Morgunblaðið - 20.09.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Vopnafiarðarkiðt. Eins og að undanförnu munum við fá í haust hið viður- kenda dilkaspaðkjöt úr Vopnafirði í 1/1 og y2 tunn- um. — Munið að panta sem fyrst því eftirspurnin er mikíl, en birgðirnar takmarkaðar. Trillubátnum SLEIPNI stolið. Aðfaranótt sunnudags 14. þ. m. hvarf trillubáturinn Sleipnir úr bátalegunni við austuruppfyllinguna. Sleipnir var stórt sexmannafar með hvalbak að framan og aftan. Ljósmálaður utan og innan, þóftur, hástokkur og hval- bakur rauðmálað. í bátnum var sex hesta Kelvinvjel á- samt fullkomnum verkfærum, sem tilheyrðu vjelinni. — Nafn bátsins og heimilisfang var hvorttveggja grafið á spjöld, fest sitt hvorumegin við hástokkinn að aftan. Hver, sem kynni að hitta tjeðan bát, eða geta gefið upplýsingar um hann eða leifar hans, geri undirrituðum eða lögregl- unni í Reykjavík aðvart, gegn ríflegri þóknun. Reykjavík, 19. sept. 1930. H.f. Sleipnir. Saltkiðt. Vlelbátl rænt Æfintýralegt atvik í sögu Reykja- víkurhafnar. I hafnarkrikanum, þar sem lækj- arósinn var áður, eru nú geymdir litlir vjelbátar (trillubátar) o. fl. bátar. Þarna átti Fiskveiðahluta- fjelagið „Sleipnir“ geymdan bát, 6 manna far með sex hesta Kelvin vjel. Var í honum skýli bæði að aftan og framan, en opinn var hann um miðjvt. Þenna bát notaði fjelagið til ýmislegs — að Graga aðra báta, snúast í kringum tog- arana og stundum skruppu menn á honum út á Svið til aS veiða fisk sjer til skemtunar. Á sunnudagsmorguninn var tók Ólafur Einarsson á vjelbátnum „Kelwin“, sem lá rjett hjá Sleipn- isbátnum, eftir því að Sleipnis- báturinn var horfinn. Þótti honum það ekkert undarlegt — bjóst við að fjelagið hefði tekið bátinn til einhverra snúninga. Um morgun- inn hafði einn af hafnsögumönn- nnum orðið var við það, að bátur þessi sigldi vit úr höfninni, en grenslaðist ekkert frekar um það. Á sunnudagskvöld sást til báts, sem lagði frá Kveldúlfsbryggju, og líktist hann mjög Sleipnis- bátnum eftir þeirri lýsingu, sem af honum hefir verið gefinn.--- En nú er að segja frá því, að á mánudagsmorgun uppgötvaði verkstjóri Sleipnis að vjelbátur- inn var horfinn úr legu í höfn- inni. Þótti honum það undarlegt og spurðist fyrir hjá skrifstof- unni hvað af bátnum mundi hafa orðið — hvort nokkuð væri verið að nota liann. Kom þá upp úr kafinu að bátnum hafði verið rænt — og að honum mundi hafa verið rænt á sunnudagsmorgun, farið með liann eitthvað í felur um daginn, en um kvöldið mundi hann hafa komið upp að Kveld- úlfsbryggju, til þess að sækja sjer einhverjar birgðir. * ■* Síðan lagði báturinn til hafs. Eins og að undanförnu munum við selja saltkjöt í heilum og hálfum tunnum í haust frá bestu stöðum lands- ins. Tökum nú þegar á móti pöntunum. Eggert Kristjánsson & Co. Símar 1317 — 1400 og 1413. 1 - - 4 - - - ■ ■ dnznmmmmnninns e 9 Veit enginn hvert förinni hefir verið heitið, en það þykir víst, að aðeins einn maður hafi verið á bátnum. Mun nokkurn veginn upp- lýst hver maðurinn er. Frekari rannsóknir hafa leitt í ljós, að sá, sem bátinn tók, mun hafa haft talsverðan útbúnað, eina tunnu af bensíni og auk þess, er hann grunaður um að hafa náð sjer í 80 lítra af bensíni í fjórum vjel- b'átum, sem lágu nærri þessum báti í höfninni. Auk þess muni hann hafa haft 20 lítra af smurn- .ingsolíu. Lætur nærri að það sje alt að hájfsmánaðarforði fyrir bátinn. Um frekari útbúnað vita menn ekki, en ætla má að mað- urinn hafi einnig búið sig vel út með matvæli og fleira. f bátnum voru fullkomin verkfæri til vjel- arinnar, en engin segl voru þar og legufæri ljeleg. Eftir hádegi á mánudag sást lítill vjelbátur fram undan Mýrum. Lýsing sú, sem gefin hefir verið á þeim báti, gæti átt við Sleipnis- bátinn. Þá var ofsa austanrok og illt í sjó og getur vel verið að báturinn hafi farist þar. ^finiiiuiiiiiinmiiJiiniiiiiiinmnHiinijnmiirnrmiTrrHTTRTHT 1 blaðinu í dag biður H. f. á PeysufatakðDurnar — ern komnar. — Allar stærðir — við allra hæií. l Hatnarfirði. Uti Sleipnir alla þá, sem verða báts- ins varir, eða leifa úr honum, að gera sjer aðvart undir eins, eða lögreglunni í Reykjavík. Er heitið ríflegri þóknun fyrir áreiðanlegar upplýsingar. Fylgir þar nákvæm Ij'sing á bátnum. Bælt grán ofan á svart. Landhelgisgæslan og snatt- ferðirnar. íslenska ríkið á tvö varðskip,1 Óðinn og Ægir. Skipin eru svo að segja nákvæmlega jafnstór .Fyrver andi stjórn gerði samning um smíði Óðins; hann kostaði um miljón kr. Núverandi stjórn sá um smíði Ægis; en hann varð helm- ingi dýrari, kostaði um eina miljón króna. Þessi gífurlegi munur á verði skipanna sýnir best hve ó- sýnt núverandi stjórn er að gera bagkvæina samninga fyrir ríkis-, sjóð. Tíminn reynir að verja þessa flónsku stjórnarinnar með því að haída fram, að reksturskostnaður Ægis verði miklu minni en Óðins, er stafi af því að Ægir brenni olíu, en Óðinn kolum. En hjer fer Tíminn með rangt mál. Þegar verið var að ræða um kaup á nýju varðskipi á þingi í vetur, upplýsti dómsmálaráðherr- ann, að reksturskostnaður núver- andi varðskipa væri svo að segja nákvæmlega jafn. Þá segir Tíminn, að Ægir sje miklu fullkomnara skip en Óðinn. Ber hann fram því til sönnunar þá fullyrðingu, að Ægir hafi tekið miklu fleiri skip í landhelgi en Oðinn. Hin misjöfnu gæði skip- anna hljóti hjer mestu um að ráða, því skipherrarnir sjeu báðir dug- andi menn. Hjer er ómengaður Tíma-rógur á ferðinni. Því hvað er það, sem því veldur að Óðinn hefir nú í seinni tíð tekið færri skip en Æg- irf Ekkert annað en það, að dóms- málaráðherrann hefir haldið Óðni í snattferðum vikum og mánuðum saman. Er skemst að minnast kosn inga-snattferðanna í vor. Þá hjelt ráðherrann Óðni í sífeldu snatti um 6 vikna tíma, fyrst í kosninga leiðangri og síðan í ýmsum snatt- ferðum fyrir og eftir Alþingishá- tíðina. Þegar þannig er að farið, þarf ekki að búast við, að varðskipin aðhafist mikið í landhelgisgæsl- unni. Og vissulega er það hart, að stjórnarblaðið skuli eftir á vera að rægja skipið og reyna að koma sökinni á það, þegar blaðið veit gð stjórnin hefir lialdið skipinu í óleyfilegum snattferðum vikum og mánuðum saman. NINON AU.ÍTUQJTPÆTI -12 Á meðal KÝTU HIÚLHHHH ern: Kvöldkjólar Svartir, bláir Frá 42—128" kr. Eftirmiðdagskjólar Frá 42—75 kr. Skr if stofuk j ólar Tweed — Flguel Frá 25—42 kr. Ullarkjólar Bláir Aðeins 22 kr. Pils frá 7.50. 1 Belti frá 75 aur. \ NINON ODID - S— "V Nýtt nautakiöt. Klein, Baldursgötu 14. Sími 73. Hðalumtalsefnið í bænurn er að Weck niðursuðu- glösin sjeu þau langbestu sem fá- anleg eru, og að engin hafi þau, néma vðrurnar ern teknar npp daglega. Hvergi meira nrval. Hvergi lægra ver ð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.