Morgunblaðið - 09.11.1930, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
ftaafftsinsMiagbfík
Yiðskifti.
— Blómstrandi blóm í potfcum
Ijómandi falleg. — Alpafjóiur í
itiörgTim litum. primulur og ericur.
Blómlaukar, úrvals tegundir, ný-
komið á Amtmamisstíg' S.
Kanarífuglaungar frá í sumar
eða frá í fyrra, óskast til kaups.
Upplýsingar í síma 34. •
Maðurinn, sem skildi eftir hrá-
gúmmískóna á Týsgötu 7, óskast
trí viðtals. Kristján Guðmundsson.
^^Tapað^^^jundið^i
Tapast hefir bílstjóramerki,
merkt s. S. 4. — Bifreiðastöðin
BíHinn.
__ifíext
Hebe Haaresaens. — Denne Herrc, 57 Aar. var
akaldei i over 10 Aar, men en kort Kur med Hebe
Huaressens gav ham nyt. tæt Haar uden .íraa Stænk".
— Vidnefast attesteret af Myndiifhederne. —
Hebe Haaresaens, nu 3 dobbelt staerk, er sikker
i Haarpleie tnod fedtet Haar, Skæl, Haartab og Skald.
Den diver ny kraftifi Haarvækst. Garantiattest med
hver Flaskc. Stor Fl. Kr. 6,00, 4 Fl. portofrit. Skriv til
Hebc Fabrikker, Kohenhavn N. (GrundlntJt 1903)
Feriesalg: 1 Kr. Rabbat = Kund
£ Kr: for 1 stor Flaske Hebe.
Uppboð.
Opinbert uppbnð verður baldið
« Gretti.sgöti; 1Ö, rnánutlaginii 17.
þ. m. kl. 1 • b.t og verður þar
feld bifreiðin R E 128.
Lögmaðurinn í Reykjavík,
9. nóvember 1930.
Bjðrn Þórðarson
„Fargo
fi
TÖrnbíII,
\y2 tons, sem keyrður hefir verið
va. 3000 km., er til sölu:' BtUinn
c«| eins og nýr. Upplýsingar bjá
H. Bendiktson I Go.
Símar 8 og 532,
Hip-Hæp leikfimis og inni-
skómir eru komnir aftur í
öllnm unglinga-, kven- og
karlmannastærðum.
Moccasin kveninniskór, faí-
legt úrval nýkomift.
Mikið af nýjum vörum tek-
ið upp á morgun
Reykiauíkur.
AðalstNBti B.
6.50
birkistólarnir
S -
eru komnir aftur í
Húsgagnaverslun
Kristjáns Siggeirssonar,
Laugaveg 13.
Anna Fía
giftist Jjí * *
-\
lega. nm þátttöku íslands í banda-
lagínu, og mnnu menn lesa þá
grein með sjerstakri athygli, því
íáir kunna betri deili á slíkum
miilum en Einar prófessor Arn-
órsson.
Fönn er svo mikil í lágsveitun-
un austanfjalls að flutningar að
mjólkurbúunum hafa tepst mjög
síðustu daga. Bílar hafa setið fast-
ii á Flóaveginum. Snjómokstur
uin það bil að byrja. Snjóbíllinn
fór austur yfir Hellisheiði í gær.
Mokað hefir verið af veginum
hjeðan upp áð Kolviðarhól, og á
að verða bílfært þangað í dag,
sagði vegamálastjóri í gærkvöldi,
ef ekki snjóaði í nótt.
Jólamerkm komin. Thorvald-
scnsfjelagið hefir undanfarin ár
gefið út jólamerki ög haft á boð-
stólum_ fyrir jólin. Jólamerkin
1930 eru nýkomin út. Er það
mynd af dreng og stúlku í skraut-
legum fornbúningi, og eru þau að
dansa vikivaka á grænum gras-
bala; að baki er lækur, en heið-
blá fjöll í fjarska. Hefir Tryggvi
Magnússon listmálari gert mynd-
ina og er snilldarbragð á. Ætti
enginn að senda svo frá sjer brjef
nú fyrir jólín, að ekki sje jóla-
merkið á því. Merkið er til sölu og
sýnis á Thorvaldsénsbasarnum, í
bókaverslunum bæjarinS og á
pósthúsinu.
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
flytur fyrirlestur í Nýja Bíó, kl.
214 e. h. í dag, um „Gamla og
nýja tímann“. Tekur hún þar til
meðferðar ýmsa árekstra milli
eldri og yngri kynslóðarinnar, og
ýms vandamál nútímans, svo
sem: Afstöðu konunnar til heim-
ilisins og þjóðfjelagsins, sam-
band foreldra og barna, ljettúð
æskunnar í ástamálum o. s. frv.
Á mánudagskvöldið, kl. 7)4 flyt-
ur frúin framhaldserindi á sama
stað, sem hún kallar: „Draum-
arnir rætast". Fjallar það um J.
Krishnamurti og kenningar hans.
Gerir hún grein fyrir því, hvern-
ig hún þykist finna frækorn þau
í kenningum hans, er upp af
muni vaxa þær hugsjónir, er
leyst geti úr vandamálum nú-
tímans. — Allir, sem heyrt hafa
frú Aðalbjörgu tala, vita, hversu
snjall ræðumaður hún er. Eflaust
mun J»ví marga fýsa, að heyra er
índi þessi. S. J.
Danssýning Rigmor Hanson er
í Iðnó f dag kl. 3%. Ætlar ung-
frúin m. a. að sýna ungverskan
clans "og þjóð-listdans, skotskan
sverðdans, spánska dansa óg auk
þess sýnir ungfrú Ása Hanson
hóllenskan steppdans 0. fl. óg loks
sýna nemendur ungfrúarinnar
nýjustu samkvæmisdansa, svo sem
valsa, tango og ýmsa skrautdansa.
Sjómannastofan. Samkoma í
kvöld kl. 6; allir velkomnir.
Fjárhagsáætlun Akureyrar, fyr-
ir næsta ár, hefir verið samin og
eru tekjur og g.jöld áætlað 384
þús. króna.
Rjettnefni. Þegar bið aldraða
skip, sem landsstjórnin keypti í
.snmar til strandférða, var nefnt
Súðin, furðaði marga á því nafni.
En seinna kom það á daginn, að
nafnið er mjög vel til fundið, bet-
ur en mann gat grunað í upphafi,
þvi reynslan hefir sýnt, að þilfar-
ið er ónýtt, botninn ónýtur —
súðin sem helst dugar.
Eldur kviknaði nýlega í lifrar-
bræðslu Sigfúsar Sveinssonar á
Xorðfirði. Hafði bræðslumaður
vikið sjer frá andartak, og kvikn-
a'ói þá í bræðslupottunum og log-
aði alt húsið að innan á svip-
stnndu. Norðfirðingar liafa keypt
sjer mótordælur og reyndust þær
svo vel, að eldúrinn var slöktur
12 mínútum eftir að hans varð
vart. Bræðsluhjisið er alt úr steini
og er óskemt. (Austfirðingur 1.
nóv.).
Æskulýðsfundur opinber á
mánudaginn kl. 8 síðcl.
Sleðaferðir barna. Lögreglu-
stjóri hefir beðið Mgbl. að geta
þess, að börnum leyfist að vera
r.ieð sleða sína á þessum brekkum:
Hólatorgi, Biskupsstofutúni, Arrt-
arhólstúni, túni Thor Jensen við
Hkotbúsveg, neðsta hluta Njarðar-
götu, neðan Laugásvegar og á
Vitatorgi.
Kristján Kristjánsson söngvari
ætlar að balda söngskemtun í
Iðnó á þriðjudaginn. Syngur hann
þai ítalska og íslenska söngva.
Emil Thoroddsen við hljóðfærið.
Hlutabrjef Eimskipafjelagsins. í
gær var lialdið uppboð hjer í bæn-
um a nokkrum ldutabrjefum
ýirísra fjelaga, m. a. á brjefum
Eimskipafjelagsins. Þaf seldist
eitt 500 króna lilutabrjef fyrir
nafriverð — 500 krónur. Svo mik-
ið traúst bera menn nú til fjár-
hagsafkomu og framtíðar Eim-
slcipafjelagsins.
Hjálpræðisherinn. Samkomur í
dag: Helgunarsamkoma kl. 10)4
árd. Sunnudagaskóli kl. 2. Halle-
lujasamkoma kl. 4. Barnasam-
koma kl. 6. Hjálpræðisherssam-
koma kí. 8. Ensain Gestur J. Ár-
skóg stjórnar. Lúðraflokkurinn og
Strengjasveitin aðstoða ásamt for-
ingjum og hermönnum. Allir vel-
komnir.
Heimilasambandið heldur fund
á mánudaginn 10. nóv. ld. 4.
Pjetur Signrðsson prjedikar í
Varðarliúsinu í kvöld kl. 8)4 um
eðli Krists, köllun hans og boð-
skap.
I. O. G. T. St. „Morgunstjarn-
an“ heimsælcir st. „Röskva“ á
morgun (mánudag 10. nóv.). Fje-
lagar beðnir að fjÖlmenna og
mæta í anddyri G. T.-hússins kl,
9 e. m.
Knattspyrnufjel Valur. Aðal-
fundur fjel. verður haldinn í dag
kl. 4 í húsi K. F. U. M. Fjelags-
iaenn eru beðnir að fjölmenna.
Dánardægur. Þann 6. þ. m. and-
aðist á Akureyri Stefán Jónsson,
faðir Halldórs læknir hjer í bæn-
uvn. Sæmdarmaður í hvívetna. —
Nýlátinn er að Þverhamri í Breið-
dal, Árni Guðmmidsson, bóndi;
vol metinn dugnaðarmaður. Ljet
eftir sig ekkju og tvö börn ung.
Gráðugar rottur.
Eftirfarandi smásaga er sett í
samband við stjórnarbyltinguna í
Argentínu, sem nýlega er um garð
gengin.
Aðalpóststofan í New York,
fokk tilkynningu frá argentinsku
pósthúsi um það, að þangað hefði
lcomið böggull frá alþektu firma
í New York, en það liefði ekki
verið bægt að afgreiða bann vegna
þess, að viðtahandi hafi ekki fund-
ist, Þes vegna hefði þessi böggUll
verið settur til geymslu í herberg-
inu fyrir vanskilaböggla. En mi
hefði böivaðar rotturnar komist í
l.ann og etið hann upp til agna.
Þegar aðalpóststofan í New
York fór að athuga málið, kom
upp úr kafinu, að í þessum böggli
höfðu verið 15 skammbyssur, svo
«.S eitthvað lilaut að vera bogið
við iitskýringu póstmannanna,
EfiB.
glæný á 18 aura.
Heiðruðu húsimeður,
Biðjið um Fjallkonu-skósverttma í
þessum umbúðum. — Þjer spaíöð
tíma, erfiði og peninga með því
að nota aðeins þessa skósvertu og
annan Fjallkonu-skóáburð.
Það besta er frá
H.f. Efnagerð Reykiavikur.
Tll
Keflavikur og
Griudavíkur.
daglega Bestar ferðir
Frá Sleiudóri.
Vasaklútakassar.
fjölbreyttast í borginni.
V asaklútamöppur.
Hmvatmsprautur.
Manicure
og margt, margt fleira til tæki-
færisgjafa
Verslunin Skðgafnss,
Laugaveg 10:.