Morgunblaðið - 06.12.1930, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.1930, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtán miljónir! Hvenær finst þjóðinni nóg komið í fjárbruðlinu? I. Þegar Tímamenn vöru að brjót- ast til valda Iijer á landi, lofuðu J>eir þjóðinni, að nú skyldi lialdið sparlega á rikisfjeí Á fyrsta þingi, eftir að þeir voru settstir við stýrið, ljetu þeir á sjer skiljast, að sparnaðarloforðið mundu þeir efna, hvað sem fyrir kæmi. — Stjórnin ljet því flokksmenn sína samþykkja fjárlög, er sýndu hóf- leg vitgjöld. Fyrstu fjárlög Tíma- stjórnarinnar voru fyrir árið 1929; þau voru afgreidd út úr þinginu þannig, að útgjöld ríkissjóðs voru áætluð 10.8 milj. kr. Þessi áætlun leit ekki illa vvt á pappírnum; út- gjöldin voru áætluð lítið eitt hærri en í fjárlögum fyrir árið 1928. En það kom fljótt í Ijós, að Tímastjórnin hafði annað í huga, «n að halda sparlega á ríkisfje. Fjárlögin litu sakleysislega út á pappírnum. En ]>að var einungis grrt til að blekkjá þjóðina. Hin samanlögðu eða áætluðu vitgjöld, sem almenningur fekk að vita um, sýndu e'kki nálægt því alt, sem stjórnin hafði ákveðið að greiða úr ríkissjóði. Stjórnin hefði sem sje tekið jnpp ]>á einkennilegu og ó- skiljanlegu blekkingaraðferð, að vreita stórar fjárhæðir úr ríkissjó&i án þess að láta upphæðil-nar koma fram í samlagningu fjárlaganna. Þessu er þannig fyrir komið, að í viðaukagreinum aftan við sam- lagningu útgjaldanna, eru teknar s^órfeldar útgjaldaheimildir handa stjórninni, sumpart tilteknar upp- hæðir og sumpart alveg ótilteknar. Yæri ])að einstaklingur, sem leyfði sjer slíka aðferð, mundi enginn vera í vafa um í hvaða tilgangi slíkt væri gert. Þar sem Tímastjórnin hefir fund- ið upp feluleik þenna við af- greiðslu fjárlaganna, verður þjóð- in vel að gera sjer ljóst, að sam- tölur fjárlaganna gefa alranga mynd af fjárhagsáætluninni. En engin stjórn getur til lengd- ar falið* fyrir þjóðinni hin raun- verulegu útgjöld ríkissjóðs. Þau koma í Ijós á sínum tíma í Lands- reikningnum. En fullkomin vitn- eskja um útgjöldin kemur fyrst ári eftir að greiðsla hefir farið fram." . Stjórnin hefir nú góngið frá iandsreikningnum fyrir árið 1929. Hún hafði sjálf áætlað útgjöldin ]ietta ár 10.8 milj. króna. Og hún Ijet blöð sín fl.vtja þjóðinni þann boðskap, að hún væri staðráðin í að efna' sparnaðarloforðið. En hverjar hafa *&fndirnar orðið ? Hvað segir íandsreikningurinn 1 Landsreikningurimi segir, að stjórnin hafi árið 1929 sóað úr ríkissjóði 15 — fimmtán — milj- ónum króna! Hvað verður nú um sparnaðar- loforðið? Samkvæmt fjárlagaáætl- uninni sagðist stjórnin ekki ætla að eyða meiru en 10.8 miljónum króna. En hún eyddi 15 miljónum. Hún eyddi og sóaði meiri hlutan- um af þeim feikna tekjum, sem ríkissjóður fekk þetta veltiár. Hún sveik þjóðina; hún lofaði að spara, en sóaði nálega öllu sem inn kom. II. Dómsmálaráðhérrann hefir ný- lega skrifað 14 dálka grein í Tím- ann, um nýja ríkislánið „hans Einars ÁrnasonarY Áður hafði þetta sama blað verið að fræða lesendur sína um það, að skuldir ríkissjóðs hefðu minkað í tíð nú- verandi stjórnar. En svo kemur dómsmálaráðherrann heim úr sigl- ingu, og færir lesendum Tímans þann fróðleik, að nýja ríkislánið ,hans Einars Árnasonar‘ sje hvorki meira nje minna en 12 miljónir íslenskra króna. Hvernig eiga nú lesendur Tím- ans að geta áttað sig á því, hve miklar skuldir ríkissjóðs eru, þeg- ar þeir fá þannig lagaða -fræðslu? Skuldirnar hafa minkað, 'sagði Tíminn .fyrir skömmu. Svo kemur dómsmálaráðherrann og segir, að nýja ríkislánið „hans Einars Árna- sonar“ sje 12 miljónir króna! — Yafalaust mun einliverjum Tíma-‘ manni koma til hugar, að nýja_ lánið „hans Einars Árnasonar“ verði til að hækka verulega heild- arupphæð ríkisskuldanna. Sennilega > eru þessar mótsagnir Tímans, sama eðlis og feluleikur- inn við fjárlögin. Það á að blekkja þjóðina. Hún má ekki fá að vita, hve miklar'skuldirnar eru. Fyrir kosningarnar var það annað aðal- boðorð Tímamanna, að læklta skuldirnar og leysa þjóðina úr „þrælsbándinu“, eins og dóms- málaráðherrann komst J)á að orði. Góðærin undanfarið hafa fært ríkissjóði meiri tekjur en dæmi eru til áður. Hvað hefir orðið af öllu þessu fje? Spyrjið fjármálaráð- herrann. Ilann er nú að senda frá sjer reikningsskil yfir rekstur þjóð arbúsins áiúð 1929. Hann hafði tjáð þjóðinni á þingi 1928, ]>egar afgreidd voru fjárlög íyrir árið 1929, að útgjöld ríkissjóðs yrðu þetta ár 10.8 milj. kr. En lands- reikningurinn sýnir, að útgjöldin hafa orðið 15 miljónir króna! Er unt að blekkja ])jóðina ölln meir en hjer hefir gert verið ? Er hægt að svíkja greinlegar sparnaðarlof- orðið, sem gefið var fyrir kosn- ingarnar ? En hvernig verða reikningsskil Einars Árnasonar, þegar ríkis- skuldirnar verða fram taldar ? — Hafa skuldirnar lækkað, Einar Árnason? Eða hafa þær nálega þrefaldast, síðan Tímamenn settust við stýrið? Yill ekki fjármálaráð- herrann gefa þjóðinni sanna skýrslu um ríki^skuldirnar ? Togariim Geir kom ‘inn í gær- rnorgun með 2000 körfur fiskjar; fór samdægurs áleiðis til Eng- lands. Prá höfninni. Þýskur togari kom in í gær til að fá hjer kol og vistir. í gær fór hjeðan fisktöku- skip, Salome, er taka á birgðir á höfnum úti um land. Eimskipafjelagsskipin. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Goðafoss er í Hull á leið til Rvíkur. Dettifoss fór frá Siglufirði í fyrrinótt áleiðis til R.víkur. Brúarfoss fer hjeðan á morgun vestur og norður um land til Kaup mannahafnar. Sigurður Slaurðsson. Sigurður Sigurðsson steinsmiður frá Bræðraborg, sem kunnur er mörgum eldri bæjarbúum, fyrir dugnað og ósjerhlífni, á níræðis- afmæli f dag, 6. dés. — Hann er fæddur að Gelti í Grímsnesi 1840, si nur bóndans þar, Sigurðar Ein- arssonar, og konu hans Ingunnar Bjarnadóttur, en Einar afi Sig- urðar bjó í Bryðjuholti í Hruna- mannahreppi. Foreldi-ar Sigurðar eignuðust þrjá syni og fjórar dæt- ur, og fluttust tvær þeirra til Ameríku. Allir voru þeir bræður mjög miklir starfsmenn, og ■ að því líkir föður sínum, en mestur þeirra að burðum var Sigurður. Bróðir hans, Bjarni, dó fju-ir mörgum árum, en Kolbeinn hefir entst best; er hann í Hjálmholti í Flóa, og vann að slætti síðast liðið sumar, þá 94 ára að aldri. Þegar jeg sá hann við verk um nírætt, sló hann eins og sæmilega röskur sláttumaður, en að eins þó sljettlendi, því að sjónin var farin að daprast. Sigurður fluttist úr foreldrahús- um að Ondverðarnesi í Grímsnesi. 21 árs að aldri, ásamt Guðrúnu systur sinni. Voru þau þar í eitt ár, en næsta ár á Ormsstöðum í sömu sveit. Tvö næstu ár var Sig- urður á Bíldsfelli í Grafningi hjá Ogmundi bónda og giftist þar Sig- ríði dóttur hans. Reistu þau bú á Torfastöðum í sömu sveit, og bjuggu þar í eitt ár, en síðan 8 ár á Hæðarenda í Grímsnesi. — Þjóðhátíðarárið fluttust þau hing- að til bæjarins. Konu sína misti Sigurður árið 1880. Eignuðust þau 5 börn, 1 son og 4 dætur og eru tvær þeirra á lífi vestanhafs. Vorið 1880 byrjaði Sigurður að byggja steinhús vestur í bæ, ásamt Bjarna líróður sínum. Var ])að eftir tillögu Sigurður Magnvisson- ar kaupmanns nefnt Bræðraborg. Á ]>eim tíma voru engar ruddar götur vestan til í bænum. enda var þar ónumið holt með einum 8 smákotum á víð og dreif með götutroðningum a milli. En við sjóinn stóðu 3 bæir er nefndust Stóra-Sel, Litla-Sel og Bráðræði. Fyrstu árin vann Sigurður eink- um við legsteinahögg og stein- smíði, en stundaði síðan einkum hina síðarnefndu iðn. Var við- brugðið hve mikinn starfsáhuga hann sýndi, og áhuginn hefir ekki þorrið þrátt fyrir aldurinn. Oft- ast fór Sigurður til vinnu Um kl. 4 og 5 á morgnana, en vann sjald- an lengi fraln eftir, en engin veður liömluðu honum og var það stund- um á vetrum, er grimdar gaddur var um hríð, að menn treystust ekki að vinna úti, en- það fekk ekki á Sigurð. Hann virtist vera járnkarl sem alt gæti boðið sjer. Vandvirkur var hann mjög og verksjeður. Var honum því falið að hlaða hina miklu vegarbrún á efstu beygjunni í Kömbum, þegar sá vegur var gerður, og sagði harín fyrir hvernig verkinu skyldi haga. Fyrir rúmum 13 árum fór Sig- urði að daprast sjón, og fór svo, að hann varð að hætta við stein- smíði, en þá gaf hann sig að taumahnýtingu og öðrum Ijettum störfum, sem hann gat unnið í sæti sínu. Og þegar mikið barst að, vann hann sem áður, ér hann Nýkomið: Mais, heill Maismjöl. Hestahafrar. Hveitiklíð. Hænsnafóður, blandað. Verðið er lægra en nokkru sinni áður. Crepepappír. Borðrenningar. Serviettur. Jólatrjesskraut. Kaupið inn tímanlega. Bókaverslnn (safoldar. Bökmmrdroparnir frá Efnagerð Reykjavíkur eru þeir langsamlega bestu, enda viðurkendir um alt land, fyrir gæði. Það besta er frá Efnagerð Reykjaviknr. Nýkomið: Döðlur í 18 kílóa kössum, ný uppskera. Verðið sjerstaklega lágt. Eggert Kristjánsson & Co. Símar 1317 — 1400 og 1413. Kaupið Morgunblaðið. stóð uppi á sitt besta. Nú má svo segja að Sigurður sje orðinn blindur, og síðan 1928, hefir hann dvalið hjá syni sínum, Sigur- mundi lækni í Laugarási. Á. S. -------<.'■**•.>------ Morgunblaðið er 8 síður í dag. Bíóauglýsingar og aðrar auglýs- ingar, er venjulega eru á 1. síðu, eru á 5. síðu. Nú geta allir eignast falleg OÚIfteDDi því fjölbreytt úrval af þeim verður í desembermánuði selt með þægilegum afborgunarskilmálum, að það ætti að vera öllum kleift að eignast þau. Notið tækifærið á meðan úr nógu er að velja. Spll, fjölbreytt úrval. Bridgeblokkir ódýrastar hjá V. B. K. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.