Morgunblaðið - 28.11.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.1930, Blaðsíða 2
MURGUNBLAÐIÐ Seljnm: Borðsmjörlíki „prima“. Bakarasmjörlíki „B“. Sultutau bl. Belg. flórsykur með lægsta verði. Signrján Úlafsson myndhöggvari. J'jársöfnun til styxktar hinuxn efnilega listamanni. I gær liringdi Jón Pálsson bankagjaldkeri til Morgunblaðs- ins, út af greininni, sem var í blaðinu um viðurkenningu þá og styrk þann, sem hinn ungi íslenski listamaður, Sigurjón Ólafsson, hef- ir fengið í Danmörku. Jóni fórust orð á þessa leið: Mjer þykir óviðkunnanlegt, að þessi ungi, fátæki piltur, sem nú hefir sýnt frábæra hæfileika, sam- fara fádæma dugnaði óg einbeitni, fái ekki nú þegar einhverja við- urkenningu hjeðan að heiman. — Menn verða að sýna það í verki, að þeir kunni að meta það að verð- leikum, þegar ungir bláfátækir inenn brjótast yfir allar torfærur á skömmum tíma, og gera þjóð .sinni mikinn sóma í útlöndum. Jeg hefi þegar talað um þetta við nokkra menn, og þeir hafa alíir tekið vel í það að taka þátt í samskotum handa hinum unga listamanni — hafa lofað að leggja fram, sumir jafnvel alt að 100 krónum. Nú vil jeg láta bæjarbúa vita af þessum samtökum, og biðja Morgunblaðið fyrir þessi skilaboð til almennings, og að jeg taki á móti samskotafje handa Sigur- jóni. Hann þyrfti að fá 1—2000 kr. — og það sem fyrst. Jeg hefi hugsað mjer að 'senda peningana til Jóns Krabbe skrif- stofustjóra. Eftir því, sem dönsku blöðin herma, hefir hann verið Sigurjóni hjálplegur, veitt honum athygli og hæfileikum hans fyrr nn flestir aðrir. Morgunblaðið flytur þessi skila- boð frá Jóni Pálssyni, með mik- ílli ánægju, og væntir þess, að þeim verði vel tekið. Úr því einn ■ókunnugur útlendingur hefir sent Sigurjóni 1000 krónur, ættu land- ar hans ekki að vera miklu seinni til og rjetta honum hjálparhönd, honum til styrktar og uppörvunar. Jón Pálsson tekur við samskota- fjenu. Hann hefir síma 1925, á Laufásvegi 59. Rússnesku málaferlin. Moskva 27. nóv. United Press. FB. Rjettarhöldunum hefir verið frestað til kl. 10 árd. á fimtudag. Játningar prófessoranna Kalini- kov og Charnovski hafa vekið fádæma eftirtekt. Hafa þeir báðir játað rjettar vera ráðagerðirnar um að koma rússneskum iðnaði í kalda kol. Þing Ribýðusambandsins Það var sett á þriðjudaginn, en ekki kom rauði fáninn upp á Krónborg, eins og í fyrra. Fyrsta daginn varð háa-rifrildi út af kjörbrjefum fulltrúanna. T. d. hafði Sjómannafjelag Isafjarð- ar sent tvo fulltrúa í staðinn fyr- ir einn og höfðu báðir kjörbrjef. Var annar kommúnisti en hinn hægfara. Um fulltrúana frá Vest- manneyjum og klofninginn þar, varð þó sennan snörpust. Brá •ki svo einkennilega ,yið, að þeir hæg- fara vildu ekki kannast við fje- jagið hans ísleifs Högnasonar. — Var alveg eins og þeir Finnur póstmeistari, Erlingur Friðjóns- son o. fl. hefðu gleymt heillaóska- skeytunum, sem þeir sendu Isleifi í fyrra þegar þeir þökkuðu honum fvrir að „reka svikarana“. Kjör- brjefanefnd kom með þá einkenni- legu tíllögu, að fjelag Þorsteins Víglundssonar (Þórshamar) yrði tekið í sambandið „og þar með að t’dra fjelagið yrði slcoðað sem komið úr sambandinu eða dautt“. Ait var álíka viturlegt á þessuin fundi. Á miðfvikudaginn var alt kyrt; !as stjornin þá upp skýrslur sínar, og kosið var í nefndir. En í gær fór að hvessa aftur. Kallaði þá hver annan lygara og svikara, verkiýðsböðla, leiguþý auðvaldsins o. s. frv. Einar Olgeirsson hjelt 2 tíma skammarræðu á Jón Baldvinsson. Sagði að þótt þeir báðir ynni fyr- ir auðvaldshringa, þá væri mun- urinn sá, að hann ynni fyrir verka- lýðinn, en Jón kappkostaði að við- halda auðvaldsskipulaginu.Jón gat ekki svarað öðru en því, að hann hefði verið neyddu-r til að taka við bankdstjórastarfi við Utvegsbank- ann; en þegar hann var spurður hver hefði neytt hann til þess, varð honum orðfall. Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði skammaði stjórnina fyrirónytjungs skap. „Alþýðublaðið“ væri bráð- ónýtt; helstu greinarnar í því væru eftir Ódd (Margir kölluðu: Hann er betri heldur en þeir Ólafur og Haraldur!) Þá skamm- aði Kjartan flokkstjórnina fyrir það að elta Framsókna.rflokkinn og nudda sjer upp við hann. Með því hefðu þeir svikið Alþýðuna, enda hefði það komið í ljós við seinustu kosningar (landkjörið) að Alþýðuflokkurinn hefði mist atkvæði hrönnum saman fyrir það. Stefán Jóhann svaraði og sagði að þeim væri nauðugur einn kost- ur að vera í sambandi við Fram- sókn, því að með því eina móti gætu þeir vænst þess að koma fram kröfum sínum (hefir sjálf- sagt ekki átt við kröfur verka- lýðsins, heldur lcröfur þeirra Al- þýðuburgeisanna um að fá „bein‘ ‘) heitir ný öltegund, sem vjer erum nýfarnir að framleiða. Þessi öltegund líkist hvað mest „Gamla Carlsberg“ og „Miincheneröli“ að gæðum, en þær öltegundir þykja með þeim bestu sem framleiddar eru í heiminum. Þ6rs- Bförs ágætu eiginleikar eru, að hann er sjerstaklega ljúffengur, bragðgóður og hefir sterkan ölkeim, og er um leið sval- andi drykkur. Það er sannfæring vor, að Þórs-Bjór sje framtíðar drykk- ur allra Islendinga, því í honum eru sameinaðir allir þeir kostir sem gott öl þarf að hafa, samkvæmt framan- greindu. — Þ ó r s - B j ó r fæst nú þegar í flest öllum verslunum og veitingahúsum. Reynið einn Þórs-Bjór, stras i dng. .F. ÖL6ERÐIN ÞÓR. Ingólfur Jónsson bæjarstjóri í ísafirði kallaði Hjeðinn „leiguþý breska heimsveldisins“. Og mhrgt var þessu líkt. Heyrst hefir að kommúnistar ffitli að stofna allsherjarsamband sín á milli í dag, undir handleiðslu erindrekans frá Moskva, sem hefir dvalist lijer að undanförnu og verið að kenna þeim byltinga-list- irnar. Signrþór Úlafsson vjelasmiður. Hann andaðist á Akureyri 27. ágúst s.l. Hann fæddist á Stokks- eyri 10. ágiist 1904, sonur Ólafs Sæmundssonar og Sigríðar Þórð- ardóttur. Var Sigurþór sál. af góðu bergi brotinn og þó einkum í móðurætt, og má þar til nefna afa hans Þórð og bræður hans Guðmund bónda í Marteinstungu, foður Þorvalds sál. sem lengi var hjá Sigurði Kristjánssyni bóksala. Sigurþór sál. fluttist ungur með foreldrum sínum suður með sjó og ólst þar upp. Dvaldisthann síðustu árin í Sandgerði og stundaði þar sjómensku. Sigurþór sál. var prýðisvel gef- inn, hægur og dulur í skapi, vin- sæll og vel látinn. Var hann hag- leiksmaður til vinnu allrar, og gtarfsmaður góður. Misti hann föð ur sinn ungur, en fylgdi þá móður sinni og var hún hjá honum til- dauðadags í janúar s.l. Er að mörgu leyti mannskaði í Sigurþór sál., og er það þjóðar- skaði, er ungir efnismenn eru hrifnir, burtu á besta aldri. Kunningi. Rorð ob slóiar. Nú höfum við fengið nýjar birgðir af okkar ágætu borðstofu- stólum, fleiri tegundir en áður. Enn fremur mikið úrval af körfu- stólum, ódýrum, fallegum og vönduðum. Þá höfum við birkistóla, orgelstóla og eldhússtóla á kr. 3.50. Enn fremur borðstofuborð mjög falleg, stráborð og furuborð. Hðsgagnaverslnn Reykjaviknr. Vatnsstíg 3. — Sími 1940. uppboðið 4L í Aðalstræti 3, heldur áfram í dag, og verða þar seldar vefnað- arvörur, skrifborð, taurullur og margt fleira. Lögmaðurinn í Reykjavík 28. nóvember 1930. Bjöm Þórðarson. Peysnfata- kápnr kanpið þjer bestar hjá okknr. Komið og skoðið. Vðruhúsíð. Fallegar • Enskar Manchett- skyrtur og Náttföt. Hálsbindi. falleg. Silkiitreflar og Klútar. Axlabönd. j{aia(duijhna±cti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.