Morgunblaðið - 07.09.1930, Síða 9

Morgunblaðið - 07.09.1930, Síða 9
Sunnudag 7. sept. 1930. Riklssiðislðiilil. Fátt er nú rætt um manna í ínilli meira en ríkissjóðslánið. Eins og kunnugt er kvaðst lantls stjórnin á þinginu í vetur ætla að taka 12 milj. kr. lán og útvegaði sjer heimild þingsins til þess. Var talið víst, að lántaka þessi mundi verða framkvæmd skömmu eftir þing, er forsætisráðli. fór utan, að því er almannarómur sagði, meðal annars, til þess að taka lán. Hann kom svo heim skömmu fyrir lands- kjörið, án þess að hafa tekið lánið. Þetta undruðust ýmsir og sá kvittur gaus upp, að ekki mundi liggja laust fyrir að fá lán lianda hinu íslenska ríki og var þetta sett í samband við aðfarir stjórn- arinnar í íslandsbankamálinu síð- astliðinn vetur. Vegna þessa orðróms mun það hafa verið, að stjórnin ljet rjett fyrir landskjörið í síðastl. júhí- ir.ánuði birta í blöðum sínum svo- liljóðandi yfirlýsingu: „Út af ummælum Morgunbl. nú síðast í morgun og vegna slúðursagna, sem íhaldsflokkur- inn hefir breytt út um bæinn um það, að stjórnin geti hvergi feng ið lán erlendis, hefir blaðið gert fyrirspum til forsætisráðherra um þetta efni. Hefir ráðherrann gefið þær upplýsingar, að sögu- burður þessi sje tilhæfulaus með öllu og þvert á móti standi nú opnir ákveðnir lánsmöguleikar fyrir íslenska ríkið“. Síðan þessi yfirlýsing var gefin út eru liðnir nærri 3 mánuðir og engar fregnir eru enn komnar frá landsstjórninni, um að lán sje tek- ið. Það er því ekkert undarlegt, þótt menn sjeu teknir að^ spyrja hver annan, livernig á því muni standa, að stjórnin hafi ekki enn- þá notfært sjer hinar opnu dyr lánsmöguleikanna“. ^Menn vita, að utan liafa farið síðan Alþingisliá- tíðin var haldin, formaður banka- ráðs Landsbankans og 2 af banka- stjórunum. Allir eru þeir komnir heim aftur og ekkert lieyrist um lánið. Það er ekki undarlegt þótt alment sje álitið, að mönnum þess- um, einum eða fleirum, liafi verið falið að leita hófanna um lán eða ráðast til inngöngu um liinar „opnu dyr“ sem forsætisráðherra talar um. En hvort svo er eða ekki veit almenningur ekki með vissu, því að stjórnin lætur ekkert uppi um þetta. Hián lætur sjer nægja að láta blöð sín kasta hmitum að þeim, sem leyfa sjer að ræða þetta alþjóðarmál. En nú er svo langt um liðið, að landsstjórnin verður að fara að leysa frá skjóðunni. Alþjóð manrm á heimtingu á að fá að vita livað gerist bak við tjöldin. Þeir tímar eru löngu liðnir er forsvaranlegt. þótti að halda almúga manna óv.it- andi um hvað gerist í stjórnarlier- búðunum. Landsstjórnin hefir sett á stofn Búíiaðarbankann með 3 banka- stjórum og miklum kostnaði öðr- um. Þessi banki er peningalaus. Handa honum átti allmikill hluti lánsins að vera. Nú spyrja menn því: Hvernig stendur á að lánið er ekki tekið ? Landsstjórnin hefir lýst yfir, að hún vilji taka lán og að hún ætli að taka lán. Hún hefir ennfremur lýst því yfir að hún hafi nog úrræði til að fá lán. Hvers vegna gerir hún það þá ekki? í því getur ehginn maður skilið. Stjórnin hlýtur að álíta það þarft að taka lán, en hví gerir hún það ekki? Allar þessar spurningar æpa framan í landsstjórnina og hún verður að svara. Hún getur ekki sagt, að það þiu-fi ekki lán, því að hún hefir sjálf vitvegað sjer heim- ildina og sett á fót dýrar stofnan- ir, sem eiga að lifa á þessu vænt- anlega láni. Hún getur ekki held- ur sagt, að hún geti ekki fengið lán, því að liún hefir lýst yfir því gagnstæða. Hún getur tæpast held- ur sagt, að luin telji ekki liggja á lántökunni. En liverju á hún þá að svara? hverju getur liún svarað? Það er einmitt þetta, sem vefst fyrir þeim, sem um málið hugsa. Fyjfir því dettur ýmsum í hug, að það muni lvannske vera svo, að yfirlýsing forsætisráðherrans um hinar opnu lánsleiðir sje ekki rjett. En hvað sem um þetta er, þá verð- i» nú stjórnin að skýra frá hvað gerst hefir bak við tjöldin. Hún verður að draga tjaldið upp. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að ýmsar getgátur komi fram og gangi manna í milli. Og það er ekki til góðs hvorki landsmönnum nje landsstjórn. Það er ekki nóg að kalla frá- sagnir blaðanna „slúðursögur". — Blöðin verða að flytja almenningi frjettir, og ef rangar fregnir ber- ast um þetta mál, þá á landsstjórn- in sök á því með þögn sinni, og engih aðrir, því að skynsemi gædd- ar verur verða ekki sakaðar um það að þær reyna að leysa gátur mannlífsins og aðferð stjórnarinn- ai' í málinu er einmitt ein af þess- um gátum. Ýmsar raddir heyrast um það, að það sje í rauninni gott, að stjórnin taki ekki eða fái ekki lán, því að hún kunni ekki með fje að fara. Þetta atriði verður ekki kruf- ið til mergjar hjer, en því má ekki glevma, að stjórnin hefir með gá- lauslegri fjármeðferð sett sig í þá sjáifheldu í mesta góðærinu, sem yfir þetta land liefir komið, að tæpast er unt að komast hjá lán- töku, ef hún er möguleg. En vita- skuld verður erfitt þegar vondu árin koma að standa undir hinum þungu skuldaböggum. Hinn 27. september í fyrra tók stjórnin um 5þó milj. kr. lán. Til hvers það lán hefir verið notað er ekki fullkunnugt, en eytt, mun það nú vera að mestu eða öllu. Og Landbúnaðarbankinn fjelaus að kalla. Frá Rússlandi berast þær fregnir um þessar mundir, að stjórnarvöld in eigi erfitt með að fá bændur til að láta af hendi kornuppskeru sína. Hafi bændur sumsstaðar kos- ið heldur að brenna korn sitt, held- ur en að láta það í hendur stjórn- arvaldanna. Tmsar frjettir. Sögukensla í unglingaskólum. Hið alþjóðlega samband uppéld- ismála lijelt fund í Genf seint í ágiist. Þar voru til umræðu ýmsar umbætur á sviði kenslumálanna. Mest var um það rætt á þessum fundi, að nauðsyn bæri til þess, að breytt væri stórlega sögukenslunni í unglingaskóluniun. Nú er það svo, sem kunnugt er, að mikill liluti af kenslubókunum fjalla um hernað og valdastreitu einstakra manna. Með þeim frásögnum er mjög blásið á glæður þ^óðrembings og nágrannakritar, en slíkt girðir þverlega fyrir þær sátta- og sam- lyndishugsjpnir og fvrirætlanir, sem nú eru mjög að ryðja sjer til rúms meðal bestu manna í álfunni. — í Danmörku hafa þegar verið gerðar víðtækar ráðstafanir til þess að breyta kenslubókum í sögu. Þar á að koma betur fram en áður, frásagnir um almenningshag á ýmsum öldum, og þann tíðar- anda, er lá til grundvallar fyrir að- gerðum þeirra manna, sem inest hefir borið á í frásögnum þeirra kenslubóka er hingað til liafa verið notaðar. Atvinnuleysið í ítalíu fer vaxandi. 1 júlílok í ár voru þar 342.000 atvinnulausi’a manna, og er það 141.000 fleira en á sama tíma í fyrra. Hafnarbætur í Grimsby. Fullgerð er nú áætlun um stækk- un á fiskiskipahöfninni í Grimsby. Eftir henni á hafnarrúm fyrir fiski skip að aukast þar um lielming frá því sem nú er. Sem stendur er Grimsby meðal mestu fiskiliafna í heimi.'Þar eru tvær liafnarkvíar fyrir fiskiskip, sem hafa 29 ekra stóran vatnsflöt. En vatnsflötur nýju hafnarinnar er gera skal, verður 37 ekrur að stærð. Hafnar- gerð þessi >er áætluð að kosta 1 y2 miljón sterlpd. og mun hún standa yfir í 3 ár. ---——------------ Nýtískn „Nationar1 pemngakassar, verð kr. 360.00. • . • Sjerhver verslun stór eða smá, ■ • hefir not fyrir peningakassa, okk- • ai kassar eru svo ódýrir og með >J svo góðum greiðsluskilmálum, að * allir kaupmenn geta eignast þá. • „NATIONAL* ‘ peningakassar. • Einkasali á Islandi, Færeyjum • og Danmörku. J Emilius Möller. • Umboðsmaður á Islandi: • GEORG CALLIN. Hafnarstr. 5, sími 1987, • Síkjr^cl Athygli skal vakin á því, að eftirleiðis hefi jeg fyrirliggjandi allar þær tegundir Ford-bíla, sem mest er spurt eftir, og með stuttum fyrirvara útvega jeg þær, sem ekki eru fyrir hendi. P. Stetánsson, umboðsmaður Fords á íslandi. H0SPITSET Tyskebryggen, Bergen. 1. Kl. Hotel. Utmerket kjökken. Centralbord. Elevator. Centralopvarmning. Enkelt-Værelser frá kr. 2.50 i Rabat for. Dobbelt-\Jærelser fra kr. 5.50 ( Uke-Ophold. Drífanda kaffið er drýgst. Efnslaug Reykjavfkur. Laugaveg 34 — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein- an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.