Morgunblaðið - 19.11.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1930, Blaðsíða 2
2 IVTOTCOTTNBLAÐTÐ 99 ATLAS Ít SjálfTirka þvottaáhaldið er ómissandi á hverju heimili. Látið „Atlas“ þvo þvottinn fyrir yður, aðferðin er mjög einföld: Sjálfvirka þvotta- áhaldið er látið á botninn á þvottapottinum, þannig að ...» dreifarinn á endanum á pípunni nær upp fyrir vatnsyfir- borðið. Þvotturinn er lagður kringum áhaldið, og undir eins og suðan kemur upp, byrjar áhaldið að vinna. Það vinnur á sama hátt og stærri þvottavjelar, sem reknar eru hand- eða vjelaafli. Vatnið so'gast gegnum þvottinn, ogmeð Atlas gerist þetta alveg fyrirhafnarlaust og án nokkurs slits á þvottinum. Atlas má nota í alla þvottapotta iivaða gerð og stærð sem er. Atlas er til sýnis á skrifstofu vorri og afgreiðslu. Komið og skoðið þau og fáið eitt 9Þ . f. U' j ‘ áhald til' reynslu án skuldbindingar um kaup á því. , ' Einkasalar: \ v f' J. Þorláksson & Morðmi Bankastræti 11. Símar 103, 1903 & 2303. [olmhlads-spilin eiu liest. Biðjið aðeins am Holmblads-spil. Fyrirliggjandi Gráfíkjur í 10 kg. kössum, ný uppskera. Eggert Kristjánsson & Co, Símar 1317 — 1400 og 1413. Sfyrkiarsjöður Skipstjðrafíel. .Hldan'. i Þeir, sem kynnu að ætla sjer að sækja um styrk úr nefndum sjóði, geri svo vel að senda styrkbeiðnir sínar til undirritaðs fyrir i0. desember n. k. Samkv. 7. gr. skipulagsskrár sjóðsins ber að láta fylgja umsókn- inni skilríki fyrir verðleika og þörf umsækjanda. Reykjavík, 18. nóv. 1930. Þorst. Þorsteinsson, Þórshamri. KOL 09 KO Nýkominn farmur af B. S. Y. hards Steamkolum, sem skipað verður upp í dag og næstu daga. Einnig fyrirliggjandi hin alþektu Polsk kol, ásamt hinu ágæta Enska Koksi. Gerið innkaup meðan kolin eru þur úr skipi. — Fljót afgreiðsla. §!Holaverslun G. Histjánssonar. Símar 807 & 1009. Baldv’n Einarsson aktýg jasmiður. 1 þessum mánuði eru liðin 25 ár síðan Baldvin Einarsson ak- týgjasmiður stofnaði verslun sína hjer í bænum. ^ Baldvin Einarsson. Aldamótaárið hafði Baldvin lokið námi í söðlasmíði, en lang aði til þess að læra meira er- lendis í þeirri iðn, en hjer var kent. Og þrátt fyrir það, þótt fjárhagurinn væri ekki góður og horfur um afkomu litlar, sigldi hann til Noregs árið 1901. Þegar þangað kom, vakti það i.ndir eins eftirtekt hans, hve mikils virði hestvagnarnir voru fyrir norska landbúnaðinn, og þóttist hann vita, að það mundi úlenskum bændum stór bú- hnykkur að fá sjer vagna, en sá jafnframt, að ýmsu þurfti að breyta frá því sem var hjá Norðmönnum. Það þurfti að smíða vagna og aktýgi við hæfi íslensku hestanna. Útlendu ak- týgin og vagnarnir hæfðu alls ekki klárunum okkar. Og Baldvin vildi leggja sitt lið fram — hann afrjeð að læra íihtýgjasmíði. Hvemig hann brautst í gegnum það nám, fje- laus maður í framandi landi, ] uð veit hann éinn. En hann ’íomst fram úr því, tók próf í aktýgjasmíði í Molde árið 1905, sigldi svo heim til íslands og setti á fót vinnustofu hjer í Reykjavík í nóvembermánuði það ár, eins og áður er sagt. Fvrsta verk Baldvins var það að breyta aktýgjum svo, að þau væru við hæfi íslenskra hesta. Ekki var nóg að minka hin út- U-ndu aktýgi, heldur varð einn- ig að taka tillit til vaxtarlags íslensku hestanna — sjerstak- lega þess, hvað brjóstin á þeim eru miklu þynnri heldur en á öðrum hestum. Og margt fleira kom til greina. Baldvin var fyrsti íslending- ur, sem lærði aktýgjasmíði og tók sveinspróf í þeirri iðn. Hann rjeðst í námið tómhentur, en með brennandi áhuga fyrir því að það gæti orðið bæði íslend- ingum og honum sjálfum að gagni. Að vísu hefir hann ekki orðið fyrir vonbrigðum að því leyti, en annað er einkennilegt og sýnir hina hröðu rás viðburð- anna og framþróunarinnar. Það var rjett á litið fyrir 25 —30 árum, að hestvagnar gætu orðið landbúnaðinum að miklu li'5i. Þeir voru það líka um skeið, en nú eru þeir að hverfa. Bílar eru komnir í staðinn. Vjela- menningin hefir rutt sjer til rúms á fáum árum hjer á landi. En þeir, sem hafa greitt götu hennar, eru brautryðjendur, hver á sínu sviði, og er Bald- vin einn á meðal þeirra. Og fyr- ir honnm hefir farið sem mörg- um öðrum, er klifið hafa þrí- tugan hamarinn til þess að verða landi, þjóð og sjálfum sjer að gagni, að tíminn hefir hlaup- ið frá þeim. Nú er hestvagna- cldin á íslandi liðin. Baldin hef- ir sjeð hana koma og hverfa. Voðinn ( Busturbænum. Það gladdi mig stórlega að sjá „aövörunarbrjefið“ í Morgunblað- inu þann 9. þ. m. Ekki af því að jeg hafi nokkurra eiginhagsmuna að gæta á brunahættusvæðinu og því síður hinu, að pólitískt reip- tog hafi nokkur áhrif á mig í þessu efni, því jeg læt mig það litiu skifta. Það er lífshættan ein, er stafar af olíugeymunum á Klöpp, sem kemur mjer til að segja nokkuð um þetta mál. Mjer er alveg óskiljanleg sú r.iðstöfun, að setja upp olíu- og bensíngeymslu í hinum þjettskip- uða miðhluta Ryekjavíkurbæjar og jeg hefði að óreyndu talið það kraftaverki næst, að fá slíku fram- gengt, svo mikið traust ber jeg ril vitsmuna Reykvíkinga. Menn bera fyrir sig álit (ágisk- anir) dómbærra manna í þessu efui. Hverir eru dómbærir? Jú, gömul olíufjelög, eins og Standard Oil fjelagið í Ameríku, sem hefir nú eftir langa og dýrkeypta ó- happa reynslu, verið vísað út á ystu andnes og eyðisvæði í land- inu með sína olíugeyma. „British Petroleum" er sjálfsagt einnig dómbært í þessu efni. — En eru olíufjelögin líkleg til að verða fyrst til, að benda okkur á hætt- una? En hvers vegna erum við að leitast við ágiskanir og „dómbæra menn“ í þessu máli? Hví ekki að spyrja um reynslu annara. — Reynslu þeirra þjóða, sem í ára- Nýjustn Drömmenes Vals. Love Par- ade, Dream lover. Grenadier Ivlarsch. Happy feet. Song of the Dawn. I like to do things for yon. A bench in the park, o. fl. o. fl. Tónfilmulög sem þegar eru vinsæl: Singing in the rain. You are always in my arms. Happy days are here again. Zwei Herzen (2.25 platan). Rio Rita. Lady Luck. Steinsong. Ástarsöngur heið- ingjans og ótal, ótal fleiri lög frá aðeins kr. 2.25 platan. Grammófónar vandaðir, og fallegir útlits, ‘ með bestu verði! Hljóðfærahúsið. í Aðalstræti 8 heldur áfram fimtu- daginn 20. þ. m. kl. 10 f. h. og verða þar seldar allskonar gler- vörur og krystalvörur, eldhúsá- höld, barnaleikföng, 100 myndir innrammaðar og óinnrammaðar, þar á meðal málverk. Einnig alls- konar fatnaðarvörur, skrifborð, skjalaskápur o. fl. Lögmaðurinn í Reykjavík, 19. nóv. 1930. Bjðrn Þðrðarson. tugi hafa verið að læra af reynsl- tinni, að herða stöðugt á varúð- arreglum um meðferð á olíubirgð- ’imi. Aðeins sem dæmi má geta þess, að fyrir fveim til þrem árum, kviknaði í olíuskipi á höfninni í New Orleans í Bandaríkjunum, skipsmenn fleygðu sjer auðvitað allir fyrir borð, eins og þeir év- olt gera í slílcum tilfellum, en aðeins 1—2 afburða sundmenn hjeldu út að synda undir eldhaf- inu (í kafi) til lands. Á svipuðu tímabili varð spreng- ing, í olíubirgðum Bandaríkja- stjórnarinnar, í ríkinu New Jersey i-a. 20 mílur frá New York, þessi sprenging verkaði svo kröftulega, að það brotnuðu niður í gluggum í þriggja mílna fjarlægð frá spreng- ingunni. Hve margir slíkir við- burðir hafa orðið í Bandaríkjun- um síðan jeg fór þaðan, fyrir Itálfu öðru ári, hefi jeg ekki fylgst með, en þetta mega teljast árlegir viðburðir þar í landi. Þegar að því kemur ,að spreng- ing og eldsvoði verða á Klöpp, samfara norðanveðri, bve mörg- um konúm, börnúm og gamal- r.ennum vinst þá tími og forsjá til að forða úr þeim hita? Virðingarfylst, Hjörtur Fjeldsted.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.