríð, sjest að sama vörumagn sem kostaði 100 kr. í júlí 1914, kostaði 222 kr. í byrjun ágústmánaðar þ. á. (Hagtíðindi). Erlendar sdnfregnir. London (UP) 6. sept. FB. Frá Argentínu. Buenos Aires: Irigoyen hefir ekki, eins og fyrri fregn hermdi sagt af sjer, en falið varaforsetan- um stjórn landsins. — Hernaðar- ástandi hefir verið lýst yfir í borg- inni. Hörmulegt mannfall af völd- um fellibylsins í Santo Domingo. New-York: Ræðismaður Banda- ríkjanna í Santo Domingo hefir í við tali við United Press sagt að það sje varlega áætlað að 1500 menn hafi beðið bana, en 5000 meiðst af völdum fellibylsins. Santo Domingor Samkvæmt sein ustu skýrslum biðu eitt þúsund manns bana en fjögur þúsund meiddust af völdum fellibylsins. Yoldug bankasamsteypa í Bandaríkjunum. London (UP) 6. sept. FB. New York: Samkomulag komst á síðastliðinn fimtudag um sam- steypu bankanna: Bank of Amer- ica, Bank of California, Bank of Italy og National Trusts Savings Associations. Samkomulagið náðist á fnndi, sem allir hlutaðeigandi bankar höfðu sent fulltrúa á. — Bankasamsteypan liefir til umráða 185 miljónir dollara. Giannini, stofnandi Bank of Italy, er forseti aðalráðs samsteypubankanna. — Bankasamsteypan verður fjórða stærsta peningastofnun í heimi. Kommúnistar handteknir. Varsjá: Fimm kommúnistar, fyr- verandi þingmenn í Póllandsþingi voru handteknir í dag, er þeir gerðu tilraun til þess að komast yfir landamærin til Rússlands, án brottfararleyfis. — Þýðingarmikil skjöl kváðu hafa fundist á þeim. Sjómannakveðjur. FB. 6. sept. Farnir til Englands. Kveðjur. Skipverjar á Braga. Höfnin. Apríl kom af veiðum í gær. — Tvö fisktökuskip fóru hjeðan í fyrrinótt. Sýning Eggerts Guðmundssonar lístmálara er opin í dag frá kl. 11 t.il 8 í húsi K. F. U. M. Lárus H. Bjarnason, hæstarjett- ardómari hefir verið kjörinn for- seti dómsins fyrir næsta ár. Kveðjusöngkvöld Maríu Markan er annað kvöld kl. 9 í K. R.húsinu. Hún fer til útlanda með íslandi á þriðjudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.